Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2009, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2009, Blaðsíða 34
Miðvikudagur 22. júlí 200934 vestfirðir 1. Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? Furða mig á því hvað nóttin líður hratt. Svo er rölt af stað eftir allt of lítinn morgunverð sem er þó mikilvægasta máltíð dagsins, mikið rétt. 2. Hver er sérgrein þín í eldHúsinu? Það eru saltfiskréttirnir, góðir þótt ég segi sjálfur frá. 3. Hvaða kvikmyndaHetju lítur þú upp til? Engrar sérstakrar. Þetta er allt plat sko. 4. Hvar ólst þú upp? Ég ólst upp á sveitabænum Ögri við Ísafjarðardjúp. Nei, það er ekki eyja. Þær heita Æðey og Vigur. 5. ef þú Hefðir ekki orðið stjórnmálamaður, Hvað Hefðirðu viljað vera? Það ætlar áreiðanlega ekkert barn að verða stjórnmálamaður þegar það er orðið stórt. Ég hafði sem barn og unglingur áhuga á iðngreinum hvers konar og finnst enn í dag það vera einhver mikilvægasta og besta menntunin. 6. Hvað drífur þig áfram? Áhugi á fjölbreyttum málefnum og vilji til að bæta okkar aðstæður. Það er endalaust verkefni enda ansi margir sem eru í að skemma fyrir öðrum og rífa niður. Sumir viljandi aðrir ekki. 7. Hvaða lag kemur þér alltaf í gott skap? Ekkert eitt ákveðið lag. Ég er hrifinn af mörgum lögum með Queen og hljómsveitum frá þeim tíma. En nýjustu lögin í dag koma mér mörg í gott skap. 8. Hver er uppáHaldsborgin þín? Ég hef taugar til Reykjavíkur og er mjög hrifinn af Barcelona og París. 9. Hvað Hafa vestfirðir fram yfir aðra landsHluta? Vestfirðir eru stórbrotið landsvæði og bjóða upp á ýmislegt sem þú sérð ekki annars staðar. Ég er fæddur og uppalinn Vestfirðingur og þekki af eigin raun hvernig er að búa annars staðar. Vestfirðir koma vel út í þeim samanburði. Gott mannlíf, að mestu fjölskylduvænt umhverfi, þétt samfélag sem stendur yfirleitt saman þegar virkilega þarf á því að halda. 10. Hver er þín Helsta fyrirmynd? Ég hef mikið litið til foreldra minna sem sköffuðu manni veganestið út í lífið. Svo hef ég kynnst fólki á lífsleiðinni sem hafði mikil áhrif á mig. Til þessara einstaklinga sæki ég fyrirmynd. 11. Hverju sérðu mest eftir? Að mestu er ég sáttur við það sem gerst hefur. 12. ef þú mættir gefa íslensku þjóðinni gjöf, Hvað myndirðu gefa Henni? Fullvissu um að þjóðin muni vinna sig út úr erfiðleikum sínum og aukið stolt og aukna þrjósku til að vinna sig í gegnum það sem þarf að gera. 13. Hvar líður þér best? Mér líður best í sumarbústaðnum í Ögri. Þyrfti að koma oftar þangað. 14. Hver er fallegasti staðurinn á íslandi? Hornvíkin er einstakur staður, ég verð að velja hana þó vítt og breitt um landið sé ótrúleg náttúrufegurð. 15. Hver er fremsti stjórnmálamaður Heims fyrr og síðar? Sá sem boðar frið og almenn lífsgæði og nær fólki með sér inn á þá stefnu. Sumir hafa getað það en allt of margir ekki. 16. Hvenær felldir þú síðast tár? Fyrir stuttu þegar við kvöddum gamla hetju hér í okkar samfélagi. 17. Hvernig er Heimilisverkunum skipt? Þeim er misskipt. Ég geri eiginlega ekkert heima hjá mér annað en að koma heim og yfirleitt frekar seint. Elda, ryksuga og skúra sjaldan. Þvæ aldrei þvott. Er eiginlega ómögulegur að þessu leytinu. 18. stundar þú líkamsrækt? Ég reyni að hreyfa mig eitthvað en það mætti vera markvissara. 19. Hvert er takmark þitt í lífinu? Að reyna að gefa eitthvað af mér frekar en að taka. Gera betur í dag en í gær. Lifa því lifandi. 20. Hvaða bók getur þú lesið aftur og aftur? Eftir umræður í bæjarstjórn í fimm til sex klukkustundir er ágætt að lesa Innansveitarkróníku Laxness. Svo les ég Gerplu og Sjálfstætt fólk ansi oft. 21. Hver voru áHugamál þín sem unglingur? Ég hafði gaman af flestum sveitastörfum sérstaklega varðandi vélar. Svo voru það tónlist og bílar. 22. Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Fyrst bóndi, svo skipstjóri og svo rafvirki eða smiður. 23. Hvernig er fullkomið laugardagskvöld? Í tjaldi í óbyggðum eftir langa göngu eða um borð í báti í legufærum norður á Hornströndum eftir góðan dag á sjó og landi á þessu stórkostlega landsvæði. Sófi, rauðvín og kertaljós er of klisjukennt. 24. Hver er þinn Helsti kostur? Það er ekki mitt að meta það og ég vil ekki gera það. Ég reyni að hafa mín lífsviðmið skýr en það er annarra að dæma hvort það hefur tekist. 25. Hvern Hefur þig alltaf dreymt um að Hitta? Ég hef ekki haft um það drauma. Það væri ágætt að hitta hina ýmsu spámenn ólíkra trúarbragða og fá þá til að leiðrétta ýmsar rangtúlk- anir á því sem þeir boðuðu. 26. áttu gæludýr? Já, við eigum stóran hvítan kakadúpáfagauk sem heitir Kíkí. 27. finnst þér gaman í vinnunni? Mér finnst verulega gaman í vinnunni og hef ávallt verið svo gæfusamur að vera ánægður í vinnu. 28. Hvaða skref væri mest til Heilla íslenskri þjóð? Þau eru mörg. Stórt skref væri að stjórnmálamenn væru jarðtengdari. Þeir sem þykjast vera jarðtengdastir eru það yfirleitt síst að mínu mati. Svo myndi það auka lífsgæði smátt og smátt ef við færum að eyða minnu en við öflum. 29. Hvaða mynd sást þú síðast í bíó? Ég hreinlega man það ekki. Fer sjaldan í bíó. 30. síðasta orðið? Í hillingum bíður Ísland enn með ögur og núp og sand. Það leggur með draum og sögn í senn á sál þína tryggðaband. Og nú er það vort að vera menn og verðskulda þetta land. (Guðmundur Ingi Kristjánsson) Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, á síðasta orðið að þessu sinni. Hann segir gott að lesa Laxness eftir langa bæjarstjórnarfundi og sérhæfir sig í saltfiskinum þegar kemur að elda- mennskunni. Að mati Halldórs er Hornvík falleg- asti staður á landinu. ekkert barn ætlar að verða stjórn- málamaður síðasta orðið

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.