Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2009, Page 20

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2009, Page 20
20 FÖSTUDAGUR 18. desember 2009 FRÉTTIR „Áhugasamir geta svo tengt heimil- isföng úthlutananna við kjördæmin og séð hvaða þingmenn berjast fyrir hverju,“ skrifaði Þór Saari, þingmað- ur Hreyfingarinnar, á bloggsíðu sína þegar honum ofbauð hvernig staðið var að úthlutun fjármuna í fjárlaga- nefnd milli fyrstu og annarrar um- ræðu um fjárlagafrumvarp næsta árs. Þór tók þar undir með mörgum sem hafa í gegnum tíðina gagnrýnt að þingmenn samþykki fjárframlög til fjölda verkefna um allt land, oft verk- efna í þeirra eigin kjördæmi. „Að mínu viti er hér um algerlega óábyrga og í raun spillta meðferð á al- mannafé að ræða þar sem þingmenn- irnir koma svo heim í kjördæmið í jólafríinu með peninga í poka og fá þá væntanlega atkvæði í staðinn en á Ís- landi þykja þetta þó víst eðlileg stjórn- mál,“ skrifaði Þór. DV fór því í gegnum fjárlagaliðina, ekki síst þá sem falla undir safnliði þar sem safnað er sam- an mörgum litlum framlögum, oft til safna og félagasamtaka sem fá styrki víða frá, bæði frá ríki og sveitarfélög- um auk annarra sjóða. Stríð og friður á fjárlögum Ekki er gert upp á milli stríðs og frið- ar á fjárlögum. Alla vega er settur jafn mikill peningur í Íslenska stríðs- árasafnið á Reyðarfirði og viðgerð á húsnæði Friðarsetursins að Holti í Önundarfirði. Hvort um sig fær 700 þúsund krónur úr ríkissjóði sam- kvæmt fjárlagafrumvarpinu eins og það lítur nú út. Dýrin verða heldur ekki út undan þegar hugað er að söfnum. Þannig eru lagðar fimm milljónir króna í Selasetur Íslands og rúmar fjórar milljónir í Sögusetur íslenska hests- ins. Þá er lágfóta ekki skilin út undan, Melrakkasetur Íslands í Eyrardalsbæ á Vestfjörðum fær 3,2 milljónir króna. Safnið heldur uppi heiðri refsins og á næsta ári stendur meðal annars til að setja upp leikrit um refinn. Leikstjóri hefur þegar verið ráðinn og styrkur fenginn til að standa straum af kostn- aði þess verks, reyndar ekki úr ríkis- sjóði heldur frá Menningarráði Vest- fjarða. Fuglar og myndir Sigurgeira Tveir menn að nafni Sigurgeir koma við sögu á fjárlögum, hið minnsta. Annar er Sigurgeir heitinn Stefánsson en fuglasafn hans í Mývatnssveit fær 2,8 milljónir samkvæmt frumvarp- inu. Fuglasafnið komst á síður DV fyrr á þessu ári þegar það var tilnefnt til menningarverðlauna DV í bygging- arlist. Hinn Sigurgeirinn er Jónasson og kemur frá Vestmannaeyjum. Fyrir- tækið Sigurgeir ljósmyndari ehf. var stofnað um ljósmyndir hans, að frum- kvæði Magnúsar Kristinssonar útrás- arvíkings og með aðkomu tveggja út- gerða í bænum. Nú er unnið að því að flokka og skrá þúsundir mynda sem Sigurgeir hefur tekið á löngum ljós- myndaraferli sínum, fengust 1.400 þúsund krónur úr ríkissjóði til að standa undir hluta þess kostnaðar. Þetta eru ekki einu fjárlagaliðirn- ir í menningartengdum verkefnum í Vestmannaeyjum. Þannig fara 2,8 milljónir undir liðinn Vestmanna- eyjabær „handritin heim“, Sögusetur um Tyrkjaránið í Vestmannaeyjum fær 1,4 milljónir, Landnámsbærinn í Herjólfsdal fær 700 þúsund krónur, Fiska- og náttúruminjasafnið fær tvær milljónir og Stafkirkjan í Heimaey fær þrjár milljónir. Þjóðtrú og -búningar Þingmenn eru ósjaldan á þjóðlegu nótunum í málflutningi sínum og þess sjást stundum merki í störfum þeirra. Í það minnsta fær Þjóðbún- ingaráð 400 þúsund krónur til ráð- stöfunar. Þjóðtrúarstofa á Ströndum hefur enn meira upp úr krafsinu í fjár- lagagerð ársins og fær átta og hálfa milljón króna í styrk úr ríkissjóði. Þjóðveldisbærinn fær svo sínar tvær milljónir króna. Spákonan og skrímslin Eitt af því sem hefur vakið athygli er 2,8 milljóna króna fjárframlag til Spákonuhofs á Skagaströnd, sér- staklega eftir að Þór Saari, þingmað- ur Hreyfingarinnar, tiltók það sem dæmi um landsbyggðarbitlinga fjár- laganefndar í bloggfærslu. „Á fund nefndarinnar kom m.a. spákona sem óskaði eftir fimmtán milljóna styrk fyrir spákonuhús á Skagaströnd og skrímslafræðingar sem óskuðu eftir fimm milljónum fyrir skrímslasetur á Bíldudal ásamt fjölda annarra með alls lags furðulegar óskir.