Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2009, Síða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2009, Síða 50
Hvað þýðir 2gHz í tölvunni minni? Tíðnin 2GHz þýðir að klukka örgjörvans tifar 2 þúsund milljón sinnum á sekúndu. Örgjörvarnir geta síðan framkvæmt fleiri en eina skipun á hverju klukkutifi. Þannig get- ur gamli Pentium 4 örgjörvinn framkvæmt tvær til þrjár skipanir í einu, eftir því um hvaða skipanir er að ræða. Það eru því framkvæmdar yfir fjögur þúsund milljón skipanir á sekúndu í örgjörvanum! Nýrri útgáfur örgjörva byggja á fleiri en einum kjarna, (Intel Core 2, Intel Core 2 Duo og Intel Core Quad) og eru mun afkastameiri þrátt fyrir sömu tiftíðni. apple í sókn Þrátt fyrir yfirstandandi heims- kreppu kom Apple-fyrirtækið markaðsspekúlöntum í opna skjöldu í vikunni þegar tilkynnt var methagnað fyrirtækisins síðustu þrjá mánuðina. Hagnaðurinn nam 1,67 milljörðum Bandaríkjadala og er 46% aukning frá sama tímabili í fyrra. Sem dæmi um sölutölur seldi fyrirtækið 7,4 milljónir iPhone-síma og 3.05 milljónir Apple-tölva á tímabilinu. Eina vara fyrirtækisins sem hefur dalað í sölu er iPod- spilarinn en þar hefur salan dregist saman um 8% á ársgrundvelli. Hagnað Apple má að mestu leyti skýra með vinsældum iPhone en hann er nú seldur í um 40 löndum. Auglýsingaherferð Apple sem beinist að ungu fólki á leið í framhaldsnám og þarf að velta fyrir sér tölvukaupum hefur einnig skilað ótrúlegum árangri. iDriver Þýska fyrirtækið Appirion sérhæfir sig í hugbúnaði fyrir farsíma eins og iPhone og þá síma sem keyra á Androd-kerfinu frá Google. Fyrirtækið er þessa dagana að þróa hugbúnað í samvinnu við háskólann í Berlín sem gerir kleift að fjarstýra ökutækjum með iPhone-síma. Hægt er að skoða myndskeið á YouTube þar sem hugbúnaðurinn er prufukeyrður á bíl á Tempelhof- flugvellinum í Berlín. Það vekur athygli að íslenski fáninn sést á hlið bílsins og fyrirtækið Rafteikning þar fyrir ofan. usB 3.0 staðall á næsta ári? Eftirspurn eftir hraðvirkari jaðartækj- um mun aldrei dvína. Nýr staðall fyrir USB-tengingar virðist vera langt kominn í þróun og má jafnvel búast við að hann verði settur á markað á næsta ári. USB 3.0 verður tíu sinnum hraðvirkari en USB 2.0 og notar að auki minni orku en forveri sinn. Nokkrir vélbúnaðarframleiðendur hafa þegar framleitt prufueintök af ýmsum jaðartækjum fyrir hina nýju tækni. UmSjóN: Páll SvANSSoN, palli@dv.is Windows 7 var sett á markað í gær og tekur við af Windows Vista sem hlaut vægast sagt slæmar viðtökur almennings þegar stýrikerfið leit loks dagsins ljós í janúar 2007, nokkrum árum á eftir áætlun. Stýrikerfið þótti ofhlaðið, illskiljanlegt og alltof þungt í keyrslu. Nýr ritvinnslupakki Micro- soft hlaut einnig slæmar viðtökur vegna lélegrar samhæfni við eldri útgáfur. Á endanum buðu flestir ef ekki allir tölvuframleiðendur upp á það að við kaup nýrrar tölvu gæti notandinn ákveðið sjálfur hvort tölv- an væri keyrð á gamla Windows XP eða hinu nýja Vista. Og meirihlutinn virðist hafa valið að keyra tölvur sín- ar áfram á XP, stýrikerfi sem kom á markað árið 2001 og verður átta ára núna um helgina. Það var ekki eingöngu almenn- ingi sem leist illa á Vista, fyrirtæk- in voru sama sinnis, að nota Vista myndi skapa of mörg vandamál og í mörgum tilvikum þyrfti að uppfæra vélbúnað með tilheyrandi kostnaði, eingöngu til að geta keyrt stýrikerf- ið með góðu móti. Þegar upp komst að Intel örgjörvaframleiðandinn, stærsti samstarfsaðili Microsoft í gegnum