Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2009, Blaðsíða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2009, Blaðsíða 54
54 FÖSTUDAGUR 18. desember 2009 FRÉTTIR Þetta er orðinn ágætur tími. Ég hef velt því fyrir mér í nokkur ár að hætta og mér finnst fínn tímapunktur að gera það núna,“ segir Vilhjálmur Þór- mundur Vilhjálmsson, borgarfull- trúi og forseti borgarstjórnar, sem tilkynnti í vikunni að hann hygðist hætta í borgarpólitíkinni eftir tæp- lega þriggja áratuga vinnu á þeim vettvangi. Vilhjálmur var fyrst kosinn í borgarstjórn fyrir Sjálfstæðisflokk- inn árið 1982, á sama tíma og Dav- íð Oddsson varð borgarstjóri. Hann hefur því upplifað margt og mikið í sínum störfum fyrir Reykjavíkurborg á þessum langa tíma, þar á meðal einn undarlegasta og erfiðasta tíma í sögu borgarmálanna eftir að REI- málið setti allt á hvolf í Ráðhúsinu haustið 2007 og svo auðvitað eftir- köst fjármálahrunsins í fyrra. „Það sagði einhver við mig í gær að hann tæki eftir að ég segði aldrei að ég væri hættur í stjórnmálum heldur í borgarstjórn. Ég get ekk- ert lofað því að ég sé hættur í stjórn- málum. Maður veit aldrei hvað ger- ist í lífinu,“ segir Vilhjálmur þar sem hann og blaðamaður sitja á skrifstofu hans í Ráðhúsinu síðastliðinn mið- vikudagsmorgun. Vilhjálmur kveðst hafa spurt viðkomandi sem nefndi þetta við hann hvenær hann héldi að næstu þingkosningar yrðu. Og hlær svo við. „Nei, nei, ég er ekki að boða það að ég sé á leið í einhverja slíka veg- ferð. En maður veit aldrei hvað ger- ist í þessu lífi og maður á aldrei að útiloka neitt. Ef það gerist þá gerist það. Aftur á móti hef ég ýmislegt fyrir stafni þannig að ég kvíði ekkert skorti á verkefnum og viðfangsefnum. En það er ekki svo að það sé búið að bjóða mér eitthvað sérstakt. Það er ekkert slíkt í myndinni og ég er ekki að sækjast eftir neinu þannig.“ Ætlar ekki í sérframboð Mér er sagt að þú hafir ýjað að sér- framboði í borginni. Er eitthvað hæft í því? „Nei, ég hef ekki ýjað að því. Það þyrfti mikið að gerast til þess að það yrði sérframboð af minni hálfu. Þá þyrfti minn flokkur að ganga fram með stefnumál sem væru algjörlega óásættanleg að mínu mati. Ég tel engar líkur á að það gerist.“ Það er á þér að heyra að þú sért ekki pólitískt saddur. „Ég er náttúrlega búinn að alast upp í þessu umhverfi í 28 ár og hef gríðarlegan áhuga á stjórnmálum, og þá sérstaklega sveitarstjórnarmál- um og félagsmálum. Ég hef líka gert margt annað en að sinna bara borg- armálum og málefnum íslenskra sveitarfélaga. Ég hef verið þátttak- andi í ýmsum stjórnum og ráðum og unnið að málum sem eru ekki inni á borði borgarinnar og Sambands ís- lenskra sveitarfélaga [þar sem Vil- hjálmur var formaður 1990-2006]. Ég mun halda áfram að sinna þeim mál- um með einum eða öðrum hætti.