Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2009, Qupperneq 37

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2009, Qupperneq 37
var forstjóri Stöðvar 2 fékk ég mik- ið frjálsræði til þess að þróa hlutina í þá átt sem mig langaði. Sem sagt að byggja upp auðskiljanlega veð- urþjónustu með auðskiljanlegum táknum og orðum.“ Siggi segir það alltaf hafa verið markmið sitt að færa veðurfréttir nær almenningi. „Ég hef forðast ákveð- in fræðiorð og reynt að gera þetta aðgengilegra fyrir alla. Til dæmis er enn verið að tala um rigningu í lægð- ardragi og annað slíkt. Fólki er alveg sama hvaðan þessi rigning kemur. Ef það er rigning þá er rigning.“ Siggi segir nauðsynlegt að halda í fræðin en ekki of fast. „Ég setti mér það markmið að veðrið þyrfti ekki að vera leiðinlegt. Vísindamenn almennt eru allt of mik- ið að passa sig og eru hræddir við að segja eitthvað vitlaust miðað við hin ýtrustu fræði. Þeir eru kannski frek- ar að reyna að halda einhverju and- liti gagnvart öðrum fræðimönnum heldur en almenningi. Það er bara ekki mitt starf. Ég þjóna almenningi en ekki öðrum fræðimönnum.“ Fjarlægir yfirmenn Mikið hefur verið skorið niður hjá 365 undanfarið ár vegna samdráttar í efnahagslífinu og hefur fjölda fólks verið sagt upp störfum. Öllum stein- um hefur eðlilega verið velt við seg- ir Siggi en þegar kom að því að skera átti veðurfréttatíma Stöðvar 2 veru- lega niður eða jafnvel hætta með hann hafi botninn verið dottin úr starfi hans. „Með tilkomu nýs fréttastjóra, Óskars Hrafns, og nýs ritstjóra Ís- lands í dag, Freys Einarssonar, urðu viss kaflaskil í skilningi þeirra og mínum á hlutverki veðurfrétta. Ég held svona þegar ég legg saman það sem fór okkar á milli að þeir hafi haft minna en engan áhuga á þessu.“ Siggi segir þessa nýju yfirmenn hafa viljað skera veðurfréttatíma svo mikið nið- ur að hann hafi ekki getað við unað og að allt hans uppbyggingarstarf hafi því verið farið fyrir lítið. „Þess- ar nýju hugmyndir voru svo langt frá því sem ég gat sætt mig við. Allt frá því að vera bara hreinlega ekki með veðurfréttir yfir í að hafa bara borða yfir skjáinn.“ Í kjölfarið á þessu þróaðist með Sigga mikil óánægja í starfi sem gerði ekkert annað en að vaxa. „Ég náði bara aldrei neinum tengslum við hvorugan þeirra og það reyndist mér bara mjög erfitt. Ég er vanur að vera í mjög góðum samskiptum við yfir- menn mína en þeir yrtu bara ekki á mann nema maður væri fyrri til. Ég vissi bara aldrei almennilega hvar hugur þeirra lá. Það er mjög erfitt að vera í vinnunni ef maður á ekki sam- leið með yfirmönnum sínum.“ Veður upp á líf og dauða Siggi hefur alla tíð litið veðurfrétt- irnar mjög alvarlegum augum þótt hann geri eins mikið úr léttleikanum og mögulegt er þegar vel viðrar. Það var þarna sem helsti skoðanaágrein- ingurinn kom fram. Á meðan Siggi lítur á veðurfréttirnar sem jafnvel lífsnauðsynlegar hafi yfirmenn hans talið þær léttvægar. „Ég ætlast ekki til þess að allir hafi áhuga á veðurfræði en við verð- um líka að átta okkur á því hvar við erum á hnettinum. Við erum á spor- braut lægðanna og þær rússa hérna yfir okkur ein af annarri og svo fáum við hlé inn á milli. Þegar válynd eru veður getur þetta oft verið spurning um að vara fólk jafnvel við lífshættu- legum veðrum eins og því miður hefur stundum verið raunin. Eitt það hræðilegasta sem maður lendir í er að þurfa setja saman spá um veður þar sem einhver lætur svo lífið.“ Eftir allt sem á undan var gengið og alla þá vinnu sem Siggi hafði lagt í að byggja upp veðurfréttirnar á Stöð 2 hafði ekkert annað verið í stöðunni en að hætta. „Þegar maður er búinn að vera vakinn jafnt sem sofinn yfir þessu í þetta mörg ár og er ekki til- búinn að sjá því kastað á glæ er betra bara að fara og leyfa þeim að móta þetta á sinn hátt.