Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2009, Side 18

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2009, Side 18
18 föstudagur 23. október 2009 fréttir Össur Skarphéðinsson utanríkisráð- herra gerir ekki lítið úr vináttu sinni við Ögmund Jónasson og segir hann og Steingrím J. Sigfússon með sínum bestu samherjum í stjórnmálunum undanfarin mörg ár. Margir ætla að lipurð Össurar og Ögmundar í samningum hafi leitt rík- isstjórnina úr þeim ógöngum sem í stefndi þegar Ögmundur sagði af sér ráðherraembætti í skugga þrúgandi milliríkjadeilna um mestu skuldir sem lagst hafa á landsmenn í einu lagi. Fá- einum dögum eftir afsögnina hélt Öss- ur að úti væri um sögulegasta tækifæri jafnaðar- og vinstrimanna í lýðveldis- sögunni til þess að stýra landinu í þá átt sem hugur þeirra hefur staðið til í áratugi. Slíkt hefði að hans mati verið herfilegt skipbrot heillar kynslóðar. Össur leggur mat á efnahags- ástandið og segir það betra en spár sögðu fyrir um. Árangur betri en menn þorðu að vona Ef við leggjum efnahagsmælikvarða á ríkisstjórnina kemur í ljós, að hún hefur staðið sig betur en viðmiðin sem lögð voru til grundvallar í áætlun Seðlabankans og Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins á síðasta ári. Þótt atvinnu- leysi sé allt of mikið er það töluvert minna en spáð var. Samdráttur í landsframleiðslu sem nema átti 10 prósentum samkvæmt spá er um 8 prósent. Gengi krónunnar er stöðugt og seðlabankastjórinn segir opinber- lega að nú sé að myndast svigrúm til myndarlegrar vaxtalækkunar. Það styttist vonandi líka í að hægt verði að draga úr gjaldeyrishömlunum. Þannig er árangurinn á ýmsum svið- um betri en menn spáðu. Í því ljósi get ég sagt af sannfær- ingu að ríkisstjórnin er að standa sig og ná árangri. Á sama tíma hef- ur bókstaflega allt verið Íslending- um mótdrægt. Við höfum lent í erfið- ustu milliríkjadeilu sem þjóðin hefur nokkru sinni átt í við umheiminn, við Hollendinga og Breta. Alþjóðagjald- eyrissjóðurinn hefur ekki reynst okk- ur sem skyldi. Það er ekki hægt að verja það að hann skuli segja við okk- ur ráðherrana að það sé ekkert hægt að finna að þeim efnahagsáætlunum sem við höfum lagt fram fyrir löngu, en afgreiða svo ekki málin mánuð- um og misserum saman. Mér finnst ekki hægt að verja þetta og ég hef sagt þetta alveg skýrt meðal annars við Dominique Strauss-Kahn, forstjóra AGS. Hafa þá stjórnarliðar eins og Ög- mundur Jónasson og Lilja Mósesdóttir rétt fyrir sér í gagnrýni sinni á AGS? AGS hefur gengisfellt álit sitt og orðstír með þessu athæfi. En það breytir ekki því að við höfum mikla þörf fyrir þann stimpil sem sjóður- inn getur gefið okkur, það er að segja vottorð hans um að við rekum í stöð- unni skynsamlega og heilbrigða efna- hagsstefnu sem er líkleg til að rífa landið upp úr erfiðleikunum. Sömu- leiðis höfum við þörf fyrir lánin sem koma frá AGS til að byggja upp gjald- eyrisforðann, sem og norrænu lán- in sem tengjast AGS-áætluninni. Þau eru undirstaða endurnýjaðs trausts á landinu og þar með að fyrirtækin geti farið að endurfjármagna sig og fá fjár- magn til framkvæmda. Ég efast hins vegar um að við þurf- um á öllum þessum lánum að halda, og tel að ríkisstjórnin þurfi að skoða það mjög rækilega. Ég held að svo sé ekki. En við þurfum þessa vottun AGS gagnvart umheiminum um að það sé óhætt að fjárfesta á Íslandi. Rætt um að fá fleiri í ríkisstjórn Brotsjóir eru miklir á efnahagssviðinu og þeir valda hræringum í stjórnmál- unum. Lifir ríkisstjórn VG og Samfylk- ingar? Hrunið olli algerum kaflaskiptum í íslenskri pólitík. Það ruddi burt Sjálf- stæðisflokknum sem verið hafði við völd í 18 ár og skapaði söguleg tækifæri fyrir vinstrivænginn. Það mynduðust möguleikar fyrir vinstriflokkana til að vinna saman í nýrri ríkisstjórn. Og það sem er í rauninni makalaust miðað við ágjöfina er að í mestu erfiðleikunum höfum við haldið meirihluta miðað við síðustu fylgiskannanir. Það á bæði við um fylgið og fjölda þingmanna. Það er ótrúlegt. Ég hafði talið að fylgi stjórnar- flokkanna yrði í lágmarki nú í október og nóvember. Nú tel ég að við séum að fara að uppskera og ná verulegum árangri. Við erum vonandi að ljúka Icesave- málinu. Við sjáum til lands í samskipt- unum við AGS. Við erum að klára leið- réttingar á húsnæðisskuldunum. Við erum að ljúka við að setja saman stór- an pakka af framkvæmdum sem verð- ur tilbúinn fyrir áramót. Við sjáum einnig árangur í atvinnulífinu þar sem atvinnuleysi er mun minna en vænst var. Þessi árangur eflir ríkisstjórnina. Það er morgunljóst að pólitísku umbrotin sem urðu í vetrarbyltingunni sköpuðu minni kynslóð í stjórnmálum vinstrivængsins einstakt