Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2010, Page 46

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2010, Page 46
46 FÖSTUDAGUR 15. janúar 2009 HELGARBLAÐ Ó lafur Kjartan Sigurðarson óp- erusöngvari er að verða afi á næstunni, aðeins 41 árs. Faðir hans, tónlistarmaðurinn Sigurð- ur Rúnar Jónsson, oftast kallaður Diddi fiðla, er því að verða langafi en sjálfur er hann rétt tæplega sextugur að aldri. Það sem gerir þetta enn merkilegra er að Diddi á sjálf- ur móðurafa á lífi og því er von á sjötta ætt- liðnum í heiminn. Sonur Ólafs Kjartans, Fjölnir, á von á barni í febrúarmánuði með unnustu sinni, Völu Bjarneyju Gunnarsdóttur. Bæði eru þau nítj- án ára, en hann lauk stúdentsprófi nú um jólin og Vala Bjarney nær sama áfanga á vori komanda. Fjölnir á langalangafa á lífi, Giss- ur Ó. Erlingsson, sem fagnaði hundrað ára afmæli sínu á síðasta ári og í febrúar fagnar hann þeim áfanga að verða langalangalang- afi barnsins sem þá kemur í heiminn. Háaldraður sjálfur Ólafur Kjartan er búsettur úti í Þýskalandi, ásamt konu sinni Sigurbjörgu og dætrunum Ásgerði og Brynju, en hann hefur verið fast- ráðinn við óperuna í Saarbrücken síðastlið- in tvö ár. Aðspurður segist hann virkilega spenntur yfir því að verða afi en finnst leið- inlegt að vera búsettur erlendis á sama tíma. „Mér finnst það náttúrlega stórkostlegt að verða afi. Það er rosalega spennandi en verst finnst mér að vera afi í útlöndum. Við ætlum auðvitað að reyna að hitta þau sem fyrst sem og nýja fjölskyldumeðliminn. Auðvitað verða þau ungir foreldrar en það er ekkert nýtt í þessari fjölskyldu,“ segir Ólafur Kjartan. „Foreldrar mínir voru sjálfir átján ára þeg- ar ég fæddist og foreldrar pabba voru sautján þegar hann fæddist. Sjálfur var ég tuttugu og eins árs þegar Fjölnir fæddist, þannig er ég ættleri því ég var orðinn alveg hundgamall.“ Sprækur langalangalangafi Langafi Ólafs Kjartans óperusöngvara er Gissur Ó. Erlingsson þýðandi sem fæddist í marsmánuði árið 1909 og hélt hann því upp á merkan áfanga á síðasta ári er hann varð hundrað ára gamall. Hann er við hesta- heilsu og starfar enn við þýðingar. „Langafi er enn að vinna við þýðingar og hann send- ir mér tölvupóst nokkrum sinnum í mánuði. Hann er í fullu fjöri og miklu meira en það. Langafi er alveg ótrúlega sprækur og hann er himinlifandi yfir því verða langalangalang- afi. Hann er virkilega stoltur af ættleggn- um enda einstakt fyrir hann að fylgjast með sjötta ættliðnum í burðarliðnum,“ segir Ól- afur Kjartan. Amma Ólafs Kjartans er Jóhanna G. Er- lingsson, textahöfundur og þýðandi, sem fæddist í janúar árið 1932. Hún er þekkt fyrir mörg falleg ljóð og texta, meðal þeirra hljóm- aði í jólamánuðinum hið þekkta ljóð hennar, Jólin alls staðar. Það samdi hún við lag eigin- manns síns, Jóns bassa Sigurðssonar. Húmor og léttlyndi Foreldrar Ólafs, þau Sigurður Rúnar Jóns- son tónlistarmaður og Ásgerður Ólafsdótt- ir, eru búsett í Reykholti í Borgarfirði. Hún er þar skólastjóri en Diddi starfar við tónsmíð- ar, kórstjórn, hljóðupptökur og kennslu. „Það eru að sjálfsögðu allir verulega kátir yfir þessu, langafi, amma, pabbi og ég. Fjöl- skyldan hefur í gegnum tíðina verið mjög samheldin og við hittumst eins reglulega og hægt er. Hópurinn hefur vissulega dreifst undanfarin ár en við hittumst alltaf á stórhá- tíðum auðvitað,“ segir Ólafur Kjartan. „Langafi hefur aldrei farið í þann leik að þakka einhverju sérstöku fyrir að hafa náð þessum aldri en hann talar um það að létt- lyndi og húmorinn haldi sér gangandi. Hann er líka einstaklega skapgóður og skemmti- legur maður, og það á eiginlega við þennan legg allan.“ Vita ekki hvort kynið er Hinir verðandi foreldrar vita ekki hvort kyn- ið barnið þeirra er og eins og gefur að skilja bíður Ólafur Kjartan spenntur eftir fæðingu barnabarnsins og er stoltur af syni sínum og unnustu hans. „Þau eru spennt og reiðubúin undir hið nýja hlutverk. Hvort um er að ræða stúlku eða dreng vitum við ekki og það verð- ur bara óvæntur glaðningur,“ segir Ólafur Kjartan. „Fjölnir hefur fundið sér dásamlega stúlku, vægt til orða tekið. Að baki henni stendur frábært fólk sem styður líka við bak- ið á þeim og allt er þetta ómetanlegt. Þetta eru flottir krakkar sem eiga framtíðina fyr- ir sér, í foreldrahlutverkinu sem og í öðrum hlutverkum.“ + trausti@dv.is FIMM ÆTTLIÐIR SAMAN Fjölskyldan er þekkt fyrir húmor og léttlyndi. Hér eru saman komin langalanga- langafinn Gissur, langalang- amman Jóhanna, langafinn Sigurður Rúnar, afinn Ólafur Kjartan og hinir verðandi foreldrar, Fjölnir og Vala Bjarney. MYND SIGTRYGGUR ARI Ólafur Kjartan Sigurðarson óperusöngvari verður afi í næsta mánuði, 41 árs. Sjálfur á hann langafa á lífi sem þá verður langalangalangafi. Allur ættleggurinn bíður spenntur eftir nýjasta meðlimnum en kynið er ekki vit- að. Ólafur Kjartan segist sjálfur vera ættleri því hann var orðinn hundgamall, 21 árs, þegar hann átti son sinn. BEÐIÐ EFTIR SJÖTTA ÆTTLIÐNUM „SJÁLFUR VAR ÉG TUTTUGU OG EINS ÁRS ÞEGAR FJÖLNIR FÆDDIST, ÞANNIG ER ÉG ÆTTLERI ÞVÍ ÉG VAR ORÐINN ALVEG HUNDGAMALL.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.