Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2010, Síða 45

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2010, Síða 45
15. janúar 2009 FÖSTUDAGUR 45 Hver er Brian Laws? Það er von að fólk spyrji. Sá ágæti maður var ráðinn þjálfari úrvalsdeildarliðs Burnley á Englandi í vikunni þeg- ar ljóst var að guðinn þar á bæ, Owen Coyle, væri farinn til Bolton. Burnley reyndi við Simon Grayson, stjóra Leeds, til dæmis en minni lið- in vildu himinháar fjárhæðir fyr- ir sína menn. Því ákvað Burnley að taka annan pól í hæðina og ráða Laws til liðsins, mann sem fyrr í vet- ur var rekinn frá Sheffield Wednes- day fyrir slakan árangur. Afar sér- stök ákvörðun verður að segjast, að ráða mann með enga reynslu af úr- valsdeildinni þegar liðið er að berj- ast fyrir lífi sínu í deild þeirra bestu. Laws fær svo sannarlega eldskírn um helgina þegar hann heldur með sína menn á Old Trafford og mæt- ir meisturum síðustu þriggja ára, Manchester United. Henti kjúklingi í leikmann Rúllum snögglega yfir þjálfaraferil Laws sem spannar sextán ár. Hann gerðist spilandi þjálfari Grims- by árið 1994 og stýrði því í tvö ár. Þar komst hann lítið áleiðis og er minnst fyrir lítið annað í togara- bænum en að henda diski fullum af kjúklingavængjum í ítalskan leik- mann liðsins, Ivano Bonetti. Var Laws þar eitthvað ósáttur eftir 3-2 tap Grimsby gegn Luton í febrúar 1996. Hann var síðan rekinn í byrj- un tímabilsins eftir það en liðið byrjaði þá hræðilega. Laws var tiltölulega snöggur að fá aftur vinnu. Hann tók við Dar- lington í mjög stuttan tíma en var síðan ráðinn þjálfari Scunthorpe í byrjun árs 1997. Þar var hann einn- ig spilandi þjálfari fyrstu tvö árin áður en hann lagði skóna á hilluna. Hjá Scunthorpe komst hann tvíveg- is upp um deild á tíu árum sínum hjá félaginu. Seinni upprisan var mjög sérstök því Laws var rekinn frá Scunthorpe 2004, endurráðinn þremur vikum síðar og kom liðinu svo upp í næstefstu deild 2005. Sá árangur kveikti áhuga stærri liða og réð Sheffield Wednes- day hann til starfa fyrir tímabil- ið 2006/2007. Hans verður seint minnst þar á bæ fyrir utan eitt magnað afrek. Hann varð fyrsti þjálfarinn í 95 ár hjá Wednesday sem vann bæði heima- og útileik- inn gegn erkifjendunum í Sheffi- eld United. Þegar Uglurnar, eins og liðið er kallað, var svo komið í 20. sæti deildarinnar eftir meðal ann- ars fjögur töp í röð á heimavelli var hann látinn taka pokann sinn og hefur verið atvinnulaus núna í nokkra mánuði. Reynslulaus í risaverkefni Það er ekkert smávegis verkefni sem liggur nú á herðum Brians Laws. Hann þarf að sjá til þess að þunn- skipað lið Burnley haldi sæti sínu í deild þeirra bestu. Deild sem hann hefur aldrei áður þjálfað í. Það má fastlega búast við því að hann fái vægt sjokk þegar hann sækir hvorki meira né minna en Englandsmeist- ara Manchester United heim í fyrsta leik. Honum til happs og lukku eru meistararnir á niðurtúr þessa dag- ana og gætu því verið góðir við ný- liðann á laugardaginn. Owen Coyle sem kvaddi Burn- ley í vikunni hefur staðið sig vel en meira að segja sá frábæri þjálfari hefur lítið getað gert í málunum að undanförnu. Burnley er sem stend- ur í fjórtánda sæti úrvalsdeildarinn- ar en þegar litið er raunsætt á mál- in kemur eitt og annað í ljós. Aðeins eru tvö stig í fallsæti og það sem meira er að Burnley hefur ekki unn- ið leik í rúma tvo mánuði. Það hafði þá sigur á Hull, 2–0, en síðan hafa liðið níu leikir þar sem Burnley hef- ur aðeins innbyrt fimm stig af fjöru- tíu og fimm mögulegum. Síðustu leikir hafa líka margir hverjir verið mikilvægir gegn lið- um með svipaðan stigafjölda. Hef- ur Burnley farið í gegnum ágætt prógramm en nú tekur svo sannar- lega alvarleikinn við. United bíður Burnley um helgina og síðan taka við leikir gegn Bolton úti, Chelsea heima, West Ham heima, Fulham og Villa úti og Arsenal heima. Pró- gramm sem reyndustu þjálfarar deildarinnar myndu verða smeyk- ir við. Hvað þá óreyndur kjúklinga- kastari sem síðast var rekinn úr næstefstu deild. KJÚKLINGA- KASTARINN BYRJAR Á OLD TRAFFORD TÓMAS ÞÓR ÞÓRÐARSON blaðamaður skrifar: tomas@dv.is Owen Coyle Gerði frábæra hluti með Burnley og er farinn á brott til Bolton. Jóhannes Karl Fær vonandi meira að spila undir stjórn Laws. Brian Laws Óreyndur í úrvalsdeildinni. Brian Laws er ekki sá þekktasti í knattspyrnuheiminum. Hann fékk þó í vikunni tækifæri lífs síns þegar hann var ráðinn í ensku úrvalsdeildina sem stjóri Burnley. Ráðningin kom mjög á óvart þar sem það síð- asta sem hann gerði var að láta reka sig frá Championship-liði Sheffield Wednesday fyrir slakan árangur. Fyrsti leikur Laws er gegn Englandsmeisturum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.