Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2009, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2009, Page 12
12 föstudagur 23. október 2009 fréttir fréttir Birna Haraldsdóttir var lögð inn á sjúkrahús og var þar í þrjá daga eft- ir að hún ofreyndi sig í Boot Camp. Í samtali við RÚV sagðist Birna hafa verið hálfum sólarhring frá alvarlegri nýrnabilun. Annar einstaklingur var lagður inn í kjölfarið með sömu ein- kenni og Birna en ekki með jafnal- varleg meiðsl. Að sögn Arnalds Birgis Konráðssonar, stofnanda og annars eigenda Boot Camp, var sá einstakl- ingur búinn að vera með flensu í viku á undan og var undir lækniseftirliti í einn dag. Vilja ekki skaða fólk Arnaldur er búinn að vera í góðu sambandi við báða þessa einstakl- inga og finnst miður að þessi tilfelli hafi komið upp í Boot Camp. „Alveg sama hvar þú ert að hreyfa þig ertu á eigin ábyrgð og það er mik- ilvægt að einstaklingar hlusti á eig- in líkama. Þótt þú sért undir hand- leiðslu þeirra bestu ert það alltaf þú sem hefur bestu tilfinninguna fyrir því hvernig þér líður. Við gerum allt til að koma í veg fyrir að fólk ofreyni sig. Okkur þykir þetta mjög leiðinlegt og að sjálfsögðu lítum við þetta al- varlegum augum. Þegar svona kem- ur upp á skoðum við ferlið og hvað getur betur farið en ég held að þetta sé eitthvað sem allir geti lært af.“ Arnaldur segir allt sitt starfsfólk og þjálfara sækja námskeið í skyndi- hjálp og að hann vinni náið með læknum og sjúkraþjálfurum. Í Boot Camp getur fólk valið sér styrkleika og er því ekki hent beint út í djúpu laugina eins og Arnaldur orðar það sjálfur. „Þetta er eitthvað sem við viljum ekki að komi fyrir. Það er ekki okkar markmið að skaða fólk heldur reyn- um við að hvetja fólk jákvætt áfram að gera bara það sem það getur.“ Ekki æfa veikur Arnaldur segir talsvert um það að fólk fari sér of geyst og þekkir dæmi um svipuð tilfelli í öðrum líkams- ræktarstöðvum, Glitnis-maraþon- inu og Laugavegshlaupinu. Arnald- ur segir mikilvægt að fólk geri ekki meira en það getur til að fyrirbyggja meiðsl. „Margir ætla sér um of og ætla að sigra heiminn og ná árangri í lík- amsrækt á tveimur vikum. Fólk þarf að vera meðvitað um að drekka vel, ekki bara á æfingum, heldur líka fyr- ir og eftir. Þú þarft að næra þig vel og tryggja að það sé nóg af kolvetnum í líkamanum þínum þegar þú tekst á við átökin. Allur undirbúningur ein- staklings þarf að vera góður og hann þarf líka að hugsa vel um hvíld og svefn. Það er mikilvægt að fara að öllu með gát og taka eitt skref í einu en ekki tvö. Það er einnig mikið um veikindi í þjóðfélaginu og fólk ætti ekki að fara á æfingar þegar það er veikt. Þá er ónæmiskerfið margfalt minna undir það búið að taka á því og þú ert mun líklegri til að fá verri harðsperrur og bólgur en ef þú værir fullhraustur.“ Fólk vanmetur hvíld Arnaldar segir enn fremur að ofþjálf- un geti haft mjög alvarlegar afleið- ingar. „Það eru mörg varnarviðbrögð sem líkaminn hefur, ekki bara bólgur og harðsperrur. Við leggjum mik- ið upp úr því að fólk ætli sér ekki of mikið í einu og það láti Boot Camp æfingar þrisvar til fjórum sinnum í viku duga. Fólk vanmetur oft hvíld- ina. Fólk sem er í góðu formi heldur að líkaminn geti tekið endalaust við en það er ekki þannig. Einhvers stað- ar liggja mörkin.“ Getur pissað blóði Í samtali við RÚV sagðist Birna hafa verið að æfa upphandleggsvöðva. Hún var nýbyrjuð að æfa hjá Boot Camp og næstu tvo daga eftir æfing- una bólgnuðu handleggir hennar mikið. Birna sagðist hafa verið hálf- um sólarhring frá alvarlegri nýrna- bilun því mikið magn mjólkursýru hefði farið út í blóðið vegna niður- brots á vöðvum. Sigurbjörn Árni Arngrímsson, dósent í áreynslulífeðlisfræði, segir það misskilning að meiðsl Birnu hafi orsakast af mjólkursýrumagni. Hann segir þau vera vegna þess sem kallað er lengjandi samdráttur. „Vöðvi lengist við átak, til dæmis þegar við hlaupum niður brekku eða við upphífingar. Í öllum æfingum þar sem vöðvi lengist við átak getur það valdið skemmdum í vöðvanum. Ef vöðvafrumuhimnan rifnar geta ým- iss konar efni lekið út. Ef þú lendir í miklum skaða geturðu lent í því að pissa blóði. Þvagið verður brún- eða rauðleitt því það kemur svo mikið míóglóbín úr vöðvafrumuhimnunni í gegnum nýrun og þau skilja það út í þvagið,“ segir Sigurbjörn. Aumur og bólginn Ef einstaklingur skaðar vöðvafrum- ur mjög mikið, eins og Birna, lýsir það sér í mjög miklum sársauka sér- LiLjA KAtrín GunnArsdóttir blaðamaður skrifar liljakatrin@dv.is „Fólk sem er í góðu formi heldur að líkam- inn geti tekið enda- laust við en það er ekki þannig. Einhvers staðar liggja mörkin.“ HÆTTULEG OFÞJÁLFUN Einkenni ofþjálfunar: „Fólk sem ekki leyfir líkamanum að hvílast á milli æfinga getur fundið fyrir alvarlegum einkennum ofþjálfunar, svo sem svima, ógleði, mjög hröðum hjartslætti, örþreytu og/eða óþægindum fyrir brjósti. Einnig geta einkenni, svo sem erfiðleikar með svefn, sársauki í liðamótum, lystarleysi og/eða hækkaður hjartsláttur, gert vart við sig eftir þjálfun ef líkaminn fær ekki næga hvíld.“ * Ráð frá Ágústu Johnson, líkamsræktarþjálfara á doktor.is Mynd: HEiðA HELGAdóttir Tveir voru nýlega lagðir inn á sjúkrahús vegna ofreynslu í Boot Camp. Arnaldur Birgir Konráðs- son, stofnandi og annar eigandi Boot Camp, segir talsvert um að fólk fari sér of geyst í líkamsrækt. sigurbjörn Árni Arngrímsson, dósent í áreynslu- lífeðlisfræði, segir fólk geta skaðað sig þegar það veit ekki hvað það er að gera.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.