Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2010, Page 11

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2010, Page 11
mjög kostnaðarsöm og óþægileg fyr- ir byggðarlögin og alla starfsemi í sjávarútvegi. Allt fólkið sem vinnur við greinina yrði fyrir launatapi og þá yrði einhver gjaldeyrisminnkun. Það yrði verulegt þjóðhagslegt tjón, og ekkert gamanmál, ef sjávarútveg- urinn færi í verkfall enda okkar lang- mikilvægasti atvinnuvegur í dag.“ Standa saman Birgir Hólm Björgvinsson, fram- kvæmdastjóri Sjómannafélags Ís- lands, telur að meginþorri sjómanna vilji ekki fara áðurnefnda fyrningar- leið og því standi stéttin með útgerð- inni að þessu sinni. Hann segir eina vitið að beita hörðum aðgerðum til að ná sínu fram og óttast ekki launa- tap. „Nú þarf bara að taka af skar- ið og ekki vera með neitt veimiltítu- kjaftæði. Við þurfum bara að beita hnefanum og berjast gegn þessari fyrningarleið því sjómenn eru skít- hræddir við hana,“ segir Birgir Hólm. „Ég er ánægður með að menn standi upp frá samningaborðinu og fari að gera eitthvað af viti. Með því tala ég fyrir sjálfan mig en ég held að meirihluti sjómanna sé sammála mér. Menn verða að berjast fyrir rétti sínum og ef þetta er það sem til þarf þá verður svo að vera. Við verðum þá bara að fara í verkfall því að á Íslandi erum við alltaf að tala í hringi. Ég yrði alveg sáttur þó svo að við þyrftum að fara í veiðistopp.“ Fiskinn til fólksins Pétur Blöndal, þingmaður Sjálf- stæðisflokksins, telur það hafa ver- ið mikla tilviljun hverjir eignuðust kvótann og þannig varanlegar veiði- heimildir. Hann vill koma veiðiheim- ildunum úr höndum sægreifanna og í hendur almennings, nánar tiltekið allra þeirra sem eiga lögheimili hér á landi, og að þeim verði síðan úthlut- að árlega. Hann lagði þá hugmynd fyrst fram fyrir átta árum til að ná sátt um fiskveiðarnar. „Út af fyrir sig hef- ur kvótakerfið gengið ágætlega upp en um það hefur ekki ríkt sátt. Mín- ar hugmyndir ganga út á að koma fisknum í hendur íbúa landsins, al- mennings, í stað þess að færa veiði- heimildirnar aftur í hendur ríkisins. Ég tel ekki heppilegt að ríkið eigi kvótann heldur að almenningur fái veiðiheimildarnar. Fólkið á kvótann en hugmyndin gengur hins vegar út á það að enginn geti eignast hann varanlega,“ segir Pétur. Gott kerfi Aðspurður segir Ragnar það full- sannað að íslenska kvótakerfið hafi gert mikið gagn og bendir á að það hafi vakið aðdáun víða erlendis. Hann mælir alfarið gegn því að fyrn- ingarleiðin verði ofan á. „Samkvæmt mælingum hefur kerfið skilað mikl- um og góðum árangri. Þá hafa al- þjóðastofnanir lýst yfir stuðningi við íslenska kvótakerfið og hafa hvatt til þess að það sé tekið upp hjá þjóðum heims. Allar hagkvæmnisathuganir hafa sýnt að framleiðni hefur orðið mikil í sjávarútvegi og miklu hærri en í öllum öðrum meginatvinnuveg- um á Íslandi,“ segir Ragnar. „Skuldir útgerðarfyrirtækja segja því ekki nokkurn skapaðan hlut um kvótakerfið sjálft. Við þurfum á því að halda að hafa stór sjávarútvegs- fyrirtæki og við eigum að leyfa þeim að verða stórum. Það eru hagsmunir þjóðarinnar. Fyrningarleiðin dregur úr hagkvæmni fiskveiðanna og það getur veikt talsvert efnahag landsins. Því mæli ég eindregið gegn fyrning- arleiðinni, með hagsmuni Íslend- inga í huga.“ trausti@dv.is FRÉTTIR 15. janúar 2009 FÖSTUDAGUR 11 MOLAR UM ÍSLENSKA KVÓTAKERFIÐ: ■ Kvótakerfið tók gildi árið 1984. ■ Kvótakerfið er fiskveiðistjórnunarkerfi sem segir til um það hversu mikið íslenskir sjómenn eða íslenskar útgerðir mega veiða af hverri fisktegund á tilteknu tímabili. ■ Kerfinu var komið á til þess að vernda íslenska fiskistofna fyrir ofveiði. ■ Sjávarútvegsráðherra ákveður kvóta í hverri tegund fyrir sig með reglugerð sem gefin er út í júlí ár hvert. ■ Kvótaárið, eða fiskveiðiárið, er það tímabil sem skip skulu veiða kvóta sinn á og nær frá 1. september hvert ár til 31. ágúst. ■ Hafrannsóknastofnun mælir til um hversu mikill kvótinn ætti að vera fyrir hvert tímabil en ráðherra er heimilt að víkja frá þeirri ráðgjöf. ■ Kvótanum er úthlutað af Fiskistofu. ■ Kvótinn sem skip fær úthlutað ræðst af aflamarki skipsins síðasta fiskveiðiár. ■ Skip mega færa ákveðinn hluta kvóta síns á milli kvótaára, en þau mega ekki veiða fyrir fram úr kvóta næsta árs. ■ Skip sem búið er með kvótann sinn, en hyggst halda áfram veiðum, verður annaðhvort að leigja eða kaupa viðbótarkvóta af öðru skipi. ■ Kvótaþak er á kerfinu sem á að koma í veg fyrir of mikla samþjöppun fiskveiði- heimilda á of fáar hendur. Eitt fyrirtæki má mest eiga 12 prósent af heildarkvóta fiskveiðiflotans. Heimild: wikipedia.org „Nú þarf bara að taka af skarið og ekki vera með neitt veimiltítu- kjaftæði.“ Skíthræddir sjómenn Birgir Hólm seg- ir sjómenn hrædda við fyrningarleiðina og því standi þeir með útgerðarmönn- um í hugsanlegu veiðistoppi. Vill breytingar Pétur hefur lengi viljað gera breytingar og færa veiðiheimildir í hendur fólksins í landinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.