Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2009, Side 26
um helgina
gus gus myndband frumsýnt
Gus Gus frumsýnir glænýtt myndband við Thin Ice á Kaffi-
barnum á laugardaginn klukkan 21. Thin Ice er önnur smáskífa
breiðskífunnar 24/7 sem kom út á dögunum. Myndbandið var
tekið upp í Fellahverfinu í Breiðholti og er leikstýrt af þeim Heimi
Sverrissyni og Jóni Atla Helgasyni. Í kjölfar frumsýningarinnar
þeytir President Bongo skífum til miðnættis.
einar fjallar um
brekkukotsannál
Rithöfundurinn Einar Kárason ætlar
að fjalla um Brekkukotsannál eftir
Halldór Laxness á Gljúfrasteini á
sunnudaginn klukkan 16. Skáldverk-
ið kom fyrst út árið 1957, það fyrsta
sem kom út eftir að Halldór hlaut
Nóbelsverðlaunin 1955. Umfjöllunin
er hluti af Verki mánaðarins sem er
opinn leshringur sem Gljúfrasteinn
stendur fyrir. Eitt verk eftir Hall-
dór Laxness er tekið fyrir í hverjum
mánuði sem fólk er hvatt til að lesa.
Aðgangseyrir er aðeins 500 krónur
og það er síður en svo skylda að hafa
nýlokið lestri á viðkomandi verki.
ástardrykkur-
inn frumsýndur
Gamanóperan Ástardrykkurinn
eftir Donizetti verður frumsýnd í
Íslensku óperunni á sunnudag-
inn. Þar segir frá hinum unga
Nemorino og vinkonu hans Ad-
inu og sprenghlægilegum tilburð-
um þeirra við að ná saman. Inn
í atburðarásina blandast síðan
ástardrykkjarsalinn Dulcamara,
herforinginn Belcore og vinkon-
an Giannetta, auk hóps þorpsbúa
sem fylgist náið með því hvern-
ig atburðarásinni vindur fram.
Aðalhlutverkin í Ástardrykknum
syngja Garðar Thór Cortes, Dís-
ella Lárusdóttir og Bjarni Thor
Kristinsson. Leikstjóri er Ágústa
Skúladóttir og Daníel Bjarnason
er hljómsveitarstjóri.
rVk grapeVine
býður
Tímaritið Reykjavík Grapevine
býður á ókeypis tónleika áí kvöld
ásamt tónlistarvefsíðunni gogo-
yoko.com. Tónleikarnir fara fram
í Nýlenduvöruverzlun Hemma og
Valda klukkan 21.00 sem er til húsa
á Laugavegi 21. Fram koma á tón-
leikunum hljómsveitirnar Caterpill-
armen, Muck og Plastic Gods. Hægt
er að kynna sér málið á grapevine.is
þar sem er einnig margt fleira í boði.
Hafnfirskur Andrés Önd
26 föstudagur 23. október 2009 fókus
Jóhannes (Laddi) keyrir fram á bens-
ínlausa stelpu sem heitir Tóta (Unn-
ur Birna) og er ungfrú Dalasýsla. Eitt
leiðir af öðru og fyrr en varir er hann
kominn í heitt bað heima hjá henni
með cognac og beinstífan. Það fellur
í frekar grýttan jarðveg þegar kærasti
Tótu kemur heim í hlað, hann heit-
ir Hnotubrjóturinn (Stefán Hallur)
og er kolruglaður. Eins og þetta væri
ekki nóg mun bókstaflega allt ann-
að sem viðkemur Jóhannesi snúast
honum í óhag á þessum föstudegi
ógæfunnar.
Þetta er kunnuglegt þema. Sögu-
þráðurinn er eins og úr Andrésblaði
nema fyrir fullorðna. Þessi klass-
íski gæi sem mótar ekki eigin örlög
heldur lætur atburðarásina leiða sig í
endalausar ógöngur. Upphafið að því
er gríðarleg meðvirkni gagnvart Tótu
og síðar Friðriki (Stefán Karl), sem
birtist hér sem lyfjaður Glanni glæp-
ur með útlit Björgólfs Thors. Ótal
misskilningar sameinast síðan í einu
allsherjar uppgjöri eins og vaninn er
með góðan farsa.
Þorsteinn Gunnar leikstjóri
stekkur beint í djúpu laugina og
reynsluleysið sést á útkomunni. Vík-
ingasveitin og hennar aðgerðir eru
gervilegar. Almenna löggan er ým-
ist veikluleg, barnaleg eða með há-
fleygari talanda en Ingólfur sálugi í
Heimsklúbbnum. Og kommon, hve-
nær sástu seinast tollvörð með fjólu-
blátt hár? Hnetubrjóturinn ógurlegi
er síðan með tattú úr tyggjópakka og
það aumur að miðaldra grunnskóla-
kennari stingur hann af. Ósannfær-
andi. Eins er hin tilfinningalega nánd
við söguna fjarverandi.
