Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2010, Blaðsíða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2010, Blaðsíða 56
n Sjónvarpsmaðurinn Auðunn Blöndal hefur hingað til ekki verið þekktur fyrir mikla sundhæfileika. Segja fróðir menn um sund að hann sé allt að því ósyndur. Í sjón- varpsþættinum skemmtilega Auddi og Sveppi, keppir Auðunn í sundi við fatlaðan sundmann. Sundmað- urinn notast við aðra hönd og annan fót í sundinu. Þrátt fyrir það má búast við ójafnri keppni því eins og aðdá- endur Sveppa og Audda vita er sjónvarps- maðurinn slakur sund- maður með eindæmum. Eru þeir ekki með fulla vasa silfurs? FRÉTTASKOT 512 70 70 DV BORGAR 2.500 KRÓNUR FYRIR FRÉTTASKOT SEM LEIÐIR TIL FRÉTTAR. FYRIR FRÉTTASKOT SEM VERÐUR AÐALFRÉTT Á FORSÍÐU GREIÐAST 25.000 KRÓNUR. FYRIR BESTA FRÉTTASKOT VIKUNNAR GREIÐAST ALLT AÐ 50.000 KRÓNUR. ALLS ERU GREIDDAR 100.000 KRÓNUR FYRIR BESTA FRÉTTASKOT HVERS MÁNAÐAR. Menn verða seint ríkir á því að spila fyrir íslenska landsliðið í hand- bolta en strákarnir okkar eru sennilega einu landsliðsmennirnir í hópi þeirra þjóða sem taka þátt á Evrópumótinu í handbolta sem þurfa að greiða með sér meðan á mótinu stendur. Strákarn- ir okkar fá litlar 20 evrur í dagpeninga en það er í kringum 3.600 krónur og er viðbúið að það dugi skammt yfir dag- inn í Austurríki. Til viðmiðunar fær alþingismaður við störf rúmar 40.500 krónur í dag- peninga meðan hann dvelur í Austur- ríki. Af því er gert ráð fyrir að um 26.000 krónur fari í gistingu þannig að alþing- ismaðurinn hefur um 14.500 krónur eða 80 evrur til ráðstöfunar í annað. HSÍ greiðir einnig gistingu landsliðs- mannanna en alþingismaðurinn fær þrátt fyrir það fjórfalt meira fé til ráð- stöfunar en landsliðshetjurnar. Ástæða þess að svo naumt er skammtað er fjárhagsstaða HSÍ sem er ekki sterk frekar en flestra annarra sérsambanda hér á landi. KKÍ tilkynnti meðal annars nýlega að ekki yrði sent lið frá sambandinu á Evrópumót að þessu sinni. Til samanburðar greindi Morgunblaðið frá því að hver norsk- ur landsliðsmaður fengi 2,4 milljón- ir króna ef liðið ynni gullverðlaun á mótinu. Einar Þorvarðarson, fram- kvæmdastjóri HSÍ, hló þegar hann var spurður hvað íslensku landsliðsmenn- irnir fengju mikið. Það yrði fróðlegt að sjá niðurstöð- ur úr þeirri skoðanakönnun þar sem landsmenn yrðu spurðir hvernig þeir vildu sjá þessum dagpeningum al- þingismanna ráðstafað. Til að halda uppi alþingismönnunum eða strákun- um okkar? asgeir@dv.is KEPPIR VIÐ FATLAÐAN Alþingismenn fá fjórfalt meiri dagpening en landsliðsmennirnir í handbolta: STRÁKUNUM OKKAR NAUMT SKAMMTAÐ n Á föstudaginn voru rétt tæp- lega 300 manns búnir að skrá sig í stuðningshóp á Facebook sem vill að íþróttafréttamaðurinn Adolf Ingi Erlingsson haldi sig frá heims- meistarakeppninni í knattspyrnu næsta sumar. Ríkissjónvarpið er með sýningaréttinn á mótinu og má því fastlega búast við að Adolf lýsi mörgum leikjum enda langreynd- asti starfsmaður íþróttadeildarinn- ar. Nú þegar hafa nokkrir nafntog- aðir einstaklingar skráð sig. Þar á meðal eru bikarmeistararn- ir með Breiðabliki Alfreð Finnbogason og Arnór Sveinn Aðalsteinsson, vonarstjarnan Kol- beinn Sigþórs- son, blaðamaður- inn Atli Fannar Bjarkason og annar blaðamað- ur og kollegi Ad- olfs, Henry Birgir Gunnarsson. DOLLALAUST HM 2010 n Svo virðist sem íþróttadeild RÚV hafi hitt naglann á höfuðið með ráðningu nýja starfsmannsins. Í vikunni var gengið frá ráðningu handknattleiksmannsins Einars Arnar Jónssonar, Íslandsmeist- ara með Haukum og fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmanns. Einar hefur ekki enn hafið formlega störf en aðstoðaði Adolf Inga Erlings- son við lýsingu á landsleik Íslands og Portúgal. Í beinni útsendingu var sagt að Guðjón Valur Sigurðsson væri með skilaboð til Einars Arnar en þegar kom að því að láta þau út úr sér hætti hann snögglega við. „Nei, ég kann ekki við það. Það er betra að segja þetta ekki í beinni útsendingu,“ sagði Guð- jón og hló dátt. Guðjón og Einar þekkjast vel úr landsliðinu frá því á árum áður en það gerist ekki oft að landsliðsmenn ávarpi aðstoðarlýs- endur eftir leiki. EINAR MINNIR Á SIG Logi og félagar Þurfa að fara sparlega með dagpeningana til að láta þá duga. ILVA Korputorgi, Blikastaðavegi 2-8, 112 Reykjavík s: 522 4500 laugardaga 10-18 sunnudaga 12-18 mánudaga - föstudaga 11-19 © I LV A Í s la n d 2 0 10 ILVA Korputorgi, Blikastaðavegi 2-8, 112 Reykjavík s: 522 4500 www.ILVA.is laugardagur 10-18 sunnudagur 12-18 mánudaga - föstudaga 11-19 ILVA kaffi: laugardaga 10-17 sunnudaga 12-17 mánudaga-föstudaga 11-18 sendum um allt land OG VIÐ MEINUM ÖLLUM SÓFUM OG SÓFASETTUM! 20-60% AF ÖLLUM SÓFUM OG SÓFASETTUM 16. OG 17. JANÚAR BÆTUM VIÐ ÚTSÖLUNA AÐEINS ÞESSA HELGI Nýtt kortatímabil Gulrótakaka 195,- Frítt kaffi alla helgina kaffi Bjóðum uppá vaxtalaust lán til 6 mánaða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.