Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2009, Qupperneq 56

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2009, Qupperneq 56
ur og fleira í kringum REI-málið og í eftirköstum þess þegar meirihluta- skipti voru tíð. Hvernig er fyrir ykkur borgarfulltrúana að vinna saman eft- ir svona mikinn átakatíma og þegar stór orð hafa fallið á báða bóga? „Það var erfitt til að byrja með, en þetta hefur breyst. Það getur verið að áfallið sem fylgdi efnahagshrun- inu hafi þjappað okkur betur sam- an. Þetta er eins og þegar menn eru á björgunarbát þá leggja allir sitt af mörkum. Það þá má líkja þessu við eitthvað slíkt og við teljum okkur sjá ágætlega til lands. Annars hafa marg- ir talað um óróleika í Ráðhúsinu. Ég segi: Maður, líttu þér nær og horfðu yfir götuna og á það sem viðgengst á Alþingi. Ástandið sem var í borgar- stjórninni um tíma er lítið miðað við það sem hefur verið að gerast á þing- inu. Allar þessar uppákomur, um- ræður og læti jaðra stundum við að vera eins og hjá óþekkum leikskóla- krökkum.“ Sumir segja að það andi köldu á milli þín og Gísla Marteins Bald- urssonar, borgarfulltrúa Sjálfstæðis- flokksins, og hafi gert lengi. Hvað er hæft í því? „Það eru alltaf litlir hópar sem myndast í stjórnmálaflokkum. Kannski eru klíkur ekki rétta orðið, en þetta eru svona vina- og samstarfs- hópar. Auðvitað hefur þetta alltaf ver- ið svona og verður líkast til alltaf. Og ég hef auðvitað misjafnt álit á borg- arfulltrúum, ekki bara í okkar flokki heldur öllum flokkum, og það er mis- jafnt hvað ég hef mikil tengsl við þetta fólk. En ég ber engan kala til neins og hef aldrei lent í því að hata einhvern.“ Valdabarátta í gangi í flokknum Sjálfstæðisflokkurinn er á tíma- mótum þessi misserin eftir hrunið í fyrrahaust og formannsskiptin fyrr á árinu. Skynjarðu mikil átök um völd og stöður innan flokksins? „Já, það er ekkert hægt að leyna því. Það voru mikil átök í kringum formannskjörið í flokknum og ýms- ar sviptingar. En ekki slíkar svipting- ar sem benda til þess að flokkurinn klofni. Ég held til dæmis að við hér í Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík höf- um verið að gera góða hluti og því ástæðulaust fyrir fólk að hafa áhyggj- ur af einhverjum óróa hér. Það ætti frekar að hafa augastað á Alþingi.“ Kaustu Bjarna Benediktsson í for- mannskjörinu? „Nei, ég kaus Kristján [Þór Júlíus- son]. En ég vil gefa Bjarna öll tæki- færi. Þegar búið er að kjósa hann sem formann þá á flokkurinn að sameinast um hann og styðja hann eins og kostur er. Svo er það auðvit- að mest undir honum komið hvernig hann stendur sig.“ Hvaða áhrif hefur hrunið og eftir- köst þess haft á þig og þína? „Í sjálfu sér ekki mikil því ég hef viðhaldið góðri stjórn á mínum eig- in fjármálum, eins og ég vil hafa á fjármálum borgarinnar. Ég byrjaði til dæmis í tveggja herbergja íbúð, fór svo í þriggja herbergja, síðan fjögurra herbergja og loks byggðu ég og þá- verandi konan mín okkur hús uppi í Breiðholti. Ég var því ekki að safna skuldum heldur tók svolítið langan tíma í að feta mig svona áfram í hús- næðismálum. Ég átti engin hlutabréf sem heitið getur þegar hrunið varð, nema lítil- ræði í SPRON, mínum gamla banka. Að öðru leyti hafði ég selt mín hluta- bréf um áramótin 2006-2007. Ég hef aldrei á ævinni tekið bílalán eða er- lent lán af nokkrum toga og fjárhags- legt tjón mitt og Guðrúnar [Kristjáns- dóttur kennara, eiginkonu Vilhjálms] í hruninu er því lítið sem ekkert. Ég hef alltaf lifað þannig lífi að vera með mitt í skilum.“ Rómantískur golfari Hvað finnst konunni þinni um að þú sért að hætta í borgarpólitíkinni? „Hún er mjög sátt við það,“ seg- ir Vilhjálmur og brosir. „Og þetta er auðvitað ákvörðun sem við tökum í sameiningu.