Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2010, Blaðsíða 34
neyslunnar. „Einstöku sinnum hugsa
ég með mér að það væri gaman að fá
sér eitt rauðvínsglas en ég loka strax
á það. Ég veit að það yrði aldrei eitt
glas, ég get ekki drukkið eins og ann-
að fólk. Ég er búinn að vera edrú vel
á sjötta ár og fjarlægðin gerir sukk-
ið lítið eftirsóknarvert. Þá sjaldan
sem ég fer niður í bæ iða ég ekkert
í skinninu að vera í sama ástandi og
fólkið þar og veit fátt aulalegra en
lið sem slefar drafandi upp í eyrun
á gubbandi fólki. Ég var á þessum
stað en langar ekki þangað aftur. Ég
er líka orðinn fertugur og allar hug-
myndir um djamm heilla mig ekki
lengur. Maður verður þó alltaf að
vera á varðbergi og ég þekki fólk sem
hefur fallið nánast fyrirvaralaust eft-
ir margra ára edrúmennsku og far-
ið illa út úr því. Þótt þú sért í góðum
málum í dag er ekki þar með sagt að
þú verðir í góðum málum á morgun.“
HATAÐI EUROVISION
Sigmar hefur fjórum sinnum ver-
ið þulur Evrovision-keppninnar og
viðurkennir að gömlu félagarnir
úr rokkinu hafi líklega gert grín að
honum þegar hann tók starfið að
sér. „Ég hugsa að þeir séu enn að
hlæja. Í minni kreðsu á þeim tíma
var Eurovision lægsti samnefn-
ari þess smekklausasta sem fyrir-
finnst á jörðinni. Á X-inu spiluð-
um við stundum Eurovision-lög en
það var bara í vondulagakeppni. Á
X-inu var það nánast lífsstefna okk-
ar að hatast út í þessa keppni og í
rauninni alla aðra tónlist en þá sem
við spiluðum. Sjálfur hefði ég aldrei
trúað að ég ætti eftir að lýsa þess-
ari keppni en raunin er sú að þetta
er eitt það skemmtilegasta sem ég
hef gert. Ég hlusta enn á rokk og
það verður bara harðara með árun-
um en ég fíla líka Eurovision enda
orðin alæta á tónlist. Kúnstin er sú
að horfa á þetta sem skemmtun
en ekki sem alvarlegan tónlistar-
viðburð því stór hluti af tónlistinni
þarna er krapp, það viðurkenna all-
ir. En oft er krappið svo fáránlega
framreitt að það verður yfirgengi-
lega skemmtilegt. Eða býr til aula-
hroll sem hríslast niður eftir bakinu
og hver hefur ekki gaman af góðum
aulahrolli? En svo er þarna líka frá-
bær tónlist inni á milli og ég fagna
því sérstaklega að það hafa verið
fínustu rokklög í keppninni und-
anfarin ár. En heilt yfir hlýtur þetta
Eurovision-dæmi hjá mér að vera
til marks um ákveðinn þroska; að
ná sátt við það sem þú hatar og á
endanum fíla það.“
VARÐ PABBI 18 ÁRA
Fjölskylda Sigmars er flókin en hann
á fjögur börn. Hann segist vinna
myrkranna á milli virka daga en nota
helgarnar til að vera með börnunum.
„Þessa stundina er ég þessi týpíski
helgarpabbi og föðurhlutverkið gef-
ur mér mjög mikið,“ segir Sigmar sem
var aðeins 18 ára þegar hann varð
faðir í fyrsta skiptið. „Elsta stelpan
mín heitir Kristín Alma og er 22 ára.
Mér fannst ég tilbúinn að verða pabbi
þegar hún fæddist en ég hlæ að því í
dag. Ég var bara barn að eignast barn
og barnsmóðir mín var á svipuðu
reki. Við höfðum mikið af góðu fólki
í kringum okkur og þetta blessaðist
allt saman,“ segir hann og bætir við
að þau Kristín Alma séu í góðu sam-
bandi. „Hún bjó í Danmörku í nokkur
ár en býr núna í Grundarfirði og því sé
ég hana ekki eins oft og ég vildi. Hún
er þó dugleg að koma í höfuðborgina
auk þess sem ég fer stundum vest-
ur í heimsókn,“ segir hann og segist
aðspurður ekki vera orðinn afi. „Ekki
nema við flokkum hundinn hennar
sem barnabarn,“ segir hann og brosir.