Óþarfi samt að dæma fyrstu mynd
leikstjórans of hart því það er margt
fínt hér. Tengdamóðir Jóhannesar
og vinkonur hennar eru fyndnar í
meira lagi og vel leiknar (Guðrún Ás-
mundsdóttir og Herdís Þorvalds eru
náttúrlega hoknar af reynslu). Nem-
endur Jóhannesar eru góðir og Laddi
sjálfur kemst vel frá þessu enda aldrei
þvælst fyrir honum að vera „ómennt-
aður“ sem leikari. Laddi hefur gefið
okkur Íslendingum mikið og á köfl-
um of mikið af hinu góða myndu
ýmsir segja. En hann hefur öðlast
„frændastatus“, hann er þarna sama
hvort þér líkar betur eða verr.
Myndin hefur klára annmarka
en það er önnur leið að sjá þetta.
Jóhannes er eins og fínt árshátíð-
arstykki myndbandaklúbbs fram-
haldsskóla sem rennur smurt og við
þekkjum alla á tjaldinu. Það er nokk-
uð sem má heldur ekki vanmeta.
Erpur Eyvindarson
Jóhannes „Eins og fínt árshátíðarstykki
myndbandaklúbbs framhaldsskóla sem
rennur smurt.“
Jóhannes
Leikstjóri: Þorsteinn Gunnar Bjarnason
Aðalhlutverk: (Laddi), Unnur Birna
Vilhjálmsdóttir, Stefán Karl Stefánsson
kvikmyndir
Leikkonan Emma Stone er á hraðri uppleið og sjálf seg-ist hún fyrst og fremst telja sig heppna þar sem þær fáu
kvikmyndir sem hún hefur leikið í
hingað til hafa gengið afskaplega vel.
Hún hóf feril sinn í sjónvarpi árið
2005 en árið 2007 lék hún í gaman-
myndinni Superbad sem sló hressi-
lega í gegn. Þar lék hún á móti Jonah
Hill, sem þykir með fyndnari mönn-
um, og Michael Cera úr Arrested
Development og Juno. Hún er svo
ekki í verri félagsskap í grínhryll-
ingsmyndinni Zombieland sem er
frumsýnd á Íslandi um helgina. Þar
fer hinn óborganlegi Woody Harrels-
on á sínum alkunnu kostum og er
fremstur meðal jafningja í sérkenni-
legu fjóreyki ásamt Emmu, Jesse Eis-
enberg og Abigail Breslin.
Gagnrýnendur hafa yfirleitt tek-
ið Zombieland höndum tveim og
allt útlit er fyrir að vinsældir hennar
verði litlu minni en Superbad þannig
að það er óhætt að segja að stuttur
ferill Emmu lofi góðu.
Fær martraðir
af hryllingsmyndum
Uppvakningarnir í Zombieland
sverja sig í ætt við önnur slík skrímsli
í ótal „zombie“-myndum en þessi
mynd sker sig þó úr að því leyti að
hún er miklu fyndnari og meira létt-
leikandi en myndir af þessu tagi eru
yfirleitt. Uppvakningarnir eru eins og
óskrifuð lög gera ráð fyrir heiladauð
og skítug óféti sem hafa ekki áhuga á
neinu öðru en að rífa í sig mannakjöt.
Í Zombieland heyra Bandaríkin, eins
og við þekkjum þau, sögunni til. Upp-
vakningarnir hafa flætt yfir landið og
þær fáu manneskjur sem enn halda
lífi og hafa komist hjá því að smitast
af óværunni eiga oftast útsjónarsemi
sinni og fótum fjör að launa.
Emma segist alls ekki vera gef-
in fyrir hryllingsmyndir en hún hafi
þó ekki þurft að hugsa sig tvisvar um
þegar henni bauðst að vera með í
Zombieland. „Ég lít ekki á þetta sem
hryllingsmynd. Vissulega eru upp-
vakningar í henni og þeir þykja nú
almennt frekar hræðilegir og eru
ógeðslegir hérna líka en myndin er
bara svo fyndin að hún er nánast
eins og gamanmynd út í gegn. Ég
lít í það minnsta á Zombieland sem
grínmynd.“
Emma segist aðspurð ekki eiga
sér neinar uppáhaldshryllingsmynd-
ir enda reyni hún frekar að sneiða
hjá þeirri kvikmyndagerð. „Ég er al-
veg meðvituð um að hryllingsmyndir
geti verið mjög vel gerðar en ég er svo
mikið barn að ég fæ bara martraðir af
hryllingsmyndum,“ segir Emma og
hlær. Persóna Emmu í Zombieland
lætur sér hins vegar fátt fyrir brjósti
brenna og er eitursvöl. „Ertu að segja
að ég sé það ekki?“ spyr Emma hlæj-
andi í ásökunartóni þegar eiginleikar
persónunnar eru dregnir inn í sam-
talið í kjölfar martraðajátninga leik-
konunnar.
