Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2009, Blaðsíða 41

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2009, Blaðsíða 41
heimildir og sjálfstjáningu áttaði ég mig á að það er eitthvað sem drífur fólk til þess að segja sína sögu opin- berlega. Ég fann það sjálfur að það vantaði eitthvað í þessa tjáningu þeg- ar ég skrifaði hana bara fyrir sambýl- iskonuna. Það var ákveðin takmörk- un á tjáningunni. Í þessu samhengi verða til dæmis tattúin skiljanleg vegna þess að þau voru einhvers konar yfirlýsing um varanleika ástar- innar,“ segir Sigurður Gylfi sem fékk sér tattú eftir útkomu allra bókanna og þau er að finna aftan á bókarkápu Spánar kóngsins. Hið fyrsta setti hann á hægri sköfl- ung sinn, mynd af sæhesti og gælu- nafn Tinnu, „Dr. tin tin“. Tattú númer tvö er á hægri framhandlegg og skart- ar upphafsstöfum skötuhjúanna, vöfðum saman í eina mynd sem líkist snák eða slöngu á eins konar gálga, og nýjasta húðskrautið er einnig á hægri framhandlegg. Í þetta sinn lét Sigurður teikna á sig hluta af skjald- armerki Spánarkonungs, samanber titil bókarinnar sem sóttur er í titil verks eftir naívistann og myndlistar- manninn Eggert Magnússon. Tinna Laufey er aftur móti ekki með nein tattú og stendur ekki til hjá henni að fá sér að sögn Sigurðar. Aldursmunurinn truflaði Tinnu Laufeyju Í bókinni sést að Tinna Laufey bar ekki sömu sterku tilfinningar til Sig- urðar Gylfa strax eftir þeirra fyrstu kynni. „Nei, það tók hana lengri tíma að sætta sig við aldursmun og fleiri hluti. Og ég lýsi því að nokkru leyti í bókinni hvernig sambandið þróaðist,“ segir Sigurður sem er átj- án árum eldri en Tinna. Þau kenna bæði við Háskóla Íslands, hann er stundakennari í sagnfræði fyrir utan að vera sjálfstætt starfandi fræði- maður við Reykjavíkur Akademíuna og forstöðumaður Miðstöðvar ein- sögurannsókna sem gefur bókina út, en Tinna Laufey er lektor og umsjón- armaður meistaranáms í heilsuhag- fræði við HÍ. Á tímabili sótti Sigurður Gylfi tíma hjá Tinnu Laufeyju líkt og lýst er í bókinni. Hann var þó ekki skráður í kúrsinn enda ekki ætlunin að taka próf í faginu. „Ég vildi bara kynnast faginu sem hún var að kenna. Þegar tvær manneskjur verja löngum tíma saman þá beinist umræðan óneitan- lega að viðfangsefnum dagsins. Ég fékk því löngun til að vita meira um hagfræði.“ Biður afsökunar á að valda velgju Aftarlega í bókinni segist Sigurður kannski vera væminn, og ef til vill séu orð sín þannig fram sett að þau valdi „velgju í iðrum lesenda“. Honum finnist það þá leitt og biðst afsökunar á þeirri vanlíðan sem bók sín kunni að valda, en tekur fram að hann láti sér vanlíðan lesandans samt í léttu rúmi liggja. „Já, já, en ef til vill er þetta retorísk afsökun líka; ávarp til hugsana sem kunna að brjótast um í huga fólks. Þegar allt kemur til alls þá hef ég fengið mjög sterk viðbrögð við þess- ari bók frá þeim sem hafa lesið hana og séð ástæðu til að tjá sig um efnið. Ástin er fyrirbæri sem fólk hefur hug- leitt öldum saman en nútíminn hef- ur skapað svigrúm til þess að velta henni fyrir sér með öðrum hætti en áður. Ætli þessi bók sé ekki lýsandi dæmi um það.