Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2009, Qupperneq 20
20 föstudagur 23. október 2009 fréttir
Niðurstöður nýrrar skýrslu um kostnað vegna líflátsdóma í Bandaríkjunum eru sláandi. Þrátt fyrir að
yfirvöld í Bandaríkjunum leggi sig víða í líma við að ná fram dauðadómum, oftar en ekki með ærnum
fjárhagslegum tilkostnaði, fækkar aftökum. Eftir stendur enn léttari pyngja yfirvalda sem fyrir er léttari
en oft áður vegna fjármálakreppunnar.
Dýrkeyptir
DauðaDómar
Á vefsíðu Wichita Eagle/Kans-
as.com er að finna áhugaverðar
vangaveltur um dauðarefsingar
og réttmæti þeirra frá fjárhagslegu
sjónarmiði. Horft er til dauðarefs-
inga í Kansas-fylki, en ljóst að hægt
er að heimfæra umræðuna upp á
öll þau fylki sem heimila dauða-
refsingar.
Í greininni segir að fylkin gætu
sparað hundruð milljóna banda-
ríkjadala með því að afnema
dauðarefsinguna og er þar vitn-
að í nýja skýrslu sem kom út á
mánudaginn. Skýrslan er unnin af
Death Penalty Information Cent-
er, samtökum sem rannsakað hafa
dauðarefsingar og er í skýrslunni
einnig að finna könnun á meðal
lögreglustjóra á landsvísu um af-
stöðu þeirra til dauðarefsinga.
Skýrslan heitir Smart on Crime:
Reconsidering the Death Penalty
in a Time of Economic Crisis, sem
gæti útlagst: Skynsemi gegn glæp-
um: Endurskoðun á dauðarefs-
ingunni á tímum fjármálakreppu.
Í skýrslunni er vitnað til nýlegrar
viðleitni yfirvalda í Kansas og öðr-
um fylkjum til að afnema dauða-
refsinguna á grundvelli fjárhags.
Þess má geta að þrátt fyrir að
samtökin gefi ekki upp afstöðu
sína gagnvart dauðarefsingu hafa
þau verið gagnrýnd fyrir andstöðu
gegn hennni.
Dauðarefsingar krafist
en lítið um framkvæmd
Fjórum árum eftir að hæstiréttur
Bandaríkjanna bannaði dauða-
refsingar árið 1972 heimilaði hann
að fylki gætu krafist dauðarefsing-
ar fyrir ákveðna tegund glæpa. Yf-
irvöld Kansas-fylkis hlupu ekki til,
en tóku þó upp dauðarefsingar að
nýju árið 1994.
Í skýrslunni segir að nú þegar
léttist pyngja hins opinbera eyði
fjöldi fylkja fúlgum fjár í að krefj-
ast dauðarefsingar, en í sárafáum
fylkjum séu dauðarefsingar fram-
kvæmdar. Á betrunarstofnun El
Dorado bíða níu fangar á dauða-
deildinni, en í Kansas hefur dauða-
refsing ekki verið framkvæmd síð-
an 1965.
Því er ekki að undra að sam-
tökin sem standa að skýrslunni
velti vöngum yfir réttmæti þess að
krefjast og leita eftir dauðadómum
yfir glæpamönnum.
„Á tímum sársaukafullra nið-
urskurða veita fylki ómældum
fjármunum til kerfis sem skilar sí-
fækkandi fjölda dauðadóma, og
aftökum sem nánast eingöngu
eru framkvæmdar í einum lands-
hluta,“ segir í skýrslunni
Árangurslítil leið gegn
ofbeldisglæpum
Auk þess sem leiddar eru lík-
ur að því í skýrslunni að með til-
liti til kostnaðar sé erfitt að rétt-
læta dauðarefsingar kemur fram í
könnun sem gerð var á meðal lög-
reglustjóra á landsvísu að dauða-
refsing er neðst á lista yfir meðul
sem talin eru árangursrík í barátt-
unni gegn ofbeldisglæpum.
Í könnun á meðal fimm hundr-
uð lögreglustjóra sem valdir voru
af handahófi kom í ljós vilji þeirra
til að verja meira fé í ráðningar
fleiri lögreglumanna. Einnig var
það skoðun þeirra að auknar fjár-
veitingar til mála sem vörðuðu of-
notkun eiturlyfja og áfengis væru
líkegri en dauðadómar til árang-
urs í baráttunni gegn ofbeldis-
glæpum.