FLÓKIN EN VEL SAMSETT
FJÖLSKYLDA
Fyrrverandi sambýliskona Sigmars,
Birna Bragadóttir, kom með son úr
fyrra sambandi inn í þeirra samband.
Hann heitir Sindri og er á 15. ári og
þeir Sigmar hafa haldið góðu sam-
bandi eftir að upp úr sambandi hans
og Birnu slitnaði. Með Birnu á Sig-
mar dótturina Sölku sem er nýorðin
sjö ára. Í dag er Birna gift Sigurði Kára
Kristjánssyni, fyrrverandi alþingis-
manni, sem er því fósturfaðir Sölku.
Sigmar segir þá Sigurð Kára eiga í
góðu sambandi. „Við erum að ala upp
sömu börnin og tölum því talsvert
saman og erum ágætis vinir. Við erum
samstiga í uppeldinu og á milli okkar
er enginn metingur eins og stundum
vill verða við svona aðstæður. Siggi
hefur reynst mínum börnum einstak-
lega vel og þau sjá ekki sólina fyrir
honum svo þetta hefur gengið prýði-
lega. Reyndar er ég svo heppinn að í
kringum mín börn er bara eðalfólk,
hvort sem þar er um að ræða barns-
mæður, fósturpabba eða aðrar kynja-
verur. Samsettar fjölskyldur þurfa
ekki að vera meira vandamál en fólk
ákveður sjálft.“
SAKNAR HENNAR GRÍÐARLEGA
Þegar Sigmar og Þóra Tómasdóttir,
fyrrverandi umsjónarmaður Kast-
ljóss, byrjuðu saman var Þóra ófrísk,
komin þrjá mánuði á leið. Þóra og
Sigmar skildu upp úr áramótum en
Þóra var ein af þeim sem var látin
taka poka sinn í niðurskurðinum á
RÚV og hefur nú flutt með dóttur-
ina, Kötlu, til Noregs. „Ég er búinn að
vera pabbi Kötlu síðan hún fæddist
en nú skilja leiðir og það er mjög erf-
itt. Ég sakna hennar gríðarlega. Hún
var mjög stór hluti af lífi mínu en nú
heyri ég bara í henni í síma og sé
hana á Skype. Eins er þetta erfitt fyrir
Kötlu og svo Sölku, því þær systurnar
eru miklar vinkonur og því eru þetta
eðlilega miklar breytingar fyrir þær.“
Fréttir af skilnaði þeirra Þóru birt-
ust á síðum slúðurblaða en Sigmar
tekur ekki undir þá fullyrðingu að
þau hafi skilið fyrir framan alþjóð.
„Ég er ósammála þeim sem telja að
fjölmiðlar geti fjallað um mitt einka-
líf án míns samþykkis. Einkalíf er
mjög gegnsætt orð. Í orðinu liggur
að ég á sjálfur mitt einkalíf. Ég er sá
eini sem getur ráðstafað því og sam-
þykkt opinbera birtingu á því eins og
ég geri til dæmis í þessu viðtali. Þess
vegna heitir það einkalíf. Eins og hálf
þjóðin veit er erfitt að ganga í gegn-
um skilnað og það er ekkert erfiðara
fyrir mig en aðra þótt ég flokkist sem
opinber persóna.“
SKAPSTÓR OG ÞVER
Sigmar vill lítið tjá sig um ástæður
skilnaðarins við Þóru. Segir þó að
það samband hafi bera verið komið á
endastöð og að þau hafi skilið sátt og
sem vinir. „Á milli okkar er góð vin-
átta enda kom ekkert sérstakt upp á í
sambandi okkar sem var endapunkt-
urinn. Við bara ákváðum að þetta
væri orðið gott og tókum þá ákvörð-
un saman. Á diplómatísku máli
myndi einhver segja að við höfum
þroskast í sundur en ég myndi frek-
ar orða það þannig að við höfum ekki
náð að þroskast nægjanlega saman.
En þetta var óhjákvæmilegt, framtíð
Þóru og Kötlu er í Noregi á næstunni
á meðan mín framtíð er hér heima á
Íslandi. En á milli okkar er gott og við
heyrumst reglulega. Svona er bara
lífið og það heldur áfram.“
Hann viðurkennir hins vegar að
samband hans við Birnu hafi farið í
hundana vegna drykkju og neyslu.
„Ég trúi ekki á eftirsjá og þótt margt
af þessu sem maður gekk í gegnum
hafi verið erfitt, sárt og sumt ljótt er
þetta partur af þroskasögu minni.
