Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.2010, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.2010, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 16. apríl 2010 FRÉTTIR NÁHIRÐ GEGN SANNLEIKSNEFND n Flótti þeirra sem fá þyngstar um- sagnir í Sannleiksskýrslu Páls Hreins- sonar stendur nú sem hæst. Hver um annan þver- an lýsa þeir yfir sakleysi sínu og reyna þannig að þvo ímynd sína. Stuðningsmenn þrjótanna eru einnig duglegir. Sérstaklega á það við um sértrú- arhópinn í kringum Davíð Odds- son, ritstjóra Morgunblaðsins, sem á tyllidögum nefnist náhirð. Nýjasta upphlaupið á þeim bænum er að ýja að því að rannsaka þurfi Pál Hreins- son, formann nefndarinnar, og félaga hans vegna þeirrar vanrækslu að skila ekki skýrslunni á réttum tíma. HÁPÓLITÍSK AÐFÖR n Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Moggans, fær útreið í skýrslu sannleiksnefndarinnar þar sem fjall- að er um skuldamál hans. Ritstjórinn skuldar langt á annað hundrað milljónir króna. Öfl innan Sjálf- stæðisflokksins nýttu sér þetta í tilraun til að láta hann hlýða. Styrmir skrifaði mikla varnar- grein í Moggann þar sem hann við- urkennir skuldir sínar. Hann gefur þá skemmtilegu skýringu á þeim að þær séu tilkomnar vegna misgengis lánskjaravísitölu og launavísitölu. Þá kennir hann fjölmiðlum um að reyna að bregða fyrir sig fæti með umfjöll- un þótt fyrir liggi að aðförin að Styrmi var hápólitísk. GERVIMENNIRNIR HALDA ÁFRAM n Í skýrslu rannsóknarnefndar Al- þingis hefur vakið nokkra athygli hversu umsvifamiklir „gervimenn í útlöndum“ hafa verið í íslensku við- skiptalífi á liðn- um árum. Þannig átti „gervimaður í útlöndum“ til dæmis helm- ingshlut í fjöl- miðlaveldi Jóns Ásgeirs Jóhann- essonar, 365, árið 2008. Svo virðist hins vegar sem tími gervimannanna sé enn ekki lið- inn í viðskiptalífinu því leynd hvílir yfir raunverulegu eignarhaldi á 365 eftir nýlega hlutafjáraukningu félags- ins. Þeir sem nefndir hafa verið til sögunnar sem þátttakendur í aukn- ingunni eru hins vegar menn eins og Hannes Smárason, Þorsteinn M. Jónsson, Þórður Már Jóhannesson og Magnús Ármann en ekkert hefur fengist staðfest í þeim efnum. AÐSTOÐARMAÐUR BJÖRGÓLFS n Gunnar Andersen, forstjóri Fjár- málaeftirlitsins, var til umfjöllun- ar á forsíðu Morgunblaðsins í gær vegna nærri tíu ára gamals máls sem fjallað er um í skýrslu rann- sóknarnefndar- innar. Það snýst um fléttu Kaup- þings til að fela fjármögnun á eigin bréfum með milligöngu eignarhaldsfélagsins LB Holding. Gunnar var stjórnarmaður í félaginu sem starfsmaður Lands- bankans en sagðist ekki muna eftir málinu sem ekki kemur sér vel fyrir hann. Ívari Páli Jónssyni, ritstjóra viðskiptafrétta Moggans, hefur ör- ugglega ekki þótt leiðinlegt að birta fréttina á forsíðu en hann var áður starfsmaður Björgólfsfeðga sem að- stoðarmaður Ásgeirs Friðgeirssonar. Illindin á milli Gunnars og Björgólfs eldri ná aftur á níunda áratuginn þegar Gunnar bar vitni í Hafskips- málinu gegn Björgólfi. SANDKORN Alterna er nýjasta