Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2009, Page 19

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2009, Page 19
fréttir 23. október 2009 föstudagur 19 ann hefur klárað ferilinn, og þá mun Landsnet sækja um framkvæmda- leyfi bak jólum. Framkvæmdin mun kosta 30 milljarða króna. Ríkisstjórn- in og Landsnet hafa séð til þess að fjármögnun fyrir næsta ár er klár. Ég tel því mestar líkur á að framkvæmd- ir hefjist við suðvesturlínuna snemm- sumars eins og ráð var fyrir gert og framkvæmdin mun ekki tefjast af þessum sökum. Góðir kostir í biðstöðu Hitt er rétt að það eru mismunandi viðhorf milli Samfylkingarinnar og VG varðandi hefðbundna stóriðju. VG hefur hins vegar lýst því skýrt yfir og umhverfisráðherrann hér í þinginu í vikunni að hún hefur síður en svo á móti því að orkulindirnar á Suðurnesjum séu nýttar með réttum hætti. Það hefur líka komið skýrt fram hjá formanni VG að hann hefur ekki á móti því að orkulindirnar fyrir norð- an séu beislaðar. VG hefur hins vegar ekki viljað gefa hefðbundinni stóriðju sérstakan forgang. Það er sjónarmið sem ég virði og flokkarnir verða að koma sér saman um. Því má ekki gleyma að vegna efnahagsástandsins eru margvísleg- ir spennandi iðjukostir í biðstöðu sem búið var að leggja drög að en eru smærri í sniðum. Þegar lánshæfi landsins lagast á næstunni spái ég því að þeir kostir komist á dagskrá. Misnotuðu dauðafærin gegn ríkisstjórninni Þú talar um sögulegt tækifæri vinstri- flokkanna. En eru ekki vatnaskil í sögu Sjálfstæðisflokksins? Ekki byrjaði blessað íhaldið, og stjórnarandstaðan öll, vel í vetur. Oft- ast, en ekki alltaf, leggur þingvetur- inn sig á fyrstu tíu dögum þinghalds- ins. Stjórnarandstaðan hafði fjölda dauðafæra til þess að skora mörk. Ög- mundur, burðarás í ríkisstjórninni, var horfinn úr ríkisstjórn, Icesave var í uppnámi, AGS hafði sett þjóðina á ís, lánin frá Norðurlöndunum komu ekki. Jafnvel þótt við hefðum pakkað í vörnina hefðum við tæpast átt að geta bjargað á marklínu eins og ástatt var. En stjórnarandstaðan forklúðraði þessari stöðu. Hún náði ekki að nýta sér miklar þrengingar ríkisstjórnar- innar við upphaf þings, og ég tel að örlög stjórnarandstöðunnar séu ráð- in hvað þennan vetur varðar. Við höf- um hins vegar náð vopnum okkar. Ég held að stjórnin sé orðin miklu sterk- ari en hún var og það mun koma bet- ur í ljós eftir áramót. Hvað varðar Sjálfstæðisflokkinn, og raunar Framsókn líka, þá hefur orðið gríðarleg endurnýjun í þing- flokkum og forystu beggja. Mesta reynslan í þinginu liggur nú í stjórn- arflokkunum og það hefur mjög mik- ið að segja. Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson eru gæðingsefni en ennþá eru þeir ekkert umfram það. Þeir hafa báðir í sér eðl- iskosti sem gætu gert þá að miklum stjórnmálamönnum ef þeir spila rétt úr sínum kortum. Það er raunar langt síðan ég taldi Bjarna til mestu gæðingsefna í frægri bloggfærslu á vefsíðu sem nú er að vísu nokkuð lágsigld. Bjarni tók svo við Sjálfstæðisflokknum við mjög erf- iðar aðstæður. Sjálfstæðisflokknum er kennt um ófarir íslensku þjóðarinn- ar. Bjarni tekur við flokki sem er klof- inn í afstöðunni til Evrópu og það sem er ef til vill erfiðast fyrir Bjarna er að ægivald hins gamla foringja Davíðs Oddssonar gnæfir nú aftur eins og drungalegt bjarg yfir flokknum. Lyk- illinn að hugsanlegum sigrum Bjarna Benediktssonar og hvar hann