Pólitískt mál
Norman Williams, lögreglustjóri
í Wichita, sagði að niðurstöður
skýrslunnar kæmu sér ekki á óvart
og að kostnaður vegna dauðadóma
væri áhyggjuefni.
„Hvernig er mannslíf metið til
fjár?“ sagði Williams og bætti við
að það væri nokkuð sem yrði að
skoða, „sérstaklega þegar horft væri
til réttlætis fyrir fjölskyldur fórnar-
lambanna.“
Nærri sjö af hverjum lögreglu-
stjórum sem spurðir voru voru hins
vegar þeirrar skoðunar að dauða-
refsingin væri pólitískt málefni.
Könnunin leiddi í ljós að 69 prósent
aðspurðra lögreglustjóra voru sam-
þykkir fullyrðingunni: „Stjórnmála-
menn styðja dauðarefsinguna sem
táknræna leið til að sýna harða af-
stöðu sína gegn glæpum.“
Langur undirbúningur
og áfrýjanir
Kansas er eitt þeirra ellefu fylkja
sem í ár juku viðleitni til að afnema
dauðarefsingar. Lagt var fram frum-
varp sem ætlað var til skoðunar áður
en formlega yrði kosið um það, sem
sennilega verður gert í janúar.
„Við höfum haft dauðarefsingu
síðan 1994 og við borgum ennþá
fyrir framgang ferlis þar að lútandi,
en árangurinn er lítill,“ sagði Caro-
lyn McGinn, öldungadeildarþing-
maður repúblikana fyrir Sedgwick-
sýslu, en hún er stuðningsmaður
áðurnefnds frumvarps. Á sama
tíma, að sögn McGinn, eru skorn-
ar niður framkvæmdaáætlanir sem
hugsanlega kæmu í veg fyrir glæpi
sem varða dauðarefsingu.
Kostnaður vegna dauðadóma
er meðal annars tilkominn vegna
langs undirbúningstíma áður en
mál er dómtekið, en undirbúningur
getur tekið allt að tveimur árum, og
svo taka við áfrýjanir sem geta tekið
allt að áratug eða lengur.
Eitt mál af hverjum þremur
Að mati McGinn væri fjármunum
sem varið er til að ná fram dauða-
dómum betur varið í forvarnarað-
gerðir.
Endurskoðun árið 2003 í Kansas
leiddi í ljós að mál þar sem dauða-
refsingar var krafist kosta 70 pró-
sentum meira en önnur.
Carolyn McGinn telur lífstíðar-
dóm án möguleika á reynslulausn
mun vænlegri kost en dauðadóma
því hægt væri að eyða minna með
því að „læsa þá [glæpamennina]
inni og fjarlægja þá úr samfélag-
inu“.
Í skýrslunni eru leiddar líkur
að því að á síðustu þremur áratug-
um hafi kostnaður í Bandaríkjun-
um vegna dauðarefsinga verið 2,5
milljarðar bandaríkjadala. Enn-
fremur segir í skýrslunni að aðeins
einu máli af þremur þar sem krafist
er dauðarefsingar lykti með dauða-
dómi og aðeins einn af hverjum tíu
sem hljóta dauðadóm er tekinn af
lífi.
KoLbEinn þorstEinsson
blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is
kostnaður vegna DauðaDóma
508.000 dalir: Kostnaður í Kansas vegna réttarhalda þar sem farið er fram á
dauðarefsingu (2003)
32.000 dalir: Kostnaður í Kansas vegna réttarhalda þar sem ekki er farið fram á
dauðarefsingu (2003)
2,16 milljónir dala: Áætlaður kostnaður á hverja aftöku í Norður-Karólínu
(1993)
250 milljónir dala: Áætlaður kostnaður á hverja aftöku í Kaliforníu (2005)
71 milljón dala: Kostnaður í Maryland fyrir öll mál þar sem farið var, árangurs-
laust, fram á dauðarefsingu (2008)
620.932 dalir: Meðalkostnaður fyrir vörn í málum sem vörðuðu dauðarefsingu
(2008)
192.333: Meðallögfræðikostnaður í málum sem vörðuðu dauðarefsingu en
enduðu með samkomulagi (1998)
55.772 dalir: Meðalkostnaður í málum þar sem hægt var að krefjast dauðarefs-
ingar en var ekki gert (1998)
Heimild: Death Penalty Information Center
Dauðarefsingum mótmælt
Forsendur andstæðinga
dauðarefsinga eru ekki endilega
af fjármálalegum toga. MynD AFP
„Gamli neisti“ Old Sparky
er gælunafn rafmagnsstóla
sem notaði r voru við aftökur í
Arkansas, New York og víðar.