Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.2010, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.2010, Page 4
4 FÖSTUDAGUR 16. apríl 2010 FRÉTTIR NÁHIRÐ GEGN SANNLEIKSNEFND n Flótti þeirra sem fá þyngstar um- sagnir í Sannleiksskýrslu Páls Hreins- sonar stendur nú sem hæst. Hver um annan þver- an lýsa þeir yfir sakleysi sínu og reyna þannig að þvo ímynd sína. Stuðningsmenn þrjótanna eru einnig duglegir. Sérstaklega á það við um sértrú- arhópinn í kringum Davíð Odds- son, ritstjóra Morgunblaðsins, sem á tyllidögum nefnist náhirð. Nýjasta upphlaupið á þeim bænum er að ýja að því að rannsaka þurfi Pál Hreins- son, formann nefndarinnar, og félaga hans vegna þeirrar vanrækslu að skila ekki skýrslunni á réttum tíma. HÁPÓLITÍSK AÐFÖR n Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Moggans, fær útreið í skýrslu sannleiksnefndarinnar þar sem fjall- að er um skuldamál hans. Ritstjórinn skuldar langt á annað hundrað milljónir króna. Öfl innan Sjálf- stæðisflokksins nýttu sér þetta í tilraun til að láta hann hlýða. Styrmir skrifaði mikla varnar- grein í Moggann þar sem hann við- urkennir skuldir sínar. Hann gefur þá skemmtilegu skýringu á þeim að þær séu tilkomnar vegna misgengis lánskjaravísitölu og launavísitölu. Þá kennir hann fjölmiðlum um að reyna að bregða fyrir sig fæti með umfjöll- un þótt fyrir liggi að aðförin að Styrmi var hápólitísk. GERVIMENNIRNIR HALDA ÁFRAM n Í skýrslu rannsóknarnefndar Al- þingis hefur vakið nokkra athygli hversu umsvifamiklir „gervimenn í útlöndum“ hafa verið í íslensku við- skiptalífi á liðn- um árum. Þannig átti „gervimaður í útlöndum“ til dæmis helm- ingshlut í fjöl- miðlaveldi Jóns Ásgeirs Jóhann- essonar, 365, árið 2008. Svo virðist hins vegar sem tími gervimannanna sé enn ekki lið- inn í viðskiptalífinu því leynd hvílir yfir raunverulegu eignarhaldi á 365 eftir nýlega hlutafjáraukningu félags- ins. Þeir sem nefndir hafa verið til sögunnar sem þátttakendur í aukn- ingunni eru hins vegar menn eins og Hannes Smárason, Þorsteinn M. Jónsson, Þórður Már Jóhannesson og Magnús Ármann en ekkert hefur fengist staðfest í þeim efnum. AÐSTOÐARMAÐUR BJÖRGÓLFS n Gunnar Andersen, forstjóri Fjár- málaeftirlitsins, var til umfjöllun- ar á forsíðu Morgunblaðsins í gær vegna nærri tíu ára gamals máls sem fjallað er um í skýrslu rann- sóknarnefndar- innar. Það snýst um fléttu Kaup- þings til að fela fjármögnun á eigin bréfum með milligöngu eignarhaldsfélagsins LB Holding. Gunnar var stjórnarmaður í félaginu sem starfsmaður Lands- bankans en sagðist ekki muna eftir málinu sem ekki kemur sér vel fyrir hann. Ívari Páli Jónssyni, ritstjóra viðskiptafrétta Moggans, hefur ör- ugglega ekki þótt leiðinlegt að birta fréttina á forsíðu en hann var áður starfsmaður Björgólfsfeðga sem að- stoðarmaður Ásgeirs Friðgeirssonar. Illindin á milli Gunnars og Björgólfs eldri ná aftur á níunda áratuginn þegar Gunnar bar vitni í Hafskips- málinu gegn Björgólfi. SANDKORN Alterna er nýjasta íslenska