“ 10 kílóum léttari Á meðan á þessu deilum stóð átti Siggi nokkra fundi með Ara Edwald, forstjóra 365. „Þetta voru allt saman góðir fundir og ég og Ari áttum góð samskipti. En síðan fór ég á fund hans á mánudaginn síðasta og þetta varð niðurstaðan. Fyrir fram vissi ég ekki hvaða stefnu sá fundur myndi taka en hann tók rétta stefnu.“ Það var þungum byrðum af Sigga létt þegar hann hafði sagt skilið við Stöð 2 því starfið sem hann hafði elskað í öll þessi ár hafði snúist upp í andhverfu sína. „Ég er nú í yfirvigt en ég er ekki frá því að ég hafi lést um tíu kíló þegar ég gekk út frá Ara á mánu- daginn.“ Siggi er þó ekki laus við eft- irsjá þótt hann horfi bjartur fram á veginn. „Auðvitað dauðsé ég eftir starfinu sem slíku þótt ég hafi ekki átt samleið með nýju yfirmönnunum. Ég dauðsé líka eftir ákveðnum vin- um sem ég átti á fréttastofunni. Sú var tíðin að þarna var ægilega gaman að vera og þetta var heimsins besti vinnustaður. En lífið heldur áfram og ég hef í nægu að snúast.“ Atvinnulaus í einn og hálfan Í núverandi ástandi hefur Siggi sennilega slegið einhvers konar met því hann hafði aðeins verið atvinnu- laus í eina og hálfa klukkustund þeg- ar hann var búinn að ráða sig í vinnu og það á fleiri en einum stað. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum er Siggi orðinn veðurfréttamaður Skjás eins auk þess sem hann segir veður- fréttir á útvarpsstöðinni Kananum. „Það er ótrúlega skemmtilegt að fá svona jákvæð viðbrögð strax og ég fékk einhver átta atvinnutilboð þennan dag sem ég hætti. Ég er mjög ánægður með að vera kominn á Skjá einn og ég finn fyrir miklum drif- krafti þar. Maður fær bara gamla fiðr- inginn aftur. Þar er stefnan fram á við en á Stöð 2 undir það síðasta fannst manni hlutirnir stundum ganga aft- ur á bak.“ Þegar Siggi mætti í sína fyrstu útsendingu á Skjá einum leið hon- um eins og hann væri enn á Stöð 2. „Þarna hitti ég fyrir Ingu Lind sem ég vann með á Stöð 2, Rakel Otte- sen sminku, Elínu Sveinsdóttur einn okkar allra besta pródúsent, hljóð- menn og marga fleiri.“ Siggi segist ekki komast hjá því að spyrja sig hvernig fyrirtæki eins og 365 hafi efni á því að segja upp svona mörgum reynslumiklum starfs- mönnum eins og gert hefur verið undanfarið. „Fyrir utan þá sem ég var að telja upp eru líka Sölvi Tryggva- son sem er líka á Skjá einum, Svan- hildur Hólm, Sigmundur Ernir og margir fleiri. Hafa fyrirtæki almennt efni á því að flytja frá sér svona mikla þekkingu og reynslu? Auðvitað kem- ur alltaf maður í manns stað en þú kaupir ekki reynslu.“ Þungur í skammdeginu En veðrið er ekki bara starf Sigga og yndi. Það hefur einnig mikil áhrif á líf hans. Því eins og svo margir aðrir Ís- lendingar glímir Siggi við þunglyndi í skammdeginu. „Ég verð þungur í skammdeginu en er mjög meðvitað- ur um það. Það er þarna mein í haus- num á mér og þegar myrkrið grúf- ir yfir þarf ég að sofa meira og verð þyngri í skapinu.“ Þótt eiginkonan og fjölskylda Sigga sé meðvituð um þetta getur skammdegisþunglyndið haft áhrif á heimilishaldið. „Þá er ég ekki eins duglegur á heimilinu. Þá er ég gjarn- ari á að horfa til beddans en ryksug- unnar.“ Til þess að sporna við því að skammdegið nái tökum á sér hefur Siggi brugðið á það ráð að ferðast til sólarlanda einu sinni, tvisvar eða oftar á ári. „Þá leita ég í bjartara um- hverfi og það hjálpar mér mikið að eiga við þetta.“ Þótt starf veðurfræðingsins kunni að sýnast rólegt utan frá segir Siggi að svo sé alls ekki. Þvert á móti fylgi því mikil streita sem hann eigi oft erfitt með að losa sig við. „Eftir erfið veð- ur er hausinn á manni oft uppfullur af streitu. Læknirinn minn er held- ur ekki sáttur við hvað það er mikil streita í mér þannig að ég reyni hvað ég get til þess að losa hana.