Hörkugella með gullhjarta
Í Zombieland leikur Emma unga
konu sem kallar sig Wichita og er á
ferð yfir Bandaríkin með Little Rock,
litlu systur sinni, sem hún ætlar að
fara með í tívolí í Los Angeles. Svona
rétt til þess að sýna krakkanum að
enn sé hægt að finna gleði í þeim
viðbjóðslega heimi uppvakning-
anna sem þær berjast fyrir lífi sínu
í. Á leiðinni rekast þær á taugaveikl-
aðan lúða sem Jesse Eisenberg leikur
og snarbrjálað hörkutól sem Woody
Harrelson túlkar af miklum krafti. Í
fyrstu skerst í odda með hópunum
en árásir uppvakninganna kenna
þeim að snúa bökum saman.
Wichita er ísköld á yfirborðinu
og lætur sig örlög annarra en sín og
systur sinnar í fyrstu litlu varða. Und-
ir leðurjakka hörkugellunnar leynist
hins vegar ljúf stúlka með hjarta úr
gulli.
„Ég varð strax mjög hrifin af per-
sónu Wichita og hún var klárlega
ein ástæða þess að ég laðaðist að
handritinu. Ég heillaðist bæði af því
hversu sterk hún er en líka viðkvæm
og það er eitthvað sætt og krúttlegt
við hana en samt er hún hörkunagli.
Og mig langaði virkilega til þess að
leika hana.“ Emma bætir við að hún
hafi svo skemmt sér konunglega
við gerð myndarinnar og það leynir
sér svo sem ekkert þegar horft er á
myndina að leikarahópurinn hefur
gaman af þessu öllu saman. „Það er
auðvitað eiginlega ekki annað hægt
en að skemmta sér þegar maður er
látinn fá stóra platbyssu og sagt að
skjóta helling af uppvakningum. Það
er mjög gaman! Svo eru Abby, Jesse
og Woody svo skemmtileg og fyndin
þannig að þetta var bara stanslaust
stuð hjá okkur.“
Ekki spillti svo fyrir ánægjunni að
sjálfur Bill Murray kemur við sögu en
hann leikur sjálfan sig í myndinni og
gerir í raun stólpagrín að sjálfum sér
og ferli sínum. „Bill er bara fyndn-
astur í heimi. Ég er mikill aðdáandi
hans og maður verður að vera bæði
hugrakkur og fyndinn til þess að gera
það sem hann gerir í myndinni og
hann er það svo sannarlega. Það var
alveg frábært að hann fékkst til að
vera með og gera þetta.“
Hafði trú á myndinni frá
upphafi
Eins og fyrr segir fór ferill Emmu af
stað með látum með Superbad og
allt útlit er fyrir að Zombieland muni
tryggja framtíð hennar enn frekar
þótt hún eigi enn eftir að fá tækifæri
til þess að bera uppi heila mynd. „Ég
veit ekki alveg hvað tekur við núna
eftir Zombieland. Við verðum bara
að sjá til. Næst á dagskránni hjá mér
er mynd sem heitir Easy A og kem-
ur í bíó á næsta ári. Ég veit ekki hvað
gerist síðan en það verður fróðlegt að
sjá hvað gerist og hvaða hlutverk mér
bjóðast í kjölfar Zombielands. Ég hef
verið mjög heppin hingað til og vin-
sældir Suberbad hafa óneitanlega
opnað mér ýmsar dyr og ef Zombie-
land nær svipuðum árangri er óhætt
að segja að ég sé mjög heppin stelpa.“
Emma segir góðar viðtökur áhorf-
enda og gagnrýnenda á Zombie-
land ekki hafa komið sér alveg í opna
skjöldu. „Nei, ég get nú ekki sagt það.
Mér fannst handritið svo fyndið þegar
ég las það að ég var viss um að mynd-
in myndi leggjast vel í fólk. Þetta er
Gaman að drepa
uppvakninga
með platbyssu
Bandaríska
leikkonan Emma
Stone hefur verið
á hraðri uppleið
eftir að hún lék
aukahlutverk í
gamanmyndinni
Superbad fyrir
tveimur árum.
Hún nýtur sín í
botn í grínhroll-
inum Zombieland
sem er frumsýnd-
ur á Íslandi á
föstudag. Þar sýn-
ir hún sínar bestu
hliðar og rennir
sér á heillandi
sjarmanum í gegn-
um byssubardaga
og blóðuga upp-
vakninga í einni
fyndnustu mynd
ársins.