Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2009, Page 38
KEMUR MEÐ
JÓLIN TIL FÓLKS
Vissulega eiga jólin að vera hátíð ljóss og friðar og ekki verra að þau minni fólk á hvað það er sem mestu máli skiptir í lífi hvers manns. Að gleðjast yfir því sem
maður á, ekki síst með tilliti til þess sem ekki
telst til veraldlegra gæða, er ávísun á
ánægjurík jól. Ánægjan af jólaljós-
um, samvistum við ástvini og boð-
skap hátíðarinnar fer fyrir lítið ef
fólk veltir sér upp úr ergelsi vegna
þess sem það á ekki. Víst er að
það er hægara sagt en gert að
tileinka sér þennan boðskap,
en það er gott veganesti í þeirri
viðleitni að reyna að skilja hve
lífið og allt sem tilheyrir því er
hverfult.
Fyrir margt löngu munstraði ég mig á Skaftafell, verslunarskip Skipa-deildar Sambandsins sem þá var og hét. Það var í desembermánuði árið 1986 og hrein tilviljun að mál æxluðust með þeim hætti. Skipið var statt á Fáskrúðsfirði, hafði fengið á sig brot mikið þannig að allt
var á rúi og stúi í lestum þess. Einn skipverja þurfti bráðnauðsynlega að
komast til Reykjavíkur, var á leið til hlýrra lands þar sem hann hugðist
eyða jólunum það árið. Bróðir minn var skráður á skipið og vissi af mér
á Reyðarfirði þar sem ég vann á síldarplani og benti skipstjóranum á að
mögulega væri ég tilleiðanlegur að koma um borð.
Allt um það. Þegar búið var að koma skikk á farminn lá leið Skafta-fells til Reyðarfjarðar þar sem Suðurland Eimskipafélagsins lá einnig við bryggju. Var verið að lesta Suðurlandið og áfangastaður skipsins var Murmansk í Rússlandi. Þar sem Skaftafellið lá bundið
við bryggju fyrir framan Suðurlandið var okkur bræðrunum gengið aftur
skut og stóðum við þar skamma stund, reyktum og virtum fyrir okkur
Suðurlandið, sem var miklum mun stærra skip en Skaftafellið. Bróðir
minn varð allt í einu hálfundarlegur á svipinn og muldraði fyrir munni
sér eitthvað á þá leið að eitthvað væri ekki í lagi. Ég gaf orðum hans lítinn
gaum, enda hugur minn bundinn við þetta nýja starf sem ég hafði fengið.
Þegar þar var komið sögu voru nokkrir dagar til jóla árið 1986.
Nokkrir klukkutímar skildu að brottför Skaftafellsins og Suður-landsins og ef minnið bregst mér ekki lögðu bæði skip úr höfn 22. desember, Suðurlandið til Murmansk og Skaftafellið til Leith, hafnarhverfis í Edinborg í Skotlandi.
Fram að aðfangadegi gekk lífið sinn vanagang um borð í Skaftafellinu og áhöfnin sinnti sínu. Skipsfé-lagar mínir voru engir grænjaxlar
og höfðu eytt jólum á hafi úti oftar en
ég kærði mig um að vita. Þegar klukkan
nálgaðist sex um kvöldið fóru menn í
betri fötin og ilmurinn af jólasteikinni
barst að vitum okkar. Þrátt fyrir að jólin
sem voru við það að ganga í garð væru
mín fyrstu fjarri fjölskyldu minni leið
mér ágætlega, hafði enn ekki verið nið-
urlægður vegna fákunnáttu í störfum farmennsku og ilmurinn úr eldhús-
inu var svo lokkandi.
Þegar leið á kvöldið leitaði hugur okkar eðlilega til fjölskyldna og ástvina og við ræddum um að fara upp í brú og hafa samband við fjölskyldur okkar heima í gegnum radíóið og óska þeim gleðilegrar hátíðar.