“ Missti móður sína Siggi segist almennt eiga frábært líf sem hann er þakklátur fyrir. „Ég á yndislega konu og þrjá syni. Meira er varla hægt að biðja um,“ en Siggi hefur upplifað ýmislegt sem hefur breytt sýn hans á lífið. Hann missti ungur maður móður sína og elsti sonur hans hefur glímt við fötlun frá fæðingu. „Ég horfði á móður mína tærast upp í krabbameini og það var al- veg hrikalegt. Hún var rosalega veik í heilt ár og hélt varla nokkrum mat niðri. Ég hugsaði með mér Guð minn almáttugur, hvernig er hægt að leggja þetta á fólk. En svo fékk hún hvíldina blessunin og ég sakna hennar mik- ið. Hún var alltaf afskaplega góð við mig.“ Það hefur reynt á hjónin að eiga fatlað barn. Ekki vegna barnsins heldur því að vera upp á heilbrigð- iskerfið komin og þurfa takast á við alla þá vankanta sem á því er að finna. „Sonur okkar var spastískur og flogaveikur en það hefur sem betur fer allt þróast í rétta átt. Hann keyrir orðið bíl og er á fullu í Háskólanum. Ég er ótrúlega stoltur af honum sem og hinum strákunum mínum.“ Ljótar kjaftasögur Þegar Siggi er beðinn um að lýsa sjálfum sér segist hann vera gríðar- leg tilfinningavera. „Ég er alveg af- skaplega viðkvæmur. Sjónvarpið hefur kennt mér að búa til skráp en hann er götóttur. Það er auðvelt að særa mig. Sérstaklega ef það er ósatt slúður eins og stundum er.“ Siggi hefur oft heyrt ljótar sögur um sjálfan sig og sumar jafnvel svo slæmar að hann vill ekki hafa þær eftir. „Einhvern tímann var til dæmis sagt að ég hefði skyrpt á konu uppi í Leifsstöð í reiðikasti. Það á sér enga stoð í raunveruleikanum.“ Siggi er einnig óhræddur við að láta tilfinningar sínar í ljós og fólk fer stundum í baklás út af því. „Ef þú hælir einhverjum líður fólki bara illa. Að vera væminn er liggur við glæpur núorðið. Ég skil ekki hvaða stefnu Íslendingar hafa tekið í þeim efnum. Ég á karlkyns vini og ég segi við þá án þess að hika „Strákar mínir, ég bara elska ykkur“.“ Verandi mikil tilfinningavera seg- ir Siggi það líka hafa verið erfitt að horfa á eftir hverjum vininum á fætur öðrum hverfa úr starfi á Stöð 2. „Það er alltaf erfitt að vera á vinnustað þar sem þú horfir á eftir vinnufélögun- um og því lengur sem þú hefur starf- að með þeim því meira er sjokkið. Ég er formaður jeppaklúbbs sem heitir NFS og var jeppaklúbbur fréttastofu Stöðvar 2. Núna er þetta bara orð- inn vinaklúbbur því meirihlutanum af fólkinu hefur verið sagt upp og nú hef ég bæst í hópinn.“ Margir tengja nafn klúbbsins við sjónvarpsstöðina sálugu NFS en það stendur í raun fyrir núna ferðumst við saman. Vinirnir standa upp úr Aðspurður hvað standi upp úr eftir veruna á Stöð 2 og allt sem á undan er gengið segir hann að vinskapur- inn sé þar efstur á blaði. „Allir þeir ómetanlegu vinir sem maður hef- ur eignast í gegnum tíðina. Auðvit- að líka uppbyggingarstarfið í veður- fréttunum. Þetta hefur verið mikil rússíbanareið. Þessu fyrirtæki hefur verið spáð gjaldþroti í 23 ár en lif- ir enn. Það mun örugglega gera það áfram um ókomna tíð.“ Siggi segir stuðninginn sem hann fékk eftir að hann hætti einnig hafa verið ómetanlegan. „Fólk er búið að hringja í mig frá öllum landshlutum. Sumir voru slegnir yfir þessu og það hefur jafnvel verið hringt í mig með ekka. Ég vissi að ég væri vel tengdur við fólkið í landinu eftir að hafa ver- ið á skjánum svona lengi og hald- ið léttleikanum á lofti en þetta kom skemmtilega á óvart.“ asgeir@dv.is helgarblað 23. október 2009 föstudagur 37 „Ég náði bara aldrei neinum tengslum við hvorugan þeirra og það reyndist mér bara mjög erfitt. Ég er vanur að vera í mjög góðum samskiptum við yfir- menn mína en þeir yrtu bara ekki á mann nema maður væri fyrri til.“ Í þá gömlu góðu Stormurinn þegar hann var að stíga sín fyrstu skref á Stöð 2. Í faðmi fjölskyldunnar Siggi er mikill fjölskyldumaður og tilfinningavera.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.