Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2010, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2010, Blaðsíða 20
Margar í Kvenna- athvarfið Aðsókn var mikil í Kvennaathvarf- ið á síðasta ári og einungis einu sinni í 27 ára sögu athvarfsins hafa verið skráðar fleiri komur. Alls dvöldu 118 konur og 60 börn í athvarfinu á árinu og veitt voru tæplega 500 ráðgjafar- og stuðn- ingsviðtöl við konur sem ekki komu í dvöl. Það sem af er árinu 2010 hefur aðsókn í viðtöl enn stóraukist. Alls fóru 40 prósent dvalarkvenna aftur heim í sömu aðstæður og þær komu úr en sá hópur hefur sennilega aldrei ver- ið jafnstór. 20 FÖSTUDAGUR 9. apríl 2010 FRÉTTIR Innri endurskoðun Reykjavíkurborg- ar skoðar nú ráðstöfun styrkveitingu borgarinnar til Golfklúbbs Reykjavík- ur sem hefur síðustu þrjú ár þegið 210 milljónir króna frá Reykjavíkurborg til framkvæmda. Klúbburinn hefur ekk- ert framkvæmt í samræmi við ákvæði samningins á árunum 2008 og 2009 en fengið greitt samkvæmt honum. Sam- kvæmt ársreikningi og skýrslu stjórnar GR sem DV hefur undir höndum hef- ur peningunum verið varið í að greiða niður langtímaskuldir, kaupleigu- samning vegna vélakaupa og yfirdrátt. Fram kemur í skýrslu stjórnar GR að með uppgreiðslu á langtímalánum spari klúbburinn sér um 25 milljónir króna í vaxtagreiðslur. Umræddur samningur var gerður í apríl 2006 þar sem Reykjavíkurborg samþykkti að reiða fram 210 milljóna króna styrk vegna framkvæmda GR upp á 267 milljónir króna. Fram kemur í ársreikningi að ráðist hafi verið í rétt rúmlega helming af áætluðum fjár- festingum en „klúbburinn hefur hins vegar fengið greitt allt framlagið,“ eins og segir í ársreikningi GR. Borgaryfirvöld hafa óskað eft- ir skýringum frá forsvarsmönnum Golfklúbbs Reykjavíkur sem og inn- an úr borgarkerfinu vegna málsins. Komist innri endurskoðun borgar- innar að þeirri niðurstöðu að fjár- magni frá borginni hafi verið ráðstaf- að í trássi við gerða samninga mun koma til endurskoðunar borgaryfir- valda á samningum um greiðslur til golfklúbbsins. Forsvarsmenn golfklúbbsins munu á morgun funda með yfirvöldum til að skýra mál sitt. Skilanefnd Landsbankans leysti ný- verið til sín allar eignir félagsins Nordic Partners sem var áður í eigu athafnamannsins Gísla Reynissonar sem lést á síðasta ári. Skuldir Nord- ic Partners við gamla Landsbankann eru taldar nema um 100 milljörðum íslenskra króna. Í samtali við DV seg- ir Friðrik Jóhannsson, fyrrverandi forstjóri Straums Burðaráss sem að- stoðað hefur skilanefndina við fjár- hagslega endurskipulagningu Nord- ic Partners að Landsbankinn muni tapa verulegum fjárhæðum á eign- um félagsins. Hann vill þó ekki gefa upp neinar fjárhæðir enda sé óljóst hvað bankinn muni endanlega fá fyrir eignir félagsins. Það sé þó ljóst að tap Landsbankans nemi tugum milljarða króna. Landsbankinn held- ur áfram fimm Dornier-þotum og þremur hótelum í Kaupmannahöfn og þar á meðal hinu fræga Hotel D‘Angleterre. Leppur kaupir meirihlutann Um eignir Nordic Partners í Eystra- saltslöndunum og Póllandi hef- ur verið stofnað sérstakt félag sem fengið hefur nafnið NP Limited. Hef- ur Daumants Vitols og stjórnenda- teymi undir hans forystu eignast 51 prósent hlut í NP Limited. Daum- ants Vitols starfaði áður sem fram- kvæmdastjóri Nordic Partners í Lett- landi og átti ellefu prósent í félaginu. Í tilkynningu frá Landsbankanum kom fram að afskiptum annarra fyrr- verandi eigenda væri lokið. Er þar átt við þá Bjarna Gunnarsson, fyrrver- andi framkvæmdastjóra félagsins á Íslandi og Jón Þór Hjaltason sem var stjórnarformaður. Enginn rekstrarmaður Samkvæmt heimildum DV er Dau- mants Vitols lítill rekstrarmaður og segir heimildarmaður að útilok- að sé að hann hafi getað reitt fram þá fjármuni sem þurfti til að yfir- taka félagið. Hann hafi ávallt starf- að sem