Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2009, Síða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2009, Síða 50
Eignaðist son Rithöfundurinn og blaðamað- urinn Snæfríður Ingadóttir eignaðist stelpu í vikunni en þetta er annað barn þeirra hjóna. Samkvæmt heimildum blaðsins var um stóra og stæðilega stelpu að ræða en sagan segir að foreldrarnir hafi þurft að bíða örlítið komu hennar í heiminn. Allt hafi þó gengið eins og í sögu þegar stóra stundin hafi runnið upp. „Það er mikið ábyrgðarhlutverk að finna nafn á drenginn og við viljum gefa okk- ur tíma í það,“ segir Marta María Jón- asdóttir, rithöfundur og blaðamað- ur á Veröld Mörtu Maríu á pressan.is. Marta María eignaðist son 13. júlí en fyrir eiga hún og eiginmaður hennar soninn Helga sem verður þriggja ára í haust. „Ef Helgi fær að ráða verður hann skírður Einar Áskell,“ segir Marta María og hlær. Aðspurð hvort það hafi ekki verið viðbrigði að eignast annað barn segir hún þau minni en hún hafi búist við. „Lífið breytist svo mikið við að eignast fyrsta barnið. Þegar barn númer tvö kemur í heiminn er það bara svolítil viðbót við tilveruna. Mestu við- brigðin hafa verið fyrir Helga enda hef- ur hann fengið alla heimsins athygli frá því hann kom í heiminn. Vonandi jafnar hann sig fljótt.“ Marta María seg- ir fæðinguna hafa gengið vel. „Ég bjóst ekki við neinu þar sem fyrri fæðing- in endaði í bráðakeisara en mér tókst að koma drengnum í heiminn á nátt- úrulegan hátt. Það er einstök upplifun,“ segir hún og bætir við að hún sé búin að vera afar hátt uppi síðan sonurinn fæddist. „Þegar kona hefur prófað að fæða án þess að vera uppdópuð finnst henni hún geta allt og ég er búin að vera svo hress að sumum hefur fundist nóg um. Ég benti viðkomandi á að það væri betra að vera „of hress“ en að vera heima grenjandi í jogginggalla,“ seg- ir hún hlæjandi. „Ég skil núna hvern- ig konur fóru að því að gjóta í hellum í gamla daga.“ IÁH Mörtu Maríu finnst hún geta allt eftir fæðingu án lyfja: Einstakt að fæða á náttúrulEgan hátt UmSjón: IndíAnA ÁSA HReInSdóttIR Hippalegir blóma- kransar Þessi hippalegu og sætu hárbönd fást í Rokk og rósum á Laugaveg- inum en það er verslunarstjórinn sjálfur, Anna Soffía Árnadóttir, sem er hönnuðurinn en Anna Soffía útskrifaðist sem fatahönnuður frá Listaháskóla íslands í vor. Hárböndin eru í ekta seventís stíl en þau eru eins og blómakrans og eru úr silkiflaueli. leikfimi fyr- ir mömmur og börn Baðhúsið býður upp á sniðuga og skemmtilega tíma fyrir nýbakaðar mæður sem vilja koma sér í form eftir barnsburð. nýtt námskeið fer að hefjast og verða tímarnir snemma á morgnana. tilvalið fyrir allar mömm- ur sem eru með börn á aldrinum 6 vikna til tveggja ára en börnin eru þátttakendur í tímunum. götutískan í myndum Á síðunni www.copenhagenstreet- style.dk er hægt að fylgjast með dönsku götutískunni en á síðunni eru vegfarendur í flottum fötum stoppaðir og myndaðir. íslenska skódrottningin Hugrún Árnadóttir í Kronkron hefur lengi verið þekkt fyrir flottan og öðruvísi stíl og því skal engan að undra að finna myndir af henni á síðunni. Á íslensku síðunni www.reykjaviklooks.blogspot. com er verið að gera svipaða hluti. Sniðugt fyrir þá sem vilja fylgjast vel með því sem er að gerast í heimi tískunnar. Guðrún Atladóttir, höfuðbeina- og spjaldhryggsjafnari, segir höfuðbeina- og spjaldhryggs- meðferðir í kringum meðgöngu og fæðingu góða leið til að lina verki. Guðrún er móðir Írisar Kristinsdóttur söngkonu og fékk að vera viðstödd fæðingu ömmudóttur sinnar. 50 föstudagur 28. ágúst 2009 lífsstíll Marta María Jónasdóttir „ef Helgi fær að ráða verður hann skírður einar Áskell.“ „Að mínu mati ætti að bjóða öllum verðandi mæðrum upp á höfuð- beina- og spjaldhryggsjöfnun,“ segir Guðrún Atladóttir, höfuðbeina- og spjaldhryggsjafnari, en Guðrún er móðir söngkonunnar Írisar Kristins- dóttur. Guðrún fékk að vera viðstödd fæðingu ömmudóttur sinnar og seg- ir þá lífsreynslu ógleymanlega. Guð- rún var ekki bara áhorfandi held- ur tók hún virkan þátt í fæðingunni með því að beita Írisi höfuðbeina- og spjaldhryggsjöfnunarmeðferð á meðan hörðustu hríðarnar stóðu yfir. Íris, sem fékk engin meirihátt- ar verkjalyf, segist hafa verið tvístíg- andi hvort hún ætti að þiggja tækni móður sinnar. Eftir á hafi hún veg- ar verið viss um að tæknin hafi gert gæfumuninn því þessi fæðing hafi verið mun auðveldari en þegar hún hafi verið að koma tveimur eldri börnunum sínum í heiminn. „Þeg- ar verkirnir byrjuðu fyrir alvöru fann ég hvernig hún hjálpaði líkamanum að vinna á hríðarverkjunum,“ segir Íris sem hefur fulla trú á hæfileikum móður sinnar. Guðrún segir að það sé mikil vakning í þessum fræðum á Íslandi en að hún vildi þó sjá meira af tækninni í kringum meðgöngu og fæðingu. „Höfuðbeina- og spjald- hryggsjafnari vinnur á líkamanum svo hann lagi sjálfur það sem þarf að laga og það sem hann er tilbúinn að laga. Þegar tæknin er notuð í fæðingu verður útvíkkun auðveldari og verk- ir minni fyrir vikið og eins gengur grindin betur til baka eftir fæðingu,“ segir Guðrún og bætir við að höfuð- beina- og spjaldhryggsjöfnun komi einnig að góðu gagni þegar mæður eigi í erfiðleikum með brjóstagjöf. „Eins er gott fyrir nýfæddu börnin að fá meðferð því það myndast snúning- ur á höfuðkúpuna þegar börnin fara í gegnum fæðingarveginn. Höfuð- beina- og spjaldhryggsjöfnun flýtir fyrir að snúningurinn gangi til baka. Þessi aðferð er líka ein sú besta sem til er þegar konur mjólka ekki nægi- lega mikið því með hjálp meðferðar kemst mjólkurflæðið af stað.“ Indíana Ása Hreinsdóttir ógleymanleg lífsreynsla Guðrún og Íris Glæsilegar mæðgur. Mikla trú á mömmu „Þegar verkirnir byrj- uðu fyrir alvöru fann ég hvernig hún hjálpaði líkamanum að vinna á hríðarverkjunum.”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.