Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2009, Qupperneq 32

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2009, Qupperneq 32
32 föstudagur 23. október 2009 helgarblað Mörg dæmi eru um að stjórnmála- menn snúist um 180 gráður í skoðun- um eftir því hvort þeir eru við völd eða í stjórnarandstöðu. Með og á móti Icesave „Við getum ekki borið ábyrgð á því að sökkva þjóðarbúinu í skuldir. Fyrst með fleiri hundruð milljarða lán- tökum til að gera út um deilumálin við Breta og Hollendinga og svo taka kannski 6-700 milljarða lán í viðbót [...] En ef þar til viðbótar eiga að koma svona gríðarlegar erlendar skuldir á skattgreiðendur komandi ár vegna þessara ólánsreikninga og óreiðu allr- ar í Bretlandi og Hollandi, þá held ég að verði bara uppreisn, enda þýðir ekki að leggja af stað með þjóðarbúið sokkið í skuldir inn í það endurreisn- artímabil sem fram undan er,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, þáverandi forystumaður stjórnarandstöðunnar á Alþingi, í viðtali við Ríkisútvarpið 23. október í fyrra. Til umræðu var ríkis- ábyrgð vegna Icesave, þá sátu í ríkiss- stjórn Samfylking og Sjálfstæðisflokk- ur. Daginn eftir sagði Steingrímur að ekki ætti að neyða fólkið í landinu til að skrifa undir hluti sem eru vonlaus- ir og stjórnin hefði engan siðferðilegan rétt til þess heldur. Nú kveður aftur á móti við allt annan tón hjá fjármálaráðherranum Steingrími J. sem í sumar lagði pólit- ískan feril sinn að veði til þess að knýja á um að vinstri-grænir samþykktu rík- isábyrgð vegna Icesave. Málið verður nú bráðlega til lykta leitt, eftir að hafa yfirgnæft umræðuna í heilt ár. Á þess- um tíma hafa stjórnmálamenn hrein- lega umpólast í skoðunum sínum og tali um málið. Bjarni Ben. skipti um skoðun Steingrímur J. er langt í frá eini stjórn- málamaðurinn sem talar með allt öðr- um hætti nú en hann gerði í upphafi Icesave-málsins. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, var jákvæðari í ræðu sinni á Alþingi 28. nóvember 2008. Hann sagði að sér fyndist Á einu ári hafa skoðanir helstu stjórnmálamanna Íslands snúist algerlega í stærstu málunum. Síðasta haust boð- aði Steingrímur J. Sigfússon uppreisn ef Icesave-skuldbindingar yrðu samþykktar, en Bjarni Benediktsson taldi að hagsmunir Íslendinga væru tryggðir með samstarfi við AGS og að óraunhæft væri að borga ekki Icesave. uMPÓlaðIr stjórnmálamenn „Við erum komin inn og við erum komin inn til að vera og við munum halda gluggunum opnum út á Austur- völl til þess að rödd fólksins sem var þar með okkur heyrist inni á þingi. Það er það sem við ætlum að gera.“ „Ja, að því framgengnu að við fáum þessi skilyrði okkar þarna inni munum við styðja þessa tillögu, já. Það er ákvörðun sem við höfum tekið.“ 13. desember 2008 „Það þarf mjög mikið til þess að segja að krónan geti orðið framtíðargjaldmiðill á Íslandi. “ „En færa má fyrir því rök að kostir myntsam- starfs við ESB hafi vegna aðstæðna öðlast nýtt og aukið vægi.“ „Þær sérstöku aðstæður sem nú eru uppi kalla á að þjóðin öll taki í kjölfar aðildarvið- ræðna ákvörðun um þetta mikilvæga mál [aðild að ESB, innskot blaðamanns].“ Nóvember 1996 „Ríkisstjórnin kemst ekki hjá því að svara af hverju Ísland, sem býr við svipað efnahagsumhverfi og þjóðir sem við berum okkur saman við, hafi eitt landa verðtryggingu á lánum til heimilanna. Og það sem verra er. Ætli að viðhalda henni. Því verður að breyta.“ 12.desember 2008 „Annaðhvort klúðrar ríkis- stjórnin þessu eins og öllu öðru eða hún stendur sig í stykkinu og sér til þess að bæði málin verði höfðuð fyrir 7. janúar. Annað er stórkostleg vanræksla hvað það varðar að gæta hagsmuna Íslands.“ 24. október 2008 „Þar getur átt eftir að myndast alveg gríðarlegur syndareikningur á íslenska skattgreiðendur sem mér finnst ekki nokkur hemja að taka áhættu af.