Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2009, Síða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2009, Síða 28
Latibær glímir við fjárhagsvandræði þar sem skuldabréfaeigendur hafa stefnt fyrirtækinu vegna ógreiddra skulda. Samkvæmt heimildum DV ætlar Róbert Wessmann, sem er einn stærsti hluthafi Latabæjar, ekki að leggja meira fjármagn í Latabæjarævintýrið. Magnús er sagður lítill rekstrarmaður. Það hamlar vexti Latabæjar. Hann er sagður ofvirkur vinnufíkill. 28 FÖSTUDAGUR 18. desember 2009 FRÉTTIR ÍÞRÓTTAÁLFUR Á LEIÐARENDA Magnús Scheving og Latibær hafa verið nokkuð í fréttum upp á síð- kastið þar sem skuldabréfaeigend- ur hyggjast stefna félaginu vegna ógreiddra skulda. Samkvæmt heim- ildum DV hefur Magnús Scheving verið að leita að aðilum til að koma með aukið fjármagn inn í rekst- ur Latabæjar. Hefur það ekki geng- ið sem skildi. Ein helsta örsök þess er sögð sú að Magnús vilji ekki leyfa öðrum að koma að stjórn Latabæjar þar sem hann og eiginkona hans fara með ráðandi hlut. Magnús er sagð- ur lítill rekstrarmaður og nauðynlegt væri að fá forstjóra með viðskipta- menntun. Hefur Magnús meðal ann- ars leitað til Róberts Wessmanns, stærsta eiganda Latabæjar. Sam- kvæmt heimildum DV vill Róbert ekki leggja félaginu til meira fjár- magn. Tvö félög í eigu Róberts fara saman með 35 prósent hlut í Lata- bæ. Magnús Schveving og eiginkona hans fara með 38 prósenta hlut. Stefnt fyrir Héraðsdóm Héraðsdómur mun taka fyrir aðfara- beiðni skuldabréfaeigenda í janúar næstkomandi. Ef beiðni þeirra verð- ur samþykkt er hægt að fara fram á að sýslumaður geri fjárnám hjá Lata- bæ. Ef fjárnám verður síðan árang- urslaust er hægt að fara fram á að Latibær verði tekinn til gjaldþrota- skipta. Samkvæmt heimildum Við- skiptablaðsins hefur Latibær ekki staðið skil á greiðslum til eigenda óveðtryggðra skuldabréfa í marga mánuði. Er upphæðin sögð nema um 26 milljónum dollara eða 3,3 milljörðum íslenskra króna. Einn- ig greindi Viðskiptablaðið frá því að Latibær skuldaði Landsbankanum 1800 milljónir króna. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Latibær stendur ekki við samninga. Árið 2005 eign- aðist Nýsköpunarsjóður Atvinnulífs- ins (NSA) um tveggja prósenta hlut í Latabæ. Gerðist það í kjölfar dóms vegna áhættuláns sem NSA hafði veitt Latabæ árið 2001. Hafði Magn- ús ekki staðið við skilmála á láninu þrátt fyrir ítrekaðar beiðni frá sjóðn- um. Ágúst Freyr Ingason, aðstoðar- forstjóri Latabæjar, vildi lítið tjá sig um fjárhagsstöðu félagsins þegar DV náði tali af honum. Bindindismaður Magnús Örn Scheving fæddist þann 10. nóvember árið 1964. Ragnheið- ur Pétursdóttur Melsted er sambýlis- kona og barnsmóðir Magnúsar. Hún er fædd árið 1971. Foreldrar Magnús- ar eru Eyjólfur Magnússon Scheving, íþróttakennari og Þórveig Hjartar- dóttir. Þau skildu fyrir um fimmtán árum síðan. Systkyni Magnúsar eru tvö og er hann í miðjunni. Magnús ólst upp í Borgarnesi til sextán ára aldurs þar sem faðir hans var íþrótta- kennari og var þar brautryðjandi í íþróttastarfi með börnum. Magnús er bindindismaður og hefur aldrei drukkið né reykt. Vanþakklátur egóisti Hann er fremur lágvaxinn eða 173 sentimetrar á hæð. Þegar hann var á hátindi ferils síns í þolfimi sagð- ist hann vera að berjast við að verða þyngri en 68 kíló. Það gengi hins veg- ar afskaplega illa þar sem hann æfði og kenndi þolfimi alla daga. Hann var einn fremsti þolfimimaður í heimin- um. Varð hann tvisvar sinnum Evr- ópumeistari og einu sinni heims- meistari í þeirri grein, árið 1995. Árið áður hafði hann fengið silfur. Einnig var hann kosinn íþróttamaður ársins á Íslandi árið 1994 auk þess að vera kosinn kynnþokkafyllsti karmað- ur landsins af hlustendum Rásar 2. Magnús starfaði sem þolfimikenn- ari hjá World Class á árunum 1986 til 1993. Hann og Björrn Leifsson, eig- andi World Class voru góðir félagar en vinslit urðu þeirra á milli. Hefur Björn látið hafa eftir sér að eftir að Magnús varð þekktur sem þolfimi- kennari og keppandi hafi egóið stígið honum til höfuðs. Magnús taki lítið eftir framlagi annars fólks sem hjálpi honum. Lifir á ruslfæði Sagt er að Magnús sé haldinn mik- illi fullkomnunaráráttu. Hann er les- blindur og sagður ofvirkur vinnufík- ill sem stundum sofi einungis þrjá til ANNAS SIGMUNDSSON blaðamaður skrifar: as @dv.is Magnús og Jón Ásgeir Sagan segir að Magnús Scheving hafi stokkið upp í bíl hjá Jóni Ásgeiri Jóhann- essyni og náð að sannfæra hann um ágæti Latabæjar á einungis fimm mínútum. MYND SIGURJÓN RAGNAR SIGURJÓNSSON Með forsetanum Hér má sjá Magnús Scheving ásamt Ragnheiði sambýliskonu sinni og Ólafi Ragnari Grímssyni á Edduverðlaununum árið 2006. MYND GUNNAR GUNNARSSON FRAMHALD Á NÆSTU OPNU
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.