lendir í Íslandssögunni er hvort hann hefur kjark til að brjótast undan þessu ægi- valdi. Þú nefndir formann Sjálfstæðisflokks- ins og telur að hann verði að hafa kjark til að rísa undan ægivaldi Dav- íðs Oddssonar. Ertu þá að tala um Sjálfstæðisflokkinn og Evrópusam- bandið? Er stuðningurinn ekki lítill við málið innan VG? Ég held nú að stuðningurinn sé meiri en menn ætla meðal almennra flokksmanna VG. Þeir eru líka al- mennt mjög skynsamir. Varðandi Bjarna er ég að tala um Icesave og AGS en Sjálfstæðisflokkurinn virðist í þeim málum hafa tekið upp línu Morgun- blaðsins hráa. Flokkurinn hefur bók- staflega snúist um 180 gráður í þess- um tveimur málum og þau umskipti má tímasetja við ritstjóraskiptin í Há- degismóum. Ég kvarta ekki yfir Evrópumálun- um. Það er engin reynsla komin á það. Mér hafa þótt skrif Bjarna, sérstaklega í aðdraganda formannskosninganna, athyglisverð, einkum um gjaldmiðil- inn. Í þessum efnum hefur hann ver- ið hófstilltur og ábyrgðarfullur eftir að hann varð formaður. Ég get sagt það sama um Sigmund Davíð. Þeir hrapa ekki að neinum ályktunum í Evrópu- málunum. Allt hefur sinn tíma. Líka Evrópa. Að halda fram málstað síns flokks Varðandi Sigmund Davíð hef ég það eitt að segja að mér fellur vel við hann, ef frá er talin undarleg væni- sýki gagnvart Samfylkingunni. Hann er af sterku Strandakyni. Sigmundur er skemmtilega öðruvísi en margir stjórnmálamenn, er öðruvísi í laginu og dramatískur í ræðustólnum. Þetta eru ungum stjórnmálamanni verð- mætir kostir. Svo hefur hann þessa milljón dollara rödd sem getur ein nægt til að gera venjulegan stjórn- málamann að forsætisráðherra á fyrstu árum ferils síns. Ef ég mætti gefa honum eitt ráð úr sjóðum langrar reynslu er það hið sama og reyndist mér best þegar ég var formaður míns flokks: Vertu bjart- sýnn gagnvart þjóðinni. Leyfðu þér að tala um stefnu þíns eigin flokks en eyddu ekki allri orkunni í að ráð- ast á ríkisstjórn og forystumenn rík- isstjórnar. Þetta lærði ég og tileink- aði mér og þá fór Samfylkingunni að ganga vel. Hún endaði í 32 prósent- um í kosningum árið 2003 og það er ennþá besti árangur sem Samfylking- in hefur náð. Beðið niðurstöðu rannsóknar- nefndar Verður hvellur þegar niðurstöður rannsóknarnefndar Alþingis liggja fyr- ir í byrjun febrúar eða hefur þjóðin gert málin upp við sig nú þegar? Þjóðin er komin úr lostinu. Hún er orðin bjartsýnni og vonbetri og öf- ugt við stjórnarandstöðuna í þinginu og fjölmiðlana er hún farin að sjá nýtt land fyrir stafni. Þetta sést til að mynda í nýrri könnun á væntingum fyrir- tækja. Þær eru byrjaðar að rísa. Þannig að þjóðin verður komin úr kafinu 1. febrúar, en þrátt fyrir það held ég að hér muni allt leggjast á hliðina þegar sú skýrsla lítur dagsljósið. Ég held að nefndin sé að bora mjög djúpt. Miðað við yfrlýsingar formanns nefndarinnar verður þar mikið dína- mít. Hún er með stjórnsýsluna und- ir, stjórnmálin og bankana þar sem stöðugt eru að koma fram nýjar upp- lýsingar. Já, ég held að það verði mikill hvellur og samfélagið verði undirlagt af niðurstöðunum töluverða hríð. Hefðu orðið vonbrigði heillar kynslóðar Stjórnmálin eru blanda af málefnum, persónulegum tengslum og yfirsýn þar sem menn ættu ekki að blanda persónum sínum inn í framvinduna heldur huga fyrst og fremst að al- mannaheill. En hefur vinátta ykkar Ögmundar Jónassonar verið afdrifa- rík í