Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2010, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2010, Síða 8
8 FÖSTUDAGUR 9. apríl 2010 FRÉTTIR EINN EÐA TVEIR MILLJARÐAR? n Óskar Sigurðsson, skiptastjóri Fons hf. félags Pálma Haraldssonar, hefur höfðað riftunarmál vegna milljarðs sem rann úr sjóðum félagsins til Jóns Ásgeirs Jóhann- essonar. Þannig reynir Óskar væntanlega að endurheimta verðmæti meðal annars í þágu Glitnis, sem gerir stærstu kröfuna í búið. Nú hefur skilanefnd Glitnis höfðað skaðabótamál gegn Jóni Ásgeiri og fimm öðrum eigendum og stjórnendum hins fallna banka og krefst 6 milljarða króna samtals. Ætla má að Jón Ásgeir eigi að greiða einn milljarð fallist dómstólar á kröfuna. Nú hefur spurning vaknað hvort hér sé um sama milljarðinn að ræða eða hvort ætlunin sé að Fonsbúið fái einn milljarð og skilanefnd Glitnis annan. „ENGAN ÚTÚR ­ SNÚNING TAKK“ n Svavar Gestsson hefur opnað vefsíðu, svavar.is. Frægast verka hans í seinni tíð er Icesave-samn- ingurinn sem Svavarsnefndin svonefnda gerði og valdið hefur óslitnum deilum frá því snemm- sumars í fyrra. Nú ritar Svavar á vefsíðu sína: „Það er varasamt að gera meira úr erfiðleikunum en efni standa til. Þá er hættan sú að við komumst aldrei yfir erfiðleikana. Það ljótasta í stöðunni núna er að mínu mati atvinnuleysið. Og það er svona mikið vegna þess að við höfum ekki lokið Icesave málinu. Um það ber öllum saman sem vilja sjá stað- reyndir. En ekki útúrsnúning takk: Atvinnuleysið væri minna en hyrfi auðvitað ekki.“ Skyldi Ögmundur Jónasson hafa rekið augun í þetta? TÖLVUPÓSTAR STUNDUM GÓÐIR n Davíð Oddsson gekk af sínum síðasta ríkisstjórnarfundi í sept- ember 2005, fáeinum dögum eftir að Fréttablaðið birti fyrstu frétt sína um tölvupósta Jónínu Bene- diktsdóttur og Styrmis Gunnarssonar ritstjóra. Póstarn- ir þóttu varpa ljósi á upphaf Baugsmálsins svonefnda. Blaðamað- ur spurði Davíð hvort tölvupóstarnir væru ekki venjulegar upplýsingar sem sannreyna mætti. „Ég horfi nú ekki á það með þeim hætti. Þegar farið er að brjótast inn í tölvupósta manna, þá er þetta komið á alvarlegt stig, mjög óvenjulegt stig, sem allir hljóta að hafa áhyggjur af,“ svaraði Davíð. Skyldi ritstjóri Morg- unblaðsins hafa svipaðar áhyggjur af Glitnispóstunum nú? ÝMIST OF EÐA VAN n Núverandi ríkisstjórn hefur lengi verið sökuð um skort á nauðsyn- legum myndugleik. Þess utan hafi hún gert sig seka um að slá ákvörðunum á frest. Fyrir þetta hefur hún sætt gagnrýni. Margir telja að Álfheiður Ingadóttir heil- brigðisráðherra hafi viljað reka slyðruorðið af ríkisstjórninni þegar hún með festu og myndugleik ákvað að áminna Steingrím Ara Arason, forstjóra Sjúkratrygginga, fyrir að leita álits Ríkisendurskoðunar á lögmæti nýrrar reglugerðar. Nú sætir hún ámæli fyrir að sýna myndugleik að tilefnislausu og meira að segja ríkisendurskoðandi setur sjálfur ofan í við hana með þunga. SANDKORN Sólrúnu Júlíusdóttur, fráfarandi læknaritara hjá Heilbrigðisstofn- un Fjallabyggðar, hefur verið boðinn starfslokasamningur sem samkvæmt heimildum DV hljóðar upp á laun næsta hálfa árið. Áður hafði hún ver- ið send í launað leyfi frá stofnuninni, að hennar mati þar sem forstjórinn, Konráð Karl Baldvinsson, hafi viljað losna við hana. Ástæða brottvikningarinnar tel- ur Sólrún vera þá að hún var ein margra sem stóðu að undirskrifta- stöfnun til stuðnings yfirlækni heil- brigðisstofnunarinnar, Andrési Magnússyni, en tilkynnt hafði verið að staða hans yrði lögð niður vegna sameiningaráforma. Þá söfnuðust yfir þúsund undirskriftir til stuðn- ings lækninum. Í kjölfar deilunn- ar kvartaði Sólrún til heilbrigðis- ráðuneytisins þaðan sem hún segist engin svör hafa fengið en vegna kvartananna segir hún forstjórann hafa sakað hana um trúnaðarbrest og sent hana í launað leyfi. Engin áminning Sólrún undrast hvers vegna henni var sagt upp án þess að hún fengi nokkra áminningu vegna brots í starfi. Hún segist lítið annað hafa séð í stöðunni en að þiggja starfslokasamning