Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2009, Qupperneq 16
16 FÖSTUDAGUR 18. desember 2009 FRÉTTIR
„Ég mun alveg sætta mig við að fá ekki
þennan pening en ég vil ekki að þeir
komist upp með þetta þegjandi og
hljóðalaust,“ segir Friðjón Ingi Guð-
mundsson sjómaður sem vill vara
fólk við því að borga húsaleigu fyrir-
fram.
Friðjón flutti til Íslands frá Nor-
egi í byrjun október. Áður en hann
kom til landsins hafði hann sam-
band við leigumiðlunina Neseignir
og gekk frá leigusamningi um íbúð á
fimmtu hæð í nýbyggingu í Grinda-
vík. Hann greiddi 200 þúsund krónur
í leigu fyrirfram. Þegar hann kom til
Íslands og ætlaði að flytja inn í íbúð-
ina reyndist hún ekki tilbúin. Frið-
jón leitaði á önnur mið og tókst að fá
aðra íbúð með engum fyrirvara, íbúð
með hærri leigu. Hann hefur enn ekki
fengið peninginn endurgreiddan og
er orðinn langþreyttur á samskiptum
sínum við eiganda íbúðarinnar, Járn-
gerði ehf, og umboðsaðila fyrirtækis-
ins, Neseignir.
Ókláruð íbúð
„Ég fékk fyrst lykil að rangri íbúð sem
var á fyrstu hæð en ég var með samn-
ing upp á íbúð á fimmtu hæð,“ seg-
ir Friðjón. „Ég vildi hins vegar gera
gott úr þessu og skoðaði íbúðina á
fyrstu hæð. Hún var alls ekki tilbúin,
það vantaði raftæki sem áttu að vera,
loftin voru ómáluð og veggir illa mál-
aðir. Allir skápar og gólf voru drullu-
skítug eftir borun og framkvæmdir. Ég
var búinn að kalla út fullt af fólki til að
hjálpa mér að flytja en varð að senda
það aftur heim.“ Friðjón kærði sig ekki
um að flytja inn í hálfkláraða og skít-
uga íbúð með unga dóttur sína.
„Við berum ekki ábyrgð“
Kári Kort Jónsson, sölustjóri Nes-
eigna, segir að eigandi Járngerðis ehf.
beri ábyrgð á því að Friðjón hefur ekki
fengið endurgreitt, jafnvel þótt Frið-
jón hafi millifært 200.000 krónurnar
á reikning Neseigna. Þeir hafi greitt
Járngerði helming fjárins en sam-
kvæmt samkomulagi greiði eigandi
hússins miðluninni sem nemur einni
mánaðarleigu í þóknun. „Við berum
ekki ábyrgð á því að byggingameist-
arinn efni ekki samninginn. Það get-
um við einfaldlega ekki,“ segir Kári og
bendir á að samningurinn sé bara á
milli leigutaka og eiganda hússins,
Járngerðis.
Greiðir sinn hluta
Ólafur Garðar Þórðarson, eigandi
Járngerðis, staðfestir að hafa móttek-
ið 100 þúsund krónur, helming upp-
hæðarinnar sem Friðjón greiddi, frá
Neseignum. Ólafur segist upphaflega
hafa samþykkt að leigja honum íbúð
á jarðhæð en á daginn hafi komið að
hann hafi viljað íbúð á fimmtu hæð,
líkt og stendur í húsaleigusamningn-
um. Þá íbúð hafi hann ekki geta klárað
í tæka tíð. Hann segir misskilninginn
frá Neseignum kominn. „Ég leigi ekki
það sem ég get ekki leigt. Þeir hafa
eitthvað klúðrað því,“ segir hann.
Ólafur segir, þrátt fyrir að tveir
mánuðir séu nú liðnir, að ekki muni
standa á honum að endurgreiða
þessar 100 þúsund krónur. Hitt eigi
Neseignir að endurgreiða þar sem
ekkert hafi orðið af leigunni. „Ef ég
kaupi íbúð og hætti svo við hana, þá
fær sölumaðurinn ekki nein laun fyrir
það,“ útskýrir Ólafur.
Ekkert gerist
Sigurður Helgi Guðjónsson, for-
maður Húseigendafélagsins, seg-
ir alveg skýrt að leigusalinn eigi að
endurgreiða Friðjóni peninginn,
ef hann hefur ekki efnt samning-
inn. Það geti hins vegar vel verið að
leigumiðlarinn eigi kröfu á leigu-
salann vegna vinnunnar.
Friðjón er óánægður með fram-
komu beggja aðila. „Ég fer bara
fram á að fá þennan pening til
baka, sem ég greiddi Neseignum,“
segir hann og bætir við að Kári
sé hættur að svara síma og pósti,
bæði frá sér og lögfræðingi sem
hann hefur ráðfært sig við. „Eig-
andi hússins, hann Ólafur, virð-
ist allur af vilja gerður til að leysa
þetta mál en það gerist bara aldrei
neitt,“ segir Friðjón sem þurfti að
leggja út aðrar 200 þúsund krónur
vegna íbúðarinnar sem hann fann
sér þegar hitt brást.
FÆR HVORKI ÍBÚÐ
NÉ INNBORGUNINA
„Ég var búinn að kalla út
fullt af fólki til að hjálpa
mér að flytja en varð að
senda það aftur heim.“
BALDUR GUÐMUNDSSON
blaðamaður skrifar baldur@dv.is
Friðjón Ingi Guðmundsson greiddi Neseign-
um 200.000 krónur fyrir fram vegna íbúðar sem
hann ætlaði að leigja. Íbúðin var ekki tilbúin
þegar á reyndi en hann hefur enn ekki fengið
endurgreitt. Leigumiðlunina Neseignir og
Járngerði ehf, eiganda íbúðarinnar, greinir
á um hvor eigi að greiða Friðjóni til baka.
Fær ekki endurgreitt Friðjón þurfti að
leggja út 200 þúsund krónur við undirritun
samningsins. Annað eins þurfti hann að
leggja út fyrir nýrri íbúð sem hann fann
þegar hitt brást. MYND SIGTRYGGUR ARI
SÖLUSTAÐIR Davidsson: Rammagerðin ehf Hafnarstræti 19, Reykjavík • Leifsstöð, Keflavíkurflugvelli • Brekkugötu 3, Akureyri • Miðvangi 13, Egilsstöðum • www.rammagerdin.is