Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2009, Síða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2009, Síða 46
Vildi Verða Kobbi KViðrista „Þú munt heyra af mér,“ sagði Derek Brown við vinkonu sína. „Ég ætla að verða frægur.“ Derek Brown vildi verða næsti Kobbi kviðrista (Jack the Ripper) en hon- um varð ekki að ósk sinni. Hann framdi tvö morð svo vitað sé og þótt hann yrði ekki frægur afrekaði hann að vera dæmdur fyrir tvö morð þrátt fyrir að lík fórnarlambanna hefðu aldrei fundist. Lesið um Derek Brown í næsta helgarblaði DV. Skuggar fortíðar Edward Pritchard læknir hélt að hann gæti flúið fortíðina þegar hann flutti ásamt fjölskyldu sinni frá Jór- víkurskíri á Englandi til Glasgow í Skotlandi. En skugga fortíðar er erfitt að flýja eins og Pritchard átti eft- ir að komast að. Mary Pritchard hafði verið veik lengi. Þegar hún veiktist í desem- ber 1864 var það talin blessun að eiginmaður hennar, Edward Pritchard, var læknir og því hægt að treysta því að hún fengi bestu umönnun sem völ væri á. En því var ekki að skipta því til allrar óhamingju fyrir Mary var eiginmaður hennar ekki allur þar sem hann var séður. Hann var lyg- ari, kvennaflagari og morðingi. Á þessum tíma átti Edward í ástar- sambandi við unga konu, leyndi skuggalegri fortíð og bar einnig ábyrgð á veikindum konu sinnar. Tengdamanna hjúkrar eiginkonunni Edward byrlaði eiginkonu sinni antímon-eitur sem olli því að hún var með þrálátan höfuð- verk og kúgaðist í tíma og ótíma og var verulega af henni dregið. Jane Taylor, móður hennar, leist ekki betur á blikuna en svo að hún ákvað að flyja frá Edinborg til Glasgow til að hjúkra dóttur sinni, en það var skammgóður vermir því 25. febrúar, 1865, veiktist Jane og andaðist. Edward Pritchard var því í lófa lagið að halda áfram að eitra fyrir eiginkonu sinni þar til hún lést 18. mars. Athygli saksóknara vakin Tveimur dögum síðar barst sak- sóknara bréf þar sem fullyrt var að eitthvað væri grunsamlegt við dauða beggja kvennanna. Ekki er útilokað að bréfsendandi hafi ver- ið James Paterson læknir. Pater- son hafði upphaflega verið beðinn að fylla út dánarvottorðin og þeg- ar hann neitaði skrifaði Pritchard þau sjálfur. Bréfið varð til þess að lögreglan hóf rannsókn á málinu og sama kvöld var Pritchard handtekinn og settur í varðhald. Þetta var ekki í fyrsta skipti sem læknirinn tengdist einhverju um- deildu og talið að fjölskyldan hafi flutt frá Jórvíkurskíri á grunsam- legum forsendum. Árið 1863 hafði kviknað í húsi fjölskyldunnar í Berkeley Terrace og ung þjónustustúlka hafði látið lífið. Talið var að upptök eldsvoð- ans hefðu verið í herbergi stúlk- unnar en athygli vakti að hún hafði ekki gert tilraun til að kom- ast út. Var hún meðvitundarlaus, undir áhrifum lyfja eða dáin fyr- ir? Horft til fortíðar Engar ákærur höfðu verið lagðar fram vegna eldsvoðans. En sak- sóknara var kunnugt um atburð- inn og eftir að hafa fengið bréf vegna dauða eiginkonu læknisins og tengdamóður fannst lögregl- unni ærin ástæða til rannsóknar. Krufning á líki Mary Pritchard staðfesti grunsemdirnar sem viðr- aðar voru í bréfinu og úrskurðað var að hún hefði látist vegna ant- ímon-eitrunar. Lík móður henn- ar var grafið upp 31. mars, 1865 og í ljós kom að hún hafði hlotið samskonar dauðdaga og Mary. Edward Pritchard var ákærður fyrir morð. Þar sem um var að ræða tvö- falt morð og meintan morðingja úr metorðastétt varð ekki hjá því komist að réttarhöldin yfir Pritch- ard vektu athygli. Vitnisburður hjúa Réttarhöldin hófust að morgni 3. júlí og læknirinn birtist í dóm- sal í sorgarklæðum. Mest af vitn- isburði við réttarhöldin kom frá hjúum læknisins og undirstrik- aði tengslin á milli veikinda Mary Pritchard og matar sem læknirinn hafði komið nálægt að matbúa. Einnig kom í ljós aðMary McLeod, fimmtán ára þjónustu- stúlka, hafði átt vingott við Ed- ward og viðurkennt það fyrir einni þvottakonu. Að sögn þvotta- konunnar hafði stúlkan sagt að ef Mary Pritchard hyrfi á braut myndi hún taka hennar sess á heimilinu. Mary McLeod hafði misst fóst- ur árið 1864 og í ljósi þess hve mikla samúð hún fékk frá lækn- inum vaknaði grunur um að hann hefði verið faðirinn. Einnig var gefið í skyn að Mary Pritchard hefði gripið eiginmann sinn og þjónustustúlkuna glóð- volg í nóvember og skömmu síðar veiktist hún. Kviðdómurinn einróma Það þótti sannað við réttarhöldin að Edward Pritchard hefði bland- að antímoni saman við ópíum- blöndu sem frúin neytti gjarna. Það tók kviðdómara aðeins stutta stund að komast að ein- róma niðurstöðu og læknirinn var dæmdur til dauða. 28. júlí 1865 varð Edward Pritchard síðasti maðurinn sem hengdur var opinberlega í Glasg- ow í viðurvist þúsunda áhorfenda. Vegna glæpa Edwards var gerð undantekning á þeirri reglu að tjald væri notað svo hinn dæmdi gæti notið síðustu andartakanna í einrúmi og áhorfendum var leyft að verða vitni að síðustu andar- tökum hins dæmda manns. Líkið snerist hægt og rólega við öskur kvenna og hvatningarhróp karla – eiturbyrlarinn var allur. UmsJón: KoLBeinn ÞoRsteinsson, kolbeinn@dv.is Edward Pritchard var því í lófa lagið að halda áfram að eitra fyrir eiginkonu sinni þar til hún lést 18. mars. 44 föstudagur 28. ágúst 2009 saKamál Mary Pritchard Glímdi við langvarandi veikindi vegna eitrunar. Edward Pritchard Fyrirkom bæði eiginkonu sinni og tengdamóður. 20-40% Afsláttur af stangaveiðivörum aðeins í nokkura daga Gerðu frábær kaup! ÚTSALA - ÚTSALA - ÚTSALA - ÚTSALA Sérverslun veiðimannsins - Laugarveg 178 - Sími: 551 6770 - www.vesturrost.is Stangaveiðivörur Vesturröst

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.