Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2009, Síða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2009, Síða 42
42 FÖSTUDAGUR 18. desember 2009 FÓKUS Avatar er stórmynd. Það eru nokkur atriði sem stuðla að því. Í fyrsta lagi er þetta fyrsta leikna myndin sem James Camer-on sendir frá sér síðan Titanic, tekju- hæsta mynd allra tíma, kom út árið 1997. Í öðru lagi hefur þessi mynd og þróun hennar átt hvað stærstan þátt í þróun hinnar stafrænu þrívíddar sem nú ryður sér til rúms og mun verða áberandi og í þriðja lagi setur hún ný viðmið hvað útlit og gæði slíkra mynda varðar. Cameron fékk hugmyndina að Avatar árið 1995 en ákvað þá að kvik- myndatækn- in væri ein- faldlega ekki nógu góð til þess að segja söguna á trú- verðugan hátt. Hann ákvað því að bíða og dustaði ryk- ið af handrit- inu einum tíu árum seinna. Þá var tækn- in orðin mun meiri en mikil vinna enn þá fram undan. Avatar ger- ist á plánet- unni Pand- oru. Þar hafa mennirnir komið sér fyr- ir til þess að grafa eftir dýrasta orkugjafa heims og senda til jarðarinnar sem er í algjörri niðurníðslu. Helsta hindrun mannanna er heimafólkið, Na’vi, en heimkynni þeirra eru beint ofan á stærstu námunni. Hópur vísindamanna hefur fundið upp leið til þess að setja huga sinn inn í klónaðan lík- ama heimamannanna til þess að reyna kynnast menningu þeirra betur. En óprúttnir einkaaðil- ar misnota þá aðstöðu til þess að koma höggi á Na’vi-fólkið. Það er Jake nokkur Sully sem fær tækifæri til þess að kynnast Pandorum í líkama heimamanna en hann er leikinn af Sam Worthington sem er þekktastur fyrir hlutverk sitt í nýjustu Termina- tor-myndinni. Sully þessi verður fljótt ástfanginn af bæði Na’vi-fólkinu og menningu þess og þarf að velja hvort hann eigi að hjálpa til við að eyðileggja þennan heim eða reyna bjarga honum. Saga Avat- ar er ekki ný. Hún er í raun klassísk. Við höfum séð hana áður í þó nokkrum myndum, til dæm- is myndinni Dansar við úlfa. Aðili kynn- ist ókunnugri menn- ingu og verður ást- fanginn af henni og fólkinu en þarf svo að ákveða hvort hann eigi að standa með sínu fólki eða ekki. En þótt sagan sé í grunninn ekki ný þá er hún sögð á frábæran hátt. Það er ekki verið að dvelja í of miklum smáatriðum og maður fær fljótt tilfinningu fyrir því hversu stór- kostlegan heim er að finna á plánetunni Pandoru. Cameron er búinn að skapa veröld alveg frá grunni með menningu, sögu, tungumáli og hefð- um sem maður efast aldrei um. Við sjáum þessa veröld í gegnum þrívíddargleraugu okkar og góði Guð hvað myndin lítur vel út og rennur ljúft áfram. Í eiginlega öllum þrívíddarmyndum hingað til hefur tæknin verið ofnotuð gjörsamlega. Alltaf eitthvað drasl að koma út úr skjánum og oft er ekkert annað boðlegt við myndir en þrívíddin. Hér er þessi tækni notuð til þess að styrkja upp- lifun þína en ekki ýkja hana. Áður en langt er um liðið gleymir maður gleraugunum og þrí- víddinni. Myndin er vel leikinn. Ekki bara af þeim sem leika mannverur heldur er Zoe Saldana einna trúverðugust sem Na’vi-prinsessan Neytiri. Þá er Stephen Lang frábær sem hinn grjótharði Miles Quaritch. Avatar er fyrst og fremst upplifun og það mjög jákvæð. Hún verður aldrei neitt annað en tímamótamynd hvað útlit varðar og flagg- skip fyrir sjónræna tæknibyltingu líkt og Term- inator 2, sem Cameron gerði einnig, var á sín- um tíma . Avatar er þó ekki fullkomin frekar en flestar aðrar myndir og alltof löng en ég á samt erfitt með að sjá hvernig hefði verið hægt að stytta söguna mikið án þess að það myndi bitna á henni. Það ættu allir sem hafa áhuga á fagurfræði og kvikmyndum að leggja leið sína á Avatar og þessa verður fólk að sjá í bíó. Ásgeir Jónsson AVATAR Leikstjórn: James Cameron Aðalhlutverk: Sam Worthington, Zoe Saldana, Sigourney Weaver, Michelle Rodriguez, Giovanni Ribisi KVIKMYNDIR ÞREKVIRKI Sjónrænt RÁNDÝR MYND Það var ekki ókeypis að búa til myndina Avatar en það fer tvennum sögum af því hver raunverulegur kostnaður hennar var. Þeir allra djöfrustu segja myndina hafa kostað 500 milljónir dala í framleiðslu eða um 64 milljarða króna. Það gerir hana að langsamlega dýr- ustu mynd allra tíma. Flestar fréttir segja þó kostnaðinn vera á bilinu 200-300 milljónir dala sem er samt gríðarlega mikið. Til dæmis kostaði 175 milljónir að gera myndina Waterwolrd sem var langdýrasta mynd heims þegar hún kom út árið 1995. EINTÓMAR STÓRMYNDIR Sam Worthington, sem leikur að- alhlutverkið í Avatar, virðist leika í eintómum stórmyndum um þess- ar mundir. Í sumar var hann í að- alhlutverki í myndinni Terminator Salvation og á næsta ári er hann væntanlegur í myndinni Clash of the Titans. Þar leikur hann gríska hálfguðinn Perseus sem berst gegn hinum ýmsu ófreskj- um sem guðirnir senda á menn- ina. Í myndinni leika einnig Liam Neeson, Ralph Fiennes, Gemma Arterton og Pete Postlethwaite svo einhverjir séu nefndir. Það er Lou- is Leterrier sem leikstýrir en hann gerði síðast The Incredible Hulk. GLÆSILEGUR FERILL Það eru ekki margir leikstjórar sem geta státað af álíka ferli á James Cameron. Hann vakti fyrst athygli árið 1984 með myndinni Termina- tor. Árið 1986 var það svo tímamóta- myndin Aliens, 1989 The Abyss, 1991 Terminator 2: Judgement Day, 1994 True Lies og svo árið 1997 var það stórmyndin Titanic, tekjuhæsta mynd allra tíma. En síðan þá hefur Cameron ekki gert mynd fyrr en nú og aðdáendur hans bíða í ofvæni. Sam Worthington og Zoe Saldana Hér í hlutverkum sínum í myndinni Avatar. Cameron Ræðir við leikara myndarinnar. Pandora Er ótrúlega fallegur heimur.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.