Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2009, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2009, Page 2
Kristín Jóhannsdóttir hundaræktandi sakar Hundaræktarfélag Íslands, lögfræðinginn Lindu Wiium og eig- inmann Lindu um að hafa stolið af sér þremur hundum. Hún hefur kært málið til lögreglu. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Kristín sakar fólk um að stela frá sér hundum því fyrir tæpum tveimur árum kærði hún Margréti Tómasdóttur, formann Ís- hunda, fyrir að hafa rænt frá sér fjórum hundum. hitt málið Þetta helst - þessar fréttir bar hæst í vikunni tapaði arfinum Eignarhaldsfélag Kjartans Gunnars- sonar, Skipholt, tapaði nær öllum eignum sínum í fyrra. Lands- bankahluturinn sem Kjartan átti og var metinn á rúma 3 milljarða króna vó þar þyngst. Félag Kjart- ans skuldar nú tæpar 750 milljónir og þarf að greiða 250 milljónir á þessu ári. Enn eru miklar fasteignir í félaginu sem metnar eru á meira en 640 millj- ónir. Þrátt fyrir þetta tap og skuldastöðu félagsins sagði Kjartan, í samtali við DV í júní í sumar áður en það skilaði ársreikn- ingi sínum og tapið kom í ljós, að félagið stæði ágætlega. Kjartan lagði arf föður síns í Landsbankann. veröldin hrundi Hælisleitandinn Wali Safi er enn í felum þrátt fyrir að brottvísun hans hafi verið frestað eftir að beiðni þess efnis barst frá Mannrétt- indadómstóli Evrópu. Linda Magnúsdóttir, kærasta Walis, segir veröld sína hafa hrunið þegar ákveðið var að vísa honum brott í síðustu viku. Hún bindur miklar vonir við að Ragna Árnadóttir dómsmálaráð- herra skipti um skoðun og leyfi kær- asta hennar að búa á Íslandi. „Hann kemur ekkert úr felum. Ef hann gengur um göturnar getur hann átt á hættu að vera fjarlægður. Hann hefur þurft að bíða alla þessa mánuði eftir þeirra geðþótta og núna á hann að bíða áfram. Það er biðin sem er að drepa hann,“ sagði Linda við DV. meint brOt bankamanna Mál sem snúast um sinnuleysi bankastarfsmanna í garð viðskiptavina eru komin til sérstaks saksóknara. Starfsmenn eignastýringar í Glitni og Landsbankanum gerðu stundum ekki það sem viðskiptavinirnir báðu um, meðal annars að selja ýmis bréf. Viðskiptavinur Glitnis seg- ist hafa tapað hlutabréfum og peningamarkaðsbréfum. Árni Tómas- son segir skilanefnd Glitnis hafa gert strangar sönnunarkröfur. Talið er mögulegt að í einhverjum til- fellum hafi þeir starfsmenn sem sáu um umsýslu fjármuna og hlutabréfa viðskiptavina í bönkunum fyrir hrun- ið ekki fylgt fyrirmælum þeirra af ótta við að það hefði getað komið sér illa fyrir bankann. Þannig hafi hagsmunir bankanna ver- ið teknir fram yfir hagsmuni viðskiptavinanna. 2 3 1 F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð LÁTTU SPRAUTA ÞIG FyRSTI ÍSLendInGURInn LÁTInn veGnA SvÍnAFLenSU SóTTvARnALæknIR mæLIR með bóLUeFnI FyRIR ALLA FRéTTIR með eIGIn kOkkA Á HILTOn FRéTTIR eRLenT KJARTAN GUNNARSSON Í BOBBA: TAPAÐI ÆTTAR- AUÐI mILLJón Á mAnn IceSAve LeyST dv.is ÞRIðJUdAGUR 20. október 2009 dagblaðið vísir 141. tbl.99. árg. – verð kr. 347 SéRA GUnnARI bAnnAð Að JARðA „GRIPIð ÍTAUmAnA,“ SeGIR SóknARPReSTUR JOHn TRAvOLTA Á ÍSLAndI FRéTTIR ÁTTI ÞRJÁ mILLJARðA LAGðI ARF FÖðUR SÍnS Í LAndSbAnkAnn SkULdAR nÚ 750 mILLJónIR ÞARF Að bORGA 500 mILLJónIR Á næSTU TveImUR ÁRUm FRéTTIR SeLJA ÁRITUn HITLeRS SvIðSLJóS PAmeLA AndeRSOn „bReIðAvÍk HvAð?