“ Stoltur af mörgu Vilhjálmur fær auðvitað klisjuspurn- inguna um hvað standi upp úr eftir öll þessi ár í borgarmálunum. Hann segist ekki geta nefnt neitt eitt mál eða viðfangsefni þar sem svo margt gott hafi orðið að veruleika í Reykja- vík á þessum tíma. „Þegar ég var fyrst kosinn í borg- arstjórn tók ég strax við formennsku í skipulagsnefnd Reykjavíkurborgar, þá 36 ára gamall, og gegndi henni í tólf ár. Þegar ég lít til baka þá er mér mjög ofarlega í huga sú uppbygg- ing sem fór í gang þá og þessi nýja og breytta skipulagsstefna sem við tókum upp. Það stóð til að byggja uppi við Rauðavatn en okkur tókst að eignast land þar sem hægt var að byggja með fram strandlengjunni, þar sem nú er Foldahverfi. Og svo þessi gríðarlega mikla uppbygging sem átti sér stað í framhaldinu alls staðar í Grafarvoginum. Einhver mesta þétting byggðar í Reykjavík frá upphafi varð þegar við tókum Skúlagötusvæðið og breytt- um því svæði til hins betra. Það var gríðarlega stórt og erfitt verkefni. Svo voru Perlan og Ráðhúsið byggð á þessum tíma undir stjórn okkar ágæta þáverandi borgarstjóra [Dav- íðs Oddssonar] og enn fremur byrj- uðum við á einhverju mesta um- hverfisátaki í sögu borgarinnar sem fólst í að hreinsa alla strandlengj- una umhverfis Reykjavík. Þetta voru því mjög stór mál sem þarna voru í gangi.“ Vilhjálmur kveðst einnig ánægð- ur með að hafa fengið tækifæri til þess að taka þátt í öflugri uppbygg- ingu fyrir eldri borgara. Honum og Páli Gíslasyni, sem eigi meiri heið- ur skilinn en Vilhjálmur fyrir vinnu sína í þeim málum, hafi tekist að gerbreyta aðstöðu eldri borgara til félagslegrar þátttöku með byggingu félags- og þjónustumiðstöðva fyrir þann þjóðfélagshóp á borð við þær sem sjá má meðal annars í Bólstað- arhlíð, í Mjóddinni og í Hvassaleiti. „Og persónulega er ég auðvit- að mjög stoltur af því að hafa feng- ið tækifæri til þess að gegna for- mennsku í Sambandi íslenskra sveitarfélaga í sextán ár. Það var af- skaplega skemmtilegur og góður tími. Ég fór um allt land, kom á næst- um því hvern einasta stað á Íslandi og átti góða fundi með mörgum mönnum og konum.“ REI-málið mjög erfitt En hvaða mál myndirðu segja að hafi reynt mest á þig? „Það hafa nú ekki verið mjög mörg erfið mál. En þetta svokall- aða REI-mál, sem var reyndar svona hliðarmál, var mjög erfitt,“ segir Vil- hjálmur alvarlegur á svip. „Mér fannst gríðarleg ósanngirni þar í gangi og mikið af dylgjum og rangfærslum. Fullyrðingar til dæm- is um að ætlunin hafi verið að selja hluta af eignum Orkuveitunnar og afsala okkur auðlindum, þetta eru bara tómar rangfærslur. Ég skrifaði grein í Fréttablaðið í ágúst síðastliðn- um þar sem ég fór yfir málið og það var enginn sem gerði athugasemdir við það. Menn spyrja frekar núna um hvað málið hafi eiginlega snúist.“ Þetta var þér mjög erfitt mál. „Já, já, að sjálfsögðu. Það var eins gott að vera vel andlega undirbú- inn og sterkur, og heilsuhraustur al- mennt. En það sem hefur hjálpað mér mikið í öllu mínu starfi er að ég tel mig hafa ágæta lund, og oftast létta lund. Stundum má maður ekki leyfa sér að taka málin alltof alvar- lega, þótt auðvitað taki maður sum mál mjög alvarlega. Svo á ég náttúr- lega góða fjölskyldu og góða konu sem öll studdu við bakið á mér í þessu erfiða máli.