Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2009, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2009, Síða 4
Sandkorn n Jónas Kristjánsson bloggari, fyrrverandi ritstjóri DV, hefur tekið slaginn með Sigmundi Erni Rúnarssyni alþingis- manni í nauðum hans. „Tek einn drukkinn þingmann, sem fer með rök, fram yfir tíu þingmenn, sem flissa og skríkja eins og skólapíkur“. Þetta þykir drengskap- arbragð af Jónasi sem á sínum tíma var rekinn af DV til að koma Sigmundi Erni í starf hans. n Björn Bjarnason eftirlauna- þegi hrósar á bloggi sínu fram- göngu Lýðs Guðmundsson- ar í Exista í Kastljósi. Björn á sumarhús í Fljótshlíðínni sem hann byggði ásamt tengdasyni sínum, Heiðari Má Guðjóns- syni, útrásarvíkingi og einum nánasta samverkamanni Björ- gólfs Thors. Nágranni þeirra tengdafeðga er áðurnefndur Lýður sem reisti sér villu þar upp á þúsund fermetra. Annar nágranni er gamall samherji Björns, Brynjólfur Bjarnason, maðurinn sem sagt er að hafi fyrst komið auga á þá Bakka- bræður, fundið þá upp. Tengsl Björns við víkingana hafa orð- ið til þess að gárungar kalla hann tengdaföður útrásar- innar. n Hinar ýmsu ókeypis skemmt- anir, stórar sem smáar, hafa verið vinsælar að undanförnu og telja sumir sig sjá merki kreppunnar á breyttu afþrey- ingarmynstri landans. Með- al þeirra sem efna til hátíða er Kjörís sem efnir til árlegs Ísdags í Hveragerði upp úr hádegi á laugardag. Það væri kannski ekki í frásögur færandi nema fyrir að boðið verður upp á óvenju- lega ísa, til dæmis með bjórbragði, túnfisk- bragði, ORA grænna bauna bragði og kreppuís með grjónagraut svo eitthvað sé nefnt. Ýmis skemmtiatriði verða í boði. Gunni og Felix verða kynnar, sönghópur úr Söngvaseiði mætir á svæðið, Hara-systur, Magnús Þór og ýmsar hljómsveitir. Búast að- standendur við allt að 10.000 gestum. Sérstök ísleiðsla verð- ur lögð beint frá verksmiðjunni og út á plan og mun fólk geta borðað eins mikinn ís og það getur í sig látið. 4 föstudagur 28. ágúst 2009 fréttir Yfir 500 bílhræ eru í bílakirkjugarðinum að Garðsstöðum við Ísafjarðardjúp og hefur Súðavíkurkaupstaður samþykkt að láta fjarlægja þau vegna mengunarhættu. Einar Ásgeirsson hjá Hringrás segir bóndann á Garðsstöðum ekki hafa notið sannmælis og vera „ókrýndan handhafa umhverfisverðlauna“ fyrir óeigingjarnt starf sitt við söfn- un bílhræja og sölu varahluta. UMHVERFISSINNI Í KIRKJUGARÐINUM „Ég vil nú meina að hann sé ókrýnd- ur handhafi umhverfisverðlauna. Hann er búinn að gera mikið gagn í sveitinni og er að vinna þjóðþrifa- verk,“ segir Einar Ásgeirsson, fram- kvæmdastjóri endurvinnslufyrir- tækisins Hringrásar. Hann álítur Þorbjörn Steingrímsson, eiganda bílakirkjugarðsins á Garðsstöðum í Ögurvík, vera mikinn umhverfis- sinna og undrast þá miklu gagnrýni sem starfsemi hans hefur fengið. Í árafjöld hefur staðið styr um þau hundruð bílhræja sem standa við Garðsstaði. Á síðasta fundi sveitar- stjórnar Súðavíkurhrepps var enn og aftur ályktað að fjarlægja skuli hræin. Þorbjörn hefur þar safnað gömlum bílum og selt úr þeim varahluti. Algjör misskilningur Hringrás hefur lengi þjónustað bóndann á Garðsstöðum og flutt þaðan bílhræ til endurvinnslu. Einar telur umræðu um umhverfisspjöll á svæðinu vera á misskilningi byggða. „Hann hreinsar alla sveitina í kring- um sig. Ég held að menn séu bara ekki upplýstir um það mikla magn sem við erum búnir að flytja það- an. Bara á þessu ári erum við búnir að flytja frá honum hvorki meira né minna en sex hundruð tonn. Hann er búinn að standa við að fjarlægja það sem hann ætlaði sér en það kem- ur alltaf meira. Það er meiri þörf fyr- ir þessa þjónustu en menn grun- aði. Hann virkilega heldur sveitinni hreinni og fínni,“ segir Einar. Áhyggjur af mengun Á síðasta fundi sveitarstjórnar Súða- víkurhrepps var samþykkt að fela Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða að fjar- lægja brotajárn af jörð Garðsstaða. Áður hafði verið gert stöðumat á jörð- inni þar sem fram kom að