Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2009, Side 37
Hver er maðurinn? „Ég heiti
Haukur og er 29 ára gamall
starfsmaður á leikskóla og einsetu-
maður.“
Hvar ólstu upp? „Ég ólst upp í
Garðabænum.“
Hvað drífur þig áfram? „Ég myndi
segja að það væri jafnaðargeð og
gott skap.“
Hvert fórstu síðast í frí? „Síðast fór
ég til Bandaríkjanna árið 2008.“
Hvar vildirðu helst búa ef ekki á
Íslandi? „Ég myndi vilja búa
einhvers staðar þar sem ég gæti farið
út í garð og tínt mér banana og
kókoshnetur og spjallað við villtar
skepnur.“
Hvað verður í jólamatinn hjá
þér? „Ég reikna með að það verði
appelsínuönd.“
Er mikill heiður að vera á
Kraumslistanum? „Já, mér finnst
það. Það er gaman að sjá það svart á
hvítu að fólk kunni að meta plötuna.“
Bjuggust þið við að vera á
honum? „ Eiginlega ekki, satt besta
að segja . Þegar ég renndi yfir tilnefn-
ingarnar sá ég hljómsveitir sem ég
hélt að myndu taka okkur í nefið.
Er nýja platan ykkar sú besta?
„Okkur finnst það öllum í hljómsveit-
inni, allavega.“
Hversu harðir eru Morðingjarn-
ir? „Eins og linsoðið egg.“
Eruð þið hættulegir? „Nei, við
erum hvers manns hugljúfi. Það er
bara að gefa okkur séns.“
Hvað er svo næst á dagskrá? „Við
ætlum að halda áfram að spila fram í
janúar og svo tökum við pásu fram á
vorið. Það verður fyrsta pásan frá því
hljómsveitin var stofnuð fyrir fjórum
árum og við ætlum að standa við
það.
GEFURÐU MARGAR JÓLAGJAFIR?
„Sex barnabörnum og þremur
börnum.“
ERLA SIGURVINSDÓTTIR
58 ÁRA GRAFÍSKUR HÖNNUÐUR
„Já, ég gef ættingjum, vinum og
vinkonum.“
INGIBJÖRG ÁGÚSTSDÓTTIR
15 ÁRA NEMI Í ÁRBÆJARSKÓLA
„Alltof margar. Ég á svo mikið af
börnum. Þær eru þó ódýrari í ár.“
BJÖRG JÓNSDÓTTIR
54 ÁRA
„Talsvert, já. Samt svipað og venjulega.“
AÐALBJÖRN SIGURÐSSON
37 ÁRA FRÉTTAMAÐUR
DÓMSTÓLL GÖTUNNAR
HAUKUR VIÐAR ALFREÐSSON
er meðlimur hljómsveitarinnar
Morðingjarnir. Hún var ein af
hljómsveitunum sem komust á
Kraumslistann í ár, ásamt sveitum á
borð við Hjaltalín og Bloodgroup.
MORÐINGJARNIR HVERS
MANNS HUGLJÚFI
„Já, slatta. Svipað samt í ár og
venjulega.“
ARNAR HALLDÓRSSON
42 ÁRA BÚÐAREIGANDI
MAÐUR DAGSINS
Þessi jól hafa ævisögur íslenskra
tónlistarmanna verið áberandi.
Slíkar bækur þykja góð skemmtun,
ekki aðeins er oftast um mikið hæfi-
leikafólk að ræða heldur er einnig
allt morandi í svallsögum. Sérstak-
lega ku vera mikið um slíkar í bók-
um um Magnús Eiríksson og Gylfa
Ægisson. Ekki er þó víst að þeir
komist nálægt stuðboltunum Slash
og Nikki Sixx hvað þetta varðar, en
bækurnar Slash og The Heroin Di-
aries, sem að einhverju leyti segja
sögur úr sömu partíunum, komust
báðar á metsölulista New York Ti-
mes fyrir jólin 2007.
Eiturlyf hafa verið hluti af ímynd
listamanna alveg síðan í rómantík-
inni, þegar skáldin ortu um og und-
ir áhrifum ópíums. Ólögleg eitur-
lyf hafa einnig löngum verið tengd
ýmsum jaðarhópum, en líklega
náðu þau fyrst útbreiðslu meðal
stórs hluta almennings á 7. áratugn-
um. Hipparnir boðuðu heimsfrið
undir áhrifum ofskynjunarlyfja, en
meira varð úr hassreykingum og
LSD-neyslu heldur en samfélags-
umbótum þegar allt kom til alls.