pólitískt tæki- færi. Það yrði sögulegt skipbrot kyn- slóðarinnar ef við glutrum því niður. Nú held ég að við séum að sigla út úr erfiðasta vandanum sem hefur orð- ið á vegi þessarar ríkisstjórnar – Ice- save-málinu. Við höfðum ekki meiri- hluta fyrir því í sumar. Það var í reynd að skapast vísir að stjórnarkreppu. Ice- save-málið var af þeirri stærðargráðu að það varð að leysa. Það hefði ver- ið fyllilega réttlætanlegt – og var rætt óformlega milli ýmissa í stjórnarflokk- unum – að menn hefðu á þeim tíma- punkti leitað leiða til þess að víkka út ríkisstjórnina til þess að geta ráðið við málið. En það voru engir til taks. Það voru með öðrum orðum engir aðr- ir stjórnmálaflokkar sem hefðu viljað koma til liðs við ríkisstjórnina til þess að ljúka þessu máli. Ef stjórnarflokkarnir hefðu ekki reynst færir um að ljúka þessu hefðu þeir ekki átt annarra kost völ en að gefa öðrum tækifæri til þess að taka við stjórn landsins sem teldu sig þá hafa meiri möguleika til að leysa vandamálið. Ef þetta hefði farið í hnút eins og stefndi í hefði það endað með kosningum á miðjum vetri eða síðla hausts. Fáir hér í þinginu hefðu viljað það og viljinn var lítill til þess meðal kjósenda. Ríkisstjórnin hrökk inn á nýtt spor Við urðum því að leysa þetta og það er okkur loks að takast þessa dagana. Ef ég hefði verið spurður mánudag- inn eftir afsögn Ögmundar Jónasson- ar hefði ég í fyrsta skipti á ferli þessara tveggja flokka sagt að stjórnin riðaði til falls. Ég taldi það og lýsti stöðunni tæpitungulaust bæði í þinginu og fjöl- miðlum. Með þversagnarkenndum hætti fól afsögn Ögmundar hins vegar í sér frjómagn til endurnýjaðs lífs ríkis- stjórnarinnar. Það er sannfæring mín. Ég skýrði út fyrir erlendum fjölmiðl- um, utanríkisráðherrum og erindrek- um margra ríkja að það hvernig Hol- lendingar og Bretar létu kné fylgja kviði í Icesave-málinu væri að skapa hér stjórnarkreppu, því málið væri ekki hægt að leysa með annarri rík- isstjórn. Afsögn Ögmundar staðfesti það svart á hvítu. Ég tel að ríkisstjórn- ir þessara ríkja hafi ekki viljað taka ábyrgð á því gagnvart umheiminum að skapa þannig pólitíska kreppu ofan í fjármála- og gjaldeyriskreppu. Upp úr þessari stöðu kom ákveðinn árang- ur í lykilatriðum Icesave-málsins. Þverstæðan í afsögn Ögmundar er því fólgin í því að ríkisstjórnin hefur ekki styrkst við að hann fór en afsögn- in bjó til farveg fyrir lausn á Icesave og kom ríkisstjórninni þannig inn á nýtt spor. Nú er ég nokkuð viss um að hún lifir góðu lífi út kjörtímabilið – að minnsta kosti. Framkvæmdir við suðvesturlínu á næsta ári En taka ekki ný ágreiningsmál völdin? Er ekki til að mynda ágreiningur milli stjórnarflokkanna um orku- og stór- iðjumálin? Ég lagði mikið undir við myndun minnihlutastjórnarinnar varðandi ál- ver í Helguvík. Ég dró ekki dul á minn stuðning við þá framkvæmd og taldi hana nauðsynlega í ljósi erfiðrar stöðu þjóðarinnar. Það mál fór síðar í gegn- um ríkisstjórnina sem stjórnarfrum- varp. Ég hef fullan skilning á afstöðu VG en þetta varð að fara í gegn að mínu viti. Helguvík er ákvörðun sem er búið að taka og það ræðst fyrst og fremst af fjármögnuninni hvenær þar rís álver. Álverð er á uppleið. Þegar búið er að ná nýjum áföngum í sam- starfinu við AGS, fá lánin og gæða- stimpil sjóðsins, verður auðveldara að fjármagna þær. Varðandi hina umdeildu ákvörð- un Svandísar Svavarsdóttur umhverf- isráðherra segi ég aðeins eftirfarandi: Eitt er að vera á móti ákvörðuninni um suðvesturlínuna. Annað er að halda því fram eins og lá undir hér á þinginu í vikunni að hún hefði vitandi vits brotið lög. Ef Norðurál telur að svo hafi verið eiga forráðamenn fyr- irtækisins einfaldlega að láta reyna á það í réttarkerfinu. Sjálfur held ég að málið liggi þannig að framkvæmd- in muni halda áfram þegar ráðherr- Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra er einn reyndasti stjórnmálamaðurinn á Alþingi um þessar mund- ir. Hann telur að stjórnarandstaðan hafi misnotað dauðafæri gegn ríkisstjórninni í upphafi þings. Í samtali við Jóhann Hauksson ber hann lof á Ögmund vin sinn Jónasson og segir það þversögn að brotthvarf hans úr ríkisstjórninni á dögunum hafi styrkt stöðu hennar í Icesave-málinu. „Kreppan var gríðarlegt áfall en við eigum sem þjóð að einsetja okkur að koma sterkari út og með traustara og réttlátara samfélag en þegar við sigldum inn í myrkrið í fyrra.“ Vonir heillar kynslóðar að Veði JóHann HaukSSon blaðamaður skrifar: johannh@dv.is „Ef þetta hefði farið í hnút eins- og stefndi í hefði það endað með kosningum á miðjum vetri eða síðla hausts.“ myndiR kaRl peteRSon

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.