Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2009, Page 44

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2009, Page 44
Mannaveiðarinn Raðmorðingi frá Alaska lét sér ekki nægja að kaupa þjónustu vændiskvenna. Hann rændi þeim og misþyrmdi og sleppti þeim síðan lausum út í villta náttúruna. Síðan elti hann þær sem skepnur væru. Veiðilendur morðingjans voru í Knik River-dalnum, skammt frá bænum Anchorage, sem var vinsæll veiðistaður. Eitt fórnarlamba morðingjans slapp fyrir einskæra heppni og böndin bárust að afar venjulegum manni sem hafði verið vel liðinn af nágrönnunum, var afreksmaður með tilliti til veiða, en gekk ekki alveg heill til skógar andlega. Lesið um mannaveiðarann í Alaska í næsta helgarblaði DV. KróKódílamaðurinn Joe Ball rak krána Sociable í Elmendorf í Texas. Helsta aðdráttarafl krárinnar var krókódílapyttur með fimm krókódílum. Gestir gátu gegn gjaldi fylgst með þegar Joe gaf skepnunum að eta. Oftast var um lifandi ketti og hunda að ræða, en síðar kom í ljós að fleira var á matseðlinum. Joseph „Joe“ Ball fæddist 7. jan- úar, 1896. Hann var bandarískur raðmorðingi og gekk undir mörg- um nöfnum. Hann var kallaður Krókódílamaðurinn, Slátrarinn frá Elmendorf og Bláskeggur Suð- ur-Texas. Eftir að hafa sinnt skyldu sinni á vígvöllum fyrri heimsstyrjald- arinnar gerðist hann bruggari og sá þeim sem efni höfðu á fyr- ir ólöglegu áfengi. Þegar bannár- in runnu sitt skeið á enda upp úr 1930 opnaði hann krá í Elmen- dorf í Texas. Kráin hét því aðlað- andi nafni Sociable Inn, sem gæti útlagst Krá hinna félagslyndu. Helsta aðdráttarafl krárinnar var tjörn sem hann hafði búið til, en þar hélt hann fimm krókódíla. Gegn gjaldi gátu gestir fengið að berja krókódílana augum og naut það mikilla vinsælda, sérstaklega á matmálstímum krókódílanna þegar Joe gaf þeim heimilisdýr í matinn, einkum lifandi ketti og hunda. Hélst illa á þjónustustúlkum Það var fleira en krókódílatjörn- in sem laðaði gesti, einkum og sér í lagi karlmenn, að Krá hinna félagslyndu því þjónustustúlkur Joes voru alla jafna mikið augna- yndi. Reyndar var haft á orði að Joe héldist illa á þjónustustúlk- um á kránni, en hvað sem því leið gætti lítillar lognmollu þar og staðurinn iðaði af gestum. En Joe var ekki vel liðinn af öllum þrátt fyrir vinsældir krár- innar. Einn granna hans kvartaði yfir megnri stækju sem barst frá krókódílapyttinum og brást Joe hinn versti við og hótaði grann- anum með skambyssu. Í september 1937 tilkynntu ættingjar einnar þjónustustúlku Joes Ball, Minnie Gotthardt, að hennar væri saknað, en Joe hafði svör á reiðum höndum og sagði að hún hefði hætt eftir að hafa fengið annað starf. Greiddi leið þjónustustúlku Útskýring Joes Ball var tekin góð og gild enda ekki margt sem gaf tilefni til annars. Eftir skamman tíma var tilkynnt um aðra þjón- ustustúlku sem saknað var. Um var að ræða Júlíu Turner sem einnig hafði þjónað til borðs á krá Joes. Joe fullyrti að Júlía hefði, líkt og Minnie, hætt vegna betra starfs. En eitt stakk í stúf; Júlía hafði skil- ið öll sín föt eftir. Joe Ball vafðist ekki tunga um tönn: Júlía Turn- er hafði lent í heiftarlegu rifr- ildi við herbergisfélaga sinn og vildi komast á brott sem fyrst. Joe hafði aumkað sig yfir Júlíu og gef- ið henni fimm hundruð dali svo hún gæti farið sem fyrst. Sumar á lífi, aðrar horfnar En fleiri konur áttu eftir að hverfa og skömmu síðar var tilkynnt um tvær sem ekkert hafði spurst til. Önnur þeirra hafði stofnað bankareikning nokkrum dögum áður en hún hvarf, en hafði ekki tekið aurana sína með þegar hún hvarf. Þegar hér var komið sögu voru farnar að renna tvær grímur á lögregluyfirvöld og því settu þau saman lista yfir alla þá sem unnið höfðu fyrir Joe Ball. Margir þeirra fundust á lífi, en eftir því var tekið að fleiri en tólf höfðu horfið og verið tilkynnt um hvarf þeirra. Þeirra á meðal voru tvær fyrrverandi eiginkonur Joes Ball. Lánið svíkur Joe Þrátt fyrir að lögreglan væri óþreytandi við að yfirheyra Joe Ball hélt hann ávallt fram sakleysi sínu. Hann hvikaði ekki frá fyrstu útskýringum sínum og þar sem lítið var um áþreifanleg sönn- unargögn gegn honum var þeim sem saknað var bara bætt á lista yfir þá sem saknað var og Joe virt- ist laus allra mála. En þann 