Svona reynsla þroskar mann og gef-
ur mér, eftir á að hyggja, verðmæta
sýn á lífið. Það er kannski auðvelt
að segja þetta eftir á, því á meðan á
erfiðleikunum stóð vildi maður svo
sannarlega breyta öllu. En í dag vil
ég ekki breyta neinu,“ segir hann og
bætir við að tíminn hafi hjálpað hon-
um að sættast við fortíðina.
Með tvo skilnaði að baki liggur
beinast við að spyrja hvort hann sé
svona erfiður í sambúð? „Örugglega.
Nema ég sé svona óheppinn með
konur, ég veit það ekki,“ segir Sigmar
og brosir en bætir við að hann sé
langt frá því að vera gallalaus mað-
ur. „Ég er skapstór og þver og mætti
örugglega vera diplómatískari á
stundum. En einhverjum kostum er
ég vafalítið líka gæddur. Annars get
ég ómögulega tekið undir að ég sé
erfiður í sambúð, mér gengur í það
minnsta frábærlega að búa einn með
sjálfum mér,“ segir hann brosandi.
MANNLEG VIÐTÖL ERFIÐUST
Sigmar hefur tekið mörg viðtöl í Kast-
ljósinu og eru viðmælendurnir afar
fjölbreyttur hópur. „Eitt erfiðasta við-
tal sem ég hef tekið, og jafnframt eitt
það eftirminnilegasta, var viðtalið
við Thelmu Ásdísardóttur, þegar hún
steig fram og sagði sína sögu. Eins er
minnsstætt viðtalið við Geir Þórisson,
íslenskan fanga sem situr inni í Virgin-
íu í Bandaríkjunum og afplánar 20 ára
dóm fyrir líkamsárás og þjófnað. Það
var ótrúleg reynsla að labba í gegn-
um þetta rammgerða öryggisfangelsi,
í gegnum mörg hlið og vopnaleit. Um-
hverfið var niðurdrepandi og ömur-
legt og setti einhvern einkennilegan
tón fyrir þetta viðtal. Ég sat hjá honum
í tvo tíma og hann grét allan tímann.
Hjá honum fór eitt fyllerí úrskeið-
is með hörmulegum afleiðingum því
hann þarf að sitja inni í að minnsta
kosti 18 ár fyrir brot sem hann hefði
fengið fjögur ár fyrir hérna heima.
Þetta var í fyrsta sinn sem íslensk-
ur fjölmiðill fjallaði um mál hans og
voru viðbrögðin svolítið önnur en ég
átti von á því margir höfðu samband
og sögðu að það ætti ekki að taka við-
töl við svona menn, heldur læsa inni
og henda lyklinum. Þarna upplifði ég
sterkt hvað refsigleðin er í raun mikil á
meðal Íslendinga,“ segir hann og bæt-
ir við að það renni ekki upp sá dagur
að hann hugsi ekki til mannsins. Eins
hafi hann tekið viðtal við hetjuna Ástu
Lovísu sem lést frá börnum sínum
eftir erfiða baráttu við krabbamein.
„Þetta eru viðtöl sem taka miklu meira
á en einhver viðtöl við stjórnmála-
menn eða útrásarvíkinga um krónur
og aura,“ útskýrir hann og bætir við
að hann taki því miður vinnuna með
sér heim á kvöldin. „Ég næ ekki alltaf
að kúpla mig út og hugsa mikið um
viðmælendur mína og viðfangsefnin
hverju sinni. Hins vegar reyni ég að
nota fríin mín til að hreinsa hugann og
sleppi þá yfirleitt öllum fréttum. Ann-
ars er hætta á að maður brenni út.“
Í DRAUMASTARFINU
Sigmar segist ekki eiga sér drauma-
umfjöllunarefni. „Í blaðamennsku
þarf maður að temja sér að um-
gangast alla jafnt og bera jafnmikla
virðingu fyrir öllum, hvort sem um
smærri eða stærri mál er að ræða.
