Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2009, Side 22

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2009, Side 22
22 föstudagur 28. ágúst 2009 fréttir Árið 2011 verða 100 ár liðin frá stofn- un Háskóla Íslands. Á tímum sjálf- stæðisbaráttu þjóðarinnar var litið svo á að stofnun háskóla væri liður í að efla sjálfstæði og fullveldi þjóðar- innar, ekki síður en að treysta undir- stöður atvinnulífs og framfarir. Nærri einni öld eftir stofnun Há- skóla Íslands og 65 árum eftir stofn- un lýðveldisins glímir íslenska þjóðin við mestu efnahagshörmungar sem riðið hafa yfir nokkra þjóð á síðari árum. Flestir eiga bágt með að skilja hvers vegna fjármálakreppan í veröld- inni lék Íslands svo grátt sem raun ber vitni og miklu verr en aðrar þjóir sem þó hafa ekki farið varhluta af heims- kreppunni. Undir svo djúpstæðri kreppu og drápsklyfjum sem lagðar eru á heim- ili og fyrirtæki ólgar reiði sem hæglega gæti leitt til þverrandi greiðsluvilja og þar með slitum á grundvallarsátt- mála um að landið skuli með lögum byggja. Beðið niðurstöðu rannsókna? Hvernig stendur á því að svona er komið fyrir íslensku efnahagslífi? Hvers vegna herjar uppdráttarsýkin á íslensku krónuna sem aldei fyrr? Af hverju jókst verðbólga um 30 prósent í einu vettvangi? Hvers vegna rýrna fasteignir í verði um tugi prósenta? Því hækka lánin upp fyrir greiðsluþol heimila og fyrirtækja á sama tíma og kaupmáttur hrapar meira en dæmi eru um í áratugi? Því er svo komið að þjóðin er undir áhrifavaldi Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins og á nú fullt í fangi með að halda yfirráðum yfir auðlind- um sínum og arðinum af þeim í land- inu? Rannsókn á þessum skelfingum ís- lensku þjóðarinnar er í höndum rann- sóknarnefndar Alþingis. Niðurstöðu nefndarinnar sem og undirnefndar hennar er beðið með eftirvæntingu, ekki aðeins hér á landi heldur víða um lönd. Stofnanir, sérfræðingar um fjármálamarkaði, háskólar og stjórn- málamenn þyrstir í nýja þekkingu um þjóðfélagsleg samspil efnahagslífs, peningamálastefnu, regluverks, emb- ættisfærslu og stefnumörkunar á vett- vangi stjórnmálanna sem framkallað getur svo volduga skjálfta og kerfis- hrun íslenska fjármálakerfisins. Mörgum virðist sem eigendur og stjórnendur bankanna, embættis- menn í lykilstöðum og stjórnvöld beri mesta ábyrgð. Aðrir vilja einnig draga fjölmiðla til ábyrgðar og telja að eign- arhald auðmanna á þeim ríði bagga- munin um samsekt þeirra. Er Háskóli Íslands stikkfrí? Hvað með Háskóla Íslands? Er það ekki krafa nútímasamfélagsins að mikilvægar og skynsamlegar ákvarð- Hannes Hólmsteinn Gissurarson, stjórnmálafræðiprófessor, kennir og leiðbeinir í málstofu um heimskreppuna og framtíð kapítalismans á haustmisseri í Háskóla Íslands. Hann er stund- um kallaður hugmyndafræðilegur arkitekt bankahrunsins, en allar götur frá því honum var þröngvað inn í Háskóla Íslands 1988 gegn vilja háskólayfirvalda, hefur hann verið talsmaður nýfrjálshyggjunnar og einkavæðingar. Fáir hafa enn spurt um ábyrgð háskólasamfélagsins á alvarlegasta efnahagshruni þjóð- arinnar fyrr og síðar aðeins tveimur árum áður en Háskóli Ís- lands fagnar 100 ára afmæli sínu. Ábyrgð HÁskóla Íslands Á Hruninu JóHann Hauksson blaðamaður skrifar: johannh@dv.is framHald Á næstu opnu Hugmyndafræðingur mótmælir Hróp voru gerð að Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni, stjórnmálafræðiprófessor, þegar hann hugðist mótmæla Icesave ábyrgðum á Austur- velli fyrir helgi. Margir telja að hann beri mikla hugmynda- fræðilega ábyrgð á litlu eftirliti með bönkunum sem komið hafa drápsklyfjum yfir á herðar almennings. Hringdi viðvörunarbjöllum og gagnrýndiGylfi Magn- ússon sakaði Seðlabankann um vítavert andvaraleysi í sjónvarpsviðtali í júní í fyrra.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.