Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2010, Síða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2010, Síða 17
FRÉTTIR 15. janúar 2009 FÖSTUDAGUR 17 Rowena Mason er blaðamaður á The Telegraph og hefur fjallað um Ísland í tvö ár: Icesave-menn í lúxus í London Fyrir hrun var veitingastaðurinn Texture, sem er í næsta nágrenni við Oxford-stræti á Portman-torgi, oft og tíðum þéttskipaður Íslending- um á kvöldin, jafnt útrásarvíking- um og auðmönnum sem venjuleg- um daglaunamönnum frá Íslandi. Allir Íslendingar búsettir í Lond- on sem hitta ferðalanga sem vilja kynna sér slóðir útrásarvíkinganna spyrja reyndar: „Ertu búinn að fara á Texture?“ Agnar segir staðinn hafa not- ið vinsælda meðal Íslendinga. „Við fengum gríðarlega mikið af Íslend- ingum hingað fyrir hrun. Bæði fólk sem vann hjá íslensku bönkunum og eins fólk í fótboltaferðum. Þetta hefur auðvitað breyst mikið eftir hrun, enda er mikið af þeim Íslend- ingum sem voru að vinna hérna fyr- ir hrun eru farnir. Það varð svona 40 prósenta samdráttur hjá okkur á fyrstu sex mánuðunum eftir hrun, bæði fækkaði Íslendingum og eins var minna um Bretana,” segir Agnar sem opnaði staðinn fyrir um tveim- ur og hálfu ári síðan. Grindvíkingarnir vildu romm í kók Hann telur að hægt sé að skýra þetta með því að íslenska þjóðar- tengingin sé svo sterk í Íslending- um; það eitt að hann, Íslendingur- inn, eigi staðinn geri það að verkum að íslenskir ferðmenn í London leiti hann uppi. ,,Einu sinni í góð- ærinu komu meira að segja hingað sjómenn frá Grindavík. Þeir pönt- uðu sér 7 rétta smökkunarmatseðil. Með þessu pöntuðu þeir sér romm í kók. Þegar vínþjónninn sá þetta sagðist hann aldrei nokkurn tíma hafa séð annað eins,” segir Agnar en vínþjónninn sem hann ræðir um er meðeigandi hans að Texture, Frakk- inn Xavier Rousset. „Við höfum því fengið alla ís- lensku flóruna hingað, allar stéttir, á síðustu árum,“ segir Agnar en hann vill lítið ræða um þá frægu íslensku auðmenn sem heimildir DV herma að hafi komið mikið á staðinn, með- al annars þeir Hannes Smárason og Magnús Ármann. Agnar segir að það sem enn frek- ar hafi aukið á þessa Íslandsteng- ingu hafi verið að hann byrjaði að bjóða upp á íslenskan mat, til dæm- is skyr, humar og lambakjöt. Þessar íslensku afurðir voru hluti af stolti staðarins fyrir hrunið, enda segir Agnar að hann hafi verið ánægður með íslenska kaupsýslu- og banka- menn sem gerðu það gott í London á árunum fyrir hrun: Allt íslenskt hafi því verið af hinu góðu ,,Ég fann fyr- ir afbrýðisemi í garð Íslendinga fyrir hrunið. Fyrir hrunið var gríðarlega kúl að vera Íslendingur í London.” Eins og á þorrablóti Agnar segir að hápunktinum fyrir hrun hafi verið náð eitt laugardag- kvöldið á Texture þegar 46 af þeim 52 gestum sem komast fyrir á Text- ure hafi verið íslenskir. „Þegar líða tók á kvöldið og menn voru búnir að fá sér svolítið að drekka fór fólk að ganga á milli borða og spjalla sín á milli því þetta fólk þekkti auðvit- að hvert annað. Það var dálítið mik- ill hávaði og um tíma var þetta orð- ið eins og í verbúð eða á þorrablóti. Ég man að ég hugsaði með mér: Aumingja hinir gestirnir,“ segir Agn- ar glaðbeittur og bætir því við að kvöldið hafi þó verið slysalaust þrátt fyrir háreystina. Hrunið hafði áhrif á matseðilinn Þessi íslenska stemning á Texture leið svo undir lok með hruninu þeg- ar Íslendingunum fækkaði snögg- lega í London. Á sama tíma þurftu Agnar og Xavier að taka