Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2009, Blaðsíða 30
30 föstudagur 23. október 2009 helgarblað
Jónas Kristjánsson, fyrrverandi ritstjóri DV og bloggari, hefur skrifað bók um starfsævi sína sem blaðamaður og síðar rit-
stjóri frá árinu 1961 og fram til árs-
ins 2006. Bókin heitir Frjáls og
óháður og er verið að henni dreifa
í bókaverslanir um þessar mundir.
Sagan er að mörgu leyti saga
blaðamennsku á Íslandi síðastliðin
50 ár, að hluta til að minnsta kosti,
en Jónas er sá blaðamaður íslensk-
ur sem haft hefur einna mest áhrif
á nútímablaðamennsku á Íslandi
með því að innleiða hér á landi
gagnrýnni og ágengari fréttaskrif
en áður tíðkaðist. Í bókinni rekur
hann aðkomu sína að Tímanum,
Vísi, Dagblaðinu og síðar sam-
einuðu blaði hinna tveggja síðast-
nefndu, Dagblaðinu Vísi.
DV hefur fengið leyfi frá Sögum
til að birta nokkur valin brot úr
bókinni í tilefni af útkomu henn-
ar.
Palladómar: Spyrðir
Davíð og Ólaf saman
Eins og flestir vita er Jónas Kristjáns-
son maður sem talar enga tæpitungu.
Hann er frægur fyrir afdráttarleysi og
hörku í skoðunum um menn og mál-
efni, bæði í leiðurum á sínum tíma og
ekki síður á bloggsíðu sinni, jonas.is,
sem er með þeim mest lesnu hér á
landi. Því þarf ekkki að koma á óvart
að ýmsir þjóðkunnir menn fá á bauk-
inn hjá honum í bókinni – hann talar
svo vitanlega afar vel um marga, sér-
staklega fyrrum samstarfsmenn sína.
Fyrstan ber að nefna Davíð Odds-
son, fyrrverandi forsætisráðherra og
núverandi ritstjóra Moggans, sem
Jónasi er langt í frá vel við og segist
hafa líkt honum snemma við Muss-
olini. „Samanlagður ferill Davíðs er
skelfilegur. Einkabankar án eftirlits,
þúsundmilljarðarugl í bankamálum.
Enginn orsakavaldur hrunsins kemst
nálægt Davíð Oddssyni,“ segir Jónas
um Davíð.
Jónas spyrðir Davíð saman við
Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Ís-
lands, og segir að þeir hafi líkst hvor
öðrum að því leytinu til að í þeim
hafi blandast saman miklir hæfileik-
ar og miklir skapbrestir. „Hann [Inn-
skot blaðamanns: Ólafur Ragnar] var
greifi eins og Davíð,“ en orð Jónasar
má skilja sem svo að báðir hafi þeir
reynt að ná sínu fram með valdi.
Hann segir eina sögu í bókinni
þessu til stuðnings en þá reyndi Ól-
afur Ragnar að sýna Jónasi yfirgang.
Ritstjórinn segir að það hafi ver-
ið í eina skiptið á ferli sínum sem
það hafi verið reynt. „Ég man ekki
af hverju, en hann hringdi í mig og
byrjaði að hella sér yfir mig. Ég sagði:
„Ég vinn ekki hjá þér, Óli minn, gerðu
þig breiðan annars staðar.“ Ólafi
varð orðfall, svo að ég gat kvatt hann.
Aldrei síðan talaði hann við mig. Það
var frábært, sérstaklega eftir að hann
varð forseti og ég þurfti ekki að sæta
boðum í veizlur á Bessastöðum. Ís-
lenzkir pólitíkusar voru flestir öðru
vísi, reyndu að hafa sitt fram með
lagi. Ólafur Ragnar einn reyndi að
valta yfir menn,“ segir Jónas í bókinn
en þó skal geta þess að hann hælir
Ólafi einnig nokkuð í bókinni og seg-
ir hann hafa verið góðan leiðtoga fyr-
ir Alþýðubandalagið.
