Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2009, Page 63

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2009, Page 63
HELGARBLAÐ 18. desember 2009 FÖSTUDAGUR 63 ÓÞEKKTARORMUR sinni og ákvað að nota reynslu sína öðrum stjörnum sem höfðu orðið hinu ljúfa lífi að bráð til hjálpar. Næsta mynd, The Singing Detective sem kom út árið 2003, fékk ekki mikla aðsókn en leikaranum var hampað fyrir frammistöðu sína auk þeirra Adriens Brody og Mels Gibs- on. Það sama má segja um myndina Gothika þar sem hann lék á móti Halle Berry en næsta mynd var kvikmyndin Eros undir leikstjórn Stevens Soderbergh. Næstu myndir sem á eft- ir fylgdu gengu vel en kvikmyndin Good Night, and Good Luck kom út árið 2005 sem og Kiss Kiss, Bang Bang. Þátttaka hans í endurgerðu Disney-mynd- inni Shaggy Dog kom á óvart en Robert hefur alltaf passað upp á fjölbreytnina og til að ná jafnvæginu eftir Disney lék hann í hinni furðu- legu A Scanner Darkly. Fjölbreytnin minnk- aði ekki með Zodiac og Fur þar sem hann lék á móti Nicole Kidman. Stóra „kommbakkið“ kom ekki fyrr en 2007 en þá nældi Robert í titilhlutverkið í Iron Man og í The Incredible Hulk. Þar með skein stjarna hans skærar en hún hafði nokkurn tímann gert. Á eftir fylgdi grínmyndin Tropic Thunder í leikstjórn Bens Stiller en allar þessar myndir reyndust stórir smellir og hittu einnig í mark hjá gagnrýnend- um en Robert fékk Óskarsverðlaunatilnefn- ingu fyrir hlutverk sitt í þeirri síðastnefndu en tapaði fyrir Heath Ledger heitnum. Iron Man var frumsýnd vorið 2008 og skilaði risa summu í kassann fyrstu sýningarhelgina. Robert lenti í töluverðum vandræðum þeg- ar átti að frumsýna myndina í Japan. Stærstu stjörnurnar áttu að mæta á staðinn en japönsk yfirvöld vildu ekki hleypa leikaranum inn í landið vegna alvarleika brota hans og fjölda fangelsisdóma. Leikarinn fékk undanþágu í þetta skiptið og var hleypt inn í landið til að mæta á frumsýninguna en var tilkynnt um leið að hann myndi aldrei aftur fá að heimsækja Japan. SYNGJANDI LEIKARI Robert hefur einnig reynt fyrir sér sem tónlist- armaður meðfram leiklistinni en hann sýndi og sannaði að hann getur sungið í þáttunum Ally McBeal. Þá söng hann lag Joni Mitchell River, lagið Chances Are ásamt Vondu Shep- ard og einnig lagið Every Breath You Take með Sting. Á geisladiski með lögum úr þáttunum sem gefinn var út árið 1997 söng leikarinn lag eftir hann sjálfan, Snakes. Í nóvember 2004 gaf Robert út sína fyrstu plötu, The Futurist, en platan var gefin út af Sony Classical og náði 121. sæti á Billboard-listunum og seldist í 16 þúsund eintökum fyrstu vikuna. Á plötunni syngur Robert eigin lög auk tveggja tökulaga og spilar undir á píanó. Á níunda áratugnum bjó Robert með leik- konunni Söruh Jessicu Parker í sjö ár en þeirra leiðir skildu að lokum. Árið 1992 giftist hann leikkonunni, fyrirsætunni og nú söngkonunni Deboruh Falconer eftir aðeins 42 daga sam- band. Robert og Falconer eignuðust soninn Indio árið 1993 en þau skildu þegar Indio var aðeins eins árs. Árið 2005 giftist hann aftur og í þetta skiptið framleiðanda myndarinnar Gothika, Susan Levin. Þau kynntust við tökur á myndinni en Robert bað hennar á þrítugs- afmælisdaginn hennar. Brúðkaupið fór fram í Amagansett í New York þann 27. ágúst 2005 og klæddist Susan glæsilegum brúðarkjól frá Veru Wang og ekki minni listamenn en Sting og Billy Idol skemmtu gestum í veislunni. EINN AF ÁHRIFAMESTU MÖNNUM HEIMS Fyrir þessi jól er hægt að sjá Robert í aðalhlut- verki í myndinni um Sherlock Holmes í leik- stjórn Guys Ritchie en fyrr í þessum mánuði fékk leikarinn Golden Globe-tilnefningu fyr- ir túlkun sína á spæjaranum. Á teikniborðinu eru tvær framhaldsmyndir um Iron Man og fjöldi annarra spennandi hlutverka svo ljóst er að ef leikaranum tekst að halda sér á beinu brautinni mun fátt geta stöðvað velgengni hans. Í fyrra var hann valinn einn af 100 áhrifamestu mönnum heims og hefur þegar fest sig í sessi sem einn af vinsælustu leikur- um Hollywood. indiana@dv.is Vandræðagemlingur Robert kennir pabba sínum um eiturlyfjavandamál sitt þar sem pabbi hans gaf honum fyrstu jónuna þegar leikarinn var aðeins átta ára.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.