Þær fyrirætlanir okkar fengu snöggan endi því okkur var tilkynnt í gegnum radíóið að ekki væri hægt að afgreiða persónuleg símtöl: „Suðurlandið er að fara niður“. Á áhöfn Skaftafellsins sló þögn og sú hátíðarstemning sem áður hafði fyllt hug okkar og hjarta breytt-
ist í þöglar bænir starfsbræðrum okkar til handa sem hugsanlega börðust
fyrir lífi sínu í vályndu veðri hundruð sjómílna fyrir norðan okkur, fjarri
landi, í ríki ægis.
Þetta aðfangadagskvöld fórust sex menn; sex feður, eiginmenn, kær-astar, synir, bræður. Ættingjar og ástvinir heima á Íslandi biðu frétta af afdrifum áhafnarinnar á milli vonar og ótta.
Margt af því sem fyllir tilvist manna er hjómið eitt, en ættingjar og vinir og fjölskyldubönd og vinátta eru verðmæti sem ómögulegt er að meta til fjár.
Írski rithöfundurinn James Joyce lagði einni sögupersóna sinna þau orð í munn að „every bond, [...] is a bond to sorrow“ í einni smásagna sinna. Orð hans má skilja eitthvað á þá leið að öll tengsl leiddu til sorg-ar og vissulega er það svo að sorg fylgir óumflýjanlega andláti ástvinar
eða ættingja og vinslitum. En veraldlegir hlutir koma og fara og lífið geng-
ur sinn vanagang hvað sem því líður.
Vissulega eru þetta hvorki ný sannindi
né speki en engu að síður áminning
um að sumt er mikilvægara en annað.
Ég óska landsmönnum nær og fjær hamingjuríkrar jólahátíðar.
ÞAÐ SEM
MÁLI SKIPTIR
KOLBEINN ÞORSTEINSSON skrifar
HELGARPISTILL
„Ég kann ofsalega vel við mig hérna. Ég er búin að vera
bréfberi í fimm ár og finnst þetta mjög gaman,“ segir
Helma Dröfn Karlsdóttir, bréfberi í Hafnarfirði. Helma ber
út póstinn í sínu heimahverfi og líkar vel bæði við vinnufé-
lagana og vinnutímann.
Helma kemur inn klukkan átta að morgni og hjálpar
þá til við að grófflokka póstinn sem hefur komið inn að
morgni dags. Eftir grófflokkun sest hún niður á sinn bás,
sem er númer 11 og 12, og setur póstinn niður á húsnúm-
er. „Hér er mætt með bros á vör og það er gaman að vera í
góðum félagsskap á morgnanna.“ Þegar Helma er búin að
setja póstinn sinn niður á húsnúmer gengur hún frá hon-
um í pokann og heldur af stað. „Ég kem frá Bíldudal og
mér finnst gaman að vera bréfberi. Ég ber út í mínu hverfi
og krakkarnir þar stoppa mig og þekkja mig sem mömmu
félaga sinna,“ segir Helma og brosir sínu smitandi brosi.
„Þegar grófflokkun er búin þá erum við í rauninni okkar
eigin herrar. Ég er ekkert að eyðileggja fyrir neinum þó að
það sé foreldrafundur hjá mér eða ég þarf að gera eitthvað.
Þessi eða hinn tefst ekkert út af því. Mér finnst það gott ver-
andi með börn,“ en hún á tvo stráka sem æfa íþróttir með
Haukum. „Ég er Haukakona - áfram Haukar,“ segir hún og
bætir við að rauði litur bréfberans henti því ágætlega. „Það
verður úrvalsdeildin í sumar í fótboltanum þannig það er
hátíð í bæ. Ég fylgist bæði með handbolta og fótbolta og
hef gaman af.“
Reynt að passa upp á öll bréf
Þegar DV var á staðnum var eitt bréf að koma til baka.