Tvær uppsagnir og ein afsögn
Dramatískustu lýsingarnar í bók
Jónasar eru af því þegar Jónasi var
tvívegis sagt upp störfum á starfsævi
sinni og þegar hann sagði upp sjálf-
ur. Í fyrsta skipti hætti hann sem rit-
stjóri Vísis árið 1975 en síðar hætti
hann tvívegis sem ritstjóri DV, eins
og nokkuð frægt er orðið. Ástæðurn-
ar fyrir því voru þó ólíkar.
Fyrri uppsögnin, árið 2001, var
líklega tilkomin af pólitískum ástæð-
um, samkvæmt Jónasi. Athygli vek-
ur að uppsögn Jónasar, samkvæmt
lýsingum hans, átti sér sams konar
orsakir og uppsögn Ólafs Stephen-
sen, ritstjóra Morgunblaðsins, fyrir
skömmu en þá var Davíð Oddsson
ráðinn í hans stað. Í tilfelli Jónasar
tók Óli Björn Kárason við blaðinu
af honum en hann er þekktur fyrir
að tilheyra heimastjórnararmi Sjálf-
stæðisflokksins og er afar hliðhollur
Davíð Oddssyni. Í báðum tilfellum
voru blöðin líka tekin yfir af hlut-
hafahópi sem að miklu leyti tilheyrir
þessum armi. Í tilfelli DV: Óla Birni
sjálfum og Einari Sigurðssyni, syni
Guðbjargar Matthíasdóttur sægreif-
ynju úr Eyjum, og í tilfelli Moggans:
Guðbjörgu og Gísla Baldri Garðars-
syni meðal annarra.
Grípum nú niður í frásögn Jónas-
ar af þessari uppsögn – millifyrir-
sagnirnar eru blaðamanns en ekki
Jónasar.
Davíð andsnúinn blaðinu
„Erfiðleikar DV fyrir og um aldamót-
in stöfuðu af ýmsum ástæðum. Sum-
part var hafinn sá tími, að nýjar kyn-
slóðir keyptu ekki dagblöð. Sumpart
var DV staðnað sem stórveldi. Sum-
part voru mannaskipti of mikil í lyk-
ilstöðum. Einkum var DV þó mjólkað
af fjármunum til að borga fyrir stór-
veldisævintýri. Þetta endaði með, að
fyrirtækið varð mjög skuldsett og átti
í erfiðleikum með að fá Landsbank-
ann til að lána peninga. Lánabannið
var eitt áhugamála Davíðs Oddsson-
ar, sem var andsnúinn blaðinu.
Sjálfstæðisflokkurinn friðaður
Til að friða þann róttæka pólitíska
kant var Óli Björn Kárason gerður að
meðritstjóra 1. janúar 1999. Sveinn
R. Eyjólfsson fékk ekki fé til að halda
áfram rekstri, sem var þó í jákvæðum
tölum. Fyrir milligöngu Landsbank-
ans og Björgólfsfeðga seldi hann
mjólkurkúna Óla Birni Kárasyni og
félögum hans. Verðið var einn millj-
arður króna, dálagleg upphæð í þá
daga. Blaðið var selt í tveimur áföng-
um. Að loknum síðari áfanganum
var mér sagt upp og hætti ég 1. jan-
Ritstjóri lítur yfir
dramatíska fortíð
Jónas Kristjánsson er einn þekktasti blaðamaður og bloggari á
Íslandi. Hann hefur nú sent frá sér bók þar sem hann lítur yfir
farinn veg á starfsævi sína. Jónas liggur ekki á skoðunum sínum
um menn og málefni í bókinni, meðal annars á Ólafi Ragnari og
Davíð Oddssyni og lýsir sömuleiðis þeim dramatísku hræring-
um á blaðamannamarkaði sem hann var þátttakandi í á 45 ára
starfsævi sinni.
Við lok dags Í nýrri bók eftir Jónas
Kristjánsson, sem fjallar um starfsævi
ritstjórans fyrrverandi, er meðal
annars sagt frá því hvernig hann hætti
þrívegis sem ritstjóri dagblaða af
ólíkum ástæðum.