farsímafélagið. Fyrirtækið segir háu mínútuverði stríð á hendur og býður lægsta verð á landinu. Alterna er eina farsímafélagið sem ekki er, eða hefur verið, í eigu útrásarvíkinga. Róbert Bragason framkvæmdastjóri segir að fyrirtækið leggi áherslu á einfalda verðskrá og lágt verð. FARSÍMAFÉLAG ÁN ÚTRÁSARVÍKINGA „Eigendur Alterna eru IMC Worldcell en það fyrirtæki er í eigu Bandaríkja- manna,“ segir Róbert Bragason, fram- kvæmdastjóri fjarskiptafyrirtækisins Alterna. Eins og sjónvarpsáhorfendur hafa eflaust tekið eftir hefur fyrirtækið nú hafið innreið á farsímamarkað. Mark- mið félagsins er að bjóða þjónustu á skiljanlegum verðum svo fólkið í land- inu geti talað saman, að því er segir á alterna.is. Ekki í eigu útrásarvíkinga Róbert vísar á heimasíðu IMC Worldcell þegar hann er spurður að því hverjir eigi móðurfélagið. Þar kem- ur fram að fyrirtækið er í eigu Banda- ríkjamannsins Blake Swensrud en á heimasíðunni stendur að hann hafi unnið í fjarskiptaheiminum í meira en 16 ár og hefur starfað með mörgum af helstu fjarskiptafélögum í heimi. Allt lítur því út fyrir að Alterna, sem dregur nafn sitt af enska orðinu altern- itive, eða valkostur, sé ekki á nokkurn hátt tengt útrásarvíkingum, eins og lengst af gilti um önnur símafélög. Þannig er Síminn í eigu Skipta sem aftur er í eigu Exista. Það fé- lag var lengst af í eigu Ágústs og Lýðs Guðmundssonar en eignarhald á Ex- istu er í lausu lofti um þessar mundir. Voda fone og Tal eru í eigu Teymis sem Vestia, eignarhaldsfélag Landsbank- ans, á. Þar sem ríkið á stóran hlut í Landsbankanum eru fyrirtækin tækni- lega í eigu ríksisins. Félögin voru áður í eigu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar. Loks er Nova í eigu Novator ehf., félags í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar. Fæstir hafa heyrt um IMC IMC Ísland hefur verið með starfsemi á Íslandi frá árinu 2000. „IMC Ísland er eins konar bakendi á þeirri þjónustu sem World Cell er að selja en þjón- ustan þó fyrst og fremst verið seld er- lendis. Þetta er svona reikiþjónusta. Ef þú ert til dæmis Bandaríkjamaður sem ferðast mikið erlendis ertu hugs- anlega með símkort frá Worldcell. Fé- lagið hefur starfað samkvæmt leyfi frá Póst- og fjarskiptastofnun,“ segir hann og bætir við að IMC sé líklega eina far- símafélagið á Íslandi sem fæstir hafa heyrt um. „Við sjáum núna tækifæri á því að koma inn á farsímamarkað á Ís- landi af fullum krafti og Alterna er nýtt fyrirtæki fyrir þá starfsemi,“ útskýrir Róbert. Hann segir að samkeppnisað- ilar á markaði séu margir hverjir skuld- settir og því telji þeir sem standa að Alterna að svigrúm sé til að fara í verð- samkeppni. Alterna segir í tilkynningu að félag- ið ætli að vera með lægsta mínútuverð á landinu, hvort sem hringt er í far- síma eða heimasíma. Allir viðskipta- vinir Alterna munu hringja frítt hver í annan og félagið leggur mikla áherslu á gagnsæi í verðlagningu þannig að neytendur eigi auðveldara með að bera saman verð og skera niður í út- gjöldum