“ Stendur til hjá þér að skrifa fleiri bækur af þessum toga? „Nei, ég held ekki. En maður veit aldrei. Ég er höfundur sextán bóka og ég held áfram að skrifa bækur, en ef til vill ekki svona um sjálfan mig. En ég er hins vegar staðráðinn í að halda áfram að elska konuna mína!“ kristjanh@dv.is M Æ LI R M EÐ ... ... JESÚ LITLA Í BORGAR- LEIKHÚSINU Það langbesta sem sést hefur á fjölum leikhúsanna í haust að mati gagnrýnanda. ... ÞÞ - Í FORHEIMSKUN- ARLANDI EFTIR PÉTUR GUNNARSSON Vel stíluð og tímabær kynning á Meistaran- um.  ... GLOW MEÐ WORM IS GREEN Stórgóð plata. Í senn þægileg og grípandi. ... NÝRRI ÞÝÐINGU Á UMMYNDUNUM ÓVÍDS Stórvirki í íslenskum þýðingabókmennt- um sem mun lengi ... PANDORUM Í grunninn flott hugmynd og ágætis mynd. ... FUGLALÍFI Á FRAMNES- VEGI EFTIR ÓLAF HAUK SÍMONARSON Góð lýsing á uppvexti ungra Reykjavíkurdrengja á 6. áratug 20. aldar. FÓKUS 18. desember 2009 FÖSTUDAGUR 41 Hljómsveitin Worm Is Green tilnefnd til Independent Music Awards: Tom Waits dæmir íslenska hljómsveit FÖSTUDAGUR n Lárusdætur í Salnum Systurnar Ingibjörg Lárusdóttir, Þórunn Lárusdóttur og Dísella Lárusdóttir syngja allar saman á mögnuðum tónleikum sem fara fram í Salnum í Kópavogi. Tónleikarnir hefjast klukkan 21.00 og kostar 2.100 krónur að sjá þessar dívur taka sviðið allar saman. n Jólasinfó Jónatónleikar Sinfóníunnar fara fram í Háskólabíói á föstudagskvöldið. Verða spiluð öll helstu jólalögin eins og Sinfóníunni er einni lagið. Tónleikarnir hefjast klukkan 17.00 en aðeins kostar 1.700 krónur á þá. Jólin blásin í gang í Háskólabíói. n Jólaborgardætur Hinar óviðjafnanlegur Borgardætur troða upp á Café Rosenberg á föstudagskvöldið en þær syngja ætíð inn jólin með pompi og prakt. Tónleikarnir hefjast klukkan 21.00 og kostar 2.500 krónur að sjá stelpurnar með hinum mögnuðu hljóðfæraleik- urum sem hjálpa til að vanda. n Jól Jólsson Það verður heldur betur tónleika- veisla á föstudaginn þegar Jól Jólsson fer fram á Broadway. Miðinn kostar 2.900 krónur en þar verða meðal annars Gus Gus, FM Belfast, Lúdó Stefáns, Egill Sæbjörnsson og Ben Frost. Þar verða einnig plötusnúðar á borð við Party Zone-plötusnúðana og DJ Breakbeat. LAUGARDAGUR n Hjálmar og Hjaltalín Tvær af allra bestu hljómsveitum landsins, Hjálmar og Hjaltalín, taka höndum saman á mögnuðum tónleikum sem bera heitið Jóla- grauturinn. Þeir fara fram á Nasa á laugardagskvöldið og kostar ekki nema 2.000 krónur inn. Ballið byrjar klukkan 23.30. n Litli tónsprotinn Sinfóníuhljómsveit Íslands leikur Litla tónsprotann í Háskólabíói á laugardaginn. Skemmtilegir tónleikar sem enginn má missa af. Þeir hefjast klukkan 14.00 og kostar 1.700 krónur inn. n Langsholtskirkjukór í jólaskapi Hinn magnaði kór Langholtskirkju heldur sína árlegu jólatónleika á laugardagskvöldið. Síðkvöldstónleik- ar sem hefjast klukkan 23.00 og fara fram í hinni feykifögru Langholts- kirkju að sjálfsögðu. Ekki kostar nema 3.000 krónur inn á herlegheitin. Dansað á Broadway Hinn magnaði raflistamaður, plötusnúður og