“ „keRFIð dæmIR kRAkkATIL dAUðA“ FóLk FRéTTIR LJóTASTI kJóLLÍHeImI HILLARy RUGLAðIST AFTUR F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð HRYÐJUVERKALÖGGU SIGAÐ Á GUNNAR ÖRYGGISKERFI KOSTAR NÍU MILLJÓNIR Á HVERT INNBROT HUNDRAÐ ÁRA EINS OG FIMMTUGIR VÍSINDAMENN FRAMLENGJA LÍFIÐ FRéTTIR ÓTTINN GETURVERIÐ VERRI EN INNBROTIÐ FRéTTIR NEYTENDUR VER SéRA GUNNAR ERLENT Linda fann ástina en er nú svipt henni: „VERÖLD MÍN HRUNDI“ OG wALI HEFUR GENGIÐ BÖRNUM HENNAR Í FÖÐURSTAÐ EN ER Nú Í FELUM FYRIR LÖGREGLUNNI VONAR AÐ RAGNA ÁRNADÓTTIR SKIpTI UM SKOÐUN wALI þJÁIST AF ÁFALLASTREITU- RÖSKUN OG ÓTTAST AÐVERÐA DREpINN Í AFGANISTAN dv.is MIÐVIKUDAGUR OG FIMMTUDAGUR 21. – 22. októBER 2009 dagBlaðið vísiR 141. tBl. 99. áRg. – vERð kR. 347 YFIRVÖLD RÍFA Í SUNDUR FJÖLSKYLDU Í KÓpAVOGINUM LEIÐ EINS OG SéÐ & HEYRT- STúLKUNNI ERNA SITUR FYRIR ÍTATTúTÍMARITI NEw ScOTLAND YARD TApAÐI Á IcESAVE ÁRNI JOHNSEN: BANKASTARFSMENN SVINDLUÐU Á FÓLKI GRUNSEMDIR SAKSÓKNARA: FRéTTIR 2 miðvikudagur 21. október 2009 fréttir Mál starfsmanna í eignastýringu hjá Landsbankanum og Glitni, sem ekki fóru eftir fyrirmælum frá viðskiptum bankanna um sölu á bréfum í pen- ingamarkaðssjóðum og hlutabréf- um fyrir bankahrunið í haust, hafa verið send frá Fjármálaeftirlitinu til embættis sérstaks saksóknara, Ólafs Haukssonar, samkvæmt heimildum DV. Grunur leikur á að um að hegn- ingarlagabrot geti verið að ræða af hálfu starfsmannanna. Talið er mögulegt að í einhverjum tilfellum hafi þeir starfsmenn sem sáu um umsýslu fjármuna og hluta- bréfa viðskiptavina í bönkunum fyrir hrunið ekki fylgt fyrirmælum þeirra af ótta við að það hefði getað kom- ið sér illa fyrir bankann. Þannig hafi hagsmunir bankanna verið teknir fram yfir hagsmuni viðskiptavinanna jafnvel þó að starfsmönnum bank- anna hafi verið treyst fyrir fjármun- um viðskiptavinanna. Innistæðueigendur í peninga- markaðssjóðunum fengu 70 prósent af innistæðum greiddar tilbaka frá íslenska ríkinu eftir bankahrunið, 30 prósentin töpuðust hins vegar. Seldi ekki öll bréfin í Glitni Fyrrverandi viðskiptavinur Glitn- is, sem ekki vill láta nafns síns getið, segir að hann hafi lent í því að starfs- maður eignastýringar hjá Glitni hafi ekki selt eins mikið af hlutabréfum hans í bankanum og hann bað um skömmu fyrir hrun. Starfsmaðurinn hafi jafnframt verið beðinn um að fjárfesta á traustan hátt fyrir ágóðann af sölu hlutabréfanna í bankanum. Í kjölfarið hafi starfsmaðurinn fjárfest í Sjóði 9. Afleiðingarnar af hátterni banka- starfsmannsins fyrir þennan tiltekna viðskiptavin er að hann tapaði þeim fjármunum sem lágu í þeim hluta- bréfum sem bankastarfsmaðurinn hafði fengið fyrirmæli um að selja en gerði ekki. Auk þess tapaði hann 30 prósentum þeirra fjármuna sem starfsmaðurinn fjárfesti fyrir í Sjóði 9 og hann fékk ekki greidda til baka. Viðskiptavinurinn fyrrverandi segir aðspurður að hann hafi ekki gert neitt í sínum málum til að fá þá fjármuni sem töpuðust út af ákvörð- unum bankastarfsmannsins til