en sjálf undirbýr hún að senda málið til umboðsmanns Alþingis. „Viljinn var klárlega sá að losna við mig því ég var óþægileg. Ég var meðal annarra í þessari undirskriftasöfnun en það var líka fjöldi annarra. Þetta var hitamál hér á Siglufirði því okkur þykir vænt um yfirlækninn okkar,“ segir Sólrún. „Ég hef sent fjölda kvörtunarbréfa á heilbrigðisráðuneytið en það eina sem ég sé að hafi verið gert er að bréf- in voru send beint frá ráðuneytinu á forstjórann. Slík vinnubrögð skil ég ekki og ég er að kanna rétt minn til að sækja rétt minn. Um síðustu mánaða- mót fékk ég starfslokasamninginn en áður hafði ég verið heima í tvo mán- uði á launum. Mér er sagt að starfs- lokin séu til komin vegna skipulags- breytinga en ég fæ engin svör um hvaða breytingar það eru.“ Fékk kvörtunarbréfin Konráð Karl viðurkennir að Sólrúnu hafi verið sagt upp að mestu leyti vegna mótmæla en ekki skipulags- breytinga, annars vegar vegna kvart- ana til heilbrigðisráðuneytisins og hins vegar fyrir að tengjast undir- skriftasöfnun. Aðspurður segist hann hafa fengið send frá ráðuneytinu kvörtunarbréf læknaritarans en að það hafi verið gert að sínu frumkvæði. „Það er staðreynd að læknaritar- anum var afhentur starfslokasamn- ingur. Ástæðan er trúnaðarbrestur milli viðkomandi og mín og kvart- anir til ráðuneytisins. Fyrir þær sakir varð það samkomulag að hún léti hér af störfum. Það er óhætt að segja það að undirskriftasöfnunin á sínum tíma var líka hluti af þessu máli,“ segir Kon- ráð Karl. „Eftir að læknaritarinn kvartaði til ráðuneytisins fór ég fram á að fá bréf- in og þau fékk ég send. Slíkur trúnað- arbrestur, að undirmenn vinni gegn yfirmanni, er eitthvað sem fáir for- stöðumenn, hvort sem það er hjá opinberri stofnun eða einkastofnun, geta sætt sig við.“ TRAUSTI HAFSTEINSSON blaðamaður skrifar: trausti@dv.is Slíkur trúnaðarbrestur, að undirmenn vinni gegn yfirmanni, er eitthvað sem fáir for- stöðumenn, hvort sem það er hjá opinberri stofn- un eða einkastofnun, geta sætt sig við. REKIN FYRIR AÐ MÓTMÆLA Sólrún Júlíusdóttir, fráfarandi læknaritari hjá Heilbrigðisstofnun Fjallabyggðar, er ósátt við að hafa verið sagt upp en ástæðuna telur hún vera þá að hún stóð að baki und- irskriftasöfnun gegn forstjóranum, Konráði Karli Baldvinssyni. Sjálfur viðurkennir hann að trúnaðarbrestur hafi leitt til uppsagnarinnar. Sagt upp Sólrúnu læknaritara var sagt upp vegna trúnaðarbrests á milli hennar og for- stjórans en hún kom að undirskriftasöfnun og kvörtunum til heilbrigðisráðuneytisins. Karlmaður var í Héraðsdómi Suð- urlands í gær dæmdur til að greiða 25 þúsund krónur í sekt fyrir að hafa klæðst einkennisbol lögreglu á veit- ingastaðnum Hvíta húsinu í Árborg aðfaranótt sunnudagsins 7. febrúar síðastliðins. Var maðurinn ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni með því að hafa notað einkennisbúning lögreglu opinberlega. Ákærði mætti ekki fyrir dómara sem kvað upp dóminn í fjarvist hans. Þá var tekið fram í dómnum að maðurinn hefði einnig verið dæmdur fyrir umferð- arlagabrot og hraðakstur á undan- förnum misserum. Í 117. grein almennra hegning- arlaga segir: „Hver, sem vísvitandi eða af gáleysi notar opinberlega eða í ólögmætum tilgangi einkenni, merki eða einkennisbúning, sem áskilinn er íslenskum eða erlendum stjórnvöldum eða hermönnum, eða einkenni, merki eða búning, sem er svo áþekkur hinum ofannefndu, að hætta er á, að á verði villst, skal sæta sektum.“ Stutt er frá því annar maður var dæmdur fyrir sama brot. Liðlega tvítugur piltur var í febrúar dæmd- ur í 25 þúsund króna sekt fyrir að vera í einkennisbúningi lögreglu á balli á Broadway í Reykjavík í haust. helgihrafn@dv.is Ólöglegt er að klæðast lögreglubúningi þegar farið er á barinn: Sektaður fyrir lögreglubúning Borgar sekt Ungur Selfyssingur fór á skemmtistað í lögreglu- bol og borgar sekt. Sólrún Júlíusdóttir Telur að henni hafi verið sagt upp fyrir að standa að undirskriftasöfnun.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.