íslenska farsímafélagið. Fyrirtækið segir háu mínútuverði stríð á hendur og býður lægsta verð á landinu. Alterna er eina farsímafélagið sem ekki er, eða hefur verið, í eigu útrásarvíkinga. Róbert Bragason framkvæmdastjóri segir að fyrirtækið leggi áherslu á einfalda verðskrá og lágt verð. FARSÍMAFÉLAG ÁN ÚTRÁSARVÍKINGA „Eigendur Alterna eru IMC Worldcell en það fyrirtæki er í eigu Bandaríkja- manna,“ segir Róbert Bragason, fram- kvæmdastjóri fjarskiptafyrirtækisins Alterna. Eins og sjónvarpsáhorfendur hafa eflaust tekið eftir hefur fyrirtækið nú hafið innreið á farsímamarkað. Mark- mið félagsins er að bjóða þjónustu á skiljanlegum verðum svo fólkið í land- inu geti talað saman, að því er segir á alterna.is. Ekki í eigu útrásarvíkinga Róbert vísar á heimasíðu IMC Worldcell þegar hann er spurður að því hverjir eigi móðurfélagið. Þar kem- ur fram að fyrirtækið er í eigu Banda- ríkjamannsins Blake Swensrud en á heimasíðunni stendur að hann hafi unnið í fjarskiptaheiminum í meira en 16 ár og hefur starfað með mörgum af helstu fjarskiptafélögum í heimi. Allt lítur því út fyrir að Alterna, sem dregur nafn sitt af enska orðinu altern- itive, eða valkostur, sé ekki á nokkurn hátt tengt útrásarvíkingum, eins og lengst af gilti um önnur símafélög. Þannig er Síminn í eigu Skipta sem aftur er í eigu Exista. Það fé- lag var lengst af í eigu Ágústs og Lýðs Guðmundssonar en eignarhald á Ex- istu er í lausu lofti um þessar mundir. Voda fone og Tal eru í eigu Teymis sem Vestia, eignarhaldsfélag Landsbank- ans, á. Þar sem ríkið á stóran hlut í Landsbankanum eru fyrirtækin tækni- lega í eigu ríksisins. Félögin voru áður í eigu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar. Loks er Nova í eigu Novator ehf., félags í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar. Fæstir hafa heyrt um IMC IMC Ísland hefur verið með starfsemi á Íslandi frá árinu 2000. „IMC Ísland er eins konar bakendi á þeirri þjónustu sem World Cell er að selja en þjón- ustan þó fyrst og fremst verið seld er- lendis. Þetta er svona reikiþjónusta. Ef þú ert til dæmis Bandaríkjamaður sem ferðast mikið erlendis ertu hugs- anlega með símkort frá Worldcell. Fé- lagið hefur starfað samkvæmt leyfi frá Póst- og fjarskiptastofnun,“ segir hann og bætir við að IMC sé líklega eina far- símafélagið á Íslandi sem fæstir hafa heyrt um. „Við sjáum núna tækifæri á því að koma inn á farsímamarkað á Ís- landi af fullum krafti og Alterna er nýtt fyrirtæki fyrir þá starfsemi,“ útskýrir Róbert. Hann segir að samkeppnisað- ilar á markaði séu margir hverjir skuld- settir og því telji þeir sem standa að Alterna að svigrúm sé til að fara í verð- samkeppni. Alterna segir í tilkynningu að félag- ið ætli að vera með lægsta mínútuverð á landinu, hvort sem hringt er í far- síma eða heimasíma. Allir viðskipta- vinir Alterna munu hringja frítt hver í annan og félagið leggur mikla áherslu á gagnsæi í verðlagningu þannig að neytendur eigi auðveldara með að bera saman verð og skera niður í út- gjöldum