baka. Hann segist vita til þess að banka- starfsmaðurinn fyrrverandi hafi flutt úr landi eftir bankahrunið. Margir höfðu samband Gísli Tryggvason, talsmaður neyt- enda, segir að margir hafi haft sam- band við sig í kjölfar bankahrunsins og haft sams konar sögu að segja og viðskiptavinur Glitnis hér að ofan. „Ég fékk á sínum tíma, fyrir um ári, fjölmargar spurningar frá fólki sem var að kanna réttarstöðu sína,“ segir Gísli. Hann segir að margir af þeim sem höfðu samband hafi sagt að þeir hafi hringt í bankann föstudag- inn 3. október eða mánudaginn 6. til að selja í Sjóði 9 en að það hafi ekki gengið eftir. Gísli segist hafa ráðlagt viðskipta- vinum bankanna, sem töldu sig hafa lent í því að ekki hafi verið selt fyr- ir þá þrátt fyrir beiðni, að hafa sam- band við skilanefndir bankanna sem fyrst. Afgreitt skömmu eftir hrun Árni Tómasson, formaður skila- nefndar Glitnis, segir að ýmsir við- skiptavinir bankans hafi leitað til skilanefndarinnar í kjölfar banka- hrunsins. Hann segir að mál sem þessi snúist fyrst og fremst um sönn- unarstöðu: „Skömmu eftir hrun- ið var tekið á þessu: Öll viðskipti sem menn höfðu sannanlega beð- ið um, en ekki hafði náðst að af- greiða voru leiðrétt afturvirkt,“ segir Árni. Árni segir að skilanefndin hafi farið þá leið að vera með mjög strangar kröfur um sannan- ir til að greiða fólki fé til baka sem það tapaði og að símtöl í farsíma hafi ekki verið tekin sem góð og gild sönnun fyr- ir því að viðskiptavinir hafi beðið um tiltekin viðskipti. „Það er mjög algengt, þeg- ar fólk getur ekki sannað að Ströng sönnunarkrafa Árni Tómasson, formaður skilanefndar Glitnis, segir að nefndin hafi gert afar stranga sönnunarkröfu þegar leiðrétting viðskiptavina bankans var tekin fyrir. SAKSÓKNARI SKOÐAR MEINT BROT BANKASTARFSMANNA InGI F. VIlhjálMSSon blaðamaður skrifar ingi@dv.is árni Tómasson Kominn í málið Ólafur Hauksson, sérstakur saksóknari bankahrunsins, er kominn í mál sem tengist aðkomu bankastarfsmanna að viðskiptavinum peningamarkaðssjóða. Hér sést hann ásamt Rögnu Árnadóttur dómsmálaráð- herra og Evu Joly. Margir höfðu samband Gísli Tryggvason segir að margir af viðskipta- vinum bankanna hafi haft samband eftir bankahrunið til að kanna réttarstöðu sína vegna þess að ekki hafi verið farið eftir fyrirmælum þeirra í bönkunum. fréttir 21. október 2009 miðvikudagur 3 það hafi beðið um tiltekin viðskipti, að það segi að samskiptin við bank- ann hafi átt sér stað í gegnum farsíma. Það er alveg með ólíkindum hvað menn freistast til þegar svona stendur á þannig að okkar afstaða hefur ver- ið að fara mjög varlega í þessu,“ segir Árni og bætir því við að skilanefndin hafi því ekki getað tekið sannanir við- skiptavinanna gildar ef samskiptin fóru fram í gegnum farsíma að þeirra sögn, hvort svo sem fólk var að segja satt um það eða ekki. Skilanefndarformaðurinn segir að hann kannist ekki við að starfsmenn bankanna hafi vísvitandi ekki fram- kvæmt það sem viðskiptavinirnir báðu þá um, með það fyrir augum að þjóna hagsmunum bankans. Hann segir að algengara hafi verið að ráðgjafar viðskiptavinanna hafi gert svo mikið fyrir þá að þeir hafi nánast unnið gegn hagsmunum