Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2010, Side 53

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2010, Side 53
HELGARBLAÐ 9. apríl 2010 MIÐVIKUDAGUR 53 ENGIR ATVINNU- HNEFALEIKAR n Það tók langan tíma og mikið japl, jaml og fuður að fá ólympíska hnefaleika leyfða á Íslandi. Gífurlegur áhugi er fyrir íþróttinni hér heima en frumvarp þess efnis þurfti að fara oft í gegnum Alþingi áður en það var samþykkt. Atvinnuhnefaleikar eru þó enn bannaðir og engin plön um að leyfa þá. Aðeins má berjast á opinberum mótum, skipulögðum af íþróttafélögum og allir verða að vera með hjálm. EKKI MÁ AKA Í DAGSBIRTU ÁN ÞESS AÐ HAFA LJÓSIN KVEIKT n Sama þótt birtan úti sé meiri en á sólinni er ólöglegt að hafa ljós bíla og annarra vélknúinna ökutækja slökkt við akstur. Þessi lög hafa verið í gildi í á annan áratug og voru þeir margir sem sótbölvuðu þeim framan af. Ólíklegt er þó að margir agnúist út í þau núna í ljósi þess að gildi almennrar ljósanotkunar hefur sannað sig sem sterkt vopn í baráttunni fyrir fækkun umferðarslysa. MÁTT EKKI KAUPA VÆNDI n Alþingi samþykkti frumvarp í apríl í fyrra sem gerir það refsivert að greiða fyrir vændi. Sá sem er staðinn að slíku má eiga von á sekt eða fangelsi í allt að einu ári. Íslendingar urðu þar með þriðja þjóðin til að fara þessa svokölluðu sænsku leið, á eftir Norðmönnum og að sjálfsögðu Svíum. á Íslandi BANNA RÚNTINN n Samkvæmt frumvarpsdrögum samgönguráðherra sem send hafa verið til samgöngunefndar Alþingis verður ökumönnum yngri en 20 ára bannað að vera með fleiri en einn farþega í bíl frá klukkan 23.00 til 09.00 á föstudögum og laug- ardögum. Þetta er partur af frumvarpi sem mun einnig hækka bílprófsaldurinn í 18 ár. Verði þetta ákvæði samþykkt er verið að gera harða atlögu að „rúntinum“ svokallaða sem íslensk ungmenni hafa stundað af miklu kappi um áratugaskeið. NEKTARDANS BANNAÐUR n Smátt og smátt hefur verið þrengt að starfsemi nektardansstaða undanfarin ár og er nú svo komið að það er bannað að dansa nektardans með öllu. Fyrst var bannað að dansa nektardans í lokuðu rými en í síðasta mánuði var dansinn svo bannaður með öllu samkvæmt lögum. Helstu rökin fyrir því hafa verið tengsl slíkra staða við mansal þó aldrei hafi verið sýnt fram á slík tengsl hér á landi. HRAÐATAKMARKANIR n Um áramót 2007 tók gildi reglugerð sem fól í sér að nýir vörubílar yfir 3.500 kílóum þurftu hraðatakmarkara til að fást skráðir hér á landi. Hraðatakmarkari virkar þannig að bíllinn kemst ekki yfir ákveðinn hraða og var miðað við 90 kílómetra hámarkshraða. Flestir stóru amerísku pallpílarnir falla í þann flokk sem hefur dregið verulega úr áhuga manna á þeim. YNGRI EN 18 MEGA EKKI FARA Í LJÓS n Það er staðreynd að útfjólubláir geislar valdi sortuæxlum og öðrum húðkrabbameinum en Alþjóðleg stofnun í krabbameinsfræðum hefur rannsakað það í þaula. Hér á Íslandi er mikil ljósabekkjanotkun og stöðugt fleiri greinast með húðkrabbamein. Nú er búið að leggja fram frumvarp til Alþingis um að börnum og ungmennum undir 18 ára verði bannað að fara í ljós. Ef það verður samþykkt verður Ísland fyrst Noðurlanda til að innleiða slíkar reglur. MÝTAN UM LYF n Flestir kannast við það að fá ekki góða lyfið sem menn gátu keypt erlendis. Flestir halda að lyfin séu bönnuð hér á landi en það er algengur misskilningur. Það hefur enginn sótt um að selja þessi vinsælu erlendu lyf því markaðurinn hér er svo lítill. Öll lyf þurfa að fá markaðsleyfi og það er fullt af lyfjum sem eru algeng erlendis en fást ekki hér vegna þess að enginn hefur sýnt áhuga á að flytja þau til landsins, borga leyfisgjaldið og fara í gegnum skriffinnskuna sem því fylgir. Lyf eru ekki öll bönnuð þótt þau fáist ekki hér á landi. Sömu lyfjalög gilda hér á landi og á Schengen-svæðinu. EKKI MÁ KAUPA ÁFENGI FYRIR TVÍTUGT n Lengi hafa verið skiptar skoðanir um hvort áfengiskaupaaldurinn hér á landi, 20 ár, sé of hár. Þeir sem eru fylgjandi því aldurstakmarki benda meðal annars á að þrátt fyrir það sé unglingadrykkja vandamál hér á landi og því engin ástæða til tilslökunar. Hinir hafa bent á fáránleikann í aldurstakmarkinu í samhengi við til dæmis hjúskaparlögin sem leyfa 18 ára einstaklingum og eldri að ganga í hjónaband. Það má því ímynda sér ungan mann, í nokkuð ýktu dæmi þó, sem er ábyrgur, tveggja barna faðir, á eigin íbúð og bíl, en í brúðkaupsveislunni sinni má hann ekki fá sér freyðivín eða aðra áfenga drykki.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.