“ 28. október 2008 „Er það sem ég óttaðist að þegar hin kalda hönd Alþjóðagjald- eyrissjóðsins kæmi á stýrið myndum við upplifa svona hluti. Þetta er mjög vond aðgerð fyrir innlent efnahagslíf.“ það mjög áberandi í umræðunni að menn teldu sig sjá fyrir eftir á að hægt hefði verið að fara skynsamlegri leið- ir, sem hefðu verið líklegri til þess að valda skattgreiðendum minni byrð- um en sú leið sem málið hefur ratað í. „Ég held að það sé afskaplega mik- il einföldun á þessu máli öllu sam- an að telja í raun og veru að það hafi verið valkostur fyrir íslensk stjórnvöld að standa stíf á lögfræðilegri túlkun og halda henni til streitu, jafnvel fyr- ir dómstólum, hvort sem það væri á alþjóðlegum vettvangi eða hér heima fyrir íslenskum dómstólum,“ sagði þáverandi stjórnarþingmaðurinn. Bjarni er nú einn harðasti andstæð- ingur Icesave-málsins á Alþingi, eftir að hann varð leiðtogi stærsta stjórnar- andstöðuflokksins. Í sömu ræðu sagði Bjarni enn fremur: „Það er alveg ljóst að sú leið sem valin var og sá farvegur sem málið er í núna mun alveg ör- ugglega skila okkur hagstæð- ari niðurstöðu en við hefðum fengið með því að láta reyna á rétt okkar og ef við hefðum síð- an mögulega tapað þeirri þrætu fyrir dómstólum. Það er alveg ör- uggt.“ Áfram verðtrygging Jóhanna Sigurðar- dóttir forsætisráð- herra hefur eins og starfsbræður hennar sagt eitt en gert annað, að því er virð- ist að minnsta kosti. Áður en Jóhanna var forsætisráðherra og talaði enn sem óbreyttur alþing- ismaður gerði hún það að baráttumáli sínu að afnema verð- trygginguna. Á meðan Jóhanna sat í stjórnarandstöðu skrifaði hún fjölda greina og hélt margar ræður um nauð- syn þess að afnema verðtrygginguna. Jóhanna hefur verið forsætisráðherra í átta mánuði en verðtryggingin er enn í gildi. Í viðtali við Morgunblaðið í október í fyrra sagði Jóhanna, sem þá var félagsmálaráðherra: „Við afnem- um ekki verðtryggingu bara með einu pennastriki. Þá værum við að fara í himinhæðir með vextina. Frekar ætti að skoða vaxtabótakerfið.“ Úr áhlaupi í ályktun um allsherjarreglu Álfheiður Ingadóttir heilbrigðisráð- herra tók þátt í mótmælum fyrir utan lögreglustöðina við Hlemm í nóvem- ber í fyrra. Álfheiður var þá reynd- ar bara óbreyttur stjórnarandstöðu- þingmaður og í góðri stöðu til að nýta sér óánægjuölduna í samfélaginu. Mótmælin enduðu með því að hóp- ur fólks reyndi að brjóta sér leið inn á lögreglustöðina. Skemmdir voru unn- ar á hurðinni á lögreglustöðinni og rúður brotnar. Lögreglan stöðvaði hópinn með því að nota piparúða á mótmælendur. Álfheiður sagði við fréttastofu RÚV af því tilefni: „Ég get ekkert lagt mat á það hvort það er of langt eða skammt gengið, mér fannst lögreglan ganga of langt að úða pip- arúða yfir þetta unga fólk í þessu lok- aða rými, það skapaði mikla hættu og vakti mikla reiði. Það hefði mátt vara þau við.“ Í síðustu viku sendi ríkisstjórnin, sem Álfheiður á sæti í, frá sér ályktun þar sem mótmæli og skemmdarverk sem unnin hafa verið á heimilum ým- issa athafnamanna voru fordæmd. Athyglisvert er að í yfirlýsingu Álf- heiðar og félaga í ríkisstjórn segir: „Rétturinn til mótmæla miðast þó við að mótmælin fari skipulega fram, séu friðsamleg og rúmist innan allsherj- arreglu í samfélaginu.“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, hef- ur ekki skipt með afgerandi hætti um skoðun í stórum málum eins og aðr- ir stjórnmálaleiðtogar. Þess ber að geta að Sigmundur varð ekki formað- ur flokksins fyrr en eftir hrun og hef- ur því setið í stjórnarandstöðu sinn stjórnmálaferil. valgeir@dv.is Vindhani Það þarf engan veðurfræðing til að vita hvaðan vindar blása. Stjórnmálamenn virðast búa yfir mikilli næmni og geta skipt um hlutverk og skoðanir eftir því hvorum megin þeir lenda, í stjórn eða stjórnarandstöðu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.