heimilisins. Leikari úr Star Trek Auglýsing Alterna, sem fór í sýningu í vikunni, hefur vakið athygli. Boð- skapurinn í henni er að hér á Íslandi ríki ekki raunveruleg samkeppni á far- símamarkaði. Bandaríski leikarinn Jeff McCarthy leikur í auglýsingunni en hann lék meðal annars gestahlutverk í Star Trek, RoboCop 2, Cliffhanger, Law & Order og Staupasteini, svo fátt eitt sé nefnt. Mínútugjald Upphafsgjald SMS Mánaðargjald Alterna* 10,0 kr. 10,0 kr. 10,0 kr. 490 kr. Nova* 15,5 kr. 5,5 kr 11,0 kr. 550 kr. Tal** 15,0 kr. 4,95 kr. 10,0 kr. 494 kr. Síminn*** 12,0 kr. 12,0 kr. 12,0 kr. 494 kr. Vodafone**** 15,5 kr. 5,9 kr. 11,9 kr. 800 kr. Verð símafélaganna í áskrift: *Frí símtöl (1.000 mín.) og SMS (500 stk.) innan kerfis. Kostar 20,0 kr. á mínútu að hringja í Nova. **Hægt að hringja frítt innan kerfis með dýrari áskriftum. ***Miðað við áskriftarleiðina: Lægsta mínútuverðið. Einn GSM vinur (1.000 mín og 500 SMS innifalin til vinar). **** Einn vinur innan Vodafone (1.000 mín og 500 SMS innifalin). Ódýrara mánaðargjald í gulláskrift. BALDUR GUÐMUNDSSON blaðamaður skrifar: baldur@dv.is Alterna Róbert Bragason framkvæmda- stjóri segir að félagið ætli í verðsamkeppni á farsímamarkaði. Verslunin er í Borgartúni. Leikarinn í auglýsingunni Jeff McCarthy hefur meðal annars leikið gestahlutverk í Star Trek og Staupasteini. Þrír menn í gæsluvarðhaldi vegna gruns um frelsissviptingu: Misþyrmt í hálfan sólarhring „Við lítum þetta mjög alvarlegum aug- um enda beitum við bara gæsluvarð- haldi í alvarlegustu málunum,“ segir Alda Hrönn Jóhannsdóttir, lögreglu- stjóri á Suðurnesjum. Þrír karlmenn á þrítugsaldri sitja í gæsluvarðhaldi vegna gruns um frels- issviptingu og stórfellda líkamsárás sem átti sér stað á Suðurnesjum í síð- ustu viku. Mennirnir voru úrskurðaðir í vikulangt gæsluvarðhald á föstudag- inn í síðustu viku. Á fimmtudagskvöld- ið sagðist Alda ekki geta tjáð sig um það hvort farið yrði fram á lengra gæslu- varðhald en ákvörðun um það yrði tek- in á föstudag. Samkvæmt heimildum DV hafa mennirnir þrír allir komið við sögu lög- reglu áður, meðal annars vegna ofbeld- ismála. Þá bíður einn af hinum meintu árásarmönnum þess að afplána dóm sem hann fékk fyrir skemmstu. Fórnarlambi árásarinnar var haldið föngnu í að minnsta kosti tólf klukku- stundir, að því er heimildir DV herma. Var maðurinn fluttur á slysadeild vegna áverka sinna. Aðspurð hvort maður- inn hafi hlotið beinbrot í árásinni segir Alda svo ekki vera. „Hann var marinn og bólginn.“ Aðspurð hvort þarna hafi verið um handrukkun að ræða sagðist Alda ekki geta tjáð sig um það vegna rannsókn- arhagsmuna. Alda segir að það liggi þó fyrir að mennirnir hafi verið að „gera upp einhver samskipti“. Sem fyrr segir er málið litið mjög al- varlegum augum en refsiramminn fyr- ir ofbeldisbrot af þessu tagi er allt að sextán ára fangelsi. einar@dv.is Litið alvarlegum augum Mennirnir eru grunaðir um að hafa valdið fjórða manni mikla áverka.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.