“ Pressaði hún á þig? „Nei, nei, það var ekki þannig. En við sjáum núna fram á að hafa meiri tíma í að spila golf. Við erum komin í það af fullum krafti. Barnabörnun- um okkar hefur líka fjölgað verulega á undanförnum árum og ég fæ vænt- anlega meiri tíma til að sinna þeim. Ég er aðeins byrjaður að passa þau,“ segir Vilhjálmur sem á sjö barnabörn og Guðrún fimm. Vilhjálmur átti þrjú börn með fyrri konu sinni, Önnu Johnsen, þau Jóhönnu (f. 1970), Helgu Björk (f. 1974) og Baldur Þór (f. 1976). Ekki er ýkja langt síðan Vilhjálm- ur, sem er sextíu og þriggja ára, og Guðrún, sem er tveimur árum yngri, fóru að rugla saman reitum. Þau gengu í það heilaga í júní í fyrra. Þurftirðu að beita rómantík til að vinna Guðrúnu á þitt band? „Já og nei. Þetta var nú svona gagnkvæmt hjá okkur. Ég hugsa að ég hafi ekki beitt rómantíkinni neitt meira en hún,“ segir Vilhjálmur og hlær. Ertu rómantískur almennt? „Já, ég myndi segja það,“ segir Vil- hjálmur og verður örlítið vandræða- legur á svip. En ekki mikið. „Við njótum þess að vera sam- an, ferðast saman og spila golf sam- an. Það er auðvitað mjög gott fyrir hjónabandið að fólk geti verið saman í einhverju, en ekki karlinn að þvæl- ast einhvers staðar og konan annars staðar. Og ég tel að golfíþróttin sé ein besta fjölskylduíþróttin sem völ er á.“ Tengdasonurinn frambærilegur í pólitík Hjónin byrjuðu í golfinu fyrir um fimm árum. Þegar Vilhjálmur var borgar- stjóri greip hann þó lítið sem ekkert í kylfurnar sökum tímaskorts. En hvort þeirra ætli sé betra í sportinu? „Eigum við ekki að segja að ég sé aðeins betri,“ segir Vilhjálmur og brosir út í annað. „En það má senni- lega varla á milli sjá.“ Talandi um afrek á íþróttasvið- inu – tengdasonur þinn og fyrirliði handboltalandsliðsins til margra ára [Geir Sveinsson] tilkynnti um fram- boð í prófkjöri sjálfstæðismanna í borginni nánast á sama tíma og þú tilkynntir um brotthvarf þitt af þeim vettvangi. Hvernig líst þér á það? „Að sjálfsögðu finnst mér þetta bara fínt hjá honum. Þetta kom mér reyndar á óvart en þetta er alfar- ið hans ákvörðun. Og hann er mjög frambærilegur í pólitíkinni, hefur mikla reynslu og er hörkuduglegur. Þetta er líka mjög gott fyrir prófkjör- ið, að það sé ekki bara gamla góða liðið í því heldur eitthvert nýtt blóð líka.“ Hvað ætlar þú að fara að gera annað en að spila golf? „Ég er náttúrlega í ýmsum verk- efnum og ýmsum stjórnum sem ég held væntanlega áfram í, að minnsta kosti einhverjum þeirra. Annars hef ég góðan tíma til þess að velta því fyrir mér. En lífið er þannig að það kemur yfirleitt eitthvað óvænt upp í hendurnar á manni.“ Frátekið sendiherraembætti er ekkert í spilunum? „Nei, nei, ég er ekki með neitt þannig í hendi. Og það hefur ekki einu sinni hvarflað að mér.“ kristjanh@dv.is 56 FÖSTUDAGUR 18. desember 2009 HELGARBLAÐ ÍS L E N S K A /S IA .I S /U T I 48 01 8 11 /0 9 3.990kr.Verð frá Kraftar í kögglum Bolir 3.490kr.Verð frá Stuttbuxur 2.490kr.Verð frá Sippubönd 19.990kr.Verð frá Hlaupaskór HOLTAGÖRÐUM GLÆSIBÆ KRINGLUNNI SMÁRALIND SÍMI 545 1500 Í skotlínu Öll spjót stóðu á Vilhjálmi í október 2007 þegar REI-málið hófst. Hér er hann á blaðamannafundi í Valhöll. MYND ÁSGEIR M. EINARSSON „Ástandið sem var í borgarstjórninni um tíma er lítið miðað við það sem hefur verið að gerast á þinginu. All­ ar þessar uppákomur, umræður og læti jaðra stundum við að vera eins og hjá óþekkum leikskólakrökkum.“ Aftur í meirihluta Vilhjálmur og félagar hans í borgarstjórnarflokki sjálfstæð- ismanna komust aftur í meirihluta í borginni í janúar 2008. Tjarnarkvartettinn svokallaði hafði þá aðeins haldið um stjórnartaumana í um hundrað daga. Ólafur F. Magnússon varð borgarstjóri. MYND SIGTRYGGUR ARI
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.