Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2009, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2009, Blaðsíða 18
18 föstudagur 28. ágúst 2009 fréttir John F. yngri lætur lífið Árið 1999 var höggvið enn eitt skarð- ið í Kennedy-ættarveldið. Í júlí lést John F. Kennedy yngri í flugslysi við Martha’s Vineyard í Massachusetts. John F. yngri var við stjórnvöl flug- vélarinnar, en með í för var Caroline Bessette Kennedy, eiginkona hans, og Lauren Bessette, systir Caroline og fórust þær einnig. Talið var að John hefði misst stjórn á flugvélinni þegar hann var að lækka flugið yfir sjávarfletinum að nóttu til og misst fjarlægðarskyn sitt. Ösku þremenninganna var síð- ar dreift við ströndina við Martha’s Vineyard. Vafasamt ástar- samband Árið 1997 komst í hámæli að Mi- chael Kennedy, sonur Roberts F. Kennedy, ætti í ástarsambandi við fyrrverandi barnapíu fjölskyldu hans. Sambandið hófst þremur árum fyrr þegar barnapían var að- eins fjórtán ára. Michael Kennedy sætti rannsókn vegna samræðis við stúlku undir lögaldri, sem flokkast undir nauðg- un. Ákæruvaldið hafði ekki erindi sem erfiði því barnapían var ósam- vinnuþýð. Í lok árs 1997 lést Michael eftir slys á skíðum í Aspen í Colarado. Sýknun í nauðgunarmáli Eftir tíu daga vitnaleiðslur og 77 mínútna rökræður kviðdómara, í desember árið 1991, var William Kennedy Smith sýknaður af nauðg- unarákæru. Strax á öðrum degi réttarhaldanna steytti ákæruvaldið á steini þegar Mary E. Lupo dómari úrskurðaði að svarinn vitnisburð- ur þriggja annarra kvenna, um að William Kennedy Smith hefði veist að þeim á níunda áratugnum, yrði útilokaður í réttarhöldunum. „Kviðdómur hefur talað. Engu að síður er „ekki sekur“ ekki það sama og saklaus,“ sagði lögfræðingur kon- unnar, Patriciu Bowman. Enn er margt á huldu um morðið á næstelsta Kennedy-bróðurnum: John F. Kennedy myrtur John F. Kennedy var 35. forseti Bandaríkjanna frá 1961 þar til hann var ráðinn af dögum föstudaginn 22. nóvember 1963 í Dallas í Texas- fylki. John F. Kennedy var skotinn til bana þar sem hann sat í bifreið ásamt Jacqueline, eiginkonu sinni, í bílalest forsetans. Almennt er talið að morðinginn hafi verið Lee Harvey Oswald. Niðurstaða tíu mánaða rann- sóknar á vegum Warren-nefndarinn- ar 1963 til 1964, rannsóknar sérstakr- ar nefndar um morðtilræði (HSCA), 1976 til 1979, og fleiri rannsókna á vegum hins opinbera var að Lee Har- vey Oswald hefði ráðið John F. Kenn- edy af dögum. Upphaflega féllst al- menningur á þessa niðurstöðu, en könnun 1966 leiddi í ljós að allt að 80 prósent bandarísku þjóðarinn- ar höfðu efasemdir um niðurstöður rannsóknanna. Í dag er morðið á John F. Kenne- dy enn tilefni vangaveltna og fjölda ósvaraðra spurninga og óteljandi samsæriskenningar hafa verið viðr- aðar síðan það var framið. Þrátt fyr- ir að HSCA hafi árið 1979 komist að niðurstöðu um sekt Lee Harvey Os- wald komst nefndin einnig að þeirri niðurstöðu að rannsókn alríkislög- reglunnar, FBI, og skýrslu Warren- nefndarinnar hefði verið verulega ábótavant. Lee Harvey Oswald þvertók fyrir að hafa skotið nokkurn mann og full- yrti að hann væri blóraböggull. Hann kom aldrei fyrir dómstóla því tveim- ur dögum síðar var hann skotinn til bana þegar lögregla var að færa hann í brynvarðan bíl til að koma honum frá höfuðstöðvum lögreglunnar í Dallas í fangelsi Dallas-sýslu. Bana- maður Oswalds var Jack Ruby, næt- urklúbbseigandi í Dallas. John F. Kennedy Féll fyrir kúlu launmorðingja í Dallas. Edward M. Kennedy, síðasti Kenn- edy-bróðirinn og sá yngsti, féll frá á þriðjudaginn eftir baráttu við illkynja æxli í heila. Edward „Ted“ Kenne- dy var yngri bróðir Johns F. Kenne- dy, forseta Bandaríkjanna frá 1961 til 1963, og öldungadeildarþingmanns- ins Roberts F. Kennedy, en þeir voru báðir myrtir. Elsti bróðir bræðranna, Joseph P. Kennedy yngri, fórst í síðari heimsstyrjöldinni og því var Edward sá eini bræðranna sem lést af