Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2009, Side 19

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2009, Side 19
FRÉTTIR 18. desember 2009 FÖSTUDAGUR 19 Einkahlutafélag í eigu Guðbjargar Matthíasdóttur, útvegskonu úr Vest- mannaeyjum, gerir rúmlega tveggja milljarða króna kröfu í þrotabú gamla Glitnis. Kröfulýsingaskráin var send til kröfuhafa fyrir skemmstu. Félagið heitir Kristinn ehf. og er sama félag og hélt utan um 1,71 pró- sents eignarhlut hennar í bankanum fyrir hrun. Um er að ræða kröfu vegna víkj- andi bréfa sem Guðbjörg keypti í bankanum, að sögn Sigurbjörns Magnússonar, lögmanns Guðbjarg- ar. Slík bréf eru fjárfesting þar sem viðskiptavinur banka gerir samn- ing við hann um að söluverðmæti bréfanna sem hann hefur keypt geti breyst í hlutafé í bankanum á tiltekn- um tíma ef hann kærir sig um. Því er um að ræða fjárfestingu sem hugsuð er til nokkuð langs tíma. Í tilfelli Guðbjargar gat hún breytt fjárfestingunni í hlutafé í bankan- um árið 2013, að sögn Sigurbjörns. Kröfuupphæðin er sú upphæð sem Guðbjörg lagði fram til að kaupa bréfin auk vaxta, að sögn Sigur- björns. „Þetta er tiltekið form sparn- aðar,“ segir Sigurbjörn. Sigurbjörn segir að hann hafi rift viðskiptunum skömmu eftir ís- lenska efnahagshrunið haustið 2008 þar sem fyrirséð hafi verið að samn- ingurinn sem gerður var við Glitni myndi ekki ganga eftir vegna hruns- ins. „Við töldum að það væru fyrirsjá- anlegar vanefndir á samingnum sem við höfðum gert við bankann ... Þess vegna rifti ég og vildi fá peningana til baka eins og samningurinn hefði aldrei verið gerður ... Þetta er bara endurkrafa út af þessu,“ segir Sigur- björn en á þessum tíma var augljóst að Guðbjörg myndi ekki geta nýtt sér réttinn til að breyta fjárfestingunni í hlutafé árið 2013 þar sem bankinn var hruninn. Ótengt FL Group-viðskiptunum Guðbjörg hefur verið nokkuð í um- ræðunni vegna þess að Fjármála- eftirlitið hefur kært viðskipti henn- ar með hlut sinn í Glitni til embættis sérstaks saksóknara, Ólafs Hauks- sonar. Verið er að rannsaka hvort um innherjaviðskipti hafi verið að ræða. Einkahlutafélag Guðbjargar átti nærri 254 milljónir hluta í bankan- um miðvikudaginn 24. september 2008 en hún seldi helming þessara bréf dagana áður en bankinn var yf- irtekinn að hluta af íslenska ríkinu þann 29. september 2008. Guðbjörg fékk um 3,5 milljarða króna í sinn hlut fyrir helming bréfanna. Guðbjörg eignaðist bréfin í Glitni þegar hún seldi þriðjungshlut sinn í Tryggingamiðstöðinni til FL Group árið 2007. Samningurinn sem Guð- björg gerði við FL Group gerði henni kleift að innleysa hluti sína dagana 25. og 26. september 2008, en svo vildi til að það voru síðustu virku dagarnir áður en Glitnir féll í hendur ríkisins mánudaginn 29. september. Sá samningur fól í sér rétt Guðbjarg- ar til þess að selja helming eignar sinnar í bankanum eða um 127 millj- ónir hluta fyrir nærri 4,1 milljarð króna. Að frádregnum arðgreiðslum og þóknun fékk Guðbjörg tæplega 3,5 milljarða króna í sinn hlut þegar hún seldi bréfin. Krafa Guðbjargar í Glitnisbúið er hins vegar með öllu ótengd þessum viðskiptum með hlutabréfin í Glitni sem hún fékk fyrir söluna á hlutnum í Tryggingamiðstöðinni, að sögn Sig- urbjörns. Tapaði helmingnum af hluta- bréfunum Sigurbjörn segir aðspurður að samn- ingur Guðbjargar við FL Group hafi gengið út á það að félagið sölu- tryggði helminginn af söluverðmæti hlutar hennar í Tryggingamiðstöð- inni. „Þeir sölutryggðu helminginn af bréfunum [Innskot blaðamanns: Á þessum tíma var FL Group stærsti hluthafi Glitnis] ... Það var bara til- viljun að þetta kom upp viku áður en þetta allt gerðist [Innskot blaða- manns: Hrun íslenska bankakerfis- ins]. Í staðinn fyrir að borga henni með peningum borguðu þeir henni með sölutryggðum bréfum, ann- ars vegar í FL Group og hins vegar í Glitni. Því má segja að í raun hafi hún verið að innleysa peninga,“ seg- ir Sigurbjörn og bætir því við að ef hrunið hefði orðið áður en Guðbjörg hefði getað selt bréfin þá hefði hún átt kröfu á bankann út af sölutrygg- ingunni.. Hann segir að við fall Glitnis hafi Guðbjörg tapað hinum helmingn- um af hlutabréfunum sem hún átti í Glitni. „Hinu tapaði hún bara,“ segir Sigurbjörn. Slitastjórn Glitnis á eftir að taka afstöðu til þessarar kröfu Guðbjargar. Milljarðakrafa vegna víkjandi bréfs Guðbjörg Matthíasdóttir gerir rúmlega tveggja milljarða króna kröfu í þrotabú Glitnis. Krafan er vegna víkjandi bréfs sem Guðbjörg hefði getað breytt í hlutafé í bankanum árið 2013. Guðbjörg Matthíasdóttir gerir rúmlega tveggja milljarða króna kröfu í þrotabú Glitnis. Krafan er vegna víkj- andi bréfs sem Guðbjörg fjárfesti í sem gert hefði henni kleift að breyta fjárfestingunni í hlutabréf á tilteknum tíma. Krafan er ótengd viðskiptum Guðbjargar með hlutabréf í Glitni sem hún fékk í sinn hlut þegar hún seldi hlut sinn í Tryggingamiðstöðinni til FL Group. Samningnum var rift vegna fyrirsjáanlegra vanefnda. GUÐBJÖRG KREFST 2 MILLJARÐA INGI F. VILHJÁLMSSON blaðamaður skrifar ingi@dv.is „Þeir sölutryggðu helm- inginn af bréfunum [Innskot blaðamanns: Á þessum tíma var FL Group stærsti hluthafi Glitnis]... Það var bara tilviljun að þetta kom upp viku áður en þetta allt gerðist .“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.