Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2009, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2009, Page 6
SANDKORN n Eiður Guðnason hefur vakið athygli í seinni tíð fyrir pistla sína á Moggablogginu um mál- far í fjölmiðlum. Eftir ritstjóra- skiptin á Morgunblaðinu í haust hefur álit Eiðs á blaðinu og vefnum minnk- að statt og stöðugt og er nú svo komið að hann hefur lýst yfir að tvenns kon- ar breyt- ingar verði á högum hans um áramót. Annars vegar komi Morgunblaðið ekki lengur inn fyrir dyr heima hjá honum því hann ætlar að segja upp áskrift- inni, hins vegar ætli hann að yf- irgefa Moggabloggið og blogga á eigin vef, eidur.is. n Ritdeilur hafa stundum verið með áhugaverðasta efni blaða og tímarita. Sumar hafa staðið lengi yfir með- an öðrum hefur lokið fljótt af. Rit- deila Jóns Ólafsson- ar og Þórs Whitehead hlýtur hins vegar að teljast með langlífari ritdeilum í seinni tíð. Jón skrifaði grein í Sögu árið 2007 þar sem hann sagði frá skjali sem hann hafði fundið og gaf til kynna að Kom- intern hefði verið á móti sam- starfi íslenskra kommúnista og krata á síðustu árum fjórða áratugarins. Þessu andmælti Þór í sama tímariti 2008 en Jón svaraði fyrir sig í fyrra tölublaði þessa árs og Þór í því síðara sem nú er nýkomið út. n Ritdeilu Jóns Ólafssonar og Þórs Whitehead um afstöðu Komintern til samstarf komm- únista og krata er væntanlega ekki lokið enda kemur nýtt tölu- blað Sögu út næsta vor. En þeir eru ekki einir í ritdeilunni því Hannes Hólm- steinn Gissurarson, sem vinn- ur nú að ritun sögu íslenskra kommúnista, hefur blandað sér í málið og nú síðast í blogg- færslu á Pressunni. Hann segir sem fyrr að skjalið sem Jón fann sé lítils virði og tekur þannig undir með Þór. Jón svaraði hins vegar á sama stað og sagði að Hannes væri eins og Séð og Heyrt, gerði lífið skemmtilegra svo lengi sem hann væri ekki tekinn alvarlega. 6 FÖSTUDAGUR 18. desember 2009 FRÉTTIR Ó dý ra ri sm ur st öð o g ve rk st æ ði H el lu hr au n 4 | 2 20 H af na rfi rð i | S ím i: 56 5 44 40 Meðlimur CTF-kirkjunnar vísar frásögnum af kynlífshópum á bug: Lifa góðu og heiðarlegu lífi „Ég er meðlimur í CTF og var í þessum hópum sem kallaðir eru ljósahópar. Frásagnirnar af hóp- unum eru algjört bull. Þar var eng- inn neyddur til að tala um sjálfs- fróun eða kynlíf,“ segir Sigvarður Hans Hilmarsson. DV greindi í vikunni frá frásögn- um fyrrverandi meðlima Catch the Fire-kirkjunnar hér á landi, CTF, sem lýsa því yfir að í svokölluðum ljósahópum hafi meðlimir verið hvattir til að segja frá kynlífsupp- lifunum sínum. Bæði Sigvarður og Guðbjartur Guðbjartsson, for- stöðumaður CTF, vísa frásögnun- um á bug sem þeir telja komnar frá óprúttnum einstaklingum sem vilji sverta söfnuðinn. Ekkert sé at- hugavert við safnaðarstarfið enda sé dagskrá kirkjunnar öllum opin á vefsvæði hennar. Sigurður bendir á að kaþólikkar hafi í gegnum aldirnar létt á sam- visku sinni með því að skrifta. Hann segir líka ekkert athugavert við það að játa syndir sínar. „Það að setja hlutina í ljósið snýst ekkert um að fá fyrirgefningu eða ekki. Jesús hefur þegar fyrirgefið allar syndir. Það er ekkert athugavert við að játa syndir sínar eða tala um þá hluti sem eru að trufla fólk. Það að hafa allt í ljós- inu snýst fyrst og fremst um að vera ekki með nein leyndarmál og neinn óheiðarleika í lífi sínu. Því að mark- mið hvers einstaklings á að vera að lifa góðu og heiðarlegu lífi,“ segir Sigvarður. trausti@dv.is Rangar frásagnir Sigvarður vísar á bug frásögnum um óeðlilegt safnaðarstarf kirkjunnar. Sævar Óli Helgason telur sýslumanninn á Selfossi, Ólaf Helga Kjartansson, leggja sig í einelti. Hann var dæmdur fyrir að veitast gróflega og að tilefnislausu á sýslumanninn sem hann segir ofsækja sig. Hann hefur nú leitað til forsætisráðherra eftir stuðningi. KLAGAR SÝSLUMANN TIL JÓHÖNNU „Ég er nýbúinn að senda forsæt- isráðherra kvörtun og beiðni um leiðréttingu á mínum málum. Ég bíð eftir svörum frá ráðherra.