“ Þetta er ekki fyrsti styrkurinn sem Spákonuhofið fær úr ríkissjóði. Árið 2007 veitti Jóhanna Sigurðardóttir, þá félagsmálaráðherra, styrki til atvinnu- uppbyggingar kvenna. Meðal þeirra sem fengu hæstu styrkina var Spá- konuhofið sem fékk hálfa aðra milljón króna. Styrkirnir þá voru hluti af mót- vægisaðgerðum vegna niðurskurðar á þorskkvóta. Menningarfélagið Spákonuarfur stendur að Spákonuhofinu og bygg- ir á arfleifð Þórdísar spákonu sem nefnd hefur verið fyrsti landnáms- maður Skagastrandar. Hún var sögð forspá og fjölkunnug og fóstraði Þorvald víð- förla sem var fyrsti kristniboðinn á Íslandi. Dagný Marín Sigmarsdóttir, sem er í forsvari fyrir félagið, segir unnið með Þór- dísi spákonu og allt henni tengt und- ir merkjum sögutengdr- ar ferðaþjónustu. Hún segir spákonuviðurnefni Þórdísar sér- staklega heppilegt. „Þar af leiðandi getum við tengt mystík við þetta til að gera þetta enn þá meira spennandi og fá til okkar fleiri ferðamenn.“ Meðal þess sem félagið gerir er að reka Ár- nes, elsta húsið á Skagaströnd, þar er spástofa þar sem fólk getur látið spá fyrir sér, sýningarhald sem tengist ekki endilega Þórdísi spákonu og nú á jólaföstunni hefur verið lesið upp fyrir börnin á Skagaströnd í gömlum anda. „Við erum að miðla okk- ar sagnaarfi,“ segir Dagný og bendir á að Spákonustofa sé sambærileg mörgum öðrum söfnum, svo sem Galdrasetri og fleiri söfnum sem byggja á sögutengdri ferðaþjónustu. Milljón til Framtíðar, tímabundið Húsafriðun á upp á pallborðið hjá meirihluta fjárlaganefndar. Þannig vilja nefndarmenn setja 2,4 milljón- ir króna í Kaupfélagshúsið á Höfn í Hornafirði, en það er elsta íbúðar- húsið í bænum. Þó horft sé til fortíðar við úthlutun fjármuna vegna húsafriðunar á framtíðin sér líka málsvara, eða öllu heldur Hótel Framtíð á Bíldudal sem fær eina millj- ón króna, ekki þó til framtíðar heldur tímabundið - alla vega að því er segir í tillögunni. Einn- ig er sett fé í pakkhús í Ólafsvík, hlöðu í Vogum og sjóræningja á Vestfjörð- um. Sjóræningjar ehf. fá 1,4 milljón- ir króna vegna endurbóta á húsnæði þar sem eitt sinn var bílaverkstæði en verður í framtíðinni safn um sögu sjórána við Vestfirði. Auk frá- sagna af sjóránum hefur Sjóræningja- húsið staðið fyrir námskeiðum í samráði við Vín- skólann, þar hafa verið kynntir svo sjóræningjavænir drykkir sem romm og bjór. Og ekki má gleyma réttunum, ein milljón er sett í uppbyggingu Skaftholtsrétta. Fá sitt eigið númer Stundum hefur verið talað um að um- sækjendur um fé úr ríkissjóði geti tek- ið fram kampavínsflöskurnar, hellt í glösin og byrjað að fagna þegar þeir fá sérstakt númer í fjárlögunum. Þá séu þeir næsta öruggir um að fá fé úr rík- issjóði næstu árin. Því meðan verk- efni fái greitt af safnliðum eigi þeir til að gleymast og líklegra að þeir séu skornir niður en ef þeir eru komnir með sitt eigið númer. Nú geta forsvarsmenn Leikminjasafns Íslands fagnað. Þeir fá sitt sérstaka númer fyr- Grænlensk börn fá sundkennslu greidda úr ríkissjóði Íslands á sama tíma og niður- greiðsla á ferðakostnaði milli landanna er skorin niður. Skrímsli, þjóðbúningar og sjóvinnukennsla hljóta náð fyrir augum fjárveitingarvaldsins og Vestmannaeyjar fá ófáa styrkina í verkefni í Eyjum. DV kannar litlu liðina í fjárlagafrumvarpinu. SJÓRÆNINGJAR OG SPÁKONUR FÁ AUR BRYNJÓLFUR ÞÓR GUÐMUNDSSON fréttastjóri skrifar: brynjolfur@dv.is Spákonugöngur 2,8 milljóna króna framlag til Spákonuseturs hefur vakið mikla athygli. Sjórán við Vestfirði Merki sjóræningja við Vestfirði voru kannski frábrugðin þessu en Sjóræningjar ehf. fá 1.400 þúsund úr ríkissjóði. Margir styrkir til Eyja Stafkirkj- an, sjóránin og ljósmyndirnar draga til sín fé úr ríkissjóði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.