Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2009, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2009, Blaðsíða 42
42 föstudagur 28. ágúst 2009 sport Man. City Keypti fyrir: 25.168 m.kr. Seldi fyrir: 624 m.kr. Keyptir: Gareth Barry (Aston Villa, 2.496 m.kr.), Roque Santa Cruz (Blackburn, 3.744), Stuart Taylor (Aston Villa, óupp- gefið), Nils Zander (Schalke, óuppgefið), Carlos Tevez (5.200 m.kr.), Emmanuel Adebayor (Arsenal, 5.200 m.kr), Kolo Toure (Arsenal, 3.536 m.kr.), Joleon Lescott (Everton, 4.992 m.kr.), Sylvinho (Barcelona, frítt) Seldir: Joe Hart (Birmingham, lánaður), Dietmar Hamann, Richard Martin, Danny Mills, Ben Morris, Curtis Obeng, Chris Ramsey, Darius Vassell (Ankaragucu, samnings- laus), Daniel Sturridge (Chelsea, uppeld- isbætur), Gelson Fernandes (St Etienne, óuppgefið), Jo (Everton, lánaður), Elano (Galatasaray, óuppgefið), Ched Evans (Sheffield United, 624 m.kr.), Kasper Schmeichel (Notts County, óuppgefið), Kelvin Etuhu (Cardiff, lánaður) tottenhaM Keypti fyrir: 6.240 m.kr. Seldi fyrir: 3.484 m.kr. Keyptir: Kyle Naughton (Sheff. Utd., 1.456 m.kr.), Kyle Walker (Sheff. Utd., 624 m.kr.), Peter Crouch (Portsmouth, 2.496 m.kr.), Sebastien Bassong (Newcastle, 1.664 m.kr.) Seldir: Darren Bent (Sunderland, 3.120 m.kr.), Ricardo Rocha, Simon Dawkins, Kyle Fraser-Allen, Takura Mtandari (allir samningslausir), David Hutton (Chelten- ham, frítt), Danny Hutchins (Yeovil, frítt), Didier Zokora (Sevilla, óuppgefið), Chris Gunter (Nottingham Forest, 364 m.kr.) Jacques Maghoma (Burton Albion, frítt), Yuri Berchiche (Valladolid, frítt), David Button (Crewe, lánaður), Adel Taarabt (QPR, lánaður), Cian Hughton (Lincoln, frítt), Jake Livermore (Derby, lánaður) Sunderland Keypti fyrir: 6.146 m.kr. Seldi fyrir: 1.040 m.kr. Keyptir: Fraizer Campbell (Man. United, 728 m.kr.), Paulo Da Silva (Toluca, óuppgefið), Lee Cattermole (Wigan, 1.248 m.kr.) Lorik Cana (Marseille 1.040 kr.), Darren Bent (Tottenham, 3.120 m.kr.) Seldir: Peter Hartley (Hartlepool, frítt), Arnau Riera, Dwight Yorke, Nick Colgan, David Connolly, Niall McArdle (allir samningslausir), Darren Ward (retired), Greg Halford (Wolves, 416 m.kr.), Mi- chael Chopra (Cardiff, óuppgefið), Dean Whitehead (Stoke, 624 m.kr), Anthony Stokes (Hibernian, óuppgefið) liverpool Keypti fyrir: 4.160 m.kr. Seldi fyrir: 270 m.kr. Keyptir: Glen Johnson (Portsmouth, 3.848 m.kr.), Aaron King (Rushden & Diamonds, óuppgefið), Chris Mavinga (Paris Saint Germain, óuppgefið), Sotirios Kyrgiakos (AEK Athens, 312 m.kr.) Seldir: Jack Hobbs (Leicester, óupp- gefið), Sami Hyypia (Bayer Leverkusen, frítt), Ronald Huth, Godwin Antwi, Miki Roque, Gary MacKay-Steven (allir samningslausir), Jermaine Pennant (Real Zaragoza, frítt), Adam Hammill (Barnsley, óuppgefið), Mikel San Jose (Athletic Bilbao, lánaður), Sebastian Leto (Panathinaikos, 270 