íslenska hráefnið af matseðlinum. ,,Það voru einhverjir byrjaðir að tala um „Ic- esave-humar“ og „Icesave-lamba- kjöt“. Við Xavier ákváðum því að bjóða ekki upp á þennan mat í ein- hvern tíma. Við byrjuðum svo aftur að bjóða upp á hann sex mánuðum síðar þegar aðeins hafði hægst um,“ segir Agnar. Hann bætir því við að hann hafi fundið að viðhorf Breta til Íslend- inga hafi breyst mikið eftir hrunið, meira að segja hafi einn gesta stað- arins orðið fyrir aðkasti frá Hollend- ingi þegar upp úr kafinu kom að maðurinn var íslenskur. „Félagar mínir segja stundum að við Íslend- ingar séum bara glæpamenn. Þetta er auðvitað bara grín. En öllu gríni fylgir einhver alvara.“ Ramsey kom og borðaði Agnar segir að Íslendingar komi enn á Texture, þótt það sé í minni mæli en áður, en að þeir eyði ekki eins miklu og fyrir hrun. „Fólk er minna í því að kaupa dýr vín og annað slíkt en áður,“ segir Agnar en stærsti hluti kúnnahóps hans í dag eru Bretar . Kokkurinn horfir björtum aug- um á framtíð staðarins og telur að Texture muni eiga sér líf þó svo að bankarnir hafi hrunið 2008 og Ís- lendingum í London hafi fækkað til muna. Hann segir að þrátt fyrir að það hafi kostað 200 milljónir að stofna staðinn sé hann skuldlaus í dag þar sem enginn hafi viljað lána þeim félögunum til að koma hon- um á koppinn: Eigendur eru þeir tveir og um tíu breskir og íslensk- ir fjárfestar. Hann segir aðspurð- ur að enginn íslensku fjárfestanna komi úr hópi þekktra auðmanna. „Ástæðan fyrir því að við skuldum ekkert er sú að bresku bankarn- ir vildu ekki lána okkur og íslensku útrásarvíkingarnir ekki heldur, en ég held ég hafi leitað til þeirra allra,“ segir Agnar. Lendingin varð því sú að staðurinn var fjármagnaður með eigin fé en ekki lánveitingum. „Við erum alltaf að fá þekktara og þekktara fólk hingað. Gordon Ram- sey borðaði til dæmis hér á þriðju- daginn og var mjög ánægður. Hann sagðist ekki hafa fengið betri mat á öllum þeim veitingastöðum sem hann hafði borðað á síðastliðna sex mánuði,“ segir Agnar, en Ramsey tengist íslensku útrásinni því hann var viðskiptavinur Ármanns Þor- valdssonar hjá Singer og Friedland- er-bankanum í Lundúnum. Ljóst er því að Agnar kvíðir ekki framtíðinni þrátt fyrir hrun og kreppu heima á Íslandi og í London og þó að á móti hafi blásið, enda er hann nú aftur farinn að bjóða upp á íslenskt hráefni – lúða var það á sjö rétta smökkunarmatseðlinum á fimmtudaginn – sem Bretinn fúlsar ekki lengur við. Íslendingar eiga sér því kannski líf og framtíð í Bretlandi eftir allt saman, þrátt fyrir hrunið og Icesave-málið endalausa. Kokkurinn Agnar Sverrisson er eigandi veitingastaðarins Texture en hann hefur verið eins konar mið- punktur í Íslendingasamfélaginu í London síðastliðin ár, samkvæmt viðmælendum DV. Segja má að allir vegir Íslendingsins í London liggi til Texture. Staðurinn er það sem kalla má fínn: Boðið er upp á margra rétta lúxusmat sem gælt hefur verið við. Staðurinn er líklega í svipuðum flokki og Fiskifélagið eða Dill heima á Íslandi. „ICESAVE-HUMARINN“ FÓR AF MATSEÐLINUM Eldað fyrir auðmenn Agnar Sverrisson er einn af eigendum veitingastaðarins Texture sem var vinsæll áningarstaður auð- og bankamanna í London fyrir hrunið. INGI F. VILHJÁLMSSON blaðamaður skrifar ingi@dv.is ,,Ég fann fyrir afbrýðisemi í garð Íslendinga fyrir hrunið. Fyrir hrunið var gríðarlega kúl að vera Íslendingur í London.”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.