þar væru 503 bílaflök, 34 fleiri en þegar slíkt mat var gert þremur árum fyrr. Auk þess er þar töluvert magn af dekkj- um og öðrum bifreiðaúrgangi í þar til gerðri gryfju á jörðinni. Í fundargerð er lýst yfir áhyggj- um af mengun vegna bílhræjanna og harmað að ekki hafi náðst árangur af samningi sem gerður var við lóðar- eiganda um hreinsun á lóðinni fyr- ir þremur árum. Einnig er tekið fram að ekkert starfsleyfi hefur verið gefið út vegna þeirrar starfsemi er fram fer á jörðinni. Vegið að atvinnustarfsemi Þorbjörn vildi ekki tjá sig um málið þegar DV náði tali af honum í gær. Deilan hafði náð nokkrum hæðum í nóvember 2007 þegar Þorbjörn sagði í samtali við blaðið að honum fyndist sveitarfélagið ganga á rétt hans með því að krefjast hreinsunar þar sem hann hafi atvinnu af bílakirkjugarðin- um. Þá vildi hann meina að vegið væri að atvinnustarfsemi hans ef bílarnir yrðu fjarlægðir. Þorbjörn hóf bílasöfn- unina 1982 og hafa síðan hundruð ferðamanna lagt leið sína að Garðs- stöðum til að skoða bílana. „Hann er búinn að standa við að fjarlægja það sem hann ætlaði sér en það kemur alltaf meira.“ 600 tonn í burtu Einar Ásgeirsson segir Hringrás hafa á þessu ári flutt sex hundr- uð tonn af bílhræjum og brotajárni frá Garðsstöðum. Hins vegar bætist alltaf meira við. Mynd róbErt deilan endalausa Deilan um bílhræin á Garðsstöðum hefur staðið í fjölda ára og virðist ekki sjá fyrir endann á henni. ErlA Hlynsdóttir blaðamaður skrifar: erla@dv.is Harpa sóley Kristjánsdóttir fékk loksins Tysabri-lyfið við MS-sjúkdómnum: „Hoppaði, söng og grenjaði“ Harpa Sóley Kristjánsdóttir var að- eins fimmtán ára þegar hún greind- ist með MS-sjúkdóminn. Harpa er tvítug í dag sagði sögu sína í helg- arblaði DV fyrr á árinu því hún fékk samþykki fyrir nýja lyfinu Tysabri en var neitað um það á síðustu stundu. Eftir viðtalið í DV fór boltinn að rúlla og 16. júní síðastliðinn fékk hún sím- talið sem hún hefur verið að bíða eft- ir. Haukur Hjaltason, læknir hringdi í hana og sagði henni að hún fengi lyf- ið og 1. júlí fór hún í fyrstu lyfjagjöf- ina á sjúkrahúsinu á Akureyri. „Ég var úti á palli þegar ég fékk símtalið því það var svo gott veður. Nágranninn kom og athugaði hvað var um að vera því ég hoppaði, öskr- aði, söng og grenjaði. Þetta var mjög tilfinningalegt,“ segir Harpa hæst- ánægð. Hún fór í þriðju lyfjagjöfina í fyrradag og gengur allt eins og í sögu. Hún fær lyfið í þrjú til fimm ár og er mjög jákvæð með framhaldið. „Ég er lögð inn á lyfjadeildina á Akureyri og gefið Tysabri í æð í klukkutíma og korter. Eftir það fæ ég saltvatn í æð í hálftíma. Síðan þarf ég að bíða í hálftíma því fyrstu skiptin eru líkur á að ég fái ofnæmi. Ég fer á fjögurra vikna fresti og þetta er búið að ganga mjög vel. Það hefur ekkert komið upp á fyrir utan smá haus- verk í fyrstu gjöfinni. Það var örugg- lega bara spennufall því ég er búin að bíða eftir þessu svo lengi og loks- ins var þetta að gerast. Ég var reynd- ar kvíðin í fyrsta skiptið því ég er svo hryllilega sprautuhrædd en þetta gekk vel. Mér líkar samt ekki vel við að fara inn á spítala. Mér finnst það leiðinlegt og erfitt en þetta gekk allt svo vel. Aðstaðan er líka frábær. Ég er með sjónvarp og DVD-spilara fyr- ir framan mig þannig að mér leiðist ekki á meðan,“ segir Harpa. Harpa býr á Húsavík og hefur fengið mikil viðbrögð frá íbúum bæj- arins eftir að viðtalið birtist í DV. „Mér fannst fólk skilja mig eftir að greinin birtist. Krakkarnir í skól- anum gerðu sér þá grein fyrir því hve alvarlegt þetta væri. Ég hefði bara átt að koma í viðtal fyrr.“ Harpa var ein þriggja sem var neitað um Tysabri. Hún er í sam- bandi við hina tvo og samkvæmt upplýsingum hennar hefur annar fengið lyfið en hinn bíður enn. liljakatrin@dv.is Ánægð með lífið Harpa horfir bjart- sýnum augum til framtíðar en er með báða fætur á jörðinni. Hún getur enn fengið ofnæmi fyrir lyfinu þó lyfjagjöfin gangi vel.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.