ríkisstjórnarsamstarfinu? Samspilið í stjórnmálum er allt- af mjög flókið. En sú ákvörðun sem Samfylkingin tók um ríkisstjórn með VG var algerlega tekin með hags- muni þjóðarinnar að leiðarljósi. Rík- isstjórnin með Sjálfstæðisflokknum komst ekki úr sporunum, það verður að segjast eins og er. Það spillti ekki fyrir að við Ögmundur erum nánir og hann var líka í nánu samstarfi við Lúðvík Bergvinsson, sem þá var for- maður þingflokks Samfylkingarinnar. Persónuleg tengsl skipta alltaf máli, líka í stjórnmálum miklu stærri þjóða. Ég hef alltaf dáðst að Ögmundi og þykir undur vænt um hann. Mér finnst hann gegnumheill maður, en finnst fullerfitt að fá hann til að skipta um skoðun. Það tók okkur yfirleitt ekki meira en 5 til 10 mínútur að semja um hlutina þegar við vorum formenn þingflokkanna í stjórnarandstöðu. Það kom mér algerlega í opna skjöldu þegar hann hringdi í mig, þar sem ég sat heima að morgni hins ör- lagaríka miðvikudags og var að lesa heldur þurrar skýrslur um utanrík- ismál, og tjáði mér það að hann væri á leið til Jóhönnu Sigurðardóttur til þess að segja af sér. Þetta var eins og þruma úr heiðskíru lofti. Mér var orða vant. Ég sagði við hann: Ef þú ferð þá getur það það valdið gríðarlegri at- burðarás sem felur í sér söguleg von- brigði okkar kynslóðar sem róttækra manna. Síðar hefur atburðarásin verðið með þeim hætti að ég er aftur orðinn lífsglaður, vonbjartur og kátur á hverjum morgni. Ég treysti mér samt ekki til þess að segja til um afstöðu Ögmundar til Icesave-lausnarinnar. En óneitanlega verður hann sem stjórnmálamaður að horfast í augu við þá staðreynd að afsögn hans leiddi til breytinga á Ice- save-samningnum sem varð til þess að það atriði sem honum lá þyngst á hjarta náðist inn í samninga. Þá verð- ur hann að gera það upp við sig hvort þessi fórn, sem hlýtur að hafa verið honum persónulega erfið, hafi ekki orðið til þess að málinu sé nú þannig komið að hann geti stutt það. Ég leyfi mér að halda því fram og hef sagt það við Ögmund, að afsögn hans ger- breytti niðurstöðu málsins. Menn eins og Ögmundur verða líka að skilja þegar þeir landa sigri. Í reynd er hann sigurvegari. Hann er kannski eini maðurinn sem getur tal- ist það í þessu hábölvaða máli vegna þess að hann breytti niðurstöðunni með aðgerðum sínum. Leið ríkisstjórnarinnar áhættu- minni Hvað um rök stjórnarandstæðinga gegn Icesave? Stjórnarandstaðan hefur hegð- að sér kjánalega. Ég geri ekki athuga- semdir við afstöðu Framsóknar- flokksins; hann hefur verið sjálfum sér samkvæmur að mestu. Icesave- samningurinn er hins vegar gerður eftir uppskrift Bjarna Benediktssonar. Hann flutti eina þá bestu ræðu um Ice- save-vandann í desember síðastliðn- um sem ég hef heyrt, rökfasta og fág- aða. Þar sagði Bjarni í fyrsta lagi að við ættum að ganga til samninga því það væri of háskalegt að fara með málið í dóm, sem gæti leitt til enn verri niður- stöðu. Í öðru lagi taldi hann að við ætt- um að áskilja okkur fullan rétt til þess að vefengja greiðsluskylduna og halda möguleikanum til þess að fá úr henni skorið fyrir dómi. Þetta er það sem við höfum gert. Ég fullyrði að í Icesave-samningnum sem nú liggur fyrir þinginu er þetta ekki síður tryggt en í lögunum sjálfum frá í sumar. Munurinn er sá að samkvæmt frumvarpinu ábyrgjast Íslendingar það sem eftir kann að standa af skuldinni eftir árið 2024. En málið miðaðist hvort sem er upphaflega