bankans. Erfitt að sannreyna beiðnir Þarna kemur Árni inn á mik- ilvæga hlið á þeim rannsókn- um á samskiptum bankastarfs- mannanna og viðskipta að oft getur reynst erfitt að sannreyna hvort viðskiptavinir bankanna hafi í reynd beðið starfsmennina um að selja fyrir sig í peninga- markaðssjóðum eða hlutabréf. Ástæðan er meðal annars sú, segir viðskiptavinurinn fyrrver- andi, að bankastarfsmaðurinn sem sá um viðskipti hans hafi helst ekki viljað eiga í samskiptum öðruvísi en í gegnum farsíma, ekki í gegn- um síma starfsmannsins í bank- anum eða í gegnum tölvupóst, en símtöl í farsíma bankastarfsmanna eru almennt séð ekki tekin upp líkt og símtölin í borðsímana. Engin gögn voru því til um samskiptin í þeim tilfellum þar sem samskiptin fóru fram í gegnum farsíma. Gísli segir að hann hafi heyrt af því frá nokkrum þeirra sem höfðu samband við hann að sam- skiptin við ráðgjafana í bönkun- um hafi farið fram í gegnum far- síma. „Ég fór á fund með öllum þessum bönkum... Ein spurning- in sem ég bar upp var: Eru símtöl í farsíma tekin upp? Svarið var: Nei. Ég spurði þá: Eru farsímar banka- starfsmannanna gefnir upp við viðskiptavini? Þá var svarið já,“ seg- ir Gísli og bætir því við að sönnun- arstaðan sé miklu erfiðari í slíkum tilfellum; þá þurfi viðskiptavinirnir að hafa samband við símafyrirtæki sitt til að sýna fram á að símtal á milli þeirra og bankastarfsmanns- ins hafi átt sér stað. Af máli Árna að dæma var það svo að skilanefnd Glitnis leiðrétti einhver þeirra viðskipta þar sem fólk gat sannað mál sitt; að það hafi beðið um að bréf þeirra í Sjóði 9 yrðu seld og annað slíkt. Hins veg- ar virðist það einnig hafa verið svo að viðskiptavinir gátu ekki sannað mál sitt, að þeir hafi beðið um til- tekin viðskipti, og því hafi þeir tap- að þeim fjármunum sem þar lágu að baki, bæði innistæðum í Sjóði 9 og peningamarkaðssjóðum Lands- bankans, sem og hlutabréfum og öðrum verðmætum í einhverjum tilfellum. Hvort ákæruvaldið gerir eitthvað í þessum þætti peninga- markaðssjóðanna verður hins veg- ar að koma í ljós. Eignastýring Íslandsbanka sem stuttu síðar breyttist í Glitni gaf út blaðið „Peningarnir þínir“ í lok árs 2005. Var blaðið 68 blaðsíður og dreift inn á heimili allra lands- manna. Efni blaðsins var um hvern- ig fólk gæti látið peningana vinna með sér. Athygli vekur að í blaðinu eru kynntir þeir sjóðir sem hægt var að fjárfesta í hjá bankanum. Var þeim skipt eftir áhættustigi frá núlli og upp í fimm. Öruggasti sjóðurinn var sagður Sjóður 9. Var hann sagð- ur öruggari en sjóðir sem fjárfestu eingöngu í ríkisskuldabréfum. Í auglýsingum frá Glitni sem birt- ust í fjölmiðlum allt fram að banka- hruninu 2008 kom fram að mikil áhættudreifing fælist í því að fjárfesta í Sjóði 9. Fjármunir væru ávallt inn- leysanlegir og mjög litlar verðsveifl- ur væru á ávöxtun. Raunin varð hins vegar allt önnur. Innistæðueigendur í peningamarkaðssjóðunum fengu 70 prósent af innistæðum greidd til baka eftir bankahrunið. Höfðu 30 prósent af innistæðum þeirra tap- ast þrátt fyrir að keypt hefðu verið bréf út úr honum fyrir 12,6 milljarða króna til að rétta stöðu hans við. Stærð sjóðsins um mitt ár 