Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2009, Page 21

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2009, Page 21
vestfirðir Miðvikudagur 22. júlí 2009 21 A llt byrjaði þetta með að pabbi hafði safnað göml-um munum frá því í barn-æsku, fyrst í stað var þetta allt heima hjá okkur en á tíunda áratug liðinnar aldar var ráðist í að byggja yfir safnið og með því gera það aðgengilegt öllum sem leið eiga um sveitina,“ segir Rakel Valgeirs- dóttir þjóðfræðingur, safnstjóri í safna- og handverkshúsinu Kört í Árneshreppi á Ströndum. Undir leiðsögn verður fólki ekki skotaskuld úr að setja sig inn í hina gríðarlega erfiðu lífsbaráttu sem fólk háði á fyrri tímum í afskekktri sveit út við ysta haf, hvernig nýta þurfti allt sem landið og hafið buðu upp á. Sjá má listaverk gerð úr hráefni fjör- unnar þar sem viður og steinar frá fjarlægum heimshlutum leika stórt hlutverk í menningarlífi sveitarinn- ar enda hefur hafísinn borið margt forvitnilegt á strendur og svo hafa skógarhöggsmenn í Síberíu verið óþreytandi að sjá fólki fyrir rekaviði sem nýst hefur meðal annars í skip og hús í gegnum aldir. Á tíu ára af- mæli safnsins var húsið orðið allt of lítið og því ráðist í að liðlega tvö- falda húsakostinn og enn var efnið sótt í fjöruna þannig að safnahúsið er heimasmíðað bjálkahús og í raun safngripur út af fyrir sig. Það eru hjónin Valgeir Bene- diktsson og Hrefna Þorvaldsdóttir, ábúendur í Árnesi, sem eiga safnið en Rakel dóttir þeirra er þar safn- stjóri og tekur á móti sívaxandi fjölda gesta, mest ber á íslensk- um ferðalöngum. Hún segir ferða- mannatímann lítillega vera að teygj- ast fram á sumarið frá því sem áður var. Safnið er opið alla daga á sumr- um en vetrargestir geta bankað upp á og fengið leiðsögn um liðna tíð og og samtímann. „Auk safnsins seljum við hand- verk eftir fólk hér á svæðinu sem unnið er í stein, rekavið, silfurmuni og margt fleira. Svæðið býður upp á svo mikið hráefni í listmuni, fjar- an er óþrjótandi uppspretta eins og fjöllin hér þar sem finnst jaspis og margt fleira sem heillar í skart.“ Safnahúsið er umvafið einhverri mestu náttúrufegurð sem finnst, stórbrotnir og fjölbreyttir kletta- drangar skreyta hæstu fjöll og fjöru- borð. Óhætt er að segja að sveitin sé í mikilfenglegum ramma nátt- úrunnar þar sem ný undur birtast í hverju skrefi. GS minnisvarði um harða lífsbaráttu n Safnið Kört í Árneshreppi byrjaði í heimahúsi á síðustu öld. Rakel ValgeiRsdóttiR Þjóðfræðingur og safnstjóri við þjóðminjasafn þeirra Árneshreppsbúa, Kört í Árnesi á Ströndum. Ferðafólk! Verið velkomin til Súðavíkur Sjáumst í Súðavík! www.sudavik.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.