23. september 1938 hljóp snuðra á þráðinn er gam- all nágranni Joes gaf sig fram við lögreglu. Sá sagði lögreglunni að hann hefði séð þegar Joe skar kjöt af mannslíkama og gaf krókódíl- unum. Á meðan lögreglan íhugaði hvaða skref hún tæki bar annan mann að garði hjá lögregluemb- ættinu í Bexar-sýslu. Sá sagði John Gray lögreglustjóra af illa þefjandi tunnu sem Joe hafði skilið eftir fyrir aftan hlöðu syst- ur sinnar. Að sögn mannsins var engu líkara en tunnan innihéldi eitthvað dautt. Systrir Joes er samvinnuþýð John Gray ákvað að heimsækja systur Joes Ball, ásamt aðstoð- armanni sínum, John Kleven- hagen. Þegar þeir komu á heim- ili systurinnar var tunnan horfin, en hún var samvinnuþýð og stað- festi frásögn mannsins. Því varð það úr að John og John ákváðu að heimsækja Joe Ball enn eina ferðina. Þegar þeir komu á krána tilkynntu þeir Joe að hann yrði færður til San Ant- onio til yfirheyrslu. Hann óskaði leyfis til að loka kránni áður og var það auðsótt mál. Joe teygaði þá í snatri einn bjór, gekk að kassanum og opn- aði hann. Þaðan tók hann skam- byssu og áður en Gray og Kleven- hagen fengu rönd við reist hafði Joe skotið sig í hjartastað. Kjötleifar við tjörnina Þess var ekki langt að bíða að fjöldi lögreglumanna grann- skoðaði krá Joes og nágrenni hennar. Rotnandi kjöt var á víð og dreif í kringum krókódíla- pyttinn, og einnig fannst blóðug öxi með klístruðu hári. Ekki var fráleitt að ætla að krókódílarnir hefðu fengið meira en hunda og ketti í matinn og lögreglan rifjaði upp þann fjölda fólks sem tengd- ist kránni og hafði horfið. Lögregluna renndi í grun að sá eini sem eitthvað vissi og væri til frásagnar væri Clifton Wheel- er, snattari á vegum Joes. Wheel- er þverskallaðist við í fyrstu og sagðist ekkert vita, en eftir að lögreglan hafði þjarmað að hon- um brotnaði hann niður. Wheeler samþykkti að sýna lögreglunni hvar líkamsleifar tveggja kvenna voru niðurkomn- ar en hélt því statt og stöðugt fram að hann hefði ekki vitn- eskju um fleiri fórnarlömb. Frásögn Wheelers Eitt fórnarlamba Joes var Hazel Brown, kærasta hans. Að sögn Wheelers hafði Joe skipað hon- um eitt kvöld eftir mikla drykkju að sækja teppi og brennivín. Síð- an fóru þeir á bíl Joes og náðu í stóra tunnu á býli systur Joes og óku niður að á. Wheeler fullyrti að Joe hefði hótað honum með skambyssu og neytt hann til að taka gröf og síð- an opnuðu þeir tunnuna. Í henni var lík Hazel Brown og fnykurinn nánast óbærilegur. Að eigin sögn neitaði Wheeler upphaflega að aðstoða við að sundurhluta lík- ið, en vegna þess hve ölvaður Joe var átti hann í erfiðleikum með bæði að halda og saga. Því varð úr að Wheeler hélt líkinu föstu og Joe sagaði. Í hvert skipti sem lyktin varð þeim um megn tóku þeir sé hlé og drukku meira. Loks tókst þeim að klára verkið og lík- amshlutarnir voru grafnir nema höfuðið sem var kastað á bál. Minnie var barnshafandi Hvað Minnie viðvék hafði Joe tekið hana í ferðalag til Ingles- ide, skammt frá Corpus Christi, og fann afskekktan stað. Wheel- er sagði lögreglunni að þangað komin hefði Joe sest að drykkju ásamt Minnie og notaði tækifær- ið þegar hún gáði ekki að sér og skaut hana í ennið. Að sögn Wheelers var ástæð- an fyrir morðinu sú að Minnie var barnshafandi og Joe kærði sig ekki um það því það hefði trufl- andi áhrif á ástarsamband sem hann átti við Dolores nokkra. Joe og Wheeler grófu lík Minnie og fann lögreglan líkið eftir að hafa farið eftir leiðbein- ingum Wheelers. Á Krá hinna félagslyndu fann lögreglan fjölda ljósmynda af kvenfólki og stóðu vonir lög- reglunnar til að myndirnar gætu varpað ljósi á fleiri morð. En það fór á annan veg því aldrei sönn- uðust tengsl á milli Joes Ball, Krókódílamannsins, og kvenn- anna á ljósmyndunum. UmSjón: KoLbEinn þoRStEinSSon, kolbeinn@dv.is 44 föstudagur 23. október 2009 sakaMál Við opnum nýja Ísbúð og veitum 30% kynningarafslátt af öllum ísréttum, samlokum, salötum og gosi 17-26 okt. Nýbýlavegi 32 Nýbýlavegi 32 Opið til 22:00 alla daga Að eigin sögn neitaði Wheeler upphaflega að aðstoða við að sundurhluta líkið, en vegna þess hve ölvaður Joe var átti hann í erfiðleikum með bæði að halda og saga. Joe Ball Gerði vel við krókódílana sína.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.