Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2009, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2009, Blaðsíða 42
42 föstudagur 23. október 2009 sport Augu knattspyrnuheimsheims verða á Anfield í Liverpool-borg á sunnudaginn þegar stærsti leikur ársins í enska boltanum, árlegur slagur Liverpool og Manchester United, fer fram. Liverpool hefur tapað fjórum leikjum í röð í öllum keppnum og getur misst Englandsmeistarana tíu stig á undan sér með tapi, eftir aðeins tíu leiki í deildinni. Heilagur Michael Owen snýr aftur til Liverpool, nú klæddur í búning erkifjendanna. allt undir á anfield Það er alltaf beðið eftir leik Liver- pool og Manchester United með miklu ofvæni á hverju tímabili. Þessi tvö lið hafa eldað grátt silf- ur svo um munar í tugi ára og eru þau sigursælustu í enskri deildar- kepni, með átján titla hvort lið. Á hverju ári er það eitthvað nýtt sem þarf að horfa í og fyrir stórslaginn sem hefst klukkan 15.00 á sunnu- daginn er nóg af hornum sem í þarf að líta. Liverpool barðist hatrammlega fyrir Englandsmeistaratitlinum á síðustu leiktíð en sá hann fara í ell- efta skiptið á sextán árum til erki- fjendanna í Manchester United. Árið í ár hefur verið önnur saga. Liðið var lítið styrkt, missti einn sinn besta mann, Xabi Alonso, af miðjunni og hefur Liverpool tapað fjórum af fyrstu níu leikjum sínum í úrvalsdeildinni ensku. Tapi Liver- pool á sunnudaginn missir það Englandsmeistarana tíu stig á und- an sér í deildinni þegar aðeins tíu leikir eru búnir. Þar með væri titil- inn líklega úr sögunni enn eitt árið, nú í október. Hefnd með Owen Liverpool vann báða inn- byrðis leiki liðanna í deildinni í fyrra. Manchester United varð vissulega Englandsmeistari en skammar- legt 4-1 tap á heimavelli fyrir Liver- pool gaf hvaða United-manni sem er brjóstsviða út tímabilið. Það var einmitt í síðasta skiptið sem lið- in mættust og má reikna með að sir Alex Ferguson, knattspyrnu- stjóri United, hafi hlegið afar lítið að þeim úrslitum. Líklega bara alls ekkert. Ferguson elskar ekkert meira en að vinna Liverpool enda var það takmark hans þegar hann tók við brunarústum Rons Atkinson á sín- um tíma, að fella Liverpool af stalli sínum. Nú mætir hann svo með trompið til leiks. Sjálfur Michael Owen, oft kallaður Heilagur Mikj- áll hjá Liverpool-mönnum, snýr aftur á Anfield, nú íklæddur bún- ingi rauðu djöflanna, hatrömm- ustu fjenda liðsins sem hann ólst upp með og gerði garðinn frægan hjá. Stuðningsmenn Liverpool vildu langflestir sjá Michael Owen aftur fyrir framan The Kop-stúkuna, klæddan Liverpool-bún- ingi, þar sem er nú skort- ur á heimsklassaleik- mönnum. Guð einn má vita hvað gerist á Anfield skori Michael Owen mark, hvað þá markið sem ræður úrslitum. Mun hann fagna? Unnu án G&T Ekki Gin og Tónik. Gerrard og Tor- res. Þessir tveir menn hafa borið Liverpool-liðið á herðunum síð- ustu misserin og hefur það lítið get- að þegar þeir hafa ekki verið með. Torres verður eflaust klár þegar lið- in mætast á sunnudaginn en stórt spurningamerki er við kónginn, Gerrard, eftir að hann haltraði af velli í tapinu gegn Lyon í Meistara- deildinni í vikunni. Má þó fastlega reikna með að allt verði gert svo hann spili og allar sprautur notað- ar. Hann verður líklegast mænu- deyfður sé það það sem þarf. Liverpool- liðið er gríðar- lega háð þessum tveimur mönnum en einu má þó ekki gleyma. Liverpool vann báða leik- ina gegn Manchester United í fyrra. Í fyrri leiknum 13. sept- ember á síðasta ári þurfti Liver- pool hvorki Gerrard né Torres til að hafa sigur á United. Þeir voru þá báðir á bekknum, Gerrard spilaði í 20 mínútur og Torres var alveg hvíldur, og var það Hollendingurinn Ryan Babel sem skoraði sigurmarkið þrett- án mínútum fyrir leikslok. Fastamenn koma aftur Manchester United vann mikinn vinnusigur á CSKA Moskvu í vikunni í Meistara- deildinni, 1-0. Það gerði lið- ið án nokkurra lykilmanna sem eru meiddir og gera menn í Manchester allt svo þeir allir verði með. Wayne Rooney, Patrice Evra og Ryan Giggs voru allir frá, og þá var Rio Ferdinand tekinn af velli eftir klukkutíma leik. Stóra spurningin er hvort sir Alex Ferguson stilli upp þriggja manna miðju á móti Liverpool og skilji þá Berbatov eftir á bekknum, eða hafi Búlgarann einan fremstan með Rooney á vinstri kantinum. Ferguson hefur átt það til að stilla upp þriggja manna miðju gegn stórliðum sem gera það, oft með góðum árangri. Eitt er allavega morgunljóst. Allir áhangendur ensku knatt- spyrnunnar verða límdir við skjáinn á sunnudaginn eins og alltaf þegar þessir erkifjendur mætast. Á þennan leik horfa allir hvort sem þeir halda með liðun- um eða ekki. Benitez Öll spjót standa á Spánverjanum. 4-1 Nemanja Vidic var rekinn út af í 4-1 tapi United gegn Liverpool í vor. G&T Gerrard og Torres verða vonandi með Liverpool. Heilagur Mikjáll Owen snýr aftur á Anfield í United-treyju.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.