2008 er talin hafa numið um 110 milljörðum króna. Þá voru 46 prósent af eignum sjóðsins bundin í félögum tengdum Jóni Ásgeiri Jóhannessyni. SjÓÐuR 9 AuglýSTuR öRuggASTuR Eignir Sjóðs 9 í félögum tengdum Jóni Ásgeiri Jóhannessyni um mitt ár 2008 • Skuldabréf FL Group/ Stoðir: 18,4 milljarðar króna/ 17 prósent • Skuldabréf í Baugi: 11,9 milljarðar króna/ 11 prósent • Skuldabréf í Glitni: 21,2 milljarðar króna/ 19 prósent • Heildareignir: 111 milljarðar króna/ 100 prósent „Skömmu eftir hrun- ið var tekið á þessu: Öll viðskipti sem menn höfðu sannanlega beð- ið um, en ekki hafði náðst að afgreiða voru leiðrétt afturvirkt.“ Fjölskyldufaðir í vesturbæ Reykja- víkur varð fyrir fólskulegri og tilefn- islausri líkamsárás á heimili sínu að morgni síðastliðins laugardags. Þá bankaði maður upp á sem virt- ist í vægast sagt annarlegu ástandi og veittist að húsbóndanum með hnífi. Árásarmanninum var veru- lega heitt í hamsi og ekki var annað á honum að skilja en að hann væri kominn á staðinn í leit að konu sem fórnarlambið kannast ekkert við. Árásarmanninum tókst í látunum að skera í hendur fjölskylduföður- ins sem slapp þó með skrekkinn þótt stórsjái á honum. Heppinn að ekki fór verr Maðurinn sem varð fyrir árásinni vill ekki koma fram undir nafni og segist hafa hagsmuni barns síns í huga. Hann segir að sér líði ágæt- lega þótt hann hafi skorist illa á handleggjum og í andliti þeg- ar hann varðist árásarmannin- um. Hann segir æðið á mannin- um hafa verið slíkt að hann þakki sínum sæla fyrir að hafa ekki ver- ið skorinn á hol. Hann segist hafa átt sér ein- skis ills von þegar dyrabjöllunni var hringt á laugardagsmorgn- inum. Hann fór til dyra og mætti þar manni sem spurði eftir konu sem hann kallaði Láru. „Ég hváði bara og spurði hver Lára væri. Þá tók hann upp hnífinn og byrj- aði að skera og stinga mig. Árás- in tók innan við mínútu. Hann gekk hreint til verks,“ segir Vest- urbæingurinn sem að vonum var illa brugðið. „Ég var bara al- veg í sjokki og ætlaði ekki að trúa þessu. Mér fannst þetta vera eins og vondur draumur og að ég yrði bara að fara aftur að sofa,“ segir hann um eftirköst hnífaárásar- innar. Á meðan hann stóð í því að halda aftur af óðum hnífamann- inum segist maðurinn varla hafa áttað sig á því hvað væri að ger- ast. „Það fór allur tíminn í að verj- ast árásinni. Ég náði að verjast hnífsárásinni með höndunum og skarst allur á þeim og í andliti.“ „Hlýtur að vera bilaður“ Segja má að fórnarlamb árásarinn- ar sé heljarmenni að velli, hávax- inn og vöðvastæltur, í góðu formi, en samt mátti hann hafa sig allan við. „Ég held að maðurinn þurfi að vera geðbilaður til að ráðast svona á mig,“ segir maðurinn sem hefur stundað lyftingar í rúman áratug og meðal annars starfað sem lögreglu- maður. „Ég er nú í ágætis formi og búinn að æfa lengi. En maður þakk- ar fyrir að hann náði ekki að skera mig á hol,“ segir maðurinn. Árásarmaðurinn var fljótur að forða sér eftir árásina enda benti ekkert til þess að hann hefði hugs- að sér að staldra lengi við í leit sinni að Láru þar sem hann skildi bifreið sína eftir í gangi áður en hann lagði til atlögu. Opnar varlega framvegis Húsráðandinn