Pönkararnir voru spenntari fyrir an-
arkíi og amfetamíni, en svo undar-
lega vildi til að hérlendis urðu þeir
að mestu að sætta sig við hippad-
ópið hass. Pönkbylgjan, eins og
hippabylgjan, koðnaði niður í eit-
urlyfjamóki og ein helsta táknmynd
pönksins, Sid Vicious, dó úr of-
neyslu heróíns.
Íslenskir unglingar og Slash
Síðan hafa fleiri hópar komið fram
með nýjar stefnur og ný lyf, svo
sem danstónlist og Ecstacy. Þeg-
ar ég byrjaði að fást við tónlist fyrir
um 20 árum síðan voru helstu hetj-
urnar stórfelldir eiturlyfjaneytend-
ur á borð við Guns n Roses og Kurt
Cobain. Heróín var blessunarlega
sjaldgæft hér þá, en einn vinur minn
í Noregi var ekki
jafnheppinn. Þess í stað höfðu
íslenskir unglingar landabrúsa og
sígarettur, en áðurnefndur Slash lét
aldrei taka mynd af sér öðruvísi en
með sígarettu danglandi í munnvik-
inu og bokku í hendinni. Ekki spillti
fyrir að hann studdi við bakið á ís-
lenskri framleiðslu, en Svarti dauði
var einn uppáhaldsdrykkur hans.
Skilaboðin voru skýr. Ef þú ætlar
þér að fást við tónlist verðurðu fyrst
að fá þér í glas/nös/æð. Ekki eru
hins vegar allir eiturlyfjaneytendur
endilega jafngóðir gítarleikarar og
Slash, það þarf þrátt fyrir allt meira
til. Rokkarar og aðrir listamenn telja
sig gjarnan ögra viðhorfum samfé-
lagsins með því brengla huga sinn.
Þó að þeir hafi verið duglegir við að
ákveða eigin lyfjaskammta miðar þó
hægt í áttina að betri heimi.
Athafnaskáld og
eiturlyfjarómantík
Stórfelld neysla hæfileikafólks á eit-
urlyfjum og áfengi gerir nefnilega
lítið annað heldur en að viðhalda
núverandi ástandi. Einn besti rit-
höfundur þjóðarinnar, Einar Már
Guðmundsson, hefur komið öfl-
ugur inn undanfarið, en því miður
eyddi hann stórum hluta góðær-
isins í að berjast við áfengisdjöful-
inn fremur en samfélagsmein. Fall
Bubba er líklega skýrasta dæmið
um þjóðfélagsgagnrýnanda sem lét
af baráttunni fyrir betri heimi vegna
baráttu við eigin fíkn.
Undanfarið hefur þó orðið tals-
verð breyting á því hverjir það eru
sem helst neyta eiturlyfja. Líklega
þarf ekki nema handbók um áhrif
langvarandi neyslu kókaíns til þess
að skilja bankamálastefnu Íslands
undanfarin ár. Á sama tíma telja
margir pönkarar sig vera „straight
edge“ og forðast eiturlyf, áfengi,
tóbak og jafnvel kjöt.
Athafnaskáldin vildu gjarnan líta
á sig sem listamenn, enda voru þeir
afar skapandi í viðskiptauppgjöri
sínu. Þeir sem vilja breyta samfé-
laginu til betri vegar hafa hinsvegar
fengið meiri áhuga á stjórnmálum
og efnahagsmálum en eiturlyfja-
rómantík. Kannski er kominn tími
til að kveða þá mýtu í kútinn að
maður þurfi dóp til að vera skap-
andi. Besta leiðin til að skilja heim-
inn er þrátt fyrir allt að reyna að
skilja hann edrú.
Listamenn og aðrir eiturlyfjaneytendur
MYNDIN
Klaki milli þings og þjóðar Á meðan stóru krakkarnir leika sér inni á hinu háa Alþingi dunda þau sem landið munu erfa sér við að byggja á því sem enn er nothæft í rústum
hrunsins. MYND/KRISTINN MAGNÚSSON
KJALLARI
UMRÆÐA 18. desember 2009 FÖSTUDAGUR 37
VALUR
GUNNARSSON
rithöfundur skrifar
„Stórfelld neysla hæfi-
leikafólks á eitur-
lyfjum og áfengi
gerir nefnilega lítið
annað en að viðhalda
núverandi ástandi.“