Húsráðendur voru fluttir og það var ótrúlegt að sjá hvað
bréfberar landsins gera mikið til að koma bréfum til lands-
manna. Fólk fór í símann, hringdi nánast út um allt til að
koma bréfinu til skila. „Maður reynir að passa upp á fólk,“
segir Helma en stundum er ekki hægt að koma bréfum til
skila því Helma var með eitt bréf merkt; Sjonni og Soffía
220 Hafnarfirði. Helma bjóst ekki við góðum árangri að
finna það fólk. „En við reynum. Við viljum koma öllu okkar
til skila en við þekkjum ekki öll gælunöfn. Það er því betra
að nota full nöfn heldur en að nota gælunöfn.“
Innipúki
Helma segist vera innipúki af guðsnáð og því var hún hik-
andi að byrja fyrir fimm árum. „Það kom mér verulega á
óvart hvað það er gott veður á Íslandi. Ég er innipúki af
guðsnáð og mér leist ekkert á að fara út í þetta veður,“ segir
hún og hlær en bréfberar fá góðan fatnað frá Íslandspósti.
„Við eigum góðar flíkur. Maður fer í flís eða dúnúlpu og þá
er maður klár. Við fáum úlpu, buxur, brodda, buff, sum-
arjakka, húfur - allan pakkann.“
Mikill metnaður að koma öllu til skila
Helma segir að pósturinn hafi alltaf lagt mikinn metnað í
að koma öllum jólakortum til skila. „Þetta skilar fyrirtæk-
inu engum sértökum gróða, örugglega einhverjum, en það
hefur alltaf verið gríðarlegur metnaður að koma þessu öllu
til skila. Maður hefur alveg lært það frá byrjun að það er
mikið lagt á sig til að koma þessu til skila. Pósturinn hefur
allltaf verið jólabarn,“ segir hún og hlær.
Jákvæðni í garð bréfberans
Helma segir að bréfberum sé yfirleitt tekið mjög vel. Sér-
staklega yfir jólin þegar pokarnir eru þyngri en venjulega.
„Þegar við erum klifjuð er mikil jákvæðni og skilningur. En
fólk áttar sig kannski ekki á að þetta dettur ekki bara ofan í
lúguna hjá því. Það er saga á bak við hvert bréf.
En þetta er stundum mikið púl en ofsalega skemmti-
legt,“ segir Helma og heldur af stað. Það þarf að koma jóla-
kortunum til skila.
Óskir bréfberans:
Hafa útiljós í lagi
Salta ef það er hálka
Moka frá ef það er snjór
Hafa bréfalúguna í lagi
Merkja öll bréf réttum nöfnum
benni@dv.is
Helma Dröfn Karlsdóttir, bréfberi í Hafn-
arfirði, leggur sérstaklega mikla vinnu
á sig til að koma öllum jólakortunum til
skila. Það sama gildir reyndar um alla
bréfbera.Helma ber út í sínu heimahverfi,
hún er Haukakona og hefur gaman af starfinu.Þrátt fyrir að vera
bréfberi segist Helma vera innipúki af guðs náð og segir að veðrið
hafi komið henni á óvart. Það sé mun betra en af er látið..
38 FÖSTUDAGUR 18. desember 2009 UMRÆÐA
Stelpurnar á dreifingarstöðinni Gríðarlega góður mórall
er á dreifingarstöðinni í Hafnarfirði.
bréfbera
Á sinni stöð „Þó að við séum
vinnufélagar erum við stutt
saman,“ segir Helma en hún er
sinn eigin herra eftir að pósturinn
er kominn í rétt húsnúmer.
Að dreifa pósti Helma komin með pokann á bakið. Tilbúin að
dreifa öllum boðskap sem kemur inn um lúgu fólks.
Á kaffistofunni Andinn er góður á dreifingarstöðinni og ekki
skemmir gott kaffi og indælis bakkelsi. H&N-MYND RAKEL ÓSK