Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2009, Blaðsíða 72

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2009, Blaðsíða 72
72 FÖSTUDAGUR 18. desember 2009 HELGARBLAÐ Guitar Hero-leikirnir eru fyrir löngu orðnir vinsæl-ir og hefur Activision-fyr-irtækið raðað út nýjum leikjum í þá seríu. Nú er hins vegar komið nýtt æði, DJ Hero, þar sem gítarinn er lagður til hliðar og úr töskunni koma DJ-græjur með öllu. Nú getur hver sem er orðið plötu- snúður í smástund og spilað eitt af níutíu og þremur lögum sem fylgja með leiknum eftir yfir hundrað tón- listarmenn. Tónlistin í DJ Hero er frábær, enda miklir fagmenn sem standa á bak við hana. Svo góð er hún að hægt er að nýta leikinn sem tónlistina í partíið án þess að nokkur sé að spila. Einfaldara en virðist Með leiknum fylgir plötuspilari sem er stjórnborð leiksins. Hann er gerður úr plasti en er mun sterkbyggðari en ætla mætti og vel vandað til verks. Á græjunni er plata sem maður heldur í með hægri hendi ásamt því að hafa þrjá putta á lituðum tökkum sem maður þarf að ýta á, ekki ósvipað Guitar Hero. Með vinstri hendi (hægri fyrir örvhenta en hægt er að setja græjuna saman fyrir hvora höndina sem er) stýrir maður svo „crossfader“ sem not- aður er til að skipta á milli hljóð- rása. Leikurinn gengur svo ná- kvæmlega eins fyrir sig og Guitar Hero. Nóturnar koma eftir svört- um vegi og gefur það þér merki um hvort þú eigir einfaldlega að ýta á nóturnar, skipta á milli rása eða „scratcha“ sem er það langskemmti- legasta við leikinn. Crossfader-inn er það erfiðasta við leikinn, að mínu mati, en maður getur hreinlega orð- ið ruglaður á að skipta oft á milli rása þegar lengra er komið inn í leikinn. Kennslan í byrjun leiksins er mjög góð og fer með mann í gegn- um grundvallaratriðin. Þar fær maður að spila suma búta úr lögun- um í eina mínútu og meta hæfileika sína. Maður ætti samkvæmt öllu að vera nokkuð snöggur að vinna sig upp í miðlungserfiðleikastig, enda það auðvelda frekar hægt og ein- falt. Ekki gera þó þau mistök í byrjun miðlungserfiðleikastigsins að halda ykkur of góð og fara strax í eitthvað erfiðara. Það er mikill misskilning- ur. Leikurinn verður erfiðari með hverju lagi og er mjög vel uppbyggð- ur á þann máta. Netspilunin er einnig mjög fín og ertu fljótur að finna þann andstæð- ing sem þér hentar. Þar er aftur á móti ekki hægt að taka „rewind“ eða spóla til baka af augljósum ástæð- um en afar skemmtilegt þó. Svo er að sjálfsögðu hægt að keppa við vin- inn sé önnur græja keypt. Geðveik tónlist Grafíkin í leiknum er voða teikni- myndaleg en hún hentar honum fullkomlega. Marg- ir frægir tónlistar- menn hafa leyft að teikna sig inn í leik- inn. Listamenn á borð við DJ Shad- ow, Z-Trip, Grand- master Flash, DJ Jazzy Jeff, Eminem og Daft Punk. All- ir þessir listamenn og fleiri til eiga sín sett í leiknum þar sem maður spil- ar bara lög sem blönduð eru við þeirra eigin. Fleiri tónlistarmenn, á borð við Cut Chemist, J.  Period og sjálfan Jay-Z, eiga sín sett í leiknum. Sett- in eru einmitt það sem gerir leik- inn mun hraðari og skemmtilegri en Guitar Hero. Þegar maður er að vinna sig upp hættir ekki leikur- inn og hleður eftir hvert einasta lag. Maður tekur allt í settum; byrjar ró- lega, tekur 3-4 auðveldustu lögin á sama tíma og undir lokin er maður kominn í alvöruna. Ég verð að segja fyrir mig að ég iðaði í skinninu þegar ég spilaði átta laga Daft Punk-settið sem er hreint rosalegt. Það er líka málið við leikinn. Tónlistin er ekkert minna en geð- veik. Allt eru þetta tvö lög sett sam- an sem maður vinnur svo með í græjunum. DJ Jazzy Jeff sá að mestu leyti um að hljóðblanda allt saman og gerir það frábærlega. Þarna má finna Queen skeytt saman við Daft Punk (að mínu mati eitt besta lag- ið í leiknum), Benny Benassi settan saman við DJ Tiesto, Foo Fighters og Eminem og Marvin Gaye og David Bowie, svo eitthvað sé nefnt. Það er góður mælikvarði á leik- inn, að mínu mati, að versta lag sem gert hefur verið, Hollaback Girl með Gwen Stefani, er bara hreint ágætt í leiknum en það kemur hvorki meira né minna en þrisvar sinnum fyrir sitt með hverju laginu. Svo má líka nefna eina furðulegustu blöndun- ina, Vanilla Ice gegn Paulu Abdul. Ég lýg því engu þegar ég segi að það er hreint frábært lag. Algjör partíleikur Þegar við félagarnir prófuðum leik- inn var það strax einróma samþykkt að tónlistin væri hundrað sinnum betri en í Guitar Hero. Þetta er svo sannarlega næsti partíleikur. Guit- ar Hero er mjög skemmtilegur leik- ur en hann þakkar nú pent fyrir sig, held ég. Það besta við DJ Hero, eins og áður segir, er tónlistin. Það geta einhverjir í partíinu verið að spila leikinn og hinir þurfa ekkert að hafa áhyggjur af tónlistinni. Hún kem- ur einfaldlega úr leiknum. Reyndar verða þá menn að geta eitthvað og hitta allavega meiri hluta nótnanna þannig að lagið heyrist almennilega. Svo er einfaldlega hægt að halda inni einum takka í þrjár sekúndur og þá sér tölvan bara um að spila lag- ið. Hægt er að setja allt að átta lög í spilun í einu og getur tölvan þá sjálf séð um að halda partíinu gangandi ef þú vilt bregða þér frá. Vissulega ekki ódýrasta jólagjöfin en flottur partípakki fyrir þá sem vilja tölvu- leik með frábærri tónlist. tomas@dv.is DJ Hero er nýjasta æðið en það kemur frá sama fyrirtæki og gerir hina vinsælu Guitar Hero-leiki. Nú getur hver sem er orðið plötusnúður í hreint mögnuðum leik sem er ekki bara tilvalinn partíleikur, heldur einnig lagalisti fyrir partíið sjálft. Tómas Þór hefur verið að kynna sér DJ Hero sem er ekki ódýrasti jólapakkinn í ár en svo sannarlega veglegur partípakki. PARTÍPAKKINN Í ÁR Daft Punk á fullu Sé litið á veginn sem nóturnar koma eftir sést að brátt tekur við kafli þar sem þarf að skipta ört á milli hljóðrása en fyrir það fást stig eins og að „scratcha“ og hitta á nótur. Vandaðar græjur Örvhentir geta einfaldlega sett græjuna saman þannig að vinstri hend- in sé sú sem þeyti skífunni. Aðeins erfiðara Hér er maður í DJ Shadow-settinu og ef litið er á veginn þarf bæði að hljóðrása- skipta og „scratcha“ í næsta kafla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.