“ Framganga fréttamanna rannsóknarefni Þannig að létta lundin kom þér í gegnum mesta brotsjó REI-málsins? „Já, það má segja það. Skapgerð- in skipti þarna miklu, held ég. Ég er til dæmis ekki langrækinn, frekar langminnugur, og ég er ekki hefni- gjarn. Mér fannst hins vegar fram- ganga einstakra aðila í þessu máli, til dæmis sumra fréttamanna, vera með þeim hætti að það ætti að vera sérstakt rannsóknarefni. Þetta mál er ekkert gleymt en ég er svolítið hissa á því að þegar ég birti þessa ítarlegu grein um málið að enginn þeirra sem hæst létu í málinu skyldu hafa döng- un í sér til að svara. Kannski hentar þeim aðilum best að þegja núna. Og sumir kannski skammast sín.“ Er þá ekkert í þessu máli sem þú myndir gera öðruvísi ef til boða stæði að fara aftur til þessa tíma? „Þetta mál var ekki eitt af þess- um stóru málum sem við vorum að vinna að. Meirihlutinn var í fínum gír, eins og sagt er, og flokkurinn að mælast í skoðanakönnunum með í kringum fimmtíu prósenta fylgi og ég sem borgarstjóri í kringum sextíu prósent. Þetta var eins og að lenda í hálku og missa bílinn út af. Ég hefði kannski átt að vera með keðjur í þessu máli en ekki bara vera á nagla- dekkjum.“ Ef Björn Ingi Hrafnsson, odd- viti Framsóknarflokksins í borginni, hefði ekki slitið meirihlutasamstaf- inu í kjölfar uppþotsins vegna REI- málsins, heldurðu að þér hefði þá verið sætt áfram sem oddviti sjálf- stæðismanna? „Vissulega. Ég hafði fullan stuðn- ing til þess.“ Vonbrigði að missa borgarstjórastólinn REI-málið kostaði Vilhjálm borgar- stjóraembættið, sem hann hafði tek- ið við eftir borgarstjórnarkosning- arnar vorið 2006, þar sem Björn Ingi myndaði nýjan meirhluta með Sam- fylkingu, Vinstri-grænum og Frjáls- lynda flokknum. Blaðamaður spyr hvort það hafi ekki sviðið undan því að sjá á eftir borgarstjórastólnum eftir einungis sextán mánaða setu í honum. „Jú, að sjálfsögðu voru það von- brigði. En þetta er stundum svona í pólitíkinni. Sumir hafa reyndar verið enn þá skemur í þessu embætti eins og dæmin sanna. En auðvitað hefði ég viljað klára þetta dæmi og koma ýmsum málum áfram sem borgar- stjóri.“ Borgarfulltrúar sökuðu hver ann- an um baktjaldamakk, rýtingsstung- Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson sækist ekki eftir kjöri í borgarstjórn Sjálfstæðisflokksins næsta vor en þá verða liðnir tæpir þrír áratugir síðan hann lét fyrst til sín taka við stjórn borgarmálanna. Hann kveðst hafa misjafnt álit á öllum borgarfulltrúum, án þess þó að bera kala til nokkurs. Hann sagði Kristjáni Hrafni Guðmundssyni einnig frá því að golfið og sístækkandi skari barnabarna fengju líklega meira af tíma hans á næstu árum. KOMST Í GEGNUM REI- MÁLIÐ Á LÉTTLEIKANUM FRAMHALD Á NÆSTU OPNU „Og ég hef auðvitað misjafnt álit á borgarfulltrúum, ekki bara í okkar flokki heldur öllum flokkum, og það er misjafnt hvað ég hef mikil tengsl við þetta fólk.“ Vilhjálmur Þ. Borgarfulltrúinn reyndi segir REI-málið það erfiðasta sem hann hafi glímt við á tæplega þrjátíu ára ferli. Hann beri þó engan kala til annarra borgarfulltrúa vegna málsins. MYND SIGTRYGGUR ARI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.