heimilisins. Leikari úr Star Trek Auglýsing Alterna, sem fór í sýningu í vikunni, hefur vakið athygli. Boð- skapurinn í henni er að hér á Íslandi ríki ekki raunveruleg samkeppni á far- símamarkaði. Bandaríski leikarinn Jeff McCarthy leikur í auglýsingunni en hann lék meðal annars gestahlutverk í Star Trek, RoboCop 2, Cliffhanger, Law & Order og Staupasteini, svo fátt eitt sé nefnt. Mínútugjald Upphafsgjald SMS Mánaðargjald Alterna* 10,0 kr. 10,0 kr. 10,0 kr. 490 kr. Nova* 15,5 kr. 5,5 kr 11,0 kr. 550 kr. Tal** 15,0 kr. 4,95 kr. 10,0 kr. 494 kr. Síminn*** 12,0 kr. 12,0 kr. 12,0 kr. 494 kr. Vodafone**** 15,5 kr. 5,9 kr. 11,9 kr. 800 kr. Verð símafélaganna í áskrift: *Frí símtöl (1.000 mín.) og SMS (500 stk.) innan kerfis. Kostar 20,0 kr. á mínútu að hringja í Nova. **Hægt að hringja frítt innan kerfis með dýrari áskriftum. ***Miðað við áskriftarleiðina: Lægsta mínútuverðið. Einn GSM vinur (1.000 mín og 500 SMS innifalin til vinar). **** Einn vinur innan Vodafone (1.000 mín og 500 SMS innifalin). Ódýrara mánaðargjald í gulláskrift. BALDUR GUÐMUNDSSON blaðamaður skrifar: baldur@dv.is Alterna Róbert Bragason framkvæmda- stjóri segir að félagið ætli í verðsamkeppni á farsímamarkaði. Verslunin er í Borgartúni. Leikarinn í auglýsingunni Jeff McCarthy hefur meðal annars leikið gestahlutverk í Star Trek og Staupasteini. Þrír menn í gæsluvarðhaldi vegna gruns um frelsissviptingu: Misþyrmt í hálfan sólarhring „Við lítum þetta mjög alvarlegum aug- um enda beitum við bara gæsluvarð- haldi í alvarlegustu málunum,“ segir Alda Hrönn Jóhannsdóttir, lögreglu- stjóri á Suðurnesjum. Þrír karlmenn á þrítugsaldri sitja í gæsluvarðhaldi vegna gruns um frels- issviptingu og stórfellda líkamsárás sem átti sér stað á Suðurnesjum í síð- ustu viku. Mennirnir voru úrskurðaðir í vikulangt gæsluvarðhald á föstudag- inn í síðustu viku. Á fimmtudagskvöld- ið sagðist Alda ekki geta tjáð sig um það hvort farið yrði fram á lengra gæslu- varðhald en ákvörðun um það yrði tek- in á föstudag. Samkvæmt heimildum DV hafa mennirnir þrír allir komið við sögu lög- reglu áður, meðal annars vegna ofbeld- ismála. Þá bíður einn af hinum meintu árásarmönnum þess að afplána dóm sem hann fékk fyrir skemmstu. Fórnarlambi árásarinnar var haldið föngnu í að minnsta kosti tólf klukku- stundir, að því er heimildir DV herma. Var maðurinn fluttur á slysadeild vegna áverka sinna. Aðspurð hvort maður- inn hafi hlotið beinbrot í árásinni segir Alda svo ekki vera. „Hann var marinn og bólginn.“ Aðspurð hvort þarna hafi verið um handrukkun að ræða sagðist Alda ekki geta tjáð sig um það vegna rannsókn- arhagsmuna. Alda segir að það liggi þó fyrir að mennirnir hafi verið að „gera upp einhver samskipti“. Sem fyrr segir er málið litið mjög al- varlegum augum en refsiramminn fyr- ir ofbeldisbrot af þessu tagi er allt að sextán ára fangelsi. einar@dv.is Litið alvarlegum augum Mennirnir eru grunaðir um að hafa valdið fjórða manni mikla áverka.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.