eðli- legum orsökum. Ted Kennedy var öldungadeild- arþingmaður demókrata í hartnær hálfa öld, eða frá 1962, og var við dauða sinn með næstlengsta sam- fellda starfsaldurinn í öldunga- deildinni. Robert F. sóttist eftir for- setaembættinu og var ráðinn af dögum í kjölfar sigurs í forkosn- ingum í Kaliforníu. Eftir 1969 voru vonir Teds Kennedy varðandi for- setaenbættið sveipaðar ósvöruðum spurningum og vangaveltum varð- andi Chappaquiddick-slysið. Engu að síður lagði Ted á brattann árið 1980 gegn Jimmy Carter, sitjandi for- seta, en þrátt fyrir óvinsældir Carters hvíldi skuggi Chappaquiddick yfir Kennedy og hafði hann ekki erindi sem erfiði. Áhrifamikill þingmaður Þrátt fyrir að Hvíta húsið hafi gengið honum úr greipum var Ted löngum talinn einn áhrifamesti þingmaður Bandaríkjanna síðastliðna áratugi. Hann varð þekktur sem „Ljón öld- ungadeildarinnar“ og átti stóran þátt í fjölda mikilvægra lagasetninga sem vörðuðu mannréttindi, kosningarétt, rétt sjúkra og fatlaðra. Á tíma íhalds- emi sem einkenndi Bandaríkin frá 1980 fram yfir aldamót varð hann merkisberi frjálslyndis. Ævisöguritari Edwards Kenne- dy, Adam Clymer, sagði að Edward hefði sennilega verið best þekktur fyrir hæfileikann til að vinna með repúblikönum. „Repúblikanaflokk- urinn safnaði milljónum dala vegna þess eina markmiðs að bjarga land- inu frá Ted Kennedy, en ekki voru til þau lög sem hann kom í gegn þar sem hann naut ekki stuðnings mik- ilvægs bandamanns úr röðum rep- úblikana,“ sagði Clymer. Sæti á silfurfati Aðstæður í kringum upphaf Edwards Kennedy í öldungadeildinni var með óvanalegum hætti. Þannig var að þegar John F. var kjörinn forseti losn- aði sæti hans fyrir Massachusetts í öldungadeildinni. Edward var þá ekki orðinn þrítugur og því ekki nógu gamall til að fá sæti í deildinni. John F. brá þá á það ráð að biðja ríkisstjóra Massachusetts að leyfa vini Kennedy-fjölskyldunnar að taka sætið þar til tímabili Johns lyki og Edward hefði aldur til að setjast á þing. Edward var síðan kjörinn öld- ungadeildarþingmaður 1962 og þrátt fyrir að ferlið væri ekki ólöglegt sam- kvæmt stjórnarskrá landsins vakti það upp vangaveltur um hvort Ed- ward hefði fengið sæti í öldunga- deildinni silfurfati. Hvað sem þeim vangaveltum líður var hann ítrekað endurkjörinn allt til loka. Í hópi tíu bestu Árið 2006 sagði Time-tímaritið Ed- ward Kennedy vera einn af „tíu bestu öldungadeildarþingmönnum“ landsins, að hann hefði staðið fyrir gríðarlegum fjölda lagasetninga sem hefðu „áhrif á líf nánast allra karl- manna, kvenna og barna í landinu.“ Barack Obama, forseti Banda- ríkjanna, sagði þegar honum bár- ust fréttirnar af fráfalli Edwards að hann hefði verið „einn afkastamesti Bandaríkjamaðurinn sem hefði þjónað lýðræði“ landsins. Edward Kennedy studdi Obama í slagnum um forsetaembættið og virti að vettugi beiðni úr herbúðum Hill- ary Clinton um að vera hlutlaus. Ed- ward er talinn einn helsti lykilmað- urinn í viðleitni Obama til að koma umbótastefnu í heilbrigðismálum landsins í gegn. Þrátt fyrir að Edward Kennedy hafi ekki alltaf tekist að standa und- ir þeim væntingum sem gerðar voru til hans í kjölfar dauða bræðra hans hefur hann skilið eftir sig verulega pólitíska arfleifð. „LJónið“ FaLLið Frá „Frjálslynda ljónið“ í öldungadeild Bandaríkjanna, Edward „Ted“ Kennedy, lést á þriðju- daginn. Horfinn er af sviðinu einn áhrifamesti stjórnmálamaður síðustu fimm áratuga Bandaríkjanna. Hann var sá eini Kennedy-bræðra sem lést af eðlilegum orsökum. Kolbeinn þorSteinSSon blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is Kennedy-bræðurnir Valdamesta fjölskylda Bandaríkjanna um tíma. edward (t.v.) og robert F. ásamt Jacqueline, ekkju Johns F. árið 1963 Eftir morðið á Robert, 1968, varð Edward höfuð fjölskyldunnar. „ljón öldunga- deildarinnar“ Sat óslitið í öldunga- deildinni frá 1962 til dauðadags.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.