Íslandsvinur Sander van Doorn spilar á Broadway ásamt plötusnúðum Techno.is á laugar- dagskvöldið. Það er nokkuð ljóst að enginn rafhaus fer út „ódansaður“ eftir þessa tónleika. Hvað er að GERAST? Brot úr Spánar kónginum „Ég kepptist við að draga upp mynd af henni í huga mínum með marg- víslegum hætti. Ég fann að þessar tilraunir allar stöppuðu nærri sturlun, annað eins hafði aldrei hent mig áður. Ég fékk mig ekki fullsaddan á því að horfa á hana og hugsa um einstaka þætti lífs hennar. Til viðbótar bættist við mikil og samfelld samvera og þess á milli löng símtöl sem oft stóðu klukkustundum saman.“ (Bls. 18) „Við í þeirri stellingu að þurfa að teygja okkur - frá báðum endum sófans - að hvort öðru þar til nefbroddarnir mætast, augun opnast upp á gátt og bros færist yfir andlit okkar beggja - tungurnar iða, augun lokast og sælan nemur land í kjarrskóginum allt í kring.“ (Bls. 42) „Kannski er ég væminn, ef til vill eru orð mín þannig fram sett að þau kalli fram velgju í iðrum lesenda; sannarlega mögulegt eða hreinlega rétt og mér þykir það leitt, ég biðst afsökunar á vanlíðaninni sem frásögn mín kann að skapa, en læt mér ástandið samt í léttu rúmi liggja. Ég hef í öðru að snúast, ég elska nefnilega af öllu hjarta.“ (Bls. 110) Sigurður Gylfi Hefur skrifað þrjár bækur um ástarsamband sitt og konu sem hann kynntist fyrir þremur árum. Spánar kóngurinn er þó sú fyrsta sem kemur fyrir sjónir almennings. MYNDIR SIGTRYGGUR ARI Hljómsveitin Worm Is Green hef- ur verið tilnefnd til hinna virtu Ind- ependent Music Awards fyrir plötu sína Glow sem nýverið kom út. Plat- an er tilnefnd í flokki bestu dans-/ rafhljómplatna. IMA-hátíðin er nú haldin í ní- unda skipti og hefur hún farið vax- andi með hverju ári. Dómnefnd er skipuð þekktum tónlistarmönnum og „bransafólki“, svo sem Tom Waits, Bettye LaVette, Markus Hopus (Blink 182), Ken Jordan (The Cryst- al Method), Head (Korn), Anthony DeCurtis (Rolling Stone Magazine) og Melinda Newman (The LA Tim- es, The Washington Post). Aðrar hljómsveitir sem tilnefndar eru og ættu að vera Íslendingum að góðu kunnar eru til dæmis ... and You Will Know Us By the Trail of Death, Ra Ra Riot, Boys Noize og Alaska in Winter. Aðdáendur fá að hafa áhrif með því að gefa böndum einkunn og hlýtur sú hljómsveit sem er með hæsta meðaleinkunn aðdáenda sér- staka viðurkenningu. Sigurvegarar hljóta kynningu á sínu efni í heilt ár á vegum IMA. Lesendur eru því hvattir til að standa með piltunum í Worm is Green í netkosningunni á independentmusicawards.com. Plötuna Glow er hægt að nálgast í gegnum heimasíðu hljómsveitar- innar, wormisgreen.com, en hún er eingöngu fáanleg á stafrænu formi. Hljómsveitin er einnig að gefa út röð af stuttskífum sem innihalda end- urhljómblandanir af öllum lögum hljómplötunnar ásamt b-hliðar-lög- um. Stuttskífurnar verða níu talsins, ein fyrir hvert lag, og mun ein koma út í hverjum mánuði. Worm is Green Einhverjir tónlistarmenn eru hugsanlega grænir af öfund út í hljómsveitina vegna þessarar vegtyllu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.