Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2010, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2010, Blaðsíða 10
„Ég hef enga trú á því að einhver sé bættari með því að hóta einhverjum í þessum efnum. Ég hef ekki trú á því að LÍÚ víkist undan samfélagslegri ábyrgð og fari að sigla í land,“ segir Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra. Útgerðarmenn hóta að sigla skipum sínum í land og binda við bryggju vegna áforma ráðherrans og ríkisstjórnarinnar um svokallaða fyrningarleið kvótakerfisins. Jón seg- ir þetta lagt fram þar sem lítil sátt sé um eignarhald kvótans. Með þeirri leið er lagt upp með að færa þjóð- inni aftur veiðiheimildirnar þannig að þær verði í eigu ríkisins. Útvegs- mennirnir, eða sægreifarnir eins og þeir eru stundum kallaðir, eru reið- ir út í Jón og hafa í hótunum um að sigla í land. Komi til þess gefa laus- legir útreikningar DV þá mynd að tekjutap þjóðarbúsins næmi þrem- ur milljörðum íslenskra króna hverja þá viku sem flotinn væri bundinn við bryggju. Kostnaðarsamar hótanir Sé miðað við að hlutdeild sjávarút- vegsins í þjóðarframleiðslunni sé í kringum tíu prósent er vikan nærri 0,2 prósentum. Þjóðarframleiðsl- an er um það bil fimmtánhundruð milljarðar og því gæti tap þjóðarbús- ins verið þrír milljarðar á einni viku að hámarki, í hreinum nettó virð- isauka. Inn í það reiknast launatap sjómanna, starfsfólks vinnslustöðva, starfsfólks í dreifingu og starfsfólks í markaðssetningu. Þá má reikna með ýmsum öðrum óþægindum fyrir byggðarlögin sem ekki næst að verð- leggja svo auðveldlega. Skráð vélskip og togarar hérlend- is eru ríflega átta hundruð talsins og sjómenn í kringum fjögur þúsund. Þar að auki er fjöldi starfsmanna sem hefur atvinnu í landi, til að mynda fiskvinnslufólk og starfsfólk við sölu og dreifingu. Þessir starfshópar yrðu væntanlega fyrir talsverðu launatapi kæmi til þess að flotanum yrði siglt í land tímabundið. Verulegt tjón Þrátt fyrir að vera eindreginn stuðn- ingsmaður íslenska kvótakerfisins segir Ragnar Árnason, prófess- or í hagfræði við Háskóla Ís- lands, að veiðistopp útgerða yrði nokkuð kostnaðarsamt fyrir þjóðarbúið. Hann skilur vel baráttu útgerðarmanna sem aðeins séu að verja hlut sinn gegn óráðlegum aðgerðum sjáv- arútvegsráðherra. „Það er skiljan- legt að menn vilji halda í sitt og því skil ég útgerðarmenn vel. Íslenska kvótakerfið ýtir undir hagkvæmni í sjávarútveginum og kerfi okkar hef- ur þótt til fyrirmyndar úti um all- an heim. Eftir að hafa sjálfar skoðað kerfið hafa fjölmargar þjóðir valið að nota hliðstæða fiskveiðistjórnun og nú er svo komið að allt að fjórðungur heimsaflans er veiddur eftir hlið- stæðum kvótakerfum. Það er því fjarri lagi að efast um hagkvæmni kvótakerfis- ins,“ segir Ragnar. „Jafnvel þó að kvót- inn yrði veiddur á öðrum tíma yrði svona lokun 10 FÖSTUDAGUR 15. janúar 2009 FRÉTTIR MILLJARÐAR TAPAST SIGLI FLOTINN Í HÖFN Það gæti kostað þjóðarbúið þrjá milljarða króna á viku standi útgerðarmenn við hótunina um að sigla skip- um sínum í land. Framkvæmdastjóri Sjómannafélags Íslands segir sjómenn standa með útgerðarmönnum í baráttunni og að engin vettlingatök dugi lengur. Ragnar Árnason hagfræðiprófessor mælir gegn áformum sjávarútvegsráðherra því íslenska kvótakerfið hafi löngu sannað gildi sitt. TRAUSTI HAFSTEINSSON blaðamaður skrifar: trausti@dv.is LÖG UM STJÓRN FISKVEIÐA Nr. 38 1990 1. gr. Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. Markmið laga þessara er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu. Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum. Fyrirmyndarkerfi Ragnar segir ávinning kvótakerfisins mikinn enda hafi fjölmargar erlendar þjóðir tekið upp hliðstæða fiskveiðistjórnun. Binda við bryggju Friðrik og hans menn hóta að sigla flotanum í land og stöðva allar veiðar ætli ríkisstjórnin að halda áfram með hugmyndir sínar um fyrningu kvótans. Þjóðhagslegt tjón Lauslegir útreikningar DV gera ráð fyrir þriggja milljarða fjárhagstjóni þjóðarbúsins á einni viku verði flotanum siglt í land og veiðar stöðvast.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.