m.kr.), Ryan Crowther (samningslaus), Krisztian Nemeth (AEK Athens, lánaður), Andras Simon (Cordoba, lánaður), Besian Idrizaj (Swansea, óuppgefið) ChelSea Keypti fyrir: 4.043 m.kr. Seldi fyrir: 936 m. kr. Keyptir: Ross Turnbull (Middlesbrough, frítt), Daniel Sturridge (Man. City, uppeld- isbætur), Yuri Zhirkov (CSKA Moscow, 3.744 m.kr.), Nemanja Matic (MSK Kosice, 229 m.kr.) Seldir: Slobodan Rajkovic (FC Twente, að láni), Jimmy Smith (Leyton Orient, frítt), Lee Sawyer (Southend, lánaður), Miroslav Stoch (FC Twente, lánaður), Ryan Bertrand (Reading, lánaður), Frank Nouble (West Ham, frítt) Morten Nielsen (AZ Alkmaar, frítt), Scott Sinclair (Wigan, lánaður), Patrick van Aanholt (Coventry, lánaður), Michael Mancienne (Wolves, lánaður), Shaun Cummings (West Brom, lánaður), Claudio Pizarro (Werder Bremen, 936 m.kr.), Jack Cork (Coventry, lánaður) BirMinghaM Keypti fyrir: 3.848 m.kr. Seldi fyrir: 0 kr. Keyptir: Christian Benitez (Santos Laguna, 1.872 m.kr.), Scott Dann (Coventry, 728 m.kr.), Joe Hart (Man. City, að láni), Giovanny Espinoza (Barcelona SC, óuppgefið), Roger Johnson (Cardiff, 1.040 m.kr.), Lee Bowyer (West Ham, frítt), Barry Ferguson (Rangers, 208 m.kr.) Seldir: Mehdi Nafti, Radhi Jaidi, Artur Krysiak (allir samningslausir), Stephen Kelly (Fulham, frítt), Krystian Pearce (Peterborough, lánaður), Semih Aydilek (Kayserispor), Artur Krysiak (Burton Albion, lánaður) Manchester City keypti leikmenn fyrir 25 milljarða króna af þeim 68 milljörðum sem ensk úrvalsdeildarlið hafa varið í sumar til leikmannakaupa. Litla liðið frá Manchester hefur rækilega skotið öðrum liðum ref fyrir rass í sumar og hefur keypt hverja stórstjörnuna á fætur annarri. Nægir þar að nefna Carlos Tevez, Gareth Barry og Emmanuel Adebayor. Stóru liðin fjögur hafa farið nokkuð hægt í sakirnar en miðlungslið á borð við Tottenham, Sunderland og Birmingham eru þó ofarlega á lista yfir þau sem eytt hafa mestu. Ensk úrvalsdeildarlið hafa keypt leik- menn fyrir 68.133.000.000 í sumar, eða um 68 milljarða króna.Manchest- er City bar höfuð og herðar yfir önnur ensk úrvalsdeildarlið á leikmanna- markaðnum í sumar, ef horft er á þá upphæð sem félögin vörðu til leik- mannakaupa. Hlutdeild City í heild- arupphæðinni er liðlega 40 prósent. Félagaskiptaglugginn lokar á þriðju- daginn en búast má við að þó nokkr- ir leikmenn eigi eftir að skipta um lið um helgina og á mánudag. DV tók saman hverja ensku liðin hafa keypt og selt í sumar. City tjaldar öllu Eins og áður sagði var Manchest- er City fyrirferðarmikið á markaðn- um, með fjárfesta frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum í broddi fylkingar en þeir keyptu félagið fyrir ári síðan. „Takmark okkar er einfalt. Við viljum gera Manchester City að stærsta félagi í ensku úrvalsdeildinni og stefnan verður sett á að koma því hóp fjögurra efstu liðanna á þessari leiktíð,“ sagði í tilkynningu frá stjórn- arformanninum við það tilefni. Það gekk ekki eftir og því hafa þeir bætt mönnum eins og Emmanuel Ade- bayor, Kolo Toure, Gareth Barry, Car- los Tevez, Roque Santa Cruz og Jo- leon Lescott í sinn hóp og tjalda öllu til að koma liði sínu í hóp þeirra bestu á Englandi á þessari leiktíð. Félag- ið eyddi að lágmarki 25.168.000.000 krónum í leikmenn í sumar, eða um 25 þúsund milljónum, miðað við nú- verandi gengi sterlingspundsins. Sunderland ofarlega Tottenham skipar sér, venju sam- kvæmt, ofarlega á lista þeirra liða sem eyða hvað mestum peningum í leikmannakaup. Félagið keypti Pet- er Crouch frá Portsmouth og Kyle Naughton frá Sheffield United svo einhverjir séu nefndir. Félagið keypti leikmenn fyrir rúma 6 milljarða króna en seldi leikmenn fyrir um 3,5. Þar munar mestu um söluna á Dar- rent Bent, sem fór til Sunderland. Það er einmitt Sunderland sem næst kemur á listanum yfir þau félög sem mestum fjármunum eyddu til leikmannakaupa. Auk Bents keypti Sunderland Fraizer Campbell frá Manchester United, Lee Cattermole frá Wigan og fyrirliða Marseille, harð- jaxlinn Lorik Cana, svo einhverjir séu nefndir. Kreppir að minni liðunum Liverpool, Chelsea og litla liðið frá Birmingham eyddu um 4 milljörðum hvert og skákuðu Englandsmeistur- um Manchester United, sem keyptu leikmenn fyrir 3,5 milljarða króna. Meistararnir koma þó fjárhags- lega best úr úr félagaskiptagluggan- um. Fyrir söluna á Carlos Tevez og Christiano Ronaldo fékk félagið tæp- lega 22 milljarða króna. Fleiri lið komu út í plús en taka verður með í reikninginn að kaup- verð fjölmargra leikmanna er ekki gefið upp, auk þess sem söluverð fyrir leikmenn er stundum áætlað af fjölmiðlum. Portsmouth, Blackburn, Wigan og Everton högnuðust öll um milljarða fyrir tilstilli stærri liða, sem keyptu þeirra dýrustu leikmenn. Portsmouth og West Ham eiga það sameiginlegt að hafa ekki eytt krónu í leikmannakaup en West Ham keypti reyndar einn leikmann þar sem kaupverðið er ekki gefið upp. BALDUR GUÐMUNDSSON blaðamaður skrifar baldur@dv.is City átti SuMarið BALDUR GUÐMUNDSSON blaðamaður skrifar baldur@dv.is 25 16 8 20 80 0 M an . C it y to tt en ha M Su nd er la nd li ve rp oo l aS to n vi ll a Ch el Se a Bi rM in gh aM M an .u td ar Se na l W ol ve S ev er to n hu ll Fu lh aM Bu rn le y St ok e W ig an Bo lt on Bl aC kB ur n po rt SM ou th W eS t h aM keyptir og Seldir eyðSla Félaganna í SuMarglugganuM* * í milljónum króna „Takmark okkar er einfalt. Við viljum gera Manchester City að stærsta félagi í ensku úrvalsdeildinni...“ Munurinn á Jóni og séra Jóni Hlutskipti Emmanuel Adebayor, leikmanni Manchest- er City og Michael Mancienne, leikmanni Hull er ólíkt. Sá fyrrnefndi var keyptur á 5.200 milljónir króna í sumar á meðan hinn var lánaður til Hull frá Chelsea.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.