“ Sævar Óli Helgason hefur ritað Jó- hönnu Sigurðardóttur forsætisráð- herra bréf þar sem hann óskar eft- ir liðsinni hennar gegn Ólafi Helga Kjartanssyni, sýslumanni á Selfossi. Hann telur sýslumanninn leggja sig í einelti og vill fá það viðurkennt af stjórnsýslunni. Sævar og sýslumaðurinn hafa deilt í gegnum tíðina. Sá fyrrnefndi hlaut sex mánaða fangelsisdóm fyrir að þrífa í öxl Ólafs Helga við embætt- isstörf og bregða fyrir hann fæti á leið inn í réttarsal. Dómari sagði hegð- un Sævars Óla ruddalega og að brot hans gegn sýslumanninum hefði verið gróft og tilefnislaust. Hann er hins vegar ósáttur við það sem hann kallar ofsóknir sýslumannsins í sinn garð og vill opinbera viðurkenningu á eineltinu. Bíður eftir svörum Sævar Óli fullyrðir að bæði dómstig hérlendis hafi úrskurðað Ólaf Helga sýslumann vanhæfan til að fjalla um sín málefni. Hann bendir á að sökum ofsókna hafi hann neyðst til að sækja um hæli í Danmörku sem pólitískur flóttamaður. „Ég sótti um sem póli- tískur flóttamaður vegna eineltis Ól- afs Helga. Mér varð á að grípa í öxl- ina á honum fyrir utan dómssal. Ég geri mér vel grein fyrir einelti sýslu- mannsins, það er bara þannig. Ég get talið upp fullt af dæmum þar sem sýslumaður hefur brotið á mínum rétti og lagt mig í einelti. Ég er nýbú- inn að senda forsætisráðherra kvört- un og beiðni um leiðréttingu á mín- um málum. Ég bíð eftir svörum frá ráðherra,“ segir Sævar Óli. Finnur ekki eigur sínar Áður en Sævar Óli hlaut dóm fyrir að veitast að sýslumanninum á Selfossi hafði hann afplánað annan fangels- isdóm fyrir að rassskella kvenkyns leikskólakennara. Viðkomandi hafði þá lagt í bílastæði fyrir innkeyrslu Sævars Óla sem brást við með því að beygja konuna upp á vélarhlíf bílsins og veita henni nokkur högg á aftur- endann. Sjálfur lýsti Sævar Óli því yfir að leikskóla- kennarinn hefði veist að sér kynferðislega og reynt að sparka í pung- inn á sér. Í dag bíður Sævar Óli eftir svörum frá for- sætisráðherra en hann leitar líka búslóðar sinnar sem hann segir hafa horf- ið þegar hann sat í fang- elsi fyrir brot gegn Ólafi Helga. Hann segir eign- ir sínar hafa verið tekn- ar eftir leiðbeiningum frá sýslumanninum. „Á meðan ég var að af- plána dóminn var bú- slóðin mín hreinsuð út úr íbúðinni og samkvæmt mínum heimildum frá lög- reglunni var það gert með leiðbein- ingum frá sýslu- manninum. Ég hef ekki getað nálgast eigur mínar eftir afplánunina og fæ engar upplýsingar um hvar búslóð- in mín er. Þegar ég kom út úr fangelsinu þurfti ég að byrja með tvær hendur tómar því búslóðin mín finnst hvergi. Ég hef því ekki hugmynd um hvar eigur mínar eru,“ segir Sævar Óli. Við vinnslu frétta- rinnar var leitað viðbragða hjá Ól- afi Helga, sýslu- manni á Selfossi, en án árangurs. TRAUSTI HAFSTEINSSON blaðamaður skrifar: trausti@dv.is Ósáttur Sævar Óli er ekki hrifinn af framkomu sýslumannsins á Selfossi í sinn garð. Beðið svara Jóhönnu forsætisráðherra hefur verið sent bréf frá hinum meinta þolanda eineltis. Kvartað undan sýslumanni Ólafur Helgi er sagður leggja í einelti en Sævar Óli var áður dæmdur fyrir að veitast að sýslumanninum með gróflegum hætti.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.