Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2009, Qupperneq 22

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2009, Qupperneq 22
22 föstudagur 28. ágúst 2009 fréttir Árið 2011 verða 100 ár liðin frá stofn- un Háskóla Íslands. Á tímum sjálf- stæðisbaráttu þjóðarinnar var litið svo á að stofnun háskóla væri liður í að efla sjálfstæði og fullveldi þjóðar- innar, ekki síður en að treysta undir- stöður atvinnulífs og framfarir. Nærri einni öld eftir stofnun Há- skóla Íslands og 65 árum eftir stofn- un lýðveldisins glímir íslenska þjóðin við mestu efnahagshörmungar sem riðið hafa yfir nokkra þjóð á síðari árum. Flestir eiga bágt með að skilja hvers vegna fjármálakreppan í veröld- inni lék Íslands svo grátt sem raun ber vitni og miklu verr en aðrar þjóir sem þó hafa ekki farið varhluta af heims- kreppunni. Undir svo djúpstæðri kreppu og drápsklyfjum sem lagðar eru á heim- ili og fyrirtæki ólgar reiði sem hæglega gæti leitt til þverrandi greiðsluvilja og þar með slitum á grundvallarsátt- mála um að landið skuli með lögum byggja. Beðið niðurstöðu rannsókna? Hvernig stendur á því að svona er komið fyrir íslensku efnahagslífi? Hvers vegna herjar uppdráttarsýkin á íslensku krónuna sem aldei fyrr? Af hverju jókst verðbólga um 30 prósent í einu vettvangi? Hvers vegna rýrna fasteignir í verði um tugi prósenta? Því hækka lánin upp fyrir greiðsluþol heimila og fyrirtækja á sama tíma og kaupmáttur hrapar meira en dæmi eru um í áratugi? Því er svo komið að þjóðin er undir áhrifavaldi Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins og á nú fullt í fangi með að halda yfirráðum yfir auðlind- um sínum og arðinum af þeim í land- inu? Rannsókn á þessum skelfingum ís- lensku þjóðarinnar er í höndum rann- sóknarnefndar Alþingis. Niðurstöðu nefndarinnar sem og undirnefndar hennar er beðið með eftirvæntingu, ekki aðeins hér á landi heldur víða um lönd. Stofnanir, sérfræðingar um fjármálamarkaði, háskólar og stjórn- málamenn þyrstir í nýja þekkingu um þjóðfélagsleg samspil efnahagslífs, peningamálastefnu, regluverks, emb- ættisfærslu og stefnumörkunar á vett- vangi stjórnmálanna sem framkallað getur svo volduga skjálfta og kerfis- hrun íslenska fjármálakerfisins. Mörgum virðist sem eigendur og stjórnendur bankanna, embættis- menn í lykilstöðum og stjórnvöld beri mesta ábyrgð. Aðrir vilja einnig draga fjölmiðla til ábyrgðar og telja að eign- arhald auðmanna á þeim ríði bagga- munin um samsekt þeirra. Er Háskóli Íslands stikkfrí? Hvað með Háskóla Íslands? Er það ekki krafa nútímasamfélagsins að mikilvægar og skynsamlegar ákvarð- Hannes Hólmsteinn Gissurarson, stjórnmálafræðiprófessor, kennir og leiðbeinir í málstofu um heimskreppuna og framtíð kapítalismans á haustmisseri í Háskóla Íslands. Hann er stund- um kallaður hugmyndafræðilegur arkitekt bankahrunsins, en allar götur frá því honum var þröngvað inn í Háskóla Íslands 1988 gegn vilja háskólayfirvalda, hefur hann verið talsmaður nýfrjálshyggjunnar og einkavæðingar. Fáir hafa enn spurt um ábyrgð háskólasamfélagsins á alvarlegasta efnahagshruni þjóð- arinnar fyrr og síðar aðeins tveimur árum áður en Háskóli Ís- lands fagnar 100 ára afmæli sínu. Ábyrgð HÁskóla Íslands Á Hruninu JóHann Hauksson blaðamaður skrifar: johannh@dv.is framHald Á næstu opnu Hugmyndafræðingur mótmælir Hróp voru gerð að Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni, stjórnmálafræðiprófessor, þegar hann hugðist mótmæla Icesave ábyrgðum á Austur- velli fyrir helgi. Margir telja að hann beri mikla hugmynda- fræðilega ábyrgð á litlu eftirliti með bönkunum sem komið hafa drápsklyfjum yfir á herðar almennings. Hringdi viðvörunarbjöllum og gagnrýndiGylfi Magn- ússon sakaði Seðlabankann um vítavert andvaraleysi í sjónvarpsviðtali í júní í fyrra.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.