náði að hringja í lögregluna en segir hana ekki hafa verið fljóta á vettvang. „Fólk getur ekki átt von á að þeir séu snöggir á staðinn nema að það segi að það sé verið að drepa það. Þá rjúka þeir á staðinn,“ segir hann. Maðurinn var fluttur á slysa- deild þar sem gert var að sár- um hans en auk hnífsskurðanna tókst árásarmanninum að koma nokkrum höggum á hann. Hann segir þó að höggin hafi aðallega lent á öxlum hans þar sem hann bar höfuð og herðar yfir árás- armanninn. Manninum hafi þó einhvern veginn tekist að sparka vænu karate-sparki í andlit hans og ummerkin leyna sér ekki. Hann segist aldrei aftur ætla að opna fyrir fólki geti hann ekki áttað sig á því hver sé á ferð. Hann er með myndavéladyrasíma og hyggst nota hann hér eftir. „Það er bara orðið þannig á Íslandi í dag að þú opnar ekki fyrir fólki,“ segir hann og segist varla eiga orð yfir ástandinu á Íslandi. „Á maður að sitja með skammbyssu heima hjá sér? Hvernig er þetta orðið? Svona mun þetta brjótast út vegna alls þess sem er í gangi í dag.“ „Þá tók hann upp hníf- inn og byrjaði að skera og stinga mig.“ Blóðugur laugar- dagsmorgunn Birgir OlgEirSSOn blaðamaður skrifar: birgir@dv.is ljótir áverkar Það stórsér á andliti mannsins enda tókst árásarmanninum bæði að skera hann og sparka framan í hann. Skurðir á handleggjum Fórnarlamb árásarinnar er í góðu líkamlegu ástandi enda lyftingamaður. Hann þurfti heldur betur að taka á honum stóra sínum þegar hann mætti hnífamanninum sem tókst að veita honum nokkra áverka. 2 föstudagur 23. október 2009 fréttir Kristín Jóhannsdóttir hundaræktandi hefur lagt fram kæru á hendur Hunda- ræktarfélagi Íslands fyrir stuld á eigna- rétti með því að afsala ættbókum af þremur hundum af nafni Kristínar yfir á nafn konu sem vildi kaupa hundana, án þess að afsal frá Kristínu lægi fyr- ir. Einnig hefur Kristín kært konuna, Lindu Wiium, og eiginmann henn- ar, Sigurð Kristmundsson, fyrir stuld á þremur hundum af Toy poodle-kyni. Kristín lagði kæruna fram þann 7. októ- ber hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Gengið frá greiðslu Jóna Th. Viðarsdóttir, formaður Hundaræktarfélagsins, vísar ásökun- um Kristínar algjörlega á bug. Hún segir að Kristín hafi undirritað skil- yrt afsal vegna hundanna og eftir að Linda hafi uppfyllt skilyrðin hafi félag- ið skráð hana sem réttmætan eiganda. Nokkrar vikur eru síðan Jóna hafði samband við Kristínu og bauð henni að koma á skrifstofu Hundaræktarfé- lagsins og sækja skuldabréf að upp- hæð 575 þúsund krónur auk yfirstrik- aðrar ávísunar að upphæð 100 þúsund krónur. Þar með hafi verið gengið frá greiðslum af hálfu Lindu. Kristín hef- ur hins vegar ekki sótt skuldabréfið og ávísunina. Hreinræktaðir með ættbók Í kærunni segir að áður en kaupin færu fram vildu Linda og eiginmaður hennar fara með hundana í augnskoð- un á vegum Hundaræktarfélagsins. Ef hundarnir stæðust skoðunina ætluðu þau hjónin að gefa út skuldabréf með gjalddaga ári seinna. Kristín segir að ættbækurnar hafi þó áfram átt að vera á hennar nafni sem veð fyrir greiðsl- um. „En Linda fer upp á Hundarækt- arfélag og afskráir hundana af mínu nafni yfir á sitt eigið eins og ekkert