tíðina, hefði ákveðið að að- eins brot af tölvum þúsunda starfs- manna þess yrðu uppfærðar í Vista var orðið ljóst að eitthvað mikið væri að. Bjöllur klingja Viðvörunarbjöllur fóru nú að klingja í höfuðstöðvum Microsoft og hausar að fjúka. Í flýti var gerð ný aðgerða- áætlun og ótrúlegum fjármunum veitt í að skapa stýrikerfi sem myndi verða einfalt, afkastamikið og létt í keyrslu. Takmarkið var að útrýma þeim göllum sem helst höfðu sætt gagnrýni í Vista og setja sem fyrst á markað raunhæfan kost til að upp- færa úr Windows XP-stýrikerfinu. Og miðað við viðtökur og umfjöll- un um nýja stýrikerfið hefur það tek- ist, flestir eru á þeirri skoðun að hér sé komið á markað besta stýrikerfi Microsoft frá upphafi. Home eða Professional Windows 7 er sett á markað í sex mis- munandi útgáfum sem gæti kannski valdið valkvíða hjá sumum. Það eru þó aðeins tvær útgáfur sem flestir þurfa að velja á milli; Home Premium og Professional. Home Premium er beint að hinum hefðbundna heima- notanda með sína ritvinnslu, vefráp, leiki og aðra afþreyingu. Profession- al er hins vegar beint að fyrirtækjum og öllu vinnutengdu ferli. Microsoft býður upp á tvö smától sem hægt er að nálgast á vefsíðu fyrirtækisins og með keyrslu þeirra er hægt að ganga úr skugga um hvort þín tölva sé hæf til að keyra nýja stýrikerfið. Hægt er að uppfæra úr Vista beint í Windows 7 en XP-notendur verða að gera svo- kallaða hreina innsetningu kerfisins sem þýðir að það verður að taka af- rit af þeim skrám sem notandinn vill ekki glata og innsetja þau síðan eftir á. Einstaklingsútgáfa af Home Prem- ium mun kosta á bilinu 19-20.000 krónur hér á landi. iPhone og fistölvur En vandamál Microsoft eru ekki endilega úr sögunni, á meðan starfs- menn fyrirtækisins unnu hörð- um höndum við þróun og prófan- ir á Windows 7, snéru almenningur og vélbúnaðarframleiðendur sér í auknum mæli að öðrum stýri- kerfum. Apple-fyrirtækið blómstr- aði þennan tíma og setti á markað iPhone-símann og nýjar útgáfur af iPod, hvortveggja vörur sem keyrðu á sérútgáfum af OSX-stýrikerfi App- le og gerði þær í raun að smátölvum. Og heimurinn uppgötvaði fistölv- ur, ódýrar og litlar ferðatölvur sem keyrðu á Linux-stýrikerfum, fríum stýrikerfum sem til eru í nokkrum útgáfum. Í flýti brást Microsoft við með því að leggja í bili á hilluna þá ákvörðun um að taka Windows XP alfarið af markaði og einbeitti sér nú að því að bjóða það með sem flest- um nýjum fistölvum. Google í slaginn Stærsta reiðarslagið kom þó þegar Google-vefleitarrisinn tilkynnti um þróun á nýju stýrikerfi sem hægt yrði að keyra á fistölvum frítt. Búist er við því að það komi á markað á haust- mánuðum 2010. Google hefur bæði fjármagn og getu til að þróa og upp- færa slíkt stýrikerfi og Microsoft á í raun ekkert svar gagnvart keppinaut sem býður vöru sína frítt. Spurningin er hvort Microsoft nái að halda ráðandi markaðsstöðu næstu misserin með tilkomu Wind- ows 7. Tækniheimurinn hefur breyst og ferskir vindar hafa blásið um hann síðustu ár á meðan lognmoll- an virðist hafa ráðið ríkjum í höfuð- stöðvum Microsoft. palli@dv.is 50 föstuDagur 23. október 2009 HelgarBlað Home Premium Einstakl- ingsútgáfa af Home Premium mun kosta á bilinu 19-20.000 krónur hér á landi. komið á markað winDows 7 Fyrir fram pantanir á hinu nýja stýrikerfi Microsoft; Windows 7, ætla að slá öll fyrri met í sölu á stýri- kerfi, segja forsvars- menn amazon.com, stærstu netverslunar í heiminum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.