Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2009, Page 11

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2009, Page 11
FRÉTTIR 18. desember 2009 FÖSTUDAGUR 11 voru til að kaupa víxlana og skulda- bréf Milestone. Birkir gaf skýringarnar Heimildir DV herma að Birkir Krist- insson, þáverandi starfsmaður eignastýringar Glitnis og núverandi starfsmaður Íslandsbanka, hafi ver- ið einn af þeim sem sat fyrir svör- um þegar viðskiptavinir bankans inntu eignastýringuna eftir svörum um af hverju keypt hefði verið fyrir þá í Milestone. Ein af skýringunum sem var gefin var sú að verið væri að tryggja ávöxtun fyrir hönd fólksins af því að búist væri við að vextir færu lækkandi. Þess skal getið að Birk- ir tengdist Milestone á þann hátt að skattaráðgjafi hans og vinur, Gunn- ar Gunnarsson, var lögfræðingur hjá Milestone. Afar ólíklegt er að fólkið muni fá nokkuð upp í kröfur sínar þar sem heildarkröfur í þrotabú Mil- estone nema um 95 milljörðum króna. Ástæðan er sú að eignirnar í búi Mile stone duga hvergi nærri fyr- ir öllum kröfunum en í frumvarpi til nauðasamninga höfnuðu kröfuhaf- arnir því að fá 6 prósent upp í kröfur sínar. Fé þess fólks sem Glitnir fjár- festi fyrir í víxlum og skuldabréfum Milestone er því líkast til tapað að langmestu leyti. Lögfræðingurinn tengdur eignastýringunni Skjalið sýnir meðal annars tengsl Birkis Kristinssonar, starfsmanns eignastýringar Glitnis, og Gunnars Gunnarssonar, lögfræðings hjá Milestone. Gunnar ráðlagði Birki hvernig hann gæti stundað viðskipti við Magnús bróður sinn árið 2007 og var þetta skjal sent til KPMG sem kvitta átti upp á viðskiptin. Seljavegur 2 | Sími: 511-3340 | Fax: 511-3341 | www.reyap.is | reyap@reyap.is Nike 150 Eau De Toilette For Man Spray 150 ml, 3 gerðir kr. 4.298,- GOSH Gjafakassi Maskari, Augnblýantur og gerviaugnhár ÍS L E N S K A /S IA .I S /U T I 48 01 8 11 /0 9 Skíðapakkar 20% afsláttur HOLTAGÖRÐUM GLÆSIBÆ KRINGLUNNI SMÁRALIND SÍMI 545 1500 „ÉG ER HRIKALEGA REIÐUR ÚT Í ÞÁ“ Létu kaupa í Milestone Birkir Kristinsson var einn af þeim starfsmönnum eignastýringar Glitnis sem sat fyrir svörum þegar viðskiptavinir bankans spurðu af hverju fjárfest hefði verið fyrir þá í víxlum og skuldabréfum Milestone á seinni hluta árs 2007.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.