Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2009, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2009, Blaðsíða 34
34 FÖSTUDAGUR 18. desember 2009 FRÉTTIR MARKAÐUR BARNS KRISTS Í aðdraganda jóla og á aðventunni eru víða settir upp jólamarkaðir. Sumir þessara markaða eru jólalegri en aðrir og sumir eru frægari en aðr- ir. Hefðin að baki jólamörkuðum er ævaforn og má rekja hana allt aftur til síð-miðalda í þýskumælandi Evr- ópu. Einn elsti jólamarkaðurinn er Dresden-jólamarkaðurinn, Striezel- markt, sem var fyrst haldinn árið 1434. Hann laðar að sér á milli 1,5 milljóna og 2 milljóna gesta árlega og státar af fleiri en sextíu sölubás- um. Þó nokkuð eldri er Bautzen-jóla- markaðurinn sem fyrst var nefndur til sögunnar árið 1384. Brautryðj- andi jólamarkaða var „Desember- markaðurinn“ sem haldinn er í Vín í Austurríki en sögu hans má rekja aftur til ársins 1294. Markaðstorg Flesta þekktustu jólamarkaðina er, eðli málsins samkvæmt, að finna í Evrópu og í mörgum bæjum Þýska- lands og Austurríkis er aðventunni fylgt úr hlaði með opnun jólamark- aða, „Weihnachtsmarkt“. Í suður- hluta Þýskalands og Austurríki eru markaðirnir stundum kallaðir „Christkind(e)l(s)markt“ sem þýðir bókstaflega Markaður barns Krists. Jólamarkaðir eru alla jafna haldnir á aðaltorgi bæja og aðliggj- andi göngugötum og boðið er upp á mat og drykk í opnum sölubásum ásamt hlutum sem tengjast hátíð- inni og hefð er fyrir söng og dansi. Á opnunarkvöldi bjóða gestir jóla- barnið velkomið, en það er leikið af barni sem býr í viðkomandi bæ. Tvær milljónir gesta „Nürnberger Christkindlesmarkt“, Markaður barns Krists í Nürnberg, er árlegur viðburður í borginni í aðdraganda jóla og er haldinn á Hauptmarkt-torgi, aðliggjandi göt- um og torgum í gamla bænum. Um tvær milljónir gesta sækja markað- inn árlega sem gerir hann að ein- um þeim stærsta sinnar tegundar í Þýskalandi og einn þann frægasta í heimi. Þrátt fyrir miklar rannsóknir hef- ur ekki tekist að henda reiður á upp- runa Nürnberger Christkindles- markt. Elsta vísbendingin sem vitað er um er askja úr barri sem merkt er á botninum: „Regina Susanna Harßdörfferin af meynni Susönnu Eleonoru Erbsin (eða Elbsin)“. Askj- an var send á Kindles-Markt árið 1628, en er nú í eigu þjóðminjasafns Þýskalands í Nürnberg. Þýskaland, Frakkland, England Jólamarkaðurinn í Nürnberg er vafalítið sá alfrægasti í Þýskalandi og státar af hátt í tvöhundruð sölu- básum. Auk matar og drykkjar er hægt að kaupa útskorin tréleikföng, handunnin kerti, engla á jólatréð, emaléraðar spiladósir eða úr viði og fleira. Sérstakur jólamarkaður er fyr- ir börnin með gamaldags hringekj- um og lestum, auk þess sem börnin fá að spreyta sig í kertagerð og smá- kökubakstri. Sé litið til fjölda gesta hefur jóla- markaðurinn í Stuttgart vinning- inn en talið er að um þrjár milljónir gesta sæki hann. Í Strassborg í Frakklandi hefur verið haldinn jólamarkaður, Christ- kindelsmärik, við dómkirkju borg- arinnar síðan árið 1570, en þá til- heyrði Alsace-héraðið Hinu heilaga KOLBEINN ÞORSTEINSSON blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is Sérstakur jólamark- aður er fyrir börnin með gamaldags hring- ekjum og lestum, auk þess sem börnin fá að spreyta sig í kertagerð og smákökubakstri. Það er ekki margt jólalegra en jólamarkaður í fallegu umhverfi, þar sem ilmur af glögg og piparkökum fyllir vit gesta. Jólamarkaðir eiga sér langa sögu sem hægt er að rekja til þýskumælandi Evrópu miðalda, suma hverja allt aftur til ársins 1294. Sibiu í Rúmeníu Torg í borg og bæ er nauðsynlegt fyrir jólamarkaði. Toulouse í Frakklandi Jóla- stemning á jólamarkaði í Toulouse.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.