Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2009, Side 30
Miðvikudagur 22. júlí 200930
Hafðu samband í síma 515-5555
eða sendu tölvupóst á askrift@dv.is
- inn í hlýjuna
Fáðu DV heim
í áskrift H
ild
ur
H
lín
Jó
ns
dó
tt
ir
/ h
ild
ur
@
dv
.is
vestfirðir
Í náttúruparadísinni í Reykjanesi við Ísa-fjarðardjúp er rekið myndarlegt hót-el sem opið er allt árið og rúmar um 120 manns í uppbúnum rúmum. Fjölbreyttir
möguleikar eru fyrir fólk að finna sér eitthvað
skemmtilegt að gera. Sundlaug hefur verið á
staðnum í 185 ár og nú er nýbúið að gera upp
fimmtíu metra langa laug sem þjónað hefur í
85 ár. Sundkennsla hafði farið fram í Reykja-
nesi í um hundrað ár áður en núverandi laug
var byggð.
AuknAr vinsældir
„Það gengur vel hjá okkur og vinsældir hótels-
ins aukast ár frá ári. Svo er mikið af fólki sem
kemur og gistir á tjaldstæðinu hjá okkur og nú
er verið að taka í notkun nýja aðstöðu fyrir þá
sem vilja gista á eigin vegum hérna. Nýja tjald-
svæðið mun rúma 60–80 tjöld og hátt í fimmtíu
húsvagna og hjólhýsi með rafmagni og því sem
til þarf,“ segir Jón Heiðar Guðjónsson, hótel-
stjóri í Reykjanesi.
Hann segir sundlaugina hafa ótrúlegt að-
dráttarafl sem og hina einstöku náttúrufegurð
og fjölbreytt dýralíf. Fólki finnist gaman að sjá
selinn fylla fjörurnar í kring og umhverfið bjóði
upp á margbreytilega möguleika á afþreyingu.
„Fólk hefur komið hingað í stað þess að fara
til útlanda þetta sumarið og notið hér laugar-
innar og sólar, enda er þetta allt undir sömu
sól, hér og í útlöndum. Hér kemur fólk líka til
að leika sér í sjónum. Kajakamenn koma hér
oft á ári og eru með námskeið og ævintýra-
ferðir, leika sér hér á fjörðunum og ekki síður
í briminu, fyrir nýliðana er oft byrjað á fyrstu
áratogunum í sundlauginni, þar sem æfðar eru
velturnar og rétt viðbrögð ef eitthvað klikkar.“
kAfArAr og kórAlAr
Auk þess að kajakamenn finni sporti sínu stað
í Reykjanesinu er þarna hrein dásemd fyrir
kafara sem sækja mikið á svæðið, kóralar eru
skammt undan ströndinni þar sem neðan-
sjávarhverir eru, mörg gömul skipsflök sem
áhugavert er að kafa niður að auk þess sem
landslag sjávarbotnsins er mjög fjölbreytt. Í
fjörunni neðan hótelsins eru kóralar sem hægt
er að skoða á fjöru og sjórinn volgur af hverum
í fjöruborðinu. Til að mæta þörfum kafara hef-
ur hótelið komið sér upp búnaði til að hlaða
súrefniskúta þeirra og gnægð er af heitu vatni
og aðstöðu til að hreinsa og þurrka búninga að
lokinni köfun.
veiðipArAdís
„Við reynum að mæta þörfum þeirra sem
koma hingað og hjálpa þeim að njóta þeirr-
ar paradísar sem hér er. Göngufólk finnur hér
skemmtilegar leiðir með sérstökum klettabelt-
um án þess þó að þurfa að fara í fjallgöngu,
fuglalíf er mjög fjölbreytt og margir sem koma
hingað eingöngu til að skoða fugla. Hrefnur og
stærri hvalir sjást hér á Djúpinu og svo má ekki
gleyma konungi fuglanna, haferninum, sem
hér er mjög sýnilegur. Vatnaveiði er mikil hérna
í nágrenninu og fólk getur fengið leyfi hér hjá
okkur. Berjatínslufólk kemur mikið hingað síð-
sumars enda miklar lendur bæði kræki- og að-
albláberja hér. Fuglaveiðimenn finna sér bráð
hérna, hvort heldur er lundi, rjúpa eða gæs-
in. Sjóstangaveiði er hér skammt undan landi
með gjöfulum miðum og fallegu umhverfi. Svo
er hér kjörlendi fyrir vélsleðamenn að leika sér
á vetrum,“ segir athafnamaðurinn í þessari af-
þreyingarparadís vestur í Ísafjarðardjúpi. GS
n Reykjanes við Ísafjarðardjúp er sannkölluð nátt-
úruperla þar sem er að finna 85 ára gamla sundlaug.
Í kring eru frábærar gönguleiðir og veiðiparadís.
sundlAug í 185 ár
Hótelið Einnig er nýtt tjaldsvæði á
staðnum fyrir 60 til 80 manns.
Mynd Gretar Þór SæÞórSSon
Jón Heiðar GuðJónSSon, Hótel-
StJóri í reykJaneSi Rekur hótel fyrir
120 manns í uppbúnum rúmum.
85 ára GöMul SundlauG Sundlaug hefur
verið á staðnum í 185 ár.