handbendi Gísla Reynis- sonar og verið notaður í önnur verk en þau sem tengdust fjárhagsleg- um rekstri Nordic Partners. Gísli og Dau mants Vitols kynntust árið 1995 og störfuðu saman eftir það. Lögmaður Gísla í Lettlandi var Marcis Mikelsons sem er þekktur í Lettlandi fyrir að vera verjandi maf- íuforingja. Talið er líklegt að Mikel- son hafi átt einhvern þátt í yfirtök- unni á 51 prósenta hlut í Nordic Partners. Daumants Vitols lét ný- verið hafa eftir sér í lettneskum fjöl- miðlum að engar breytingar yrðu gerðar á stjórn fyrirtækisins. Sagði hann þau fyrirtæki sem hann yfir- tók hafa velt um 16 milljörðum ís- lenskra króna á síðasta ári. Bjarni og Jón Þór áfram við stjórn Samkvæmt heimildum DV var Bjarni Gunnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Nordic Partn- ers, staddur í Tékklandi fyrir stuttu og mun hann hafa haft það á orði að hann væri enn við stjórnvölinn hjá Nordic Partners. Félagið keypti stærsta matvælafyrirtæki Tékklands í upphafi árs 2008 en það heitir Hamé. Bjarni stjórnar því ennþá en Hamé var ekki innan Nordic Partners og var fjármagnað af tékkneskum bönk- um. Jón Þór Hjaltason, fyrrverandi stjórnarformaður, var nýverið í Lett- landi og segir heimildarmaður DV að svo virtist sem engar breytingar hefðu verið gerðar á rekstri Nordic Partners í Lettlandi. Friðrik Jóhanns- son og Páll Benediktsson, upplýs- ingafulltrúi skilanefndar Lands- bankans neita því báðir að Jón Þór Hjaltason komi enn að rekstri Nordic Partners í Lettlandi. Landsbankinn með menn í stjórn Friðrik Jóhannsson segir að hann muni áfram fylgjast með rekstri Nordic Partners ásamt Gunnari Páli Tryggvasyni en hann starfaði áður hjá Kaupþingi í Lundúnum. Þeir muni sitja í stjórn félagsins. Þeir hafa báðir unnið að endurskipulagn- ingu Nordic Partners. „Verðið á þeim hlutabréfum sem Daumants Vitols kaupir er ekki hátt og félagið er áfram töluvert mikið skuldsett,“ segir Frið- rik. Að hans sögn er efnahagsástand- ið í Lettlandi virkilega slæmt. Lán með vitund eigenda Landsbankans DV sagði frá því síðasta sumar að Landsbankinn hefði lánað Nord- ic Partners 142 milljónir evra eða rúmlega 25 milljarða íslenskra króna miðað við núverandi gengi fyrir fast- eignaverkefnum í Lettlandi. Lands- bankinn ætti veð í þeim verkefnum en verðmæti þeirra er talið allt að 40 sinnum lægra en lánin segja til um. Samkvæmt heimildum DV var Björg ólfi Thor Björgólfssyni kunnugt um þessar leikfléttur hjá Gísla Reyn- issyni. Ekki liggur þó ljóst fyrir hver þóknun Björgólfs Thors var af þess- um viðskiptum. Land í Ríga Hér er dæmi af landi í Ríga í Lettlandi sem Nordic Partners veðsetti hjá Landsbankanum fyrir margfalt markaðsverðmæti. Fallið veldi Ljóst er að Landsbankinn þarf að afskrifa tugi milljarða króna sem Gísla Reynisson og Nordic Partners fengu lánað hjá Landsbankanum. Landsbankinn þarf að afskrifa tugi milljarða króna vegna skulda félagsins Nordic Partners. Félagið skuldaði Landsbankanum nærri 100 milljarða króna. Lettneskur stjórnandi fékk 51 prósenta hlut í félaginu NP Partners sem fer með eignir í Eystrasaltslöndunum og Póllandi. Samkvæmt heimildum DV er hann leppur fyrir fyrrverandi eigendur Nordic Partners sem eru sagðir fara áfram með stjórn félagsins. Landsbankinn neitar því. LEPPUR YFIRTEKUR NORDIC PARTNERS ANNAS SIGMUNDSSON blaðamaður skrifar: as@dv.is Golfklúbbur Reykjavíkur hefur fengið 210 milljónir króna frá Reykjavík til framkvæmda: Styrkur notaður til að greiða skuldir Kylfingar grynnka á skuldum Peningum sem átti að verja í framkvæmdir hjá GR virðist hafa verið varið í að grynnka á skuldum klúbbsins. Daumants Vitols er lítill rekstrar- maður og segir heimild- armaður að útilokað sé að hann hafi getað reitt fram þá fjármuni sem þurfti til að yfirtaka fé- lagið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.