Ólíkt mörgum kollegum mínum þrái
ég ekki að fara út í lönd til að segja
fréttir af stríðsátökum því ég hef lít-
inn áhuga á að hætta lífinu fyrir vinn-
una. Í rauninni er ég í draumastarf-
inu mínu. Ég hef alltaf haft áhuga á að
vinna á fjölmiðlum og hef haft það að
markmiði síðan ég var ungur drengur
að vinna í svona þætti, eða einhverju
sambærilegu. Vissulega er þetta mikil
áskorun í þessu árferði en ég ætla að
gera mitt besta.“ indiana@dv.is
34 FÖSTUDAGUR 9. apríl 2010 VIÐTAL
Borgartúni 25 | Reykjavík | Sími 570 4000 | raudakrosshusid@redcross.is | www.raudakrosshusid.is | Opið virka daga kl. 12-17
Ókeypis námskeið og ráðgjöf
Mánudagur 12. apríl
Miðvikudagur 14. apríl
Fimmtudagur 15. apríl
Qi – Gong - Viðar H. Eiríksson kennir fólki að aa, varð-
veita og dreifa orku um líkamann. Tími: 12.00-13.00.
Gönguhópur - Klæddu þig eftir veðri. Tími: 13.00 -14.00.
Íslenskuhópur - Hefur þú lært íslensku en þarft að æfa
þig í að tala? Tími: 13.00 -14.00.
Prjónahópur - Komdu og prjónaðu. Tími: 13.00 -15.00.
Vinnum saman - Ný viðhorf (Býugurnar) - Vertu
með í skapandi hópi atvinnuleitenda. Tími: 14.00-16.00
Skiptifatamarkaður - Barnaföt - Tími: 16.00 -18.00.
Fyrir utan rammann - Helena Kristinsdóttir, framleiðandi
leiðbeinir í leiklistar- og framkomuþjálfun þar sem farið er
ofan í þæginda- og vitundarramma hvers og eins og hvern-
ig má stíga út fyrir hann. Fyrri hluti. Skráning nauðsynleg.
Tími: 9:00 -12.00.
Fluguhnýtingahópur - Komdu með uguhnýtingastand
ef þú getur. Tími: 12.00-13.30.
Saumasmiðjan - Breytt og bætt. Tími: 13.00-15.00.
Þýskuhópur - Æfðu þig í að tala þýsku. Tími: 14.00-14.45.
Spænskuhópur - Við æfum okkur í að tala saman á
spænsku um mat. Tími: 15:00 -15.45.
Jóga - Viltu prófa jóga? Tími: 15.00-16.00.
Fyrir utan rammann - Seinni hluti. Tími: 9.00-12.00.
Félagsvinir - Sjálfboðaliðar óskast í skemmtilegt verkefni
með konum og börnum af erlendum uppruna.
Tími: 12:30-13:00.
Gönguhópur - Klæddu þig eftir veðri. Tími: 12.30 -13.30.
Hvernig stöndumst við álag - Hvað fær okkur til að
pirrast og reiðast yr smámunum? Tími: 13.30 -15.00
Hláturjóga - Viltu losa um spennu? Tími: 15.30-16.30.
Föstudagur 16. apríl
Allir velkomnir!
Þriðjudagur 13. apríl
Rauðakrosshúsið
Líðan atvinnuleitenda - Umræður og vinnuhópar.
Tími: 12.30-13.30.
Tölvuaðstoð - Persónuleg aðstoð. Komdu með fartölvu
ef þú getur. Tími: 13.30-15.30.
Áhugasviðsgreining - Könnun og fagleg ráðgjöf.
Skráning nauðsynleg. Tími: 14.00 -16.00.
Ráðgjöf fyrir innytjendur - Sérsniðin lögfræðiráð-
gjöf og stuðningur við innytjendur. Tími: 14.00 -16.00.
Briddsklúbbur - Hefur þú gaman af bridds? Langar
þig að læra bridds? Tími: 14.00-16.00.
Föst dagskrá og spennandi nýjungar
LOKAÐ!
Námskeiðið Barnið komið heim
verður á næstu vikum haldið í Rauðakrosshúsinu,
á Akureyri, Akranesi og Selfossi.
Upplýsingar og skráning í síma 570 4000.
Viltu fá meira fyrir þinn snúð? - Silja Bára Ómarsdóttir,
kennir hvernig samningatækni getur hjálpað þér að fá
meira út úr línu, hvort sem er í hversdagslínu eða stórum
ákvörðunum. Fyrri hluti. Tími: 15.30-16.30.
Hún var mjög stór hluti af lífi mínu
en nú heyri ég bara í
henni í síma og sé hana
á Skype.
Rokkari Sigmar hóf
sinn fjölmiðlaferil á
rokkstöðinni X-inu en
segir þann tíma hafa
einkennst af sukki og
neyslu.
MYND KARL PETERSSON