sé, sem er ekki möguleiki að eigi að geta átt sér stað samkvæmt reglugerð um skráningu hunda í ættbók Hundarækt- arfélags Íslands,“ segir í kærunni. Kristín rak áður Einangrunarstöð- ina í Reykjanesbæ. Hún hefur nú alfar- ið snúið sér að hundarækt. Undir nafni Eldeyjarhunda hefur Kristín ræktað nokkrar hundategundir, svo sem Cav- alier King Charles Spaniel, Old English Sheepdog og Schafer-fjárhund. Neitar lögbroti Linda gagnrýnir málflutning Kristín- ar og segist hafa farið að lögum í öllu söluferlinu. Hún segir Kristínu hafa komið heim til sín í sumar og afhent hundana. Áður hafði Kristín auglýst hundana til sölu í Fréttablaðinu og hafði Linda þá samband við hana. „Ég stal ekki þessum hundum,“ segir Linda. Hún býst við að fara fram á það við lögregluna á Suðurnesjum að málinu verði einfaldlega vísað frá. Öllum er heimilt að leggja fram kæru til lögreglu án þess að hafa í höndum gögn sem talin eru líkleg til að leiða til sakfellingar. Lögreglu er skylt að taka við kærunum. Áður kært fyrir hundarán Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Kristín sakar fólk um að stela frá sér hundum því fyrir tæpu ári kærði hún Margréti Tómasdóttur, formann hundaræktar- félagsins Íshunda, fyrir að hafa rænt frá sér fjórum hundum af tegundinni Golden Retriever. Margrét treysti sér ekki til að tala við DV þegar blaðamaður leitaði eftir því. Móðir hennar, Ásta Sigurðardóttir sem rekur hundaræktunina að Dalsmynni, segir Margréti hafa komið mjög á óvart þegar henni barst kæra Kristínar. „Það kom bara allt í einu lögfræðibréf,“ seg- ir Ásta. Dóttir hennar hafði þá geng- ið frá skuldabréfi vegna kaupanna og taldi sig hafa samið við Kristínu um að greiða upp kaupverðið þegar hund- arnir eignuðust hvolpa. Málið hefur ekki komið til kasta dómstóla en Ásta segir gríðarlegar upphæðir hafa farið í lögfræðikostnað á tímabilinu. Málinu er enn ólokið. Ásta segir enn fremur að Krist- ín hafi ætlað að selja sér Toy poodle- hundana, auk annarra hunda. Ásta var búin að vera með hundana hjá sér í nokkurn tíma þegar hún segir Krist- ínu hafa breytt greiðslukröfum sínum. Þær náðu ekki samkomulagi og bað Ásta Kristínu um að sækja hundana, sem hún og gerði. KÆRIR STULD Á PÚÐLUHUNDUM ErLa HLyNsdóTTir blaðamaður skrifar: erla@dv.is „Ég stal ekki þessum hundum.“ afar ósátt Kristín Jóhannsdótt- ir segir vinnubrögð Hundarækt- arfélagsins sérlega gagnrýni- verð. MyNd siGurður GuNNarssoN Á verðlaunapalli Linda Wiium og formaður Hundaræktarfélagsins vísa báðar á bug þeim ásökunum Kristínar að hundunum hafi verið stolið af henni. Hér er einn umræddra hunda á verðlaunapalli. Nýr kostur í DV eru þjónustuauglýsingar. ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR Hringdu í síma 515 5550 og byrjaðu strax í dag! smaar@dv.is holar@simnet.is PAPA JAZZ Ævisaga Guðmundar Steingrímssonar er jafnframt saga djass- og dægurtónlistar á Íslandi. Hér tvinnast þetta saman og útkoman er bæði fróðleg og skemmtileg; sögur af sviðinu og baksviðs, spaugileg atvik og erfiðleikar og allt þar á milli. PAPA JAZZ er bók sem enginn tónlistaráhugamaður lætur fram hjá sér fara.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.