Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2009, Page 36

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2009, Page 36
„Þetta er nokkuð sem átti sér lang- an aðdraganda og mér hafði ekki lið- ið vel í vinnunni um nokkurt skeið,“ segir Sigurður Þ. Ragnarsson, jarð- og veðurfræðingur, betur þekktur sem Siggi stormur. Siggi sagði nýver- ið skilið við Stöð 2 eftir að hafa ver- ið eitt af þekktari andlitum stöðvar- innar í ein 14 ár og sennilega einhver vinsælasti veðurfræðingur Íslands. Siggi segist aldrei hafa náð tengsl- um við nýja yfirmenn sína, Óskar Hrafn Þorvaldsson og Frey Einars- son, og hann hafi því verið ósátt- ur í starfi lengi. Nú finnist honum sem mörgum kílóum sé af honum létt og að framtíðin blasi við hon- um. Hann var atvinnulaus í eina og hálfa klukkatund en hann fékk átta atvinnutilboð sama dag og hann fór frá Stöð 2. Veðrið er ekki aðeins atvinna Sigga heldur hefur það töluverð áhrif á líf hans. Siggi þjáist af skammdeg- isþunglindi og sekkur oft djúpt nið- ur þegar myrkrið sækir á. Hann talar einnig opinskátt um hvernig var að missa móður sína sem dó úr krabba- meini og að hafa alið upp fatlaðan son. Hætti ekki út af Skjá einum „Óneitanlega lítur þetta þannig út en svo er ekki,“ segir Siggi um það hvort ástæðan fyrir starfslokum hans hafi verið að fyrirtæki hans, Veður ehf., hafi séð um veðurfréttirnar hjá sam- keppnisaðilanum, Skjá einum. Frétt- ir þess efnis birtust á föstudaginn fyr- ir viku og á mánudeginum eftir helgi var Siggi hættur. „Vissulega er það þannig að fyrir- tækið mitt, Veður ehf. sem er einka- hlutafélag, veitti Skjá einum þjón- ustu varðandi veðurfréttir. En Veður ehf. er með undirverktaka á sínum snærum. Sumir þeirra eru vinir mín- ir og ég býð þessum verktökum verk- efni sem ég get ekki tekið að mér per- sónulega starfs míns vegna.“ Siggi segir það því hafa verið undirverk- taka Veðurs ehf. sem sá um veðrið á Skjá einum en ekki hann sjálfur. „Ég geri það auðvitað núna þegar ég er hættur og kominn í vinnu hjá Skjá einum.“ Siggi skilur þó vel að fólk tengi þetta mál við starfslok hans. „Óneit- anlega lítur þetta út á við sem þetta hafi verið ástæða starfsloka minna en svo er ekki. Það getur vel verið að þetta hafi hreyft við mönnum en þetta átti sér allt miklu lengri aðdrag- anda.“ Þjónar almenningi Siggi stormur hefur alla tíð þótt óhefðbundinn veðurfréttamaður og gert hlutina nokkuð frábrugð- ið starfsbræðrum sínum hérlend- is. Hann segist alltaf hafa lagt ríkan metnað í sitt starf sem hafi þróast mikið frá því að hann byrjaði. „Í þau 14 ár sem ég hef starfað hjá Stöð 2 hefur átt sér gríðarleg þróun í veð- urfréttum. Þegar Páll Magnússon 36 föstudagur 23. október 2009 helgarblað „Þungu fargi af mér létt“ Sigurður Þ. Ragnarsson veðurfræðingur sagði skilið við Stöð 2 í vikunni eftir að hafa starfað þar í 14 ár. Hann segist starfslokunum feginn því honum hafi um nokkurt skeið liðið illa í vinnunni sökum slæms sambands við yfirmenn sína. Sigurður hefur lengi glímt við skammdegisþunglyndi en hann leitar í sólina þegar mesta skammdegið er. Sigurður ræddi um það og móðurmissinn, fatlaðaðan son sinn og særandi kjaftasögur við Ásgeir Jónsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.