við það að ríkisá- byrgðin næði til allrar skuldarinnar og hún yrði greidd fyrir 2024. Efnahagslegu fyrirvararnir halda sér að öðru leyti, ef frá eru taldar vaxtagreiðslur en nýjar upplýsingar um meiri endurheimtur leiða til þess að mjög litlar líkur eru á því að vaxta- greiðslur fari nokkru sinni upp fyrir greiðsluhámarkið. Það er mjög mikil- vægt í málinu að búið er að meta eign- ir Landsbankans með skýrari hætti og ganga frá skilum gamla og nýja bank- ans. Varfærið mat gengur út á 90 pró- senta heimtur. Ég tel að heimturn- ar verði meiri eða yfir 95 prósent og batnandi efnahagsástand í heiminum mun gera okkur kleift að afsetja eign- ir þrotabúsins hraðar, og þannig verða vaxtagreiðslurnar minni. En ég dreg enga dul á að málið er allt gríðarlega erfitt og þungt. Bæði leið Sjálfstæðisflokksins og núverandi frumvarp sem liggur fyrir þinginu hafa háska í för með sér. Ég tel hins vegar að áhættan sem felst í leið ríkisstjórnar- innar sé mun minni, og miklu minni en fyrir nokkrum mánuðum. Það er ekki síst að þakka þinginu. Látum áfallið styrkja okkur Hvaða verkefni bíða ríkisstjórnar VG og Samfylkingarinnar haldi hún velli og efnahagslífið kemst á réttan kjöl? Í fyrsta lagi er það verkefni að halda áfram að reka flótta frjálshyggjunn- ar sem varð til sem hugmyndafræði í þeim tilgangi að réttlæta misskipt- ingu. Í öðru lagi þarf að endurreisa vel- ferðarkerfið og styrkja það á norræn- um grunni. Í þriðja lagi þarf að byggja upp at- vinnulíf sem hefur miklu dreifðari áhættu en það einhæfa atvinnulíf sem við höfðum áður. Það felst meðal ann- ars í nýtingu orkulindanna og að búa til verðmæti með öðrum hætti en áður. Setja á fót græna stóriðju til dæmis í yl- rækt og á sviði nýrrar hátækni sem og iðju sem ekki er skaðvænleg fyrir and- rúmsloftið. Í fjórða lagi vil ég nefna lýðræðisum- bæturnar. Þar er mest um vert að færa vald til fólksins. Ég vil binda í stjórn- arskrá möguleika kjósenda til þess að hafa frumkvæði að því að setja mál á dagskrá í þjóðaratkvæðagreiðslu. Ég er reiðubúinn til þess að skoða þröskulda í því sambandi því það þarf að birtast sterkur vilji meðal þjóðarinnar til að knýja fram þjóðaratkvæði. Ég tel það skipta gríðarlega miklu máli að færa meira vald til þjóðarinnar. Það var líka stefna Samfylkingarinnar á meðan ég var formaður hennar að skera alger- lega á milli löggjafarvaldsins og fram- kvæmdavaldsins. Ég held reyndar – eins og glöggt kom fram í sumar – að nú sé verið að snúa harkalega ofan af ráðherraræðinu sem Sjálfstæðisflokk- urinn kom á. Þetta tvennt, aðskilnaður fram- kvæmda- og löggjafarvalds og sjálf- stætt frumkvæði þjóðarinnar til að setja mál á dagskrá í þjóðaratkvæða- greiðslu, skiptir langmestu máli í lýð- ræðisumbótunum. Kreppan var gríð- arlegt áfall, en við eigum sem þjóð að einsetja okkur að koma sterkari út og með traustara og réttlátara samfélag en þegar við sigldum inn í myrkrið í fyrra. „Þverstæðan í afsögn Ögmundar er því fólgin í því að ríkisstjórnin hefur ekki styrkst við að hann fór en afsögnin bjó til farveg fyrir lausn á Icesave...“ „Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson eru gæðingsefni en ennþá eru þeir ekkert umfram það.“ „Ég hef alltaf dáðst að Ögmundi og þykir undur vænt um hann. Mér finnst hann